Alþýðublaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Krlstján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900
14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsctur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu,
Reykjavík. - Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr.
120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið---Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf.
Landsþing mennt askólanema
íslenzkir menntaskólanemar
héldu um síðustu helgi fyrsta
landsþing sitt, er sótt var af 23
fulltrúum allra fjögurra mennta-
skóla landsins. Gerði landsþingið
margar ályktanir, sem ástæða er
til, að verði gaumur gefinn. Virð
ist jþað hafa tekizt vel og ekkert
áhorfsmál, 'að hér muni um at-
hyglisverða nýbreytni að ræða.
Alþýðublaðið ræðir ekki þessu
sinni ályktanir og tillögur lands
þingsins um fræðslu- og mennta
má|, en þær hljóta að teljast hóf-
samar og rökstuddar. Hins veg-
ar skal be!nt sérstaklega á þá til-
lögu, að við skólastigin þurfi að
verá starfandi félagsráðgjafi eða
sálfræðingur, sem leitist við að
leiðbeina og ráðleggja nemend-
um í sambandi við nám og ýmis
persónuleg vandamál, er upp
kunna að koma.
Þessa er tvímælalaust þörf.
Vandi æskunnar er margvísleg-
ur, eigi síður en fullorðna fólks-
ins, og sú staðreynd kemur mjög
við sögu námsins og mótar ung-.
lingana á viðkvæmu og örlaga-
ríku skeiði. Skólar framtíðarinn-
ar eiga og að iverða lífrænar stofn
anir, er ræki fleiri skyldur e.n
hyggja að námi og prófum. Er
fagnaðarefni, að æskan geri sér
þetta ljóst og muni einstakling-
inn um leið og hún leggur á ráo
og ber fram óskir um farsæld
heildarinnar.
Þá gerði landsþingið ennfrem-
ur að tillögu sinni, að þjóðfélags-
leg fráeðsla verði stórum aukin
á framhaldsskólastigum. Skiptir
vissulega miklu máli, að þeim
viðhorfum sé dyggi'lega sinnt og
þannig reynt að kynna og hag-
nýta hvers konar nýjungar í at-
vinnulífi og þjóðarbúskap eins
og á sviði fræðslu og menntunar
í skólum landsins. Að náminu
loknu tekur við starf og önn í
völundarhúsi samfélagsins. Þá
skiptir miklu, að unga fólkið rati
um það og kunni að velja sér
þar staði. Sú fræðsla þarf og á
að vera eitt af verkefnum skól-
anna.
Hitt er undraverð hófsemi, að
landsþing menntaskólanemanna
skuli mæla gegn frekari lækkun
kosningaaldursins og kveða í því
skyni harla fast að orði. Væri for
vitnilegt að rökræða þá afstöðu
nánar og leita álits fleiri aðila.
Og lækkun kosningaaldursins er
ekki aðeins mál unga fólksins, bó
að því sé réttarbótin ætluð. Hún
kemur allri þióðinni við og þró-
un íslenzkra. stjórnmála.
Nokkur orð um Lönd og
Leiðir - páskaferðir
Þegar ákveðið var að hleypa
af stokkunum vikulegum þætti
um ferðamál var hugmyndin sú
að fjalla að mestu um þær
ferðir er innlendú ferðaskrif-
stofurnar hefðu að bjóða al-
menningi. Þar sem þessi þátt-
ur á að vera persónulegur, get
ég ekki stillt mig um að fjalla
nokkuð um það sem er efst á
baugi í ferðamálum nú, þ. e.
ferðaskrifstofuna Lönd og Leið
ir og hiná fyrirvaralausu lokun
fyrirtækisins. Enginn efar jð
samgöngumálaráðuneytið sé í
þessu máli í sinum fulla rétti,
þótt alla furði mjög á hinni
stuttorðu og skýringarlausu til-
kynningu frá ráðuneytinu. Blöð
in slá fréttinni upp eins og
vonlegt er, og ekkert við þau
skrif að athuga nema hvað
Þjóðviljinn ber á fyrirtækið
sviksemi í sambandi við þjón
ustu, og segir það álit sérfróðra
manna að t.d. þær Spánarferð
ir, sem L & L hafi auglýst íú
nýlega á ótrúlega lágu verði,
sé ekki mögulegt að fram-
kvæma, „nema fyrirtækið gett
2-3 þúsund krónur með hverj
um þátttakenda". Ómögulegt er
að geta sér til hver hinn sér-
fróði heimildarmaður Þjóðvilj-
ans er, en trúlega eru Spánar
ferðir L & L settar í samband
við Mallorekaferðir Sunnu, þar
sem aðrar ferðaskrifstofur
hafa ekki boðið ferðalög með
leiguflugvélum í sumar. Sann-
leikurinn er sá, að þær ferðir,
sem L & L bauð til Spánar,
og vöktu mikla athygli, eru
rétt aðeins ódýrari en þær
ferðir sem ferðaskrifstofaa
Hunna bauð fyrr á árinu, þann
ig að samkvæmt vísdómi Þjóð
viljans má gera ráð fyrir fleiri
leyfissviptingum innan tíðar.
Eflaust hefði L & L getað
gert margt betur í þjónustu
sinni við íslenzka ferðamenn,
en allt um það hafa hinir
ungu eigendur fyrirtækisins
sýnt mikið Sræði og dugnað og
það er með öllu ómaklegt að
bera; þeim á brýn öllu meiri
Evikspmi eða trassaskap en að'r
um íslenzkum ferðaskrifstofu-
mönnum.
