Alþýðublaðið - 13.02.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 13.02.1968, Blaðsíða 10
r+i prRitstiórTÖrn Eidsson ITALIR HLUTU ANNAÐ GULLIÐ Á FJÓRÐA DEGINUM í GRENOBLE Tékkinn Jiri Raska sigraði i skiðastökki á sunnudaginn Á sunnudag var keppt til úr slita í fjórum greinum á Vetrar- Ólympíuleikunum í Grenoble, 1000 m. skautahlaupi kvenna, skíðastökki af 70 m. palli, bob- sleðakeppni 2ja manna og keppni lauk í norrænni tvíkeppni. Ölym píumeistararnir voru frá Hollandi, Tékkóslóvakíu, Ítalíu og Vestur Þýzkalandi. Skíðastökkið olli Norðmönnum miklum vonbrigðum, en þeir von uðu, að Björn Wirkola myndi færa þeim gullverðlaunin í þess- ari „norsku“ íþróttagrein. Jiri Raska frá Tékkóslóvakíu kom sá og sigraði, en margir höfðu búizt við góðum árangri hans í þessari keppni. Raska er 27 ára gamall lásasmiður. Hann stökk langbezt af keppendunum enda fékkýiann beztu einkunnir fyrir stíl, lcngsta stökk Raska var 79 m. Austurrík ismaðurinn Bachler varð annar, en Wirkola fjórði. Það er sjald- gæft, að Norðmenn farj frá stökk keppni án verðlauna, en svo fór þó nú. Toralf Engan fyrrum bezti skíðastökkvari Norðmanna, en nú þjálfari norska liðsins var mjög óánægður, sagði að gæði stökk- keppninnar hefðu verið afleit. At rennubraut var mjög óvenjuleg, að þessu sinni og um kennt, að salti var stráð í hana fyrir keppni. Raska gekk bezt við þessar aðstæð ur. Úrslit. Jiri Raska, Tékk. 79.0 72,6 216.5 stig. R. Bachler, Austurríki, 77,5 76,0 214,2 stig. B. Preiml, Austurríki, 80,0 72,5 212.6 stig B. Wirkola, Noregi, 76,5 72,5 212 stig T. Mattila, Finnl. 78,0 72,5 211,9 stig A. Jeglanov, Sovét. 79,5 74,5 211,5 stig D. Neuendorf, Au-Þýzkal. 211,3 V. Belussov, Sovét, 207,5 L. Divila, Tékk. 207,3 G. Poirot, Frakkl. 207,1 Vegna truflana á skeytasend- ingum til landsins á sunnúd. höf- um við ekki röð sex beztu í nor- rænni tvíkeppni, 100 m. skauta hlaupi og Bobsleðakeppni tveggja manna, sem háð var á sunnudag. Sigurvegarar í þessum greinum urðu, Franz Kellyer Vestur Þýzkalandi í norrænni tvíkeppni, bræðurnir Moníi frá ítalíu í bob sleðakeppni, Geyssen frá Hoi- landi í skautahlaupinu. Nánar síðar. Stig og verölaun Skipting verðlauna og stiga- keppnin lítur þannig út eftir mánudaginn. VERÐLAUN: G S Noregur 2 2 Frakkland 2 2 Holland 2 1 Ítalía 2 0 Bandaríkin 1 3 Finnland 1 2 Sovétríkin 1 2 Austurríki 1 1 V. Þýzkaland 1 1 1 Svíþjóð 1 0 1 Tékkóslóvakía 1 0 1 Sviss 0 2 1 Au. Þýzkaland 0 1 1 Rúmenía 0 0 1 S T I G I N: Stigin: Finnland 38,5 Austurríki 38,0 Noregur 35,5 Sovétríkin 32,0 Holland 31,0 Bandaríkin 29,0 Frakkland 29,0 Ítalía 19,0 Svíþjóð 17,0 Tékkóslóvakía 14,0 Sviss 14,0 V. Þýzkaland 12,0 Au. Þýzkaland 12„0 Au. Þýzkaland 9,0 Rúmenía 4,0 Pólland 4,0 England 3,0 Ungverjaland 1,0 Fjórir leikmenn Hauka kampakáttr eftir sigurinn ylir Fram á sunnudag. Haukar gjörsigruöu Fram á sunnudag 30:18 Valur vann Víking naumlega Við höfum bent á það eftir