Alþýðublaðið - 17.02.1968, Page 2

Alþýðublaðið - 17.02.1968, Page 2
Frétta- skeyti Rtómvopn í Khe Sanh? ,★ Fullbright, formaður ut- tqríkismálanefndar Bandaríkja þings, segir að túlka megi um nwel'i Wheelers hershöfðingja á þá leið að vel geti svo far- íð aö atómvopn verði notuð til að verja Khe Sanh. Klögumálin ganga á víxl ★ Bæði Jórdan og ísraei hafa kært hvort annað fyrir öryggisráð'i S.Þ. Kennir hvor hinum um að liafa byrjað, V Lækkun kosningaaldurs ★ Ríkisstjórn Finnlands tlyggst lækka kosníngaaldur- inn úr 21 niður í tuttugu ár. SAS vill lækkun ★ SAS flugfélagið hyggst lækka fargjöld sín til USA um 25% t'il mótvægis ferðamanna i.katti Bandaríkjastjórnar, nái lækunin fram að ganga í ÍATA fundi. Lætur af embætti ★ Mc Namara lætur af starfi varnamálaráðherra 29. febrú- ár og mun þá eftirmaður hans Clifford taka við embætti, Saiiimála • ★ De Gaulle segír samband Frakka og Þjóðverja hafa Ótyrkzt undanfarið vegna valda baráttu Sovétríkjanna og USA feftir viðræðufund sinn við Brant utanríkisráðhcrra Þýzka iáhds. Hergögn N. Víetnam ★ Að sögn Bandaríkjastjórn ar mun Norður Víetnam hafa 7000 gagneldflaugar, og 28 her fylki, sem hvert um sig er bú ið sex eldflaugum. Innganga í E6E ★ De GauIIe og Kíesinger, kanzlari V.Þýzkalands hafa iýst yfir vilja sínum að Bret. ar og aðrar þjóðir öðlist inn göngu í Efnahagsbandalag Evrópu. ÍJarizt í Húe ★ Harðir bardagar geisa cnn í Húe og er vígstaðan ó- breytt. S-rfSur óhugsandi ★ Gromyko, utanríkisráð- ráðherra Sovétrík|anna segir fflðaviðræður í Víetnam ó- húgsandi meðan Bandaríkja- i tjórn haldi fast við núverandi utefnu í Víetnamstyrjöldinni. I'allnir í Húe. ★ Samkv. upplýsingum Raígonstjórnar hafa 22504 Norður Víatnamar fallið i bar dögunum um Húe. UNDANFARNA daga hafa átt sér stað umræður um livað hugsanlegt væri að gera á kom- andi síldarvertíð til þess að tryggja sem mesta söltun síldar. Ég held, að öllum sem fylgjast með í síldveiðum okkar og ann- arra þjóða, sé ljóst, að til ein- hverra sérstakra ráðstafana þurfi að grípa, ef við eigum að halda áfram að salta síld á venju- legum tíma í júlí og ágúst. Því miður benda allar líkur til þess, að síldin muni liggja í meira en 3ja sólarhringa sigl- ingu frá Austfjörðum. Veiðar svo langt í burtu munu leiða af sér stórkostlegt vandamál, ekki aðeins varðandi veiðarnar sjálfar heldur einnig varðe.ndi nýtingu hráefnisins. Þetta er svo viðamikið og stórt vandamál, að það verður ekki leyst af nein- um einum aðila sérstaklega. — Þetta er flestum ljóst, en þó ekki öllum sem skilja mættu. Á Alþingi hafa átt sér stað umræður um síldarútvegsnefnd og breytingu á lögum nr. 62 frá 21. apríl 1962 um S.Ú.N. Þessi nýju viðhorf í sildveiðum. og verkun síldar spunnust inn í umræður. Tilefni frumvarpsins um breytingu á S.