Alþýðublaðið - 23.03.1968, Side 6

Alþýðublaðið - 23.03.1968, Side 6
Kskkæ-r erd lil Burwre og leém í horg og bs. UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR LD'GREGLAN í REYKJAViK Athuganir á barnaslysum 1967 sýna, að af þeim 59 börn um, sem slösuðust þið ár í um ferðinni í Reykjavík, voru 36 börn á aldrinum 2-6 ára, þ.e. undir skólaskylduaidri. Þessar tölur sýna að yngsíu borgaram ir, börn á aldrinum 2-6 ára,' eiga við erfiðleika að stríða í umferðinni og að sjálfsögðu eru erfiðJeikar barnanna mestir, er þau eru látin vera efiirlitslaus á götum úti, við umferðina eða jafnvel í henni. Því miður er állt of algengt að sjá börn að leik við götur eða vegi, hér í borg og reyndar víðast hvar á landinu. Til að ráða hér bót á, þarf að koma til samstillt á- tak foreldra barna á þessum aldri og lögreglu. r'ove'drarnir eru beztu leiðbeinendur barn- anna, og t.d. með því cinu, að skapa fordæmi í umferðinni geta foreldrarnir lagt sitt af mörkum til að fækka i.arnaslys um og ala börnin unp í betri umferðarmenningu. Umferðarnefnd Reykjavíkur og lögreglan í Reykj i”ík hafa nú gefið út leiðbemingabækl- ing fyrir foreldra, þar sem for eldrum er leiðbeint við að kenna börnum sínum að að- lagast umferðinni, ala börnin upp í umferðinni, kenna börn unum að forðast hre tur um- ferðarinnar o.s.frv. Ber bækl- ingurinn heitið: „Verndið börn in í umferðinni” og verður dreift í öll hús á höfuðborgar svæðinu. Á fyrstu síðu hans er varpað fram spurningunni: Hvers vegna er börnum svo hætt í umferðinni? Því er svar að svo, að flest umferðarslys- in stafi af eigin framferði barn anna. Börnin stjórnist af skyndilegum hugdettum. For- vitni þeirra leiði þau sífellt í nýjar áttir, börnin skynja ekki hættur umferðarinnar og gæti því ekki að sér sem skyldi. Bæklingnum er skipt í tvennt og er fjallað um hvorn hlut- ann sjálfstætt. í kaflanum, sem ber heitið „Hvernig á ég að vernda barn mitt”?, er t.d. bent á hættur þær, sem götur eða i'egir hafa í för með sér fyrir börnin, því næst koma almenn ar leiðbeiningar varðandi yngstu börnin, hvernig þau eigi að komast ferða sinna lögð er áherzla á, að þau séu í fylgd fulíorðinna og bent á nauðsyn þess, að börnum sé kennd sérstök, fastákveðin leið, á leið þeirra til skóla eða dag- lieimila, geti fullorðnir ekki fylgt barnihu. En stytzta leið in er ekki ávallt sú hættu- minnsta. í kaflanum „Hvernig á ég að ala barnið mitt upp í umferð- inni?” er sagt m.a., að foreldr- ar skuli gera börnunum ljós- an voða umferðarinnar þegar á 2. - 3. aldursári barnsins, og jafnframt skuli verklegar um- ferðaræfingar hefjast með börn unum þegar á 3. aldursári. Þá ségir, að æfa skuli 5-7 ára börn stig af stigi í því að vera sjálf stæðir vegfarendur, en að reið hjólakennsla skuli eigi hefjast fyrr en er börnin séu 7-9 ára, og þá skuli kennslan fara fram undir eftirliti. Efni bæklings þessa, sem er myndskreyttur, verður eigi rak ið frekar hér, enda varla fært í stuttu máli. Hér er um að ræða málefni, sem snertir hvern Þið segið ef til vitl: —„Bömin mín erú nú svo varkár og garta ávallt að sér ’. Það er ágætt, ef þið hafið búið Vel i haginn, en rcynsian sýnir, að ekki einu sinni böm á fynta skólaskylduári eru nafgtlega þroskuð til þcss að koma fram sem sjálfstarðir vegfarendtir. og enn siður Itönt, sem ekki haía enn |>á náð skólaskyldualdri. einasta þjóðfélagsþegn. Það er von umferðaryfirvalda, að for eldrar kynni sér efni bæklings ins rækilega, og hefji hið allra fyrsta skipulagða umferðar- fræðslu til aðstoðar yngri borg urum, dýrmæíustu eign ís- lenzku þjóðarinnar. takarasveinafélágið 60 ára Fyrsta brauðgerðarhús á ís- landí tók til staría í Reyltjavík 1834. Var það hið eina á land inu til 1868, er stofnað var brauð gerðarhús á Akureyri. Þegar kemur fram undir aldamótin fjölgar braúðgerðarhúsum nokk uð, enda varð þeirra mun brýnni þörf, sem vöxtur þilskipaútgerð’ ar gerðist meiri. Fyrstu bakarasveinar í íslenzk um brauðgerðarhúsum voru allt erlendir menn, flestir danskir. En ário 1884 lauk sveinsprófi í baltaraiðn, Grímur Óiafsson, fyrstur íslendinga svo vitað sé. Tók nú smám saman að fjölga þeim mönnum íslenzkum, er lærðu bakaraiðn, og þá er kom fram yfir aldamót hafði dúlítill hópur íslendinga lært iðnina. Sumir þeirra fóru til Danmerk- ur, að námi hér á landi loknu, til að framast í iðn sinni. Kynnt ust þeir þar samtökum danskra bakarasveina er voru tilíölulega ung, en höfðu á skömmum tíma fengið miklu