Alþýðublaðið - 29.03.1968, Page 7
kiiísli
nýliöi í ís-
lenzka landsliðinu
Tekst íslendingum að sigra
Dani í haridbolta 6.-7. apríl?
EINS OG flestum íþróttaunn-
endum er kunnugt leika Danir
og íslendingar tvo landsleiki í
handknattleik dagana 6. og 7.
apríl n.k. Fyrri daginn hefst leik
urinn kl. 3, en þann síðari kl.
4. Lúðrasveit Reykjavíkur leik
ur báða dagana í klukkusíund áð
ur en leikirnir hefjast.
Á fundi með fréttamönnum í
gær skýrði Rúnar Bjarnason,
varaformaður HSÍ frá ýmsu
varðandi heimsókn danska lands
liðsins. Fyrst skal segja frá ísl.
landsliðinu, sem leikur fyrri leik
inn, liðið er skipað sem hér seg
ir: markverðir: Þorsteinh Björns-
son Fram og Logi Kristjánsson
Haukum. Aðrir leikmenn: Ingólf
ur Óskarsson, Fram, Guðjón Jóns
son, Fram, Sigurður Einarsson,
Fram, Gunnlaugur Hjálmarsson,
Fram, Geir Hallsteinsson, F H,-
Örn Hallsteinsson, F H, Þórður
Sigurðsson, Haukum, Ágúst Ög-
mundsson, Val og Éinar Magn-
ússon, Víking.
Þetta lið er nokkurn veginn
eins og við var búizt, en ekki
hefði komið á óvart, þó að t.d.
Gísli Blöndal, KR hefði verið val
inn, en hann var einn bezti leik
maður vallarins í pressuleiknum,
í fyrrakvöld. Gísli er að vísu ó-
vanur „stórleikjum“, en ekki
höfum við orðið þess varir, að
stórleikjamenn hafi sýnt sérstaka
snilld í undanförnum landsleikj-
um. En nóg um það og vonandi
gengur vel í leiknum. Það er
líka möguleiki á' að breyta lið-
inu eitthvað í síðari leiknum.
★ Gunnlaugur 41 landsleik.
Gunnlaugur hefur leikið
flesta landsleiki ísl. liðsmann-
anna eða 41, Ingólfur, Guðjón
Þingeysk stúlka
setti íslandsmet
Ung þingeysk stúlka, Kristín
Þorbergsdóttir setti nýtt íslands
met í langstökki án átrennu á' inn
anhúsmóti H S Þ í fyrrakvöld,
stökk 2,67 m. Gamla ísiandsmet-
ið, sem Björk Ingimundardóttir,
UMSB setti á íslandsmótinu um
síðustu helgi, var 2,59 m. Auk
metstökksins, stökk Kristín tví-
vegis 2,59 m. Kristín Þorbergs-
dóttir er nýliði í frjálsum íþrótt-
um og mjög efnileg, aðeins 15 ára
og Sigurður 22 hver, Þorsteinn
Björnsson 23, Ágúst Ögmunds-
son, Val 21, Örn Hallsteinsson
19, Geir Hallsteinsson 13, Einar
Magnússon 6, Logi Kristjánsson
5 og Þórður Sigurðsson nýliði.
Dómari verður Ragnar Petter
sen, Noregi, en markdómarar
Magnús V. Pétursson og Valur
Benediktsson.
★ Danska Iandsliðið.
Danska landsliðið skipa eftir-
taldir leikmenn: markverðir:
Bent Mortensen IIG 68 landsleik
ir, Hans Fredriksen Slagelse
(7). Aðrir leikmenn: Jörgen
Vodsgaard KFUM Aarhus (49),
Carsten Sörensen AGF Aarhus
(1), Börge Thomsen HG (3),
Per Svendsen Helsingör (44),
Carsten Lund HG (30), Verner
Gaard HG (19), Hans Jörgen
Graversen (12), Nils Aage Frand
sen Fredrekstad (5), Ivan Krist
iansen KFUM Aarhus (54), Mog
ens Cramer (93), og Gert Ander
sen(55). Aðalfararstjóri verður
Svend Knudsen, en aðrir í far
arstjórn eru Frode Henriksen,
Per Theilman, Bent Jacobsen,
skiptistjóri og Hans Jensen
þjálfari.
Danir léku til úrslita í síðustu
1 heimsmeistarakeppni og íöpuðu
fýrir Tékkum rneð 11:14 8:8 í
leikhléi. Að lokinni heimsmeist
arakeppni í. fyrravetur hafa Dan
ir leikið 10 landsleiki og sigrað
m. a. Tékka 16:14, Svía 19:14 og
A.Þjóðverja 21:19.
* Aðgöngumiðar.
