Alþýðublaðið - 05.04.1968, Page 16

Alþýðublaðið - 05.04.1968, Page 16
 * Nú eru þeir að spegúlera í því, hvar hraðbrautin norður œtti að liggja. Ég held nú að það skipt'i ekki miklu máli. Hún kemur áreiðanlega til með að liggja norður og niður eins og allar brautir nú, eftlr frostiu og úrkomuna.,, Sigrún Harðardóttir er nýút- sprungln söngkona . .. vísir Skyldi hún hafa sprungið á háa C-inu þessi söngkona .., GlÆS/iEGT UW41 OEBÐ V/Ð 4UPA M&/ Nýting hafíss Þótt ísinn sé kaldur, getur hann velgt mönnum undir ugg um eins og sagt er, þótt hver heilbrigður og skynsamur mað- ur viti ósköp vel að menn hafa auðvitað ekki ugga. Hing- að streymir hann orðið árlega, eins og íslendingar til Mallorca, og fyllir flóa og firði og hindra að eðlilegar skipasamgöngur geti átt sér stað. Stundum flytur hann einnig með sér ísbirni. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ekki mætti hagnýta ísinn á einhvern hátt og gera úr honum pening, en pening- urinn er jú það sem allt veltur á nú á tímum. Eitt sinn, er ég var staddur í Lundúnum, höfuðborg Breta- veldis, sá ég dós uppi í hyllu í verzlun einni, sem seldi minja- gripi. Utan á dósinni stóð að hún innihéldi hina frægu Lundún aþoku og væri tilvalin, bæði Eyrir Breta sem hyggðust dveli- ast lengi á erlendri grund og einnig fyrir ferðamenn til að hafa heim með sér sem minjagrip um dvölina í Bretlandi. Á dósinni voru prentaðar leiðbeiningar um það hvernig inni haldið skyldi nýtt, og minnir mig að þar stæði: „Til að not- færa sér innihaldið ber að nota dósahníf. Beztur árangur fæst þó, ef dósin er alls ekki opnuð“? Hvernig væri að fara að dæmi Bretanna og hefja sölu á haf- ís. Væri hægt að hafa hann til sölu hér í frystihúsunum og feng ist þá máske loksins r'ekstrargrundvöllur undir þau. Nú, við eig um til frystiskip svo þar eru fyrir hendi möguleikarnir á út-> flutningi hans. íslendingar, sem eru á leiðinni til útlanda gætu þá haft svo sem eins og eina dós af hafís í pússi sínu til að missa ekki allan kontakt við sitt ástkæra ísland. Það mætti prenta á dósina að beztur árangur fengist ef dósin væri alls ekki opnuð, svo það skipti þá ekki miklu máli þótt ísinn bráðnaði í töskunum. Þarna er vissulega opin leið til mikillar fjáröflunar. Ei' ég raunar steinhissa á því, að enginn bisnessmaðurinn skuli hafa uppgötvað þessa leið. Tel ég að á stundinni bæri ríkisstjórninni að standa fyrir þjóðnýtingu á hafísnum, setja hann í dósir til sölu og moka inn gjaldeyri. Hvað viðvíkur ísbjörnunum, þá gætu þeir orðið vísir að dýragarði og fer vel á því að sonur landsins foma fjanda verði fyrsta dýrið, sem dvelst innan rimla fyrsta íslenzka dýra garðsins. HÁKARL. Svaka varð mar spældur þegar mar frétti að kjennidí væri bú inn aö klippa sig. Hann var næstuin orðlnn eins og við, gæjarnir í bandinu ... eoKING EDWARD Amerlca’• Largesi Selllng Cigar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.