Alþýðublaðið - 10.02.1968, Page 11

Alþýðublaðið - 10.02.1968, Page 11
Athugið Símanúmer okkar er breytt í 83385« Langholtsbakarí, Langholtsvegi 152. Eldhús Getum bætt við okkur hin- um ódýru, fallegu eldhús- innréttingum. Munið hina vinsælu baðskápa. Ódýrt, vandað. Sími 82817. Ekta ioðhúfur mjög fallegar á börn og unglinga. Kjusulag, með dúskum. — Póstsendum. — Kleppsvegi 68, 3 h. t. v. Sími 30138. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. hemlastilling h.f. Súðavogi 14. — Sími 30135. Rafvirkjar Fotoselluofnar. Rakvélatenglar Mótorrofar Höfuðrofar, Rofar, Tenglir. Varhús, Vartappar. Sjálfvirk rör, Vír, Kapall, margar gerðir. Lampar í baðherbergi, ganga, geymslur í Handlampar Vegg-, loft og lampafalir inntaksrör, járnrör, 1“ ll/4“ m“ og 2“. Einangrunarband, margir lítir og önnur smávara. — Allt á einum stað. — — Rafmagnsvöru- — ■x — búðin sf. — Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 — Næg bílastæði. — BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur að flest- urri tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látið skrá bif- reiðina sem fyrst. BBLAKAUP S í M A R: 15812 — 23900 Skúlagötu 55 við Rauðará. TórJist Framhald af 4. síðu. hætt við, að þeir muni brenna fljótt upp. Einn þessara fítona, sem mesta athygli hafa vakið fyrir snilligáfu á sviði tónlist- ar og óhemjuskap í einkalífi, er Indverjinn Zubin Metha. Hann er aðeins 31 árs og er nú setzt ur að í U.S.A. Hann er fast- ur stjórnandi symfíníuhljóm- sveitarinnar í Los Angeles. Hann varð með yngstu mönnum sem höfðu nokkru sinni stjórn- að fílharmóníuhljómsveitum Berlínar og Vínar. Hann hreif áheyrendur á tónlistarhátíðinni í Saltzburg með verkum Brahms og Stravinskis. Tuttugu og fjögra ára varð hann stjórnandi symfóníuhljómsveitar Montreal- borgar og árið eftir tók liann við sama starfa í Los Angeles. Tók þá við liljómsveit í molum, hljómsveit, sem ekki hafði haft fastan stjórnanda í fjögur ár. „Hún gat leikið hvað sem var, en hún hafði engan stíl, var holhljóma og alveg óöguð“, sagði Metha. Hann var fyrstur svo ungra manna að stjórna tveimur meiri háttar hljómsveit um, amerískum og eini maður þar um slóðir til að stjórna tveimur stórhljómsveitum í einu, en það gerði hann á heimssýn- ingunni í Montreal í fyrra. Þá’ lóku hljómsveitirnar Symfóníu Fantastique eftir Berlioz. Inn- an tíu ára frá því að hann lauk námi hefur hann náð á tindinn á mettíma. Haft er eftir Orm- andy að hann álíti Metha lang- bezta unga hljómsveitarsjtóra vorra tíma. G.P. Rætt vÉð prest Framhald af 5. síðu. veitir ekki fullnaðarsvör við öll- um spurningum, sem sjóslysin vekja, — en kristin trú hvetur til að hjálpa og bjarga, hvar sem verða má. Þegar ég rifja upp kynni mín af slysavamar- málum, sé ég fyrir mér all-stór- an hóp af fólki, sem ég beinlín is veit, að hefur fengið áhuga á björgun og öryggismálum, af 1 ví að það hafði einhverntíma á ævinni sjálft staðið í svipuð- um kporum og þeir, sem nú Ryrgja bæði erlenda og innlenda sjómenn. Þessi þjónusta er rétta svarið — svar kristindómsins. Guð styrki alla, sem nú þurfa hjálpar við og blessi hvern líkn andi hug og hönd. Jakob Jónsson. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR BRAUÐHXJSlfí SNACK BÁR Laugavegi 126. sími 24631. ^lenntamenn Fjórir læknar svara því til, að þeir hyggist hafa áframhaldandi búsetu erlendis, en átta læknar segja það óákveðið, hvort Þeir muni setjast að á íslandi eða ekki. Af 33 verkfræðingum ætla tólf að setjast að á' íslandi, sjö eru ákveðnir að eiga áframhaldandi búsetu erlendis, en fjórtán eru óráðnir. Af 15 náttúrufræðingum eru sex ákveðnir í að eiga búsetu á ís- landi, þrír hafa ákveðið að hafa áframhaldandi búsetu erlendis, en sex eru óákveðnir. Af þrettán aðilum annarra greina eru sjö ákveðnir að hafa búsetu hér á landi, einn er á'- kveðinn að eiga áfram búsetu er- lendis, en fimm eru óákveðnir. Hlutfallstölur þessara niður- staðna eru: Af 124 háskólamönn- um, sem starfandi eru erlendis, er 61,3% þeirra, sem áætla búsetu hér á landi, 12.1% hyggjast búa erlendis, en 26.6% þeirra eru ó- ákveðnir, hvort þeir muni setj- ast að hér á landi eða eiga á- fram búsetu erlendis. Læknar hafa að meðaltali starfað samfellt erlendis í 6.1 ár. Þeir, sem ætla að setjast að á íslandi, — (51 af 63 eða 81%, sbr. áðurgreindar tölur) — télja sig að meðaltali eiga eftir að dveljast erlendis í 3.4 ár. Verð- ur því heildarbúseta læknanna ut- an íslands tæpur áratugur, og ætla má', að þeir séu almennt alflutt- ir til íslands um