Alþýðublaðið - 13.02.1968, Blaðsíða 13
Hljóðvarp og sjónvarp
HUÓÐVARP
l>riðjudagur 13. febrúar.
IVfJorgunútvarp..
Veðurfregnir. Tónleikar. 7.30
Fréttir. Tónleikar. 7.55 Bæn. 8.00
Morgunleikfimi. Tónleikar. 8.30
Fréttir og veðurfregnir.. Tónleik.
ar. 8.55 Fréttir og útdráttur úr
forustugreinum dagblaðanna.. 9.10
Veðurfregnir. Tónleikar. 9.30 Til
kynningar. Tónleikar. 10.10 Frétt
ir. Tónleikar.
12.00 Hádegisútvarp.
Tónleikar. 12.15 Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til.
kynningar.
13.00 Við vinnuna. Tónleikar.
'14.40 Við, sem heima sitjum.
Guðrún Egilson ræðir við
Andreu Oddsdóttur.
15.00 Miðdegisútvarp.
Fréttir. Tilkynningar. Létt iög.
Petro Nero og félagar hans leika
lagasyrpu.
Peter, Paul og Mary syngja lög
í þjóðlagastíl.
Osipoff hljómsveitin leikur rúss.
nesk lög; Vitaly Gnutoff stj.
16.00 Veðurfregnir.
Síðdegistónleikar.
Egill Jónsson og Ólafur Vignir
Albertsson leika Sónötu fyrir
klarínettu og píanó eftir Gunnar
Reyni Sveinsson.
Friedrich Wúhrer, Fritz Poth og
kammerhljóinsveit Whiirer leika
Konsertsinfóníu fyrir fiðlu, lág.
fiðlu og hljómsveit eftir Stamitz.
16.40 Framburðarkennsla í dönsku og
ensku.
17.00 Fréttir.
Við græna borðið.
Sigurður Helgason flytur bridge.
þátt.
17.45 Útvarpssaga barnanna.
„Hrólfur” eftir Petru Flagestad
Larssen. Benedikt Arnkelsson les
í eigin þýðingu (11).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.20 Tilkynningar.
19.30 Daglegt mál.
Tryggvi Gíslason mag. art. talar.
19.35 Þáttur um atvinnumál.
Eggert Jónsson hagfræðingur flyt
ur.
19.50 Gestur í útvarpssal.
Ruben Varga frá New York og
Árni Kristjánsson leika.
Sónötu nr. 2 fyrir fiðlu og píanó
op. 100 eftir Johannes Brahms.
20.15 Pósthólf 120.
Guömundur Jónsson les bréf frá
hlustendum og svarar þeim.
20.40 Lög unga fólksins.
Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind
kynnir.
21.25 Útvarpssagan.
„Maður og kona“ eftir Jón Thor.
oddsen.
Brynjólfur Jóhanncsson leikari
les (20).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.15 Lestur passíusálma (2).
22.25 Miidari dómar, meiri mannúð.
Oscar Clausen rithöfundur flytur
erindi.
22.45 Tónlist eftir tónskáld mánaðarins
Jón Leifs.
„Guðrún Ósvífursdóttur“, annar
þáttur Sögusinfóníunnar. Sinfó.
níuhljómsveit íslands leikur;
Sverre Bruland stj.
23.35 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
n SJÓNVARP j
Þriðjudagur 13. febrúar 1968.
20.00 Fréttir.
20.30 Erlend málefni.
Umsjón: Markús Örn Antonsson.
20.50 Fyrri heimstyrjöldin (23. þáttur).
Sókn Breta við Amiens 8. ágúst
1918. Hinn dimmi dagur Þjóðverja,
þegar þeir gáfu upp alla von um
að geta sigrað.
Þýðandi og þulur: Þorsteinn Thor.
arensen.
21.15 Frá vetrarólympíuleikunum
í Grenoble.
Dagskrárlok óákvcðin.
HARÐVIDAR
OTIHURÐIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
SVEINN H.
VALDIMARSSON
hæstaréttarlögmaður.
Sölvhólsgata 4 (Samhandsliús,
3. hæð).
Símar: 23338 — 12343.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl.
iDunhaga 19.