síð ustu leiki Haulca í I. deildinni að líklegir til alls og svo sannarlega rættist sú ábending á sunnudags kvöldið, þegar Haukar gjörsigr- uðu íslandsmeistarana Fram með 30 mörkum gegn 18. Það hefði alls ekki komið á óvart hefðu Haukar sigrað Fram naumlega, en að kafkeyra þá eins og raun varð á, það hefur engum dottið í hug. Frá' upphafi leiksins á sunnu daginn og allt til loka hans fór ekki á milli mála hvort liðið var sterkara. Haukar höfðu yfirburði á öllum sviðum og sérstaklega var áberandi mikill munur á hraðan- um á leik liðanna, þá var líka mikill munur á markvörzlu lið- anna, en Þorsteinn lék ekki í marki Fram þennan leik, en þó hann hefði verið nálægur hefði aldrei tekist að koma í veg íyrir Haukasigur í þetta skipti, slíkum fídonsham sem þeir voru . Beztu menn Hauka voru Logi í markinu, sem oft varði snilldar lega og hefur nú verið valinn til utanlandsferðar með landsliðinu og á hann það fyllilega skilið eftir síðustu leiki sína. Ólafur Ól- afsson hinn svo mjög vel leikandi og skotharði leikmaður sýnir framfarir í hverjum leik og með því einu að halda í horfinu hlýtur hann sterklega að koma til greina í landslið okkar. Línumað urinn Stefán Jónsson er sennilega að verða bezti línumaður okkar og hefur mjög skemmtilegt keppn isskap. Viðar og Þór eru stórhættu legar skyttur og Þórarinn og Sig- urður Jóakinnsson koma ekki langt á eftir. Aðalstyrkur Hauksliðsins ligg- ur samt sem áður í því hversu liðið er allt jafnt, þannig að nær allir liðsmemenn geta skorað og allir eru sterkir varnarmenn og ekkí skortir þá baráttuviljann, það er að segja allt þetta hefur þeim ekki tekist að sýna fyrr en þeir hafa tapað að minnsta kosti þremur leikjum í upphafi móts- eins og sagan undanfarin ár sann- ar. Framarar voru eins og óviðbún ir þessari hörðu árás Hauka og það setti þá þegar í upphafi leiks ins úr jafnvægi og hinn mikli markamunur í leiknum fór í taug taugarnar á þeim og kom það fljót lega fram í leik þeirra. Beztu menn liðsins voru Gunnlaugur, Ing ólfur og Guðjón. Síðan léku Valur og Víkingur öðru sinni í I. deild og lauk þeim leik með sigri Vals 19-18 eftir mjög spennandi baráttu þar sem stig- in hefðu svo sannarlega átt að skiptast milli liðanna. í hálfleik var staðan 6 5 fyrir Val, en í seinni hálfleik skiptust liðin á um að hafa forystu og er.jafn- teíli var í lokin höfðu Víkingar alla möguleika á að sigra en voru klaufskir og nánast gáfu Valsmönn um stigin. — Nánar um leikinn á morgun. Staöan Staðan í 1. og 2. deild íslands- mótsins í handbolta eftir leik- ina um helgina. 1. deild: Fram 6 4 1 1 136115 9 Valur 5 4 0 1 104:92 8 FH 5 2 2 1 113:99 6 Haukar 6 3 0 3 139:133 6 KR 5 1 0 4 92:109 2 Vík 5 0 1 4 87:123 1 II. deild: Akureyri 5 3 0 2 149:86 6 ÍR 3 2 0 1 72:66 4 Þróttur 4 2 0 2 93-90 4 Ármann 2 1 1 0 51:43 3 KefJav. 4 1 1 2 69:91 3 Vestm. 2 0 0 2 30:83 0 10 13. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.