Ú.N. var upphaf- lega krafa frá síldarsaltendum um endurskoðun laga um nefnd- ina. Sjávarútvegsmálaráðherra skipaði 2. ágúst sl. nefnd sjö manna til þess eins og segir í gögnum til sjávarútvegsnefndar „að gera t'Éögur um framtíðar skipulag verkaðrar síldar til út- landa.” í þessa nefnd voru valdir 2 þingmenn, þeir Jón Skaptason og Sverrir Júlíusson. Hinir voru: Erlendur Þorsteinsson, Sveinn Benediktsson, Margeir Jónsson, Jón L. Þórðarson, Jón Þ. Árna- son og Tryggvi Helgason. Árangur eða niðurstaða nefnd- arinnar um þetta mikla vanda- mál og framtíðarskipulag verk- aðrar síldar til útlanda var þessi. „Samþykkt er að setja í reglu- gerð ákvæði um að a.m.k. einn aðalfundur verði haldinn með saltendum árlega í maí eða í júní. Samkomulag varð um að leggja til að 1. gr. laganna nr. 62, 1962, orðist svo: Síldarútvegs- nefnd skipuleggur og hefur eftir- lit með verkum saltaðrar síld- ar, svo og með útflutningi henn- ar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Nefndin skal skipuð átta mönnum til 3ja ára í senn sem liér segir: (Talið upp hverjir til- nefni mennina): Séu atkvæði jöfn við at- kvæðagreiðslu í nefndinni ræður atkvæði formanns úrslit- um. Nefndin skal hafa skrifstoíur í Reykjavík, Siglufirði og á Austurlandi. Nefndin ræður sér starfsíólk. Ráðherra ákveður laun. ncfnd- armanna og greiðast þau aí' tekj- um nefndarinnar.” Sjávarútvegsnefnd efri deild- ar Alþingis flufti frumvarpið að beiðni ráðherra, en nefndar- menn tóku fram, að þeir hefðu óbundnar hendur um stuöning við það. í umræðum á Alþingi um frumvarpið fyrir skömmu mælti ég m. a. eftirfarandi: „Það er mikið vandaverk, sem liggur fyrir að ná sem mestri síld í söltun fyrir þjóðarbúið, og það verður ekki leyst, nema gera sér grein fyrir því, að það þarf átak, og það þarf nýtt skipu- lag og það þarf nýja hugsun frá síldarútvegsneefnd í því ofni að Eftir Jón Ármann Héðinsson ná því markmiði, sem nauðsyn- legt er. Síldin mun örugglega liggja, því miður, langt írá' landi. Það eru allar líkur sem benda til þess, og það verður að koma fram einhver hreyfing og einhver vilji, til þess að ná þeirri síld í land eða salta hana um borð í bátunum. Ennþá hefi ég ekki séð eða heyrt frá síldar- útvegsnefnd svo mikið sem að hún rétti upp litla putta til þess að nálgast þetta mark, sem er lífsskilyrði fyrir gjaldeyristekjur okkar, að gert sé verulegt átak í áttina að tryggja það, að sölt- un sé stöðug og eins mikil og unnt er.” Siðar segi ég: „Því að það er vitað mál, aff nú sækja aðrar þjóðir fram í því að salta á haf inu og það er staðreynd, að verksmiðjan, sem hefur verið við ströndina eða verkunarstöð- in hefur færzt bæði á freðfiskj út á hafið og er að byrja að gera það á saltsíld líka. — Og fuli ástæða er til þess, aö síld- arútvegsnefnd efni til ráðstefnu með þeim aðilum, sem hagsmuna hafa að gæta, til þess að mæta • þeim vanda sem við blasir.” Er ég tók til máls í seinna sinn, sagði ég þetta m. a. (2 dögum seinna, en umræðum var frestað í taili): „Ég vil hér í nokkrum orðum í framhaldi af því, sem sagt var við þessar umræður í fyi-radag, bæta við og undirstrika það, að ég lel, á- samt mörgum fleirum, að nýtt viðhorf blasi við, varðandi það að tryggja söltun á síld hér á landi eða um borð í skipum úti á hafi. Það hefur nú komið Lljós, að það eru fleiri en ég um þessa skoðun, og m. a. síldarútvegs- nefnd hefur séð ástæðu til þess að boða til fundar með ntkkr- um aðilum varðandi það vanda- mál, sem liggur fyrir og veiður sá fundur haldinn síðdegis í dag. Þó deila menn um það, hvað hlutverk síldarútvegs- nefndar er víðtækt og segja flestir eða allir fulltrúar í nefndinni, að verk S.