Viðtalstímar eftir sam-
komulagi.
Sími 1G410.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32*101.
ÖSKUBUSKA 14
Hann tók um axlir liennar og
leit fast í augun á henni. -Mér
var sagt, að þú liefðir ekki get-
að borgað reikninginn á iiótel-
inu í gær. Þú fékkst mánaðar-
kaupið á föstudaginn, Rhona.
Léztu Kevin fá þá peninga? Og
yfirgaf hann þig, þó að liann
vissi, að þú áttir ekki krónu?
Ósjálfrátt fór hún að gráta. —
Gráttu ekki, sagði Steven blíð-
lega. Hann er ekki þess virði,
að þú úthellir einu tári yfir
honum. Hann þerraði tárin af
kinn hennar með vísifingri.
Þessi snerting hans vakti
gamlar minningar.
— Þetta hefurðu gert áður,
sagði hún. — Þegar ég var lítil.
Þá grét ég, af því að mér var
strítt og ég faldi mig á bak við
runna.
— Ég man eftir því! Iíann
strauk yfir kinn hennar og ’aut
höfði unz varir hans snertu var-
ir hennar næstum því. Um
stund horfðust þau í augu. Það
var erfitt að finnast hann vera
andstæðingur hennar á þessari
stundu.
Svo sleppti hann henni og
leit undan og sagði með röddu,
sem hún þekkti ekki: Ég er á
förum, en þú skalt ekki halda,
að þú hafir sigrað! Þú býrð ekki
hér! Meðan þú ert Mannering,
skaltu búa hjá Manneringunum.
Hann skellti hurðinni óþaiílega
harkalega á eftir sér um leið og
hann fór.
Næsta morgun klæddi Rhona
sig afar vel og gekk tvo kiló-
metra til borgarinnar til að horf-
ast í augu við forvitni íólksins
og hneykslið, semi ef til vill var
þegar byrjað að síast út.
Það var auðmýkjandi fyrir
hana að segja nafn sitt á vinnu-
miðlunarskrifstofunni og :;já hve
undrandi skrifstofustúlkan v-arð.
— Það er erfitt að fá skrif-
Vatnsból
Framhald af 3. síðu.
ir Jón á, að austan við Reykja
vík og Hafnarfjörð sé mikið
svæði, þar sem bergsprungur og
misgengí sé mjög áberandi. í
framhaldi af þessu segir í grein
argerðinni: „Af því leiðir óhjá-
kvæmilega, að svæðið er mjög
viðkvæmt fyrir hvers konar ó-
hreinindum, og verður því að
teljast mjög aðkallandi, að mál
þetta verði tekið föstum tökum.
— Það virðist óhjákvæmilegt, að
vinda þurfi að því bráðan bug
að friða vissa hluta svæðisins al-
veg og aðra að meira eða minna
leyti. — Það má fullyrða að, af
engu stafi eins mikil hætta og
af olíu. benzíni o. þ. h. því að
einn litri af olíu getur eyðilagt
eina milljón lítra vatns.
Komist olía niður í grunnvatn,
getur hún borizt langar leiðir og
það reynzt „praktískt tekið“ ó-
mögulegt að losna við hana, og
undir öllum kringumstæðum get
ur í slíku tilfelli vanstból orðið ó-
nothæft, svo að mánuðum skipt
ir.“
Tillögur um friðun lagði vatns-
bólanefnd fyrir Samvinnunefnd
um svæðisskipulag Reykjavíkur
og nágrennis í janúar s.l. og voru
þessar tillögur endanlega sam-
þykktar í nefca.dinni í júnímánuði
s.l. og hafa síðan verið staðfestar
af hlutaðeigandi sveitarfélögum
og auglýstar almenningi. Þar sem
vafasamt var talið, að hægt yrði
að framkvæma þær friðarráðstaf
anir, sem Skipulagsnefnd Reykja
víkur og nágrennis hafði sam-
stofustörf í Danborough, nema
í Mannering-verksmiðjunni, svo
þagnaði hún, roðnaði og íor hjá
sér.
Rhona leit undan.
— Ég þarf ekki að fá skrif-
stofustörf, sagði hún.
