Alþýðublaðið - 09.04.1968, Page 6
Skila gömlum sauma-
vélum og fá nýjar
UNDANFARIÐ hefur verið
mikil ö,s í kjallaranum hjá Silla
& Valda í Austurstræti, því að
þar hefur verið hægt að skila
gömlum Elna-saumavélum og fá
Bifreiöir
fyrir 355
milljónir
nýjar í staðinn án nokkurrar út
borgunar, en með afborgunar-
skilmálum. Hafa gömlu vél-
arnar verið tejcnar og hefur
helmingur upprunalegs verðs
þeirra gengið upp í þær nýju.
Eru þetta nýmæl^ hér á landi
í saumavélasölu en algengt er-
lendis og gengu saumavéla-
birgðir Silla og Valda upp á
skömmum tíma en næsta send
ing er væntanleg innan
skamms og verður sami háttur
hafður á.
Myndin var tekin í síðustu
viku er frú Aase Manerud frá
Noregj sýndi áhugasömum kon
um þær listir sem nýja Elna
saumavélin getur leikið.
Ríkið á 534 bíla
íslenzka ríkið á 534 bif-
reiðar og 4 bifhjól að því
er Magnús Jónsson fjármála
ráðherra upplýsti á Alþingi
nýlega. Þar að auki hljóta
424 starfsmenn ríkisins ým-
ist bílastyrki eða greiðslur
fyrir akstur á eigin bílum, og
kostar. það 12-13 milljónir
króna.
Magnús veitti þessar upp-
lýsingar í svari við fyrir-
spurn frá framsóknarmönn-
um um bílaeign og bílakostn
að ríkisins. Af eigin bílum
ríkisins eru 162 vörubílar
eða dráttarbílar, 75 sendi-
ferðabílar, 108 jeppar og aðr
ir einkabílar. Heildarverð-
mætj bíla ríkisins hvað end
ursöluverð snertir er talið
130-150 milljónir króna. Af
þessum bílum eru 79 svo-
kallaðir forstjórabilar, sem
ráðamenn fyrirtækja ríkis-
ins hafa.
Magnús benti á, að hér
værj um vandasamt mál að
ræða, þar sem það væri tek
ið sem kjaramál. Hefði vérið
sett sérstök nefnd í málið og
ýmiss konar aðhaldi veriö
beitt, en enn værj ekki séð
fyrir endann á því.
Islenzk tónmiðstöð
Á almennum fundi tón-
skálda, sem lialdinn var í
Reykjavík 21. febrúar sl., var
formlega gengiff frá stofnun
íslenzkrar tónmiffstöffvar. Hlut
verk miffstöðvarinnar er út-
breiffsla og kynning íslenzkra
tónverka.
Nauðsyn slíkrar miðstöðvar
var orðin mjög tilfinnanleg,
þar sem útgáfa íslenzkrar tón
---------------------------,
Tvær nýjar
bækur trá
Helgafelli
TVÆR nýjar bækur komu
út hjá Helgafelli í gær, mán-
aðarbækur forlagsins í marz
og apríl, greinasafn eftir Sig
urð A. Magnússon og ljóða-
bók eftir Halldóru B- Björns
son. — Sáð í vindinn eftir Sig
urð A. Magnússon er safn
greina og fyrirlestra, þar á
Framhald á bls. 13,
listar er ekki fyrir hendi svo
heitið geti, en áhugi fyrir ís-
lenzkri tónlist fer vaxandi er-
lendis, jafnframt og æ fjöl-
breyttara tónlistarlíf þróast
hér heima- Skortur á nothæf
um nótum, prentuðum eða fjöl
rituðum er slíkur, að oft verða
íslenzk tónskáld að sitja af
sér þátttöku í opinberum
hljómleikum, enda kostnaður
við gerð t.d. hljómsveitar-
radda af meðalstórum tónverk
um meiri, en að einstaklingur
geti staðið undir því svo að
nokkru nemi- Er hlutverk tón
verkamiðstöðvarinnar því m.a.
að sjá um og kosta eftirgerð
og dreifingu íslenzkra tón-
verka, með endurritun þeirra,
ljósmyndun, fjölritun, prent-
un og öðrum slíkum aðferð-
um.
Fyrst í stað verður lögð á-
herzla á að sinna þörfum inn
lendra aðila, hljómsveita,
kóra, lúðrasveita og annarra
sem áhuga hafá á að flvtja
íslenzka tónlist að ógleymd-
um skólum landsins.
Á vegum miðstöðvarinnar
er fyrrihuguð innan skamms,
útgáfa almenns upplýsingarits
um íslenzka tónlist og tónlist
arlíf.
