Alþýðublaðið - 23.03.1968, Side 5
fyrrv. alþingismaður
í DAG á frú Kristín Sigurðar-
dóttir, fyrrum alþingismaður,
sjötugsafmæli. Hún er fædd 23.
marz 1898. Foreldrar hennar
voru Sigurður Þórólfsson,
skólastjóri á Hvítárbakka í
Borgarfirði og fyrri kona hans
Anna Guðmundsdóltir. Þegar
Kristín var aðeins þriggja ára
gömul, dó móðir hennar, og
ólst hún eftir það upp hjá móð
urforeldrum sínum Kristínu
Árnadóttur og Guðmundi Ól-
afssyni skipstjóra, sem búsett
voru í Reykjavík. Árin 1913—
1915 stundaði Kristín. nám í
Hvítárbakkaskóla hjá fcður
sínum. En 1919 giftist hún
Karli Óskari Bjarnasyni, vara
slökkviliðsstjóra. Þau stofnuðu
heimili sitt hér í borginni og
bjuggu hér ávallt síðan, þar
til Karl andaðist fyrir nokkr
um árum. Þeim hjónum varð
þriggja barna auðið, sem öll
eru á lífi.
Kristín Sigurðardóttir er
ein af þeim sárafáu íslenzku
konum, sem átt hafa sæti á
Alþingi. Hún var landskjörinn
þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins 1949 — 1953, en varaþingmað
ur 1953 — 1956, en sat þó oft-
ast á þingi einnig það kjör-
tímabil. Hún ' var einnig vara
þingmaður 1942 — 1946. Auk
iþingmennskunnar hefur Krist
ín gegnt mörgum trúnaðar-
störfum fyrir flokk sinn. hef
ur t.d. árum saman verið í
miðstjórn hans og var all mörg
ár formaður landssambands
Sjiálfst.æðiskvenna. Til viðbót-
ar við þetta hefur Kristín starf
að miög mikið að öðrum fé-
lagsmálum. Hún var um skeið
í barnaverndarnefnd Reykja-
víkur og í mæðrastyrksnefnd.
Hún var í stjórn áfengisvarna
nefndar kvenna í Reykjavík
og Hafnarfirði, ýmist formaður
■eða ritari. í framkvæmdanefnd
Hallveigarstaða hefur hún ver
ið síðan 1945 sem fulltrúj bæj
árstjórnar Reykjavíkur og for
maður nefndarinnar frá 1950
þar til nú fyrir 1—2 árum að
hún hefur orðið að láta af störf
um vegna veikinda. Um- ára
bil var hún mikið starfandi í
Húsmæðrafélagi Reykjavíkur
og sömuleiðis í Kvenréttinda
félagi íslands, þar sem hún hef
ur verið í stjórn sl. 15-ár. Af
öllu þessu er auðséð að Krist
ín Sigu.rðardóttir er mjög fé-
lagslynd kona og áhugamálin
hafa verið margvísleg og bein
línis óþrjótandi, og er það
ómetanlegt á þeim merk”
timamótum ævinnar, sem hún
nú stendur á, að geta litið yf-
ir slíkan starfsdag fullan af
áhugaverðum viðfangsefnum.
Ég hef allmörg undanfarin ár
Kristín Sigurðardótt'ir
unnið með Kristínu á sviði fé-
lagsmála að ýmsum sameigin-
legum áhugamálum og vil ég
nota tækifærið til að þakka
henni fyrir gott og skemmti
legt samstarf. Svo að síðustu
óska ég afmælisbarninu heili-
brigði og hamingju á komandi
árum.
Guðný Ilelgadóttir.,
HVERS
Ég ræddi einu sinni við kunn
ingja minn, sem var ákaflega
hneykslaður á því, að kristin
kirkja skyldi hafa krossinn að
tákni sínu: „Mér finilst bað óskap
legt að hafa mynd af deyjandi
manni blasandi við fólkinu uppi
yfir altarinu í annarri hverri
kirkju,” sagði hann.
Nú er því ekki að leyna, að á
vissum tímabilum kristnisög-
unnar hefir dýrkun þjáningar-
innar orðið sjúkleg. Og oft liefir
mér orðið hugsað til þess t.d. við
lestur Passiusálmanna, að það
væri ekki notalegur lestur, þeg-
ar séra Hailgrímur útmáiar suma
þætti þeirra písla, er Jesú hlaut
að líða. En ætlaðist höfundurinn
til þess, að fólk læsi Pássíusálm
ana, án þess að finna til úndan
þeim? Ég held ekki. Ég álít, að
hann hafi viljað, að fólk yrði
fyrir vsipuðum áhrifum og þegar
lesnar eru fréttir frá Víetnam.
En með þessu er ekki nema hálf
sagan sögð. Þeirri spurningu er
ósvarað, hvers vegna kirkjan hef
ir valið píslartæki eins og kross
inn sem heilagt tákn.
Þjáningar mannanna eru margs
konar. Ég hevrði einu sinni get
ið um konu, sem varð veik af
undarlegum sjúkdómi. Hún hætti
að geta fundið til. Þó að hún
legði höndina á logandi heita
VEGNA
eidstóna eða skæri sig á hníf,
svo að úr blæddi, var hún ekki
vör við það. Þjáningin var með
öðrum orðum hættumerki, sem
enginn getur án verið. Varnaðar
merki. Rautt ljós í umferðinni.