Sala aðgöngumiða hefst 1.
apríl í Bókaverzlun Lárusar
Blöndal í Vesturveri og við
Skólavörðustíg. Verð miða er
150 kr. fyrir fullorðna og 50 kr.
Frh. á 10. síðu.
LIÐ ÍÞRÓTTAFRÉITAMANNA
BREYTTI 10:19 1 23:23!
gömul.
Viðureign „landsliðsins" og úr
vals íþróttafréttamanna í hand-
knattleik í fyrrakvöld var á
margan hátt býsna lærdómsrík.
Landsliðið hóf leikinn af miklu
fjöri og virtist hafa yfirburði,
enda kom hvert markið af öðru,
um miðjan hálfleikinn v'ar stað
an 8:1 landliðsmönnum í vil. En
það sem eftir var fram að leik
hléi hélzt munurinn svipaður
eða sex mörk 14:8.
Bilið jókst enn í upphafi síð
ari hálfleiks og komst mést í níu
mörk eða 19:10, en svo ekkj sög
una meir. Pressuliðið tók að
leika af meiri skynsemi, skaut
ekki nema í góðu færi og vörnin
þéttist. Þá var eins og landslið-
ið missti kjarkinn, bilið minnk-
aði jafnt og þétt og þegar 40
sek. voru til leiksloka höfðu
bæði liðin skorað 23 mörk og
þannig lauk þessum leik.
Vissulega er ánægjulegt, að
,,breiddin“ skuli vera eins mik
il og raun ber vitni, en alvar-
legt er það, að landslið okkar,
sem leika á við Dani eftir rúma
viku, skuli ekki vera harðskeytt
ara. Leikmenn mega aldrei slaka
á, leikur er ekki unninn fyrr en
honum er lokið, hollt er að minn
ast þess. í pressuliðinu léku
ýmsir vel„ sérstaklega ber að
geta Gísla Blöndal. Sigurður Ein
arsson og Stefán Sandholt voru
einnig sterkir.
Dæmt var eftir tveggja dómara
kerfinu, Óli Olsen og Óskar Ein-
arsson dæmdu og stóðu sig sæmi
lega.
Gislí Blöndal,
skoraði 9 mörk
FÉLAG ÍSLENZKRA MYNDLISTARMANNA
II. Norrænt æskulýðsbiennale
verður haldið í Helsingfors í október 1968. Hvert Norður-
landa hefur heimild til að senda verk fimm listamanna,
eigi fleiri en fimm eftir hvern.
Þátttakendur skulu ekki eldri en þrítugir eða ekki orðnir
31 árs í september 1968. Félagið hefur skipað í dóm-
nefnd þá:
Braga Ásseirsson,
Einar Hákonarson
og Jóhann Eyfells.
Efni í sýningarskrá þarf að vera komið til Helsingfors
fyrir 15. maí.
Tekið verður á móti myndum, málverkum, höggmyndum
eða grafík í
Listamannaskálanum þriðjudaginn 16. apríl n.k. kl. 4-7.
Ekkert má senda undir gleri.
STJÓRNIN.
Skip óskast
til leigu í nokkrar vikur við rækjuleit. Hæfi-
leg stærð 50-100 smálestir. Þarf að geta geng
ið hægast 1,5 sjómílur á klst.
HAFRANSÓKNASTOFNUNIN sími 20240.
AÐALFUNDUR
Verzlunarbanka íslands hf. verður haldinn í veitingahús-
inu Sigtúni, laugardaginn 6. apríl 1968 og -hefst kl. 14,30.
D A G S K R Á :
1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið
starfsár.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar bankans fyrir sið-
astliðið reikningsár.
3. Lögð fram tillaga um kvittun til bankastjóra og banka-
ráðs fyrir reikningsskil.
4. Kosnlng bankaráðs.
5. Kosning endurskoðenda. \
6. Tekin ákvörðun um þóknun til bankaráðs og endurskoð-
enda fyrir næsta kjörtímabil.
7. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða af-
hentir í afgreiðslu bankans Bankastræti 5, Reykjavík mið
vikudaginn 3. apríl, fimmtudaginn 4. apríl og föstudag-
iiui 5. april kl. 9,30-12,30 og 14.00-16.00.
Reykjavík, 28. marz 1968.
í bankaráði Verzlunarbanka íslands hf.
Egill Guttormsson,
Þ. Guðmundsson,
Magnús J. Brynjólfsson.
SKOLPHREINSUN
úti og inni
Sótthreinsum að verki loknu.
Vakt allan sólarhringinn.
Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir.
Góð tæki og þjónusta.
RÖRVERK sími 81617.
29. marz 1968 —
ALÞÝÐUBLAÐIÐ J