Allir þeir aðilar, einstakting
ar, félög og stofnanir, sem á-
huga hafa á íslenzkri tónlist,
geta í framtíðinni leitað til ís-
lenzkrar Tónverkamiðstöðvar,
Hverfisgötu 39, um upplýsing
ar og fyrirgreiðslu um nótna-
kaup og leígu.
Stjórn miðstöðvarinnar skipa
nú: Þorkell Sigurbjörnsson,
formaður, Fjölnir Stefánsson,
gjaldkeri, Jón G. Ásgeirsson,
ritari, Karl O- Runólfsson og
Leifur Þórarinsson. Varastjórn:
Sig. Þórðarson, Jón Nordal,
Páll P- Pálsson, Magnús Bl.
Jóhannsson og Atli Heimir
Sveinsson.
Leiðrétting
í viðtali við Einar G. Svein
björnsson fiðluleikara í sunnu
dagsblaðinu kom fram að Ein
Frú Helga Weisshappel
Fostér sýnir 30 myndir
Helga Weisshappel Foster
opnar málverkasýningu fimmtu
daginn 1. apríl að Laufásvegi
54. Sýningin verður /opin dag-
lega frá kl. 3-10 e. h. til sunnu
dagsins 21. apríl. Á sýningunni
eru 30 myndir.
ar væri eini íslenzki tónlistar
maðurinn sem starfaði í
Malmö. Átti þar að standa að
Einar væri eini íslendingur-
inn í Malmö-sinfóníuhljóm-
sveitinni, en í Malmö er annar
íslenzkur hljómlistarmaður
starfandi, Hjörleifur Björnsson
kqntrabassaleikari. Biður blað
.ið afsökunar á þessum mis-
tökum.
í NÝÚTKOMNU' hefti Frjálsr-
ar verzlunar er það upplýst, að
á árinu 1967 hafi íslendingar
flutt inn bifreiðir fyrir 355
milljónir króna. Endanlegar töl-
ur um bifreiðafjölgun lands-
manna munu að visu ekki
liggja fyrir e^nþá, en upplýst
er að árið ’67 voru fluttar inn
samkvæmt brá'ðabirgðaáthugun
4465 bifreiðir, þar innifaldir
notaðir bílar og einnig bílar til
sérþarfa svo sem slökkviliðs-
bifreiðir og sjúkrabifreiðir.
SIF-verðmætj þessara 4465 bíla
reyndist 355 millj. króna. Flest-
ar voru bifreiðarnar til fólks-
flutninga eða 3418. Helzta við-
skiptalandið var Vestur-Þýzka-
land.
réttir
9. marz síðastliðinn tók
Félag iðnaðarmanna A Suður
nesjum í notkun nýtt fé-
lagsheimili. Er húsnæðið á
þriðju hæð að Tjarnargötu
3 í Keflavík. Við opnun bár
ust heimilinu margar góðar
gjafir og heillaóskir. Þá var
þar og opnuð sýning á lista
verkum iðnaðarmanna.
Að undanförnu hefur verið
unnið að byggingu frystihúss
í Grenivík, og er því senn
í stuttu máli
að fullu lokið. Frá Grenivík
hafa lengstum verið gerðir
út tveir 14 tonna bátar, en
nýlega bættist 35 tonna bát
ur í flotann.
HIÐ margrædda hring-
skyrfi, sem gert hefur vart
við sig í bústofni Eyfirð-
inga er nú mjög á undan-
haldi, eftir því sem norð-
lenzkir dýralæknar hafa upp
lýst. Er þessi búfjársjúkdóm
ur hinn versti vágestur og
hefur gert mikinn usla á
ýmsum eyfirzkum bæjum,
svo sem kunnugt er af frétt
um.
í nýútkomnu hefti af ÆGI
riti Fiskifélags íslands, ritar
Gunnar Jónsson, fiskifræð-
ingur, um sjaldgæfa fiska,
er veiddust við íslandsstrend
ur árið 1967. Er þar alls get
ið um 41 fisk, en 19 tegundir,
þar af 3 nýjar, er ekki hafa
áður þekkzt hér á landi.
Fyrir skömmu úthlutaði
Akureyrarbær 28 lóðum sam-
kvæmt umsóknum, og hefur
þá verið úthlutað þar alls 50
byggingarlóðum fyrir einbýl
ishús á þessu ári, en 5 lóð-
um var afsalað aftur. Lóða-
eftirspurn mun ennþá að
mestu fullnægt í höfuðstað
Norðurlands.
Samkvæmt athugunum var
bílaeign íslendinga 1. janúar
1967, þ.e. í byrjun síðasta árs
rúmlega fjörutíu þúsund bif
reiðir. Bílaeignin hefur því
hraðvaxið, þar sem íslending
Framliald á 14. síffu
Q 9. apríl 1968. —
ALÞÝÐUBLAÐIÐ