Alþýðublaðið - 13.02.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.02.1968, Blaðsíða 6
OECÐ-SKÝRSIA UM ISLAND FRUMVARPIÐ um tollalækkanf ir liiíur nú verið lagt fyrir A1 'þingí. í greinargerð þess segir svo: Viff afgreiðslu fjárlaga var því lýst yfir að það fé, er ríkissjóð ur hefði til ráðstöfunar tim- fram’ fjárlagaútgjöld á árinu 1968; yrði notað til að létta al- menningi kjaraskerðingu af völdum gengisbreytingarinnar, og yrði í því sambandi fyrst og fremst stefnt að lækkun. tolla. Frumvarp það, sem hér er lágt fram hefur verið sam- iff 1 beinu framhaldi af þessari ákvörðun. Hafa að vísu síðustu vikurnar lagzt stórfelldar nýj- ar kvaðir á rikissjóð, svo að ekkj 'er lengur um neinn tekju- afgang að ræða til aff mæta tollaíækkunum. Ríkisstjórnin telur hins vegar íollalækkanir svo mikilvægar, að hún telur engu að síður rétt að beita sér fyrir tollalækkunum þeimt er felast í frv. þessu; þótt gera þurfi' sérstakar tekjuöflunarráð stafanir til að mæta þeim. Tollskrárnefnd hefur haft umsjón með undirbúningi frum varpsins. í henni eiga sæti full trúar frá samtökum verzlunar og iðnaðar auk embættismanna frá þeim ráðuneytum og tollyf irvöldum, sem hér eiga hlut að máli. Þá tók fulltrúj Alþýðu- sambands íslands þátt í umræð um nefndarinnar, auk þess sem Stétíarsamband bænda átti á- heymarfulltrúa við undirbún- ing að frumvarpinu. Samkvæmt stefnuákvörðun ríkisstjórnarinnar I upphafi undirbúnings að þessari tolla- lækkun, miðar frumvarp iff affallcga að þvf að lækká tolla á ýmsum almennum neyzlu vöruir^ sem nú eru hátt tollað ar, til að vega á móti þeirri verffhækkun, sem verður á inn- fluttum vörum við gengisbreyt inguna. Þessf meginstefna leið- ir til samsvarandi tollalækkun ar á ýmsum efnivörum til inn iendrar framleiðslu sams konar vara og tollur er lækkaður á fullunnum. Á fyrri stigum und irbúnings að þessu frumvarpi var steínt að tollalækkunum, sem yrðu nokkru meiri en hér er gert ráð fyrir. Tollalækkun- um þessum er því beint að brýn ustu nauðsynjum og liðum, sem breyta þarf til samræmis slík um breytingum. Tollalækkanir, sem frumvarp ið gerir ráð fyrir, eru þessar í stórum dráttum: 1. Tollalækkanir í því skyni að vega á móti verðhækkun um á erlendri vöru ejns og gefið var hér að framan. 2. Tollalækkanir á hráefnum. ti! íslenzks iðnaðar, sem leiðir af lækkun tolla á full unnnm vörum skv. 1. fölulið hér að framan. 3. Almennar lækkanir hæstu te!!a í 100% <úr 125%). 4 ToIIalækkanir á ýmsum vör um, sem tíðkazt hefur að ferðamenn, farmenn og flug áhafnir kaupi erlendis og flytji til landsin9 án toll- greiðslna, svo og vörur, sem ætla má að brögð sé að smygl iá 5. Tollalækkanir, sem leiðir af aðild íslands að Hinu al- menna samkomulagi um tolla og viðskipti (GATT). 6. Ýmsar tollabreytingar, eink um þær, sem hafa beðið end urskoðunax follskrárlaga. Verður hér á eftir gerð stutt- lega grein fyrir þessum flokkum lækkana; sem frumvarpið ráð- gerir. Um tölulið 1. Lækkun tolla á algengum neyzluvörum Eins og getið var hér að fram an miðar frumvarpið í aðal- dráttum að lækkun tolla á al- gengum neyzluvörum almenn ings, til að vega gegn verð- hækkun á innfluttri vöru. Er miðað við, að hinn nýi vísitölu grundvöllur gefi góða vísbend ingu um neyzluvenjur almenn ings og því helzt gert ráð fyrir lækkun tolla á vörum, sem vega þar hlutfallslega þungt. í eftirfarandi töflu er yfirlit um helztu tegundir vara, sem lagt ej- til að Iækka tolla á skv. þessari meginstefnu. Vörutegimdir Ýmsar matvörur.............. Fatnaður ................... Ýmis vara úr vefnaði ....... Skófatnaður o.fl. Hreinlætisvörur ............ Sjónv,- og útvarpstæki o.fl. .. Áætluð tekju Vísitöluáhrif rýrnun ríkissj. til lækkunar m. kr. stiff 27 0.38 33 0.51 8 0.03 10 0.20 4 0.07 4 0.17 Samtals 86 1.36 Breytingar á hinum ýmsu tollprósentum þessara vara eru mjög mismunandi og vísast í því efni til frumvarpsins, sem lagt er til að lögfesta, þar sem núgildandi tollpriósenta er prentuð með hverrj tillögu um nýjan toll. Lækkun matvara er 30—50 prósentustig, fatnað ur 25 prósentustig (úr 90% í 65%) hreinlætisvara úr 110% varpstækja tir 100% í 75% 100% í 65%, sjónvarps- og út í 80%, skófatnaður úr 80% og o.s.frv. Um tölulið 2. Lækkun tolla á ýmsum hráefnum Lækkun þá, sem hér er gert ráð fyrir, lá ýmsum hráefnum til iðnaðar leiðir beinlínis af lækkun skv. 1. íölulið hér að framan á ýmsum fullunnum neyzluvörum, einkum fatnaði. Hér er um að ræða almenna tollalækkun á efni til hvers kyns fatnaðar úr 65% í 40% og samsvarandi lækkun á garnj til dúkagerðar, og leðri til skó- gerðar o.fl. Jafnframt er gert ráð fyrir lækkun tolla af vél um til fatagerðar, dúkagerðar og leðuriðju úr 25% í 10%, nema saumavélar í 20%. í um- ræðum í tollskrámefnd um tollalækkanir á fatnaði kom írany að æskilegt hefði verið að lækka þá tolla meir en í 65% t.d. í 50%. Var talið, að með þeim hætti mundi draga úr inn kaupum, sem ferðamenn, far- menn og flugáhafnir gera er- lendis á þessum vörum og flytja inn í landið án þess að til toll greiðslu komi. Markaður innan lands fyrir fatnað mundi þannig aukast til hagsbóta fyrir verzl- un og fatagerð. Þetta var að sjiálfsögðu háð þeirri forsendu, að tollur á innfluttum efnum í föt lækkaði nægilega til að vega upp á móti lækkuðu verð lagi á innfluttum fatnaði. Nú er í landinu talsverð dúká framleiðsla, sem keppir við inn flutt efni. Tollalækkun á faín aðarefni kallar þannig eftir lækkun tolla á innfluttu efni í dúka og annan vefnað, þ.é. hvers konar garni. í landinu er rtil veruleg fram leiðsla á garni, sem hefur not- ið tollvemdar. Innlend ub er aðalhráefni til þessarar fram- leiðslu. Var talið, að tollalækk un á garni umfram það. sem frumvarpið gerir ráð fyrir, mundi að óbreyttum aðstæðum stofna þessum iðnaði í hættu. Með þessum hætti varð nið- urstaða nefndarinnar, að inn byrðis aðstaða hinna ýmsu stiga þessa iðnaðar, garnframleiðsiu, dúkagerðar og fatagerðar, leyfði að svo stöddu ekki frekari tolla lækkanir á fatnaði, on frum- varpið gerir ráð fyrir, þótt frek arj lækkun sé æskileg af ýms um lástæðum, m.a. verðlagsá- stæðum. Við ákvarðanir um tollflokkun vara á þessum mis munandi vinnslustigum er gert upp í milli andstæðra bags- muna ýmissa greir.a þessa iðn- aðar. Má fara nærri um, að nið urstaðan verður aldrei svo að öllum líki. Þessi lækkun hráefnatolla miðast við, að samkeppniað- staða iðnaðarframleiðslu í land inu gagnvart innfluttum iðnað arvörum sé ekki lakari en hún var fyrir gengisbreytingu. Sýni Framhald á 15. síffu. SENDIBREF TIL HELGA SÆM. ÞAÐ mun hafa verið hinn 17. nóvember sl. sem Alþbl. flutti eitt af þínum ágætu sendibréf um til „séra Jóns“. Já, séra Jóns, sem gárungarnir segja, að sé getinn og fæddur í þínum eigin hugarheimi. En það skipt ir engu máli frá mínum sión arhól. Séra Jón, og bréfin þín, til hans eru jafngóð fyrir því, bæði fróðleg og skemmtileg venjulega, þótí þau séu ofur lítið misjöfn eins og gerist og gengur. En umrætt bréf þitt frá 17. 