PÁSKAFERÐIR
INNANLANDS
Að venju mun Ferðafélag ls-
lands fara í páskaferð og nú er
ferðinni heitið éins og svo oft
áður í Þórsmörk. Lagt verður
af stað í fyrri ferðina kl. 8 á
fimmtudagsmorgun og í þá
seinni kl. 2 á laugardag, og
komið aftur til borgarinnar á
mánudagskvöld. Vegna á stór-
aukins rekstrarkostnaðar á
fjallabílum hafa ferðirnar
hækkað nokkuð, 5 daga ferð
in kostar 1350 fyrir félags-
menn en 1400 fyrir aðra, en 3ja
daga ferðin 950 og 1000 krón-
ur. Ef veður og færð leyfir er
ráðgert að aka að Hagavatni
í lengri ferðinni.
Töluvert hefur verið spurt
um þessar ferðir. N.k. sunnu-
•dag var ráðgerð ferð á Kjöl,
en vegna veðurs hefur verið
ákveðið að hætta við þá ferð.
Ferðaskrifstofa Úlfars Jakobs
sonar efnir einnig til ferðar í
Öræfasveit um páskana. Gist
verður á Kirkjubæjarklaustri,
Hofi í Öræfum, Höfn í Horna
firði, aftur að Hofi og síðustu
nóttina að Kirkjubæjarklaustri.
Þessar ferðir hafa verið ókfa-
lega vinsælar, ferðafólkið má
búast við að lenda í hrakning
um og vondu veðri en ef heppn
in er með (þá getur þetta orðið
dýrleg ferð. Verðið er kr. 1800
fyrir 5 daga og er gisting í
svefnpokaplássi innifalin. Tölu
vert hefur verið spurt um
iþessa ferð, en varla byriað að
bóka, enda ferðirnar lítið sem
ekkert verið auglýstar.
Guðmundur Jónasson mun fara
i páskaferð um Öræfasveitina á
sama hátt og Úlfar Jakobsen.
Nú er leiðin greiðfær ið
Höfn í Hornafirði með tilkomu
hin'nar nýju brúar, þ.e. ef
Skeiðarársandur er fær, en það
hefur hann yfirleitt verið um
páska. Verðið er það sama og
hjá Úlfari, 1800 krónur. Þegar
hafa borizt nokkrar pantanir.
Farfuglar hafa hugsað sér að
taka sér flugfar norður á Akur
eyri um páskana, en þar verður
haldið Skíðamót íslands 1968.
Þeir gera ráð. fyrir að hópurinn
'verði um 20 manns, ' en eiga
erfitt með að gefá upp verð,
þar sem það fer eftir fjölda og
samningum við FÍ. Farfuglar
munu gista á farfuglaheimilinu
á Akureyri og fylgjast með
landsmótinu og iðka skíðaíþrót.t
ina. S.J.
2 29. marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
VIÐ
MÓT—
MÆLUM
ÞÆR UPPLÝSINGAR hafa verið
veittar að þar sem kolakraninn
stóð við höfnina eigi að físa
tveggja hæða vöruskáli og bif-
reiðastæði uppi á þaki hans.
Satt er það að ekki veitir af
að skaffa bifreiðastæði við
höfnina og í miðbænum
yfirleitt, en það þarf pláss
fyrir fleira en bíla. Bílair eru orðn
ir svó gífurlegur hluti af lífi
manna að þeir gleyma stundum
manninum sjálfum þeirra vegna.
Nú skal ég ekki amast við bif-
reiðastæði uppi á þessu húsi. En
sannfærður er ég um það að það
verður vinsælt af mönnum sem
hafa gaman' af að fá sér göngu-
ferðir um hafnarsvæðið að rölta
upp á þetta hús til þess að líta
í kringum sig. Það er oft fallegt
við höfnina að sumrinu ekki sízt:
sjórinn sléttur, Esjan hinum meg
in við Sundin í óhagganlegri ró,
og rammur seltuþefur í vitum
manns.
Af hverju ekki að koma fyrir
ú þessari byggingu eins konar út-
sýnissvæði? Og má ekki hafa þar
dálítið veitingahús svo menn geti
fengið sér kvöldkaffi þar þegar
fagurt er til vesturs að líta? Þurf
um við ekki líka að muna svolít-
ið eftir sjálfu mannfólkinu?
Þessari tillögu skal hér með
komið á framfæri.
Það er nóg af danshúsum í
Reykjavík þar sem framleiddur er
óskaplegur hávaði og mjkið af ó-
daun hvers konar. Þar er líka
töluvert af bifréiðastæðum, við
gleymum ekki þörfum bílanna,
það er alveg frá. En það er lítið
um þægilega veitingastaði þar
sem segja má að fagurt sé útsýn-
ið.
Ég vil ekki vanþakka Stjörnu
salinn á Hótel Sögu. Hann er vel
settur. En við settum hitaveitu-
geimana á Öskjuhlíðina, Faxa.
verksmiðju (sællar minningar) og
fleira af þeirrj sortinni út í Ör-
firisey, Olíutanka á Klöpp, um
eitt skeið voru öskuliaugar vest
ur á Granda, og nú um sinn verð
ur Elliða'árvogurinn sýnilega eins
og kolsvart moldarflag, iþannig að
það er því líkast sem við hyggj-
umst útsvína eða afmá hvern ein
asta fallegan stað í borginni eða
setia þangað eitthvað sem er
gagnlegt.
Þess vegna held ég að það
mætti að ósekju láta þetta nýja
vöruhús við höfnina vera þannig
að fólk fái að koma þangað til
þess að horfa á sjóinn og fjöll-
in og sólarlagið, því þó að það
sé ekkert gagn að því að horfa á
sólarlagið, skulum við ekki
gleyma því að munurinn á gagni
og gagnsleysi er ekki alltaf ó-
skaplega mikill.
EXO.