Alþýðublaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 3
Fieiri spa Dönum sigri ALÞÝÐUBLAÐIÐ BIÐUR FÓLK Á GÖTUNNI AÐ SPÁ UM ÚRSLIT — PÁSKAEGG í VERÐLAUN! A laugardag og á sunnudag leika landsleiki við Dani í hand knattleik, og fara leikirnir fram í Laugardalshöllinni. Islending um hefur ávallt verið mikið kappsmál að sigra Dani í hand knattleik, sem öðrum íbrótta- greinum, en öllum landsleikj- um í handknattleik vlð Dani hef ur lyktað með sigri beirra. Talsvcrð eftirvænting ríkir nú vegna leikjanna um helgina, og í gær brúgðum við okkur n'ið- ur í miðbæ og báðum vegfar- endur um að spá úrslitum. Fær sá verðlaun sem næst kemst réttum úrslitum. Þorsteinn Pálsson, verzlunar- sk.nemi gat sér til um að fyrri leikurinn endali 19-15 Dönum í vil, en síðari leikinn ynnu ís- lendingar 22-{U. Hann kvaðst verða viðstaddur leikina. Þórður Guðmundsson, stræt- isvagnastj^ri spáði að Danir ynnu fyrri leikinn 24-22. en seinni leikinn 28-22. Þórður kvaðst ekki horfa mikið á hand knattleik, og væri knattspyrnan stærra áhugamál. Guðrún Sigurste'insdóttir hugsaði sig um nokkra stund, en sagði svo: „Fyrri leikinn vinna íslendingar 12-10, en síð ari leikinn vinna Danir 25-15.“ Aðspurð kvaðst hún ekki vera viss hvort hún kæmi og horfði á leikina, hins vegar gæti það vísast orðið. Gísli Ferdinandsson, skósmið ur, gizkaði á að fyrri leiknum lyktaði 26-25, Dönum i vil, en seinni leikinn ynnu íslendingar 28-25. Baldur Bjarnason, bifreiða- stj. var bjartsýnn. Hann spáði íslenzkum sigri í báðum leikj unum, þeim fyrri 23-20. en þeim síðari 22-21. Baldur kvaðst hafa mikinn áhuga á handknattlcik og yrði hann ör- ugglega viðstaddur leikina. Guðbjörn Björnsson og Tryggv'i ívarsson, menntaskóla- nemar kváðust gera „antisport istar“. Hins vegar féllust þeir á að spá fyrir um úrslitin og töldu að báðum leikjunum lykt aði 23-19, Dönum í hag. Ólafur A. Jónsson, tollvörð- ur, sagði, að ísiendingar myndu skjóta Dönum ref fyrir rass í fyrri leiknum og vinna 20-17, en Danir borga fyrir sig í seinni leiknum með 23-18. Árn'i Magníisson, kennari, spáði dönskum sigri í báðum leikjunum, 23-15 og 20-16. Hann kvaðst verða viðstaddur fyrri leikinn, a. m. k. Steinar Ilauksson taldi Dani vinna báða leikina, fyrri leik- inn 10-12, og þann síðari 10-16. Sagðist Steivar ætla að sjá báða landsleikina. Guðbjartur Guðmundsson, bifr.stj. taldi leikina verða nokk 1 uð jafna, en Dani samt bpra sigur úr bítum í þeim báðum. Fyrri leikinn taldi hann enda 14-12, síðari leikinn 15-14. Hann sagði það óvíst hvort hann myndi horfa á leikina. ♦------------------.— Durum og dyngjum ÞÓRHALLUR Vilmundarson prófessor flytur þriðja og síð- asta fyrirlestur sinn að þessu ' sinni um íslenzk örnefni og r.átt- úrunafnakenninguna í Háskóla- bíói sunnudaginn 7. aprtl kl. 13,30. Fyrirlesturinn nefnist: Durum og dyngjum. Öllum er heimill aðgangur. í Bankastrseti Til a5 bæía þjónustuna við viðskiptamenn í mið- og vesturbæ var opnuð umboðs- skrifstofa í Samvinnubanka íslands, Bankastræti 7, sem anncst um hvers konar nýjar tryggingar, nema bifreiðatryggingar. Það er sérlega hentugt fyrir viðskipfa- menn á þessu svæði að snúa sér til hennar með hækkanir og breytingar á trygg- ingum sínum svo og iðgjaídagreiðslur. VIÐ VILJUM HVETJA VIÐSKIPTAMENN TIL AÐ NOTA SÉR ÞESSA ÞJÓNUSTU. SAMVINNUTRYGGINGAR LÍFITOGGIMSAFÉIAGIÐ AINDVAKA BANKASTRÆTI 7, SlMAR 20700 OG 38500 5. apríl 1968 ALÞYÐUBLAÐID 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.