áorkað vm bætt kjör stóttarinnar. Kjör íslenzkra bakarasveina voru í npphafi næsta léleg. Um aldamót fengu þeir kr. 10.00 kaup á viku og höfðu fæði og húsnæði hjá húsbændum sínum, Vinnutími var svo langur sem eigendur . brauðgerðarhúsanna yfirboðarar þeirra kröfðust hvort heldur var á nóttu éða degi, helga daga sem rúmhelga. Þá tíðkaðist það einnig, að þeir voru látnir vinna öll þau störf sem fyrir kbmu á heimilinu eða við atvinnurekstur húsbóndans, þótt ekki væri það baksturs- störf. Sérstök greiðsla fyrir næt ur- og helgidagastörf þekktist ekki. Mátti heita að bakarasvein um væri ókleift að stofna heim ili eða lifa sjálfstæðara lífi en hver önnur vistráðin hjú. Á þessu varð engin veruleg breyt- ing fram til 1908. Kaupið hækk aði að vísu skömmu eftir alda mótin upp í kr. 15 á viku, en að öðru leyti voru kjörin hin sömu og verið hafði. í byrjun árs 1908 töldu bakar ar ekki lengur hægt að una við svo búið. Tóku þeir að ræða sín á milli hvað til bragðs skyldi taka. Á skömmum tíma vaknaði með þeim næsta alrnennur á- hugi á því, að síofna stéttarfélag bakarasveina. Fyrir félagsstofn- un beitti sér einkum danskur bakari, er hér starfaði, P. O. Andersen að nafni, en brátt komu nokl^rir íslenzkir bakara- sveinar til liðs við hann. Hinn 5. febrúar 1908 var stofnfundui haldinn á Þingholts- stræLi 9, á heimili Guðmundar Guðmundsaonar, bakarasveins. Voru stofnendur 16 talsins, allt íslendingar: nema P. O. Ander- sen. Á stofnfundi yar lagt fram frumvarp til laga fyrir félagið. Hafðj Pétur G. Guðmundsson, síðar fjölritari, aðstoðað bakara sveina við að semja frumvarpið, er var samþykkt breytingarlaust Hlaut félagið nafnið Bakara sveinafélag íslands. Samkvæmt 2. gr .laganna var tilgangur lagsins sá, • „að efla og vernda vellíðan manna á íslandi er bak- araiðn stunda, halda uppi réttl þeirra gagnvart vinnuveitanda og öðrum stéttum að svo miklu leyti, sem únnt er að tryggja bökurum sæmilega lífsstöðu í framtíðinni. Enn fremur að styðja af megni allt það, sem lýt ur að fullkomnun og framförum í bakaraiðn.“ Tilgangi sínum hygðist félagið ná með því, „að koma á félags- skap og samtökum moðal allra, sem vinna að bakaraiðn, efla á huga þeirra með fundum og ræðuhöldum, ná sammngum og samkomulagi við vinnuveitend- ur og við önnur félög, sem hafa svipað markmið, ef það horfir félaginu til heilla." Á þessum grundvelli hefur Bakarasveinafélag íslands nú starfað í 60 ár. Hér er þess ekki kostur að rekja sögu félagsins til neinnar hlítar, en geta má þess, að félagið hefur tvívegis gefið út afrnælisrit, hið fyrra ár ið 1923, á 25 ára afmælinu, hið síðara árið 1958, er það var hálfrar aldar gamallt. Helzta verkefni Bakarasveina félags ísiands hefur verið það, að vinna að bættum kjörum bak arasveina, halda uppi réttindum þeirra og gæta hagsmuna þeirra á allan hátt. Strax á fyrsta árl félagsins náði það talsverðum réttarbót- um. Hio fasta kaup hækkaði nokkuð, vinnutíminn var tak- markaður við 11 stundir á dag og ákvæði sett um greiðslu fyrlr eftir- og helgidagavinnu. Félagið hefur á hverjum tíma kostað kapps um að tryggja bök urum hliðstæð kjör og aðrar sambærilegar stéttir nutu. Oft hefur það tekizt án harðra deil na, en stundum kostaði slíkt þó verkföll. Eitt sinn, 1942 átti fé lagt í a.m.k. tveim kaupdeilum sama árið. Og árið 1957 lenti það í erfiðustu kjaradeilu, sem það hefur nokkru siwni háð. Stóðu bakarasveinar í verkfalli á fjórða mánuð samfleytt, eða í 101 dag. Mun það vera lengsta verkfall, sem um getur í sögu ís- lenzkra launþegasamtaka fyrr og síðar. Varð það að sjálfsögðu félaginu og félagsmönnum erfitt og kostnaðarsamt, en að lokum náðust töluverðar kjarabætur bakarasveinum til handa. Síðustu 11 árin hefur bakara sveinum og bakarameisturum tekizt að semja um kjaramálin án þess að til verkfalla hafi kom ið. Fyrstu stjórn Bakarasveinafé- iags ísland, er kosin var á stofn fundi 1908; skipuðu þessir menn:. Sigurður Á. Gunnlaugsson i formaður, Kristján P. Á. Hall ritari og Kristinn Þ. Guðmunds son, gjaldkeri. Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð: Guðmundur B. Hersir, formaður, Axel Kristjáns son, varaformaður, Guðmundur H. Guðmundsson, gjaldkeri, Guð mundur Þ. Daníelsson, ritari, Jón Björnsson, fjármálaritari. Félagsmenn eru nú 62 meðlim ir. Bakarasveinafélag ísland minnist 60 ára afmælis síns með hófi í kvöld 23. marz í Tjarnar búð. \ 0 23. marz 1963 ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.