Þjáningin getur eir.nig verið
öhjákváemileg, vegna þess, að
ná þarf sérstöku marki, sem ekki
verður náð án hennar. Þegar
læknir skoðar sjúkling, óg
kemst að þeirri niðurstöðu, að
hann þurfi sérstaka meðíerð til
að ná bata, spyr hann sig um
leið „Þolir hann aðgerðina?”
— Sumir vitrir menn hafa hald
ið þvi fram, að vissum þætti í
þroska mannssálarinnar verði
hcldur ekki náð án þjáningar.
,,Á sorgarhafsins botni sann-
leiks perlan skín. Þann sjóinn
máttu kafa, ef hún skal verða
þín”. Þessu sama hefir kristin
dómurinn einnig haldið fram, þó
að hér hafi farið sem oft áður,
að mannshugurinn liafi misskilið
kjarr? málsins, og um e;tt skeið
hafi meiniætalifnaður og óeðli
legar sjálfspyndingar þótt verð
launa verðar fyrir guðs augliti.
Vér geíum litið á þjáninguna
frá einni lilið enn. Ég veit ekki
hvort þú, sem lest þessar línur,
hefir nokkurn tíma komið inn
fyrir fangelsisveggi. Segjum, að
þú lftir inn í fangaldefa og hitt
KROSS?
ir þar fullorðinn mann, sem lok
aður er inni vissan tíma, sam-
kvæmt ákvörðun dómsvaldsins i
landinu. Það er engum pynding
um beitt við fangann, en það ætti
ekki að þurfa að útlista það,
hve einangrunar- eða ófrelsis-
tilfinningin getur o--5ið sár og
viðkvæm. En þessi þjánir.g hefir
verið lögð á manninn samkvæmt
dómi, vegna þess að hann hefir
brotið gildandi lög þjóðfélags-
ins. Þess vegna hafa hugsandi
menn, sem brutu heilann um þján
ingu mannkynsins oft og tíðum
spurt eitthvað á þessa leið: Er
þjáning mánnkynsins af svipuð-
um rótum runnin? Stafar hún
ekki af því að mannkynið hafi
brotið lögmál guðs í tilverunni
- með öðrum orðum syndgað, svo
að ég tali mál guðfræðinnar. í
þessu sambandi hafa orðið til
hugtök eins og „reiði” guðs, hegn
ing guðs o.s.frv.
Loks geíur þjáningin stafað af
vonzku einhvers annars. Hreint
og beint mannvonzku. Ég tel mig
ekki í þeim flokki, sem ávallt og
allsstaðar segir meira af illu en
góðu í tilverunni. En kynni mín
af mannfólkinu og mannlegri
(ilveru hefir þrátt fyrir það vak
ið hjá mér óhugnað, begar ég
hugsa um það, hve mikio er af
grimmd hjá fólki, sem annars
vill láta kalla sig sómafólk. Stund
um virðist dálítil breyting á lífs
aðstöðu geta breytt elskulegu
fólki í ára, sem einskis svífast
gagnvart öðrum. Það er þessi
mannvonzka, sem hefir orðið
til þess að vekja og styðja þá
trú, að í tilverunni sáu öfl, sem
kölluð eru satanisk, djöfulleg.
Þegar þannig er litið á orsök
þjáningar og böls, mun flestum
finnast ömurlegast, að þjáning
in er lögð á hina saklausu, - bá,
sem ekkert hafa til unnið Styrj
aldir nútímans eru skýrt dæmi
um það, hvernig börn og brjóst
mylkingar, eða fólk, sem ekkert
þráði heitar en lifa Hfi sínu í
friði við alla menn, er sært, kval
ið og deytt. Og þetta hefir auð-
vitað átt sér stað á öllum tím-
um. í rauninni merkir þetta, að
líf manns sé svo samshmgið og
samtengt, að gott og iilt hljóti
að verða sameiginlegt, að minnsta
kosti að vissu marki. Þeir, sem
eiga illt skilið og hinir saklausu
séu á sama bát. Komi einhyeri-
. um til hugar að sökkva rkipinu,
farist einnig þeir sem reyndu
að halda því á floti. En það er
undarleg fjarstæða, að þetta,
sem virðist vera svo vauglátt, að
það veki hneykslun, felur það
cinnig í sér, að mögulegt sé fyrir
manninn að taka á sig annarra
þjáningu. Björgunarskipíð er úti
í sama illviðrinu og skútan, sem
bjarga skal. En skilyrði þess, að
unnt. sé að bjarga öðrum, er ein
mitt það, að mögulegt sé að
finna til með öðrum, þi 5st vegna
annarra. Vér þekkjuin sjálfsagt
marga, sem taka á sig þjáningar
annarra vegna þess, að þeir finna
til með öðrum. En sannleikur-
inn er því miður sá, að þessi sam
úð eða samvitund, er tak-
mörkuð hjá oss öllum. En
kross hinnar kristnu kirkju er
merki hans, sem samkvæmí
vitnisburði samtíðarvitranna fann
til með öllum takmarkalaust.
Kirkjan boðar trú á krossfestan
frelsara. Það þýðir ekki aðeins
að Jesú hafi þjáðst og liðið, -
Frh. á 10. síðu.
Eftir
dr. Jakob
Jónsson
■li»ii ——— lirinnggw
23. marz 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5