Alþýðublaðið - 13.02.1968, Blaðsíða 3
Frumvarp um verndun vatnsbóla fyrir Albingi:
Heimilt
/ í GÆR fylgdi Eggert G. Þorsteinsson, félagsmála-
ráðherra, úr hlaði frumvarpi um breytingu á vatna-
lögum. Fjallar frumvarpið um verndum vatns og
vatnsbóla gegn mengun. Gert er ráð fyrir í frumvarpi
þessu, að bannað verði að láta í vötn, hvort heldur er
yfirborðsvatn eða grunnvatn, eða sleppa um vötn í
skurði eða aðrar veitur, nokkra þá hluti, fasta, fljót-
andi eða loftkennda, sem spilla mundu botni vatns
eða bakka vatninu sjálfu svo hættulegt sé mönn-
um eða búpeningi eða spilli veiði í vatninu. Bannað
verði að láta slík efni á ís eða svo nærri vatni, að hætt
sé við, að þau berist í það.
töldum. Formaður nefndarinnar
var kjörinn Þóroddur Sigurðsson,
vatnsveitustjóra Reykjavikur, en
nefndin réði Jón Jónsson, jarð
fræðing, sór til ráðuneytis.
í janúar 1965 lá fyrir greinar
gerð Jóns Jónssonar um ,,verndun
grunnvatns". Áður en vatnsbóla
nefnd þessi var skipuð, hafði
Jón unnið um árabil að jarðfræði
rannsóknum á svæðinu austan
við Reykjavík og Hafnarfjörð m.
a. með tilliti til vinnslu neyzlu
vatns. í greinargerð sinni bend
Framhald á 13. síðu.i
Ráðherra geti þó veitt undan-
þágu frá þessu með ákveðnum
skilyrðum. Þá er gert ráð fyrir
í frumvarpinu að sveitastjórn
verði heimilt, að fenginni umsögn
heilbrigðisnefndar, að gera sam-
þykkt um friðlýsingu svæðis, þar
sem unnið er neyzluvatn, hvort
heldur er um yfirborðsvatn eða
grunnvatn að ræða. Sama gildir
um svæði, þar sem fyrirhugað
er að vinna neyzluvatn. Sveitar
st.iórnum verði heimilt, einni eða
fleiri saman, að framkvæma eft-
irlit rneð því að, að friðlýsing sé
virt, m. a. með því að ráða til
þess eftirlitsmann, og skal það
gert í samráði við hlutaðeigandi
lögreglustjóra.
Hinn 24. febrúar 1967 skipaði
félagsmálaráðherra þá Hallgrím
Dalberg, deildarstjóra, Magnús
E. Guðjónsson, framkvæmdastj.
Sambands íslenzkra sveitarfélaga,
og Sigurð Jóhannsson vegamála
stjóra, í nefnd til þess „að at-
huga og gera nauðsynlegar laga
breytingar til að tryggja verndun
grunnvatns og vatnsbóla gegn
hvers konar rnengun".
Tilefni þessarar nefndarskipun
ar var m. a. áskorun frá Sam-
bandi íslenzkra sveitarfélaga
hinn 3. nóvember 1966 og á-
skorun sama efnis frá Samvinnu-
nefnd um skipulag Reykjavíkur
og nágrennis, dags. 7. febrúar
1967, um að láta endurskoða
gildandi lagaákvæði um verndun
vatnsbóla fyrir mengun.
Þessar áskoranir um endurskoð
un gildandi laga um verndun
vatnsbóla eru komnar vegna þess,
að á síðari árum hefur öflun á
nothæfu neyzluvatni fyrir stækk
andi kaupstaði og kauptún mætt
vaxandi erfiðleikum. Mjög víða
er neyzluvatns aflað með virkjun
í ám og lækjum og er þar oft
ast um yfirborðsvatn að ræða,
sem auðveldlega mengast af völd
um búpenings, sem leikur lausum
hala um vatnasvæðin. Vinnsla
grunnvatns með borunum hefur
nokkuð aukizt síðustu árin, m. a.
vegna hættunnar á mengun á yf
irborðsvatni. í þessu sambandi er
rétt að geta þess, að Reykjavík
og Hafnarfjörður hafa lengst af
aft aðgang að uppsprettulindum,
sem teljast mega að mestu hreint
grunnvatn, en það eru Gvendar
brunnar og Kaldárbotnar. Athug-
anir hafa leitt í ljós, að við viss
ar aðstæður getur vei-ið mikil
hætta á mengun grunnvatns
:ngu síður en yfirborðsvatns.
Á árinu 1964 var skipuð sér-
tök vatnsbólanefnd á vegum Sam
innunefndar um skipulag R,-
íkur og nágrennis til að rann
Saka framtíðarvatnsþörf höfuð-
borgarsvæðisins. Sæti áttu í nefnd
þessari fulltrúar frá öllum sveitar
élögum frá Kjalarnesj til Hafn
arfjarðar að báðum stöðum með
T R V ETNOMUM AÐSTOÐ
Rauöa kross íslands hefur nýverið borizt neyðarbeiðni frá höfuð-
stöðvum Alþjóða rauða krossins í Genf um að hefja fjársöfnun
vegna særðra og lieimílislausra í Suður Vietnam og svæðum, sem
Víet Cong hefur á sínu valdi. Mun Kauði krossinn veita öllum styr j
aldaraðilum í Víetnam aðstoð í samræmi við lilutleysisreglur stofn-
skrár sinnar.
