Alþýðublaðið - 13.02.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.02.1968, Blaðsíða 5
til að hafa upp á bófum MAÐUR, sem hyggst stela bif- reið nálgast bráð sína, en gengur sjálfur í gildruna hjá óvini sem hvorki getur heyrl né séð. Hefur ekki varað sig á nýju vopni sem rannsóknai lögreglan í ýrnsum löndum er nú flarin að beita — ljós- myndavél sem tekur myndjr í infra rauðu ljósi og getur fest á filmu aíburði er gerast í allt að 100 metra fjarlægð. Á myndunum sem hér eru látnar fylgja er færið rétt iiinan við 30 metrar. Myndavélin sem hér um ræð Bílþjófur myndaður á 30 m. færi án þess liann viti af (efst). Lögreglumaður að störfum með mynda ir er japönsk og heitir Nocta.vélina. Hann sér aðeins útlínur bílsins, en með myndavélina sér hann líka mann að reyna að kom- Hún er 35 mm reflex vél, gerðast inn. (neðst t.v.). Myndavélin lítur svona út (neðst t'il h.). til þess að ná skýrum mynd um á löngu færi. Óðrum meg- in við hana er leitarljós, hulið geislasíu sem útilokar alla sýnilega geisla og sleppir ein- vörðungu ósýnilegum infra- rauðum geislum í gegn. Hin- um megin er blosslampi, svip aður þeim sem blaðaljósmynd- arar nota að öðru leyti en því að á honum er líka infra- rauð geislasía. Þegar lcveikt er á lei'carljós- inu sér mannsaugað ekki neitt, en ef hendi er haldið framan við péruna finnst ylurinn sem infrarauðaljósið geislar frlá sér. Vélin getur verið að verki þó að mannsaugað siái ekki neitt, allt sé grafið í n'Samyrk ri. En það undarlega gerist þegar litið er inn í myndsýn- irinn. í gegnum 'hann sést skýr mynd af því sem vélinhi er beint að, svo sem hlutir eða persónur vaeru baðaðar í björtu ljósi. En ef litið er fram hjá honum grúfir myrk- ur yf-ir’ sviðinu öllu. á blossaperunni rétt ejns og um væri að ræða venjulega myndavél, en samt sést ekki neitt. Enginn getur vitað neitt um þó slík mynd sé tekin, nema ljósmyndarinn einn, meira að segja smellurinn sem heyrist venjulega þegar tekin er mynd er deyfður svo að hann er ekki heyranlegur. Með þessari handhægu Ijós- myndavél getur lögreglumað- ur stillt sér upp við bílastæði (sem oft eru gífurlega stór í hinum stóru borgum úti í heimi) og myndað í bak og fyi ir hvern þann sem reynir að komast inn í bíl. Myndina má svo nota til að þekkja söku dólginn. Ef grunur leikur á að njósnari hitti sambandslið sinn á einhverjum vissum stað má koma myndavélinni upp í nágrenninu og mynda báða sér einskis ills von. Og auðvitað miá líka elta með henni fólk í rannsókn skilnaðarmála og koma upp um framhjáhald. Undir flestum kringumstæð um er Nocta látinn standa á þrífæti, enda er hún hálft sext- ánda enskt pund á þyngd, en það er líka mögulegt að fá slíkar vélar útbúnar líkt og myndavélar blaðaljósmyndara. Með slíkri vél eru endalaus ir möguleikar til að ljósmynda hvern sem er utan húss hvar sem hann er og hvað sem hann er að gera, gersamlega án þess að hann hafi hug- mynd um. En þetta er dýr véþ kostar 2400 pund sterling, eða á fjórða hundr. þús. kr. Von andi er dýrleiki hennar nægi leg trygg. fyrir að ekki verið sé að fikta með hana, eða bóf ar fari að beita henni gegn Framhald á bls. 15 13. febrúar 1967 — ALÞYÐUBLAÐIÐ §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.