Stúlkan leitaði í spjald-
skránni. — Hérna eru stöður,
sagði hún. — Heimilisverk, ræst-
ing og svo starf sem barstúika
á „Hjólinu.” En ég veit, að það
hentar yður alls ekki. ..
— Þurfa barstúlkur að ganga
í skóla til að læra starfið?
— Nei, en ....
— Þá reyni ég það.
Eftir að Rhona hafði rætt
eftir Christina Lafteaty
þykkt, fór Samvinnunefndin fram
á það við félagsmálaráðuneytið,
að lögin yrðu endurskoðuð með
tilliti til þessara samþykkta.
Þegar félagsmálaráðherra hafði
skipað nefndina „til að athuga og
gera nauðsynlgear lagabreyting
ar til að tryggja verndun grunn-
vatns og vatnsbóla gegn hvers
konar mengun“, hófst hún handa
um öflun gagna um löggjöf í ná-
grannalöndunum í þessu efni. Fyr
ir milligöngu utanríkisráðuneytis
ins bárust nefndinni umfangs-
mikil gögn um þetta efni, en
löggjöf um þessi mál er mjög ítar
leg í nálægum löndum og raun
ar víða í endurskoðun. Aðstæður
þessum löndum eru þó á margan
hátt æði ólíkar því sem þekkist
hér á landi, og taldi nefnin því
ekki henta að taka þessa löggjöf
sem beina fyrirmynd.
Nefndin kallaði sér til ráðu-
neytis fjóra aðila: Þórodd Sig-
urðsson, vatnsveitustjóra, Jón
Jónsson, jarðfræðing, Guðlaug
Hannesson, gerlafræðing og Sig
urð Sigurðsson, landlækni.
í athugasemdum við frumvarp
ið er vísað til greinar eftir Guð
laug Hannesson í tímaritinu Frost
8. tbl. 1962, Er þar getið um
rannsókn á 127 vatnsbólum, sem
gerð var af Rannsóknarstofu
Fiskifélags íslands árin 1960 —
1961 að tilhlutan Fiskmatráðs.
Niðurstaðan var sú, að af 127
vatnsbólum, sem rannsökuð voru,
reyndust 38% góð, 12(,'r gölluð
ónothæf. í greininni segir svo
og 60'ír m.a.:
„Þetta er ískyggilegar tölur,
ekki aðeins fyrir fiskiðnaðinn í
landinu, heldur einnig fyrir íbúa
þeirra bæja og þorpa út um land
ið, sem neyta verða drykkjar-
vatns, sem er óneyzluhæft vegna
saurmengunar í einhverri mynd.
Við stöndum því andspænis
þeirri staðreynd, að liðlega helm
ingur bæjarvatnsveitna hérlendis
uppfyllir ekki kröfur um gseði
vatns til drykkjar".
Þess skal getið til skýringar, að
nokkur hluti þeii’ra vatnsbóla,
sem athugun þessi náði til, voru
sjóveitur vegna frystihúsa.
í framhaldj af þessum athuguu
um gaf Fiskmat ríkisins út fyrjr
mæli til allra hraðfrystihúsanna
landinu í des. 1963 um aff
blanda klór í „allt vatn eða sjó“,
sem notað er til þvotta á fiski,
áhöldum, húsnæði eða handþvott
ar fyrir verkafólk. Var frestur
gefinn til þess að koma þessum
framkvæmdum í kring til 1,
maí 1964.
Vatnalögin, sem til þessa hafa
verið í gildi, eru síðan 1923 og
hafa staðið nærri óhögguð í 45
ár og teljast til ítarlegustu og
beztu lagasmíða hér á landi. Hins
vegar er þess ekki að vænta, aff
menn sæju fyrir öll þau vanda-
mál, sem fylgja hinni miklu
neyzluþörf vaxandi þéttbýlis, eða
þau sérstöku vandamál, sem
leysa þarf vegna vinnslu grunn-
vatns. Þá vár óþekkt að vinna
grunnvatn með öðru móti en úr
brunnum. Af þeim sökum þykir
vafasamt að hægt sé að beita á-
kvæðum gömlu vatnalaganna á
þann hátt, sem nú er talið nauð-
s.vnlegt, til verndar vatnsbólum.
13. febrúar 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ |_3