Verður fjárframlögum veitt v'iðtaka í blöðum og deildum Rauða
krossins út um allt land,
Auk þeirra flóttamanna, sem
undanfraið fyrir voru í Víet
nam hafa um 500 þús. hjálpar-
þurfar bætzt við, þar
af um 100 þúsund í sjálfri Saigon.
Rauði krossinn hefur frá upphafi
I ' |
ófriðarins veitt aðstoð sína, en
1966 var komið upp sérstökum
hjálparprógrammi undir síjórn
Svíans Olaf Stroh, en síðan 1967
hefur Norðmaðurinn Sverre
Kilde veitt því forstöðu. Honum
til aðstoðar eru 12 hverfisiulltrú
ar, sem staðsettir eru víðsvegar í
Víetnam.
Alþjóða rauði krossinn starf-
rækir nú 106 læknis- og hjúkrun
arstöðvar, sem eru ávallt til taks
að fara þangað, sem þörf eri fyrir,
102 sjúkrahús með innlendu og
erlendu starfsliði, 6 birgðastövar
til dreifingar á lyfjum, mat, mjólk
og vítamínum. Öll aðstoð Rauða
krossins i Víetnam fer fram sam
kvæmt fyrirmælum hverfisfull
Framhald á bls. 15
Ungum höfundi boðið til Svíþjóðar
Þorsteinn Antonsson, höfund-
ur skáldsögunnar, Vetrarbros
er nýkominn úr vikudvöl í
Stokkhólmi, þar sem hann sat
norrænt rithöfundaþing í boði
sænsku ríkisstjórnarinnar. Til
drögin voru þau, að sænska
ríkisstiórnin býður á hverju
ári rithöfundum, sem hafa
fengið fyrstu bók sína útgefna
á því ári vikudvöl í menningar
og listasetri sínu í Hásselbyi
höll við Stokkhólm og var Þor
steinn valinn sem fulltrúi ís
lands.
Alls var 18 rithöfundum frá
hinum Norðurlöndunum boðin
þátttaka. Búið var í fyrmefnd
ri höll og voru sænskir framá
menn á sviði bókmennta og
lista fengnir til að halda fyrir
lestra.
Voru fyrirlestrarnir haldnir
á morgnanna og aftur eftir há
degi um klukkutíma í senn.
Ýmsar kynningarferðir voru
farnar um borgina og ná
grenni hennar, m.a. skoðað
kvikmyndaver og fylgzt með
öllum stigum við gerð kvik-
myndar og hefði verið mjög
athyglisvert að fylgjast með
Þorsteinn Antonsson
því. Sagði Þorsteinn þetta
vera í fyrsta skipti sem hann
hefði umgengist erlenda rithöf
unda og hefði hann einkum
veitt tveim atriðum athygli
sem honum fannst greina
rithöfunda Norðurlanda frá
íslenzkum rithöfundum. Þeir
væru yfirleitt hreinskilnir, og
mörg mál sem hér væru álitin
feimnismál væri litið á sem
sjálfsagðan hlut, t.d. taugaá-
lagið sem samfara er núfíma
þjóðfélagi, en það væri eins
og íslendingar og íslenzkir rit
höfundar væru ekkj ennþá
farnir að horfast í augu við
þá staðreynd að ýmis sálfræði
leg og þjóðfélagsleg vandamál
nútímans hér á landi væru
mjög svipuð vandamálum ann
jarra þjóða. Á hinn bóginn
sagðist hann hafa orðið var
við þá tilhneigingu, að menn
fylgdu þar ýmsum tjzkufyrir
brigðum, þannig að hugtaka
fræðin þar væri keimlík hjá
mörgum skáldum og rithöfund
um og gæti það ef til vill orð
ið á kostnað frumleg heitanna.
Síðasta dvalardag þátttakanda
héldu þeir kvöldvöku og lásu
upp fyrir ýmsa framámenn
Stokkhólmsborgar og valdi
hver þátttakandi efnið, sem
hann flutti.
Þorsteinn kaus að lesa upp
úr gömlum og nýjum íslenzk
um ljóðum einkum með tilliti
til þess að áheyrendur heyrðu
blæbrigðamismun málsins.
Frumlegastur hefði þó verið
Finni nokkur. Var sá með sítt
hár og skegg þ.e. hjppí eins
og þeir munu kallaðir. Hafði
hann gengið inn á svið með
bakið í áheyrendur staðið síð
an nokkra stund kyrr í sömu
sporum stöðugt með bakið í
áheyrendur, hafi hann siðan
snúið sér hægt við og Ijtið
nokkra stund yfir áheyrendur,
en síðan sagt ofurhægt „No
man is an Island“ það er
enginn maður er eyja eða
einn, og mun hafa átt að
vera öfugmæli hjá honum,
þar sem hann hafði einmitt
undirstrikað hið gagnstaeða
með framkomu sinni. Að svo
mæltu gekk hann út.
Að lokum sagði Þorsteinn,
að ekkj gæti hann séð fram
á, að sú staðhæfing manna
að það væri fjárhagslegra erf
iðara að vera rithöfundur
á Islandi en í öðrum
löndum ætti við rök að
styðjast, að sjálfsögðu væru
metsölubókarhöfnudar þar
undan skildir, þar sem algemgt
væri að höfundar fengju ekki
meira en sem svarar 10. þús.
ísl. kr. til að byrja með og
værj það langt fyrir neðan þá
upphæð sem hér tíðkaðist að
borga höfundum sem væru að
hasla sér völl.
13. febrúar 1967 — ALÞÝÐUBLAÐK) 3