Ú.N. sé ein- Jón Armami Héðinsson faldlega að selja síldina, hafa síðan eftirlit að nokkru leyti með söitun, og búið. Eins og seg- ir í tillögunum: Síldarútvegs- nefnd skipuleggur og hefur eft- irlit með verkun saltaðrar síld- ar, svo og með útflutningi h.enn- Framhald á bls. 11. Kvenfélagskonur Kvenfélag Alþýðuflokksins I Reykj'avllí heldur fund þriöjudaginn 20 febrúar kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. 1 Jón Þorsteinsson alþingismaður talar um byggingaráætlunina í BrsiSholti, Félagsmái. STJÓRNIN. 5 ; Skíðaferð — Helgarfer# Skíðaferð verður farin á vegum FUJ laugardaginn 17 febrúar n.k. kl. 3, Farið verður frá bílastæðinu á Arnarhóli. Farið veröur í skíðaskálann við Skálafell. Alla nánari upplýsingar eru gefnar í símum 16724 og 15020. Eienig ker að tilkynna þátttöku í sömu símum. Svar til Ingvars Gísl asonar Bæði Alþýðúblaðið og Tíminn birfu í gær bréf frá Ingvari Gíslasyni til Benedikts Gröndal varðandi flutning á tillögunni um Vietnam. Bcncdikt sendi um hæl Tímanum eftirfarandi svarbréf: Hr. ritstjóri. Tíminn birtir í dag (16/2) á myndarlegan hátt bréf til mín frá Ingvari Gíslasyni. Treysti ég því, að blaðiö geri éins vel við stutt svarbréf. Ingvari hefur sárnað sú full- yrðing, að ekki hafi fengið að reyna á, hvort stjómarflökkarn ir vildu gerást meðflutnings- menn að tillögu lians og fleiri þingmanna úm ófiriðinn í Víet- nam. Ingvar sýndi mér tillögnna, og ég lýsti henni á þingflokks- fundi Alþýðuflokksins. Hún fékk vinsamlegar undirtektir eins og viðbrögð Emils Jóns- sonar bera vitni. Þó töldum við ekki rétt að gerast meðflutn- ingsmenn að slíkri tillögu, nema stjórnarflokkamir báðir gerðu það, og eru það eðlileg vinnu- brögð. Þegar ég náði tali af Pétri Sigurðssyni nokkru síðar, sagði Ihann, að ekki hefði unn- izt tími til að fjalla um málið í Sjálfstæðisflokknum, en Ingv- ar væri þá þegár búinn að leggja fram tillöguna. Allt gerðist þetta á fáum dög- úm. Gat ekkj skipt máli, þött þeir yrðu nokkrum fleiri, enda hefur ófriður staðið í Vietnam í rúmlega tvo áratugi án þess að Ingvar flytti um hann til- lögu fyrr en nú. Sannleikur málsins er, að Ingvar beið ekki eftir svari stjórnarflokkanna. Ef honuiix var raunverulega áhugamál að fá þá í lið með sér, skorti hanh þolinmæði til að ná því marki. Viðbrögð utanríkisráðherra sanna, að Ingvar lagði rangt mat á viðhorf Alþýðuflokksins að minnsta kosti. Annars er pex um flutning tillögunnar lítilvægt miðað við efni Ihennar og málinu sízt til framdráttar. Virðingarfyllst, Benedlkt Gröiidal. ZúAkufehfW 196.6,ef #|#UB|.AÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.