11. vax nokkuð sérstakt, að því leyti, að það var aðal lega svar við nokkrum línum, sem ég skrifaði ykkur séra Joni nokkrum dögum áður. Ber mér að þakka þann heiður, virða hann og meta, því að ég er einn af þeim mönnum, sem stend í allra lægstu tröppu okk ar samfélags á landi hér, þar sem ég er heilsulaus öreigi og á engra kosta völ í þessum heimi. nema bíða eftir síðustu ferð inni, sem áreiðanlega vepður farin áður en langt um líður. Þótt þú leiðir hjá þér, að svara ýmsum spurningum, sem ég beindi til ykkar séra Jóns, þá er ekkert við það að athuga, enda ætlaðist ég frekar til þess, að þeim væri beint til prests ins, en skáldsins og bókmennta gagnrýnandans. En þar sem prestufinn hefur ekkert láfið til sín heyra, svo að mér sé kunnugt, ætla ég að senda þér fáeinar línur. Þótt þú sért varkár í dómum og ályktunum, svo sem vera ber, þá skilst mér þó, að þú sért ekki fjarri því að fallast á sumt sem ég segi. Ber mér að þaltka það og virða. En er kemur að okri læknanna, þá kemur ar.nað hljóð í strokkinn þinn. Eftir inngangsorðin um það mál, seg ir þú: „Hneykslan hans á fé girni lækna virðist sprottin af erfiðum skapsmunum“. Ungum var mér kennt þetta spakmæli: „Eigi skaltu nefna snöru í hengds manns húsi“. Þú hefðir ekki átt að minnast á þetta með skapsmunina. Mér er tjáð, að þú sjálfur sért gríð arlega mikill skapmaður. En ég er ekki að lasta þetta. Það eru helvííis dauðýfli.sem ekki renn ur í skap, þegar þeir horfa upp á það, að hátékjumenn og okr arar féfletta blásnauða vesa linga og öreiga. Kannske ert þú orðinn hátekjumaður og ef svo er, þá er þess engin von, að hafir hina mjnnstu samúð með öreigunum. Ég ætla ekki að ræða meira um okur lækn anna, því að bersýnilegt er, að þar getum við aldrei orði sam mála. Það er alveg vonlaust. En ég vil í alvöru og gamni leggja fyrir þig aðra spúrningu, þar sem vikið er að tímabæru máli. Erfu með effa á móti verkföll um? — Það eru til menn, sem eru gjörsamlega á móti verk föllum og vilja banna þau með lögum, Þeir halda því ákaft fram að verkföll borgi sig aldrei, og hafi aldrei borgað sig hér á landi síðan árið 1916, (Sjó mannaverkfallið mikla). Ég er á annarri skoðun. Það væi’i skerðing á frelsjnu, að banna verkföll. En það er annað ráð til sem mundi reynast prýði iega. Það á að banna með lög um alla verkfallsverði. Og ef þeir láta á sér kræla á meðan á verkfallinu stendur, mætti skjóta þeim inn í Síðumúla, þar til verkfallinu er lokið. Með þessu móti geta allir sem viija vinna stundað sín störf í róleg beitum, án afskipta annarra. Það á að vera heilagur réttur hvers manns, að flá að vinna án afskipta óviðkomandi manna, ef hann á annað borð vill vinna. Lofum hinum að gera verkfall sem það endilega vilja. Það má víst segja um verkföllin, að þau „éta börnin. sín“ eins og það er kallað. Árangur af verkföll um er venjulega hækkað kaup, sem verðbólgan étur svo upp jafnóðum á stuttum tima. Því finnst mér verkalýðs- og vinnu deilupólitíkin hér á landi, vera talsvert öfugsnúin. Ef menn eru óánægðir með kjör sín, bá er tafarlaust heimtað bara hærra kaup. Væri ekki Skynsamlegra, að krefjast þess, að slegið verði á verðbólguna. Þetta var að vísu erfitt á meðan verklýð- urinn þurfti að semja við at- vinnurekendur. En nú er þetta gjörbreytt. Nú er fyrst og fremst samið við Ríkisstjórn- ina, og það er hún sem hefur í hendi sinni að slá á verðbólg una með margvíslegum ráðstöf unum. Þá fengi ver'kalýðurjnn bætt kjör sín með lægra vöru- verði, lægri tollum, viðráðan- legrj sköttum og útsvörum, lægri póstgjöldum, lægri síma- gjöldum, lægra verði á benzíni, svo að eifthvað sé nefnt. Ríkis valdið þarf bara að ganga á undan með góðu efíirdæmi, og þá kemur öll þjóðin á effir. Ég trúj á þjóðina. Og trúi því að hún rasi ekkj fyrir ráð fram. Ég hefi hugsað að leggja fyrjr þig annað mál í næsta bréfi. Þinn einl. Hreggviður Hregg- viðsson. E.S. Ég kímdj er ég síá að þú þóttist ekki vita hver ég er. Ég er þó búinn að sítrifa 22 bækur, og þar af 3 undir gerfi- nafni mínu. H.H. 13. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.