fertugt. Langflestir læknanna eru að afla sér framhaldsmenntunar, og athyglisvert er, að 48 læknar gefa upp sem aðalástæðu fyrir búsetu sinni erlendis, að þeir séu að afla sér framhaldsmenntunar og ætla þeir allir að setjast að á íslandi. Að öðru leyti eru veigamestu ástæður læknanna þær, að betri starfsskilyrði séu erlendis en á fslandi og hliðstæðar ástæður. — Rétt er að geta þess, að aðeins tveir læknar nefna hærri nettó- laun sem aðalástæðu fyrir búsetu sinni erlendis og tveir sem með- virkandi ástæðu. Varðandi læknana má í stuttu máli draga þá ályktun, að þeir sæki ekki til útlanda sökum lé- legra launakjara á íslandi, heldur fyrst og fremst til að leita sér framhaldsmenntunar jafnhliða starfi. í almennum athugasemd- um gagnrýndu þeir hins vegar mjög stárfsaöstöðu lækna hér á' landi. Verkfræðingar hafa að meðal- 'tali verið búsettir erlendis í 7.8 ár, en þeir, sem telja sig munu setjast að á íslandi, eru yfirleitt óákveðnir í því, eftir hve lang- an tíma þeir flytjist búferlum til landsins. Er því ekki óeðlilegt að álykta, að ýmsar ytri aðstæður gætu auðveldlega valdið því, að þessir menn yrðu á'fram búsettir utan fslands. Algengustu ástæður verkfræð- inganna til búsetu erlendis eru betri starfsskilyrði og hliðstæðar ástæður, svo og hærri nettólaun en á íslandi. Af „öðrum ástæðum” má nefna, að sex verkfræðingar gefa upp sem aðalástæðu, að eig- inkona sé erlend, og fjórir nefna þetta sem meðvirkandi á'stæðu. Athyglisvert er, að af 25 verk- fræðingum, sem dvalið hafa skemur en tíu ár í útlöndum, ætl- ar aðeins tæpur þriðjungur að flytjast aftur til íslands, fjórir setjast að erlendis, en þrettán eru óráðnir. Segir þetta sína sögu um óánægju þessara ungu verk- fræðinga með launakjör og starfs- aðstöðu ! hér á landi. Af 18 náttúrufræðingum, sem fullnægjandi upplýsingar fengust um, bárust svör frá 15 í tíu þjóð- löndum, en það eru sérstaklega góðar undirtektir. Náttúrufræðingar hafa að með- altali verið búsettir erlendis í 6.5 ár. Sex þeirra ætla að setjast að á íslandi, en óvíst hvenær. Má af þessu draga svipaðar ályktanir og um verkfræðingana. Af ástæðum þeim, sem náttúru- fræðingarnir nefna til búsetu er- lendis, er öflun framhaldsmennl- unar þyngst á metunum, en einn- ig hafa laun og starfsskilyrði veru- leg áhrif. Lítill hugur er í náttúrufræð- ingum að setjast að á íslandi. Athyglisvert er í þessu efni, að aðeins þrír af þeim sjö, sem telja sig dvelja fyrst og fremst crlend- is vegna framhaldsmenntunar, ætla að setjast að á íslandi að námi loknu. FiskifélagiS Framhald af 1. srfðu, ur tekin ákvörðun um aðgérð ir á næstunni. 4. Undirbúningur að smíði haf rannsóknarskips hefur reynzt vandasamari og tafsamari en gert var ráð fyrir og hefur nokkur dráttur orðið á mál- inu. Skipsskrokkurinn verður þó boðinn út á næstunni, en um aðra hluti til skipsins hef ur þegar verið samið. 5. Ákveðið hefur verið að gera ráðstafanir til að efla Fisk- veiðasjóð íslands, þannig að hann verði betur fær um að gegna hlutverki sínu en ver ið hefur. í ræðu sinni talaði ráðherr- ann einnig nokkuð um starfsemi Fiskifélags íslands og kvað það þýðingarmikinn tengilið milli ráðuneytis og sjávarútvegsins. Fiskifélagið hefði jafnan haft for göngu um aukna tækni f sjávar útvegi og mætti kalla það ljós- móður rannsóknarstofnana sjáv- arútvegsins, bæði Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins og Haf rannsóknastofnunarinnar. K.F.UM. Á morgun: Kl. 10,30 f.h. Sunnudagaskólinn við Amtmannsstíg. Drengja- deildirnar Langagerði 1 og í Félagsheimilinu við Hlað- bæ í Árbæjarhverfi. — Bama samkoma í Digranesskóla við Álfhólfsveg í Kópavogi. — Kl. 10.45 Drengjadeild Kirkju- teigi 33. 1.30 e.h. V.D. og Y.D. drengja við Amtmannsstíg. Drengja- deildin við Holtaveg. Kl. 8.30 Almenn samkoma í húsi félagsins við Amtmannsstíg. Sigurbjörn Guðmundsson, verkfræðingur, talar. Stúlkna söngur. Allir velkomnir. F.U.J. F.U.J. Ráðstefna sú um aðstöðu ungs fólks til áhrifa á stefnu Alþýðuflokksins, sem áformað var að halda s.l. sunnudag, en var frestað vegna veðurs, verður haldinn sunnudaginn 11. febrú ar n.k. kl. 2 e.h. áð Félagsheimili múrara og rafvirkja, Freyjugötu 27. Til ráðstefnunnar hefur verið boðið sérstak- lega stjórnum F.U.J. félaganna í nágrenninu, stjórn S U.J. auk ýmissa 'annarra ungra jafn- aðarmanna. — Gestur ráðstefnunnar iverður Jón Þorsteins- son, alþingismaður. STJÓRN F.U.J. í REYKJAVÍK. 10. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐI0 \\

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.