Alþýðublaðið - 17.02.1968, Page 1

Alþýðublaðið - 17.02.1968, Page 1
Laugardagur 17. febrúar 1968 — 49. árg. 36. tbl. — Ver5 kr. 7 Glerhlífin, sem nú hefur verið' sett upp í einum Hreyfils-bíl. Samvinnufélagið Hreyfill og bifreiðastjórar á stöð félagsins hafa nú ákveðið að greiða eitt- hunðrað þúsund krónur, hverjum þeim sem gefi upplysingar er leitt geta til handtöku morðingja Gunnars Tryggvasonar bifreiðastjóra, sem skotinn var til bana 18. janúar s.L, en Alþýðublaðið skýrði frá því fyrir fáeinum dögum, að bifreiðastjórar væru að yfirvega slíkt. Þá hefur nú verið sett ör- yggisgler milli fram— og aftursætis í eina leigubifreið af Hreyfli til reynzlu, og er ver ið að kanna, hvort slíkt gæti orðið til að auka öryggi bifreiðastjóra. Stefán Ó. Magnússon, fram- kvaemdastjóri Hreyfils, sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að morð Gunnars S. Tryggvass. hefði vakið mik- inn óhug meðal leigubílstjóra, og hafi komið upp háværar raddir um það, að auka þyrfti öryggisútbúnað ieigubifreiða til muna. Þannig hefði öryggis gler og milliskilrúm milli bíl- stjóra og farþega í aftursæti mikla þýðingu. Kæmi það í veg fyrir hvers konar truflan- ir, sem bíistjórinn yrði að öðr um kosti fyrir. Annað tilfóeki- legt ráð væri til, én það væri að setja „öryggistón1' í tal- stöð bifreiðanna, þá lcæmi af- greiðslunúmer bifreiðarinnar fram á skífu á bifreiðastöð- inni. Stefán kvað þetta hafa verið tekið upp í ríkum mæli í Þýzkalandi, en þar hafi fleiri leigubílstjórar verið myrtir í starfi en í nokkru öðru Evrópu landi. Stefán sagði, að ef til vill væri ekki til nein einhlýt vörn gegn slíkum 'atburðum sem morðinu á Gunnari heitn um. Það er vilji okkar, að allt verði gert til þess að upplýsa þetta hryllilega morðmál og þess vegna höfum við ákveðið að leggja fram 100 þúsund króna upphæð til höfuðs morð ingjanum, sagði Stefán. Á aðalfundi s.f. Hreyfils, sem haldinn var 6. febrúar s. 1. var eftir farandi samþykkt: „Aðalfundur s.f. Hreyfils, haldinn 6. febr. 1968, harmar hin hryllilegu atvik í sambandi við dauða Gunnars Tryggva- sonar, bifreiðastjóra á Hreyfli og að ekki skuli hafa tekizt að finna þann seka. Vegna þessa atburðar telj- um við nauðsynlegt, að allt það sé gjört. sem í mannlegu valdi stendur til að auka öryggi bif Framhald á 5. síðu. Trausti er talinn Vélbáturinn Trausti frá Súðavík er nú talinn aí. Leitin að bátnum hefur staðið yfir í þrjá sólarhringa, en engan árangur borið. Með Trausta fórust eftirtaldir menn: Jón Magnússon, sk'ipstjóri, ísafirði 36 ára, ókvæntur, Jón Ólafsson, vélstjóri, Garðsstöðum Ögur hreppi, 33 ára, ókvæntur, Halldór Júlíusson, Svartahamri Áíftafirði. 30 ára, kvæntur og sex barna faðir og Eðvarð Guðleifsson, Kle’ifum Súðavík, 45 ára, ókvæntur. Trausti ís-54 var 40 lesta eikarbátur, smíðaður í Reykjavík árið 1956. Eigandi bátsins var Þorgrímur h.f. á Súðavík. Samningavið- ræður hefjast Fyrsti viðræðufundur A S í og fullfrúa vinnuveitenda fór fram í gær og lögðu fulltrúar A S í þar fram kröfur sínar um verð lagsbætur á laun og gerðu grein | fyrir þeim kröfum, en A S í hef ui" nú feugið umhoð margra verkalýðsfélaga til samningsgerð ar. Næstj viðræðufundur verður haldinn á miðvikudaginn, en nú uffi. helgina munu mörg verkalýðs félög halda fundi og marka af- stöðu sína til samningamálanna. Alþýðublaðinu barst, í gær frétta tilkynning frá A S í um þessi mál, og fer hún hér á eftir: Með ályktun þeirri um kjara- mál, sem samþykkt var einróma á 30. þingi samþandsins, sem lauk 'störfum 1. þ.m. var megináherzla lögð á að verkalýðssamtökin ein beittu afli sínu að því verkefni að tryggja fullar vísi)öl ibætur á kaup. Lík samþykkt va.' gerð á þingi Verkamannasambands ís- lands, sem haldið var að Alþýðu sambandsþingi loknu. í ályktun beggja þessara þinga voru verka lýðsfélögin kvödd til íið undirbúa verkfallsaðgerðir hinn 1 marz n. k., ef nauðsyn reyndist 1 I þess að ná' fram þessari meginkröfu sam takanna. Framhald á 5. síðu. Embættisbústaðir afnumdir í þé Lagt hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins og er þar gert ráð fyrir, að embættisbustaðir í þéttbýli, aðrir en em- bættissetur forseta íslands, biskupsbúðstaður í Reykjavík og búðstaðir íslenzkra sendiherra íslands erlendis, verði seldir, þegar núverandi leigutakar hverfa úr því eða láta af embætti. Er gert ráð fyrir því, að eftirleiðis leggi ríkið embættismönnum ekki til bústaði, nema þar sem staðhættir kref jast þess, og afnumin verði lagaskylda ríkisins til að byggja yfir ákveðna starfsmenn. Um embættisbústaði gilda nú þau lög falli öll úr gildi við gild lagaákvæði úr ýmsum áttum, sem istöku þessara nýju laga, en þau hafa orðið til við mismunandi að teiga að koma til framkvæmda 1. stæður, og er gert ráð fyrir að Framliald á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.