Alþýðublaðið - 09.04.1968, Síða 8
Handritastofnun á að
vera stór í sniðum
í
úar, birti Hreinn Benediktsson
prófessor grein í Morgunblað-
inu sem nefndist „Hvað eru ís-
lenzk fræði?” Var greinin skrif-
uð í tilefni af því að „um þess-
ar mundir eru 5 álr liðin síðan
Handritastofnun íslands tók til
starfa,” segir í upphafi hennar.
.„Lög um stofnunina voru sam-
þykkt á Alþingi í apríl 1962.
Stjórn var stofnuninni sett þá
um haustið, og starfslið ráðið um
veturinn. Eftir fimm ára starf
er tímabært að líta um öxl og
kanna þá reynslu sem fengizt
hefur .... hollt að virða nú fyr-
ir sér þau stefnumörk sem sett
voru í upphafi, þá skipan mála
. 5 manna sem nú starfa þar.
Þessa ádeilu á' Handritastofn-
un eykur Hreinn Benediktsson
ýtarlegri gagnrýni á skipulag
„íslenzkra fræða“ í háskólanum
undanfarna áratugi, þann grund-
völl sem stofnunin er reist á.
„íslenzk fræði hafa aldrei verið,
og geta aldrei orðið, ein fræði-
grein, sérstök og sjálfstæð. Held-
ur er það sönnu nær, að þau
séu, í hinum hefðbundna skiln-
ingi, sambland af þremur sér-
stökum og um margt gerólíkum
fræðigreinum, eða öllu heldur
af þáttum úr þremur greinum.”
Hins vegar hafa íslenzk fræði,
segir hann, verið stunduð í há-
skólanum eins og væru þau sér-
stök og sjálfstæð fræðigrein, í
fullkominni einangrun frá öðr-
um þáttum mannlegrar þekk-
Hreins Benediktssonar, þar sem
einkum var rætt um nauðsyn sér-
stakrar örnefna: og nafnfræði-
stofnunar. En stjórn og forstöðu-
maður Handritastofnunar hafa
ekki haft uppi andsvör af sinni
hálfu við hvorugri þessari grein.
Þóttl Alþýðublaðinu því hlýða
að víkja má'linu til prófessors
Einars Ól. Sveinssonar, forstöðu-
manns Handritastofnunar, og
spyrja um hans álit.
— Mér virðist að greinar
Hreins Benediktssonar fjalli um
tvö aðgreind efni, sagði prófessor
Einar í upphafi, annars vegar
kennslu í íslenzkum fræðum í
háskólanum, hins vegar málefni
Handritastofnunar. Um fyrra
efnið vil ég ekki ræða £ þetta
sinn. Um það þyrfti að fjalla í
mjög ýtarlegu máli til að gagn
gáfunefnd. Hóf hún útgáfu rita
sem voru fyrsti vísirinn að út-
gáfustarfi Handritastofnunar.
— 1961 varð Ijóst að veður
voru að skipast í handritamál-
inu. Þótti einsætt að nota tæki-
færið, þegar þess var von að
danska þingið samþykkti lög um
afhending handritanna, sem varð
um vorið, til að hrinda fram
máli Handritastofnunar hér
heima. Þá voru þrír menn sett-
ir til þess af hálfu heimspeki-
deildar háskólans að gera upp-
kast að tillögu um slíka stofn-
un, þeir Guðni Jónsson, Hall-
dór Halldórsson og Einar Ól.
Sveinsson. Þessi tillaga okkar
fór síðan sína réttu boðleið til
heimspekideildar, háskólaráðs,
menntamálaráðuneytis og alþing-
is, og á grundvelli hennar voru
✓
✓
sem á var komið, og þær leiðir
sem famar hafa verið til að ná
settum markmiðum. Slík athúg-
un á fárra ára fresti er nauðsyn-
leg hverri stofnun sem halda vill
þeim lífsþrótti sem einn skapar
henni tilverurétt, og hún getur
aðeins orðið til góðs, þar sem
hún leiðir annað hvort í Ijós að
rétt hafi verið stefnt og réttar
leiðir farnar, eða þörf sé að
staldra við, marka nýja stefnu og
leita nýrra leiða.”
P
* rofessor Hreinn Benedikts-
son gagnrýnir í grein sinni harð-
lega allt skipulag og starfshætti
Handritastofnunar til þessa, tel-
ur að stofnuninni sé fengið allt
of vítt verksvið þar sem steypt
sé saman rannsóknum í átta ó-
líkum fræðigreinum, málfræði,
bókmenntafræði, sagnfræði, rétt-
arsögu, kirkjusögu, örnefna-
fræði, þjóðfræði og textafræði,
sem hver ætti raunverulega
heima í sjálfstæðri stofnun.
Starfsmannahald og húsnæði
stofnunarinnar sé öldungis ó-
fullnægjandi til að sinna þessu
víða fræðasviði, enda sýni reynsl-
an að þvínær öll verk Handrita-
stofnunar þessi fimm ár liggi
innan marka einnar hinna átta
fræðigreina, textafræðinnar.
Hefði stofnunin þurft á að halda
í upphafi a.m.k. 1—2 sérfræðing-
um í hverri greininni —
auk 1—2 aðstoðarmanna, styrk-
þega í hverri grein, hið minnsta
25—30 manna starfsliði í stað
ingarleitar. Þetta viðhorf er and-
stætt hinni heilbrigðu háskóla-
stefnu sem fylgt var í upphafi
háskólans og nú hefur aftur ver-
ið tekin upp, að breyttu því sem
breyta þarf, með nýrri námskip-
an í háskólanum. Er því grund-
völlur Handritastofnunar, „ís-
lenzk fræði” sem fræðilegt og
háskólapólitískt hugtak, með
öllu úreltur og hefur e.t.v. aldrei
átt tilverurétt, segir prófessor
Hreinn, og telur öll rök hníga að
því að óhugsandi sé að Hand-
ritastofnun geti nokkru sinni
hafið alvarlega starfsemi á öllu
því víða verksviði sem henni var
fengið í upphafi; hins vegar -
blasi sú hætta við, að óbreyttu
skipulagi, að það verði til að
tefja eða beinlínis koma í veg
fyrir nauðsynlega eflingu rann-
sókna i þeim fræðigreinum sem
undit Handritastofnun voru lagð-
ar. Leggur hann því til að lögin
um Handritastofnun verði felld
úr gildi, stofnuninni sett reglu-
gerð sem hreinni háskólastofn-
un, og síðan verði hafizt handa
um skipulegan tmdirbúning þess
að koma smámsaman á fót rann-
sóknarstofnunum við háskólann
í þeim greinum sem undir Hand-
ritastofnun eru nú.
s
^íðan þessi grein birtist hefur
Baldur Jónsson skrifað í Morg-
unblaðið, 22an marz, um ' Hand-
ritastofnunina og háskólann,
eins konar árétting á grein
væri að. En prófessor Hreinn
þekkir naumlega aðstæður nógu
vel til að dæma um þær, þau
kjör sem fyrri menn bjuggu við
í þessum fræðum. Þetta efni
verður að þekkja að innan ekki
síður en utan til að meta það
réttilega. Um málefni Hand-
ritastofnunar er ég hins vegar
reiðubúinn að ræða.
— Hugmyndin um Handrita-
stofnun er frá öndverðu samvax-
in handritamálinu. í sambandi
við það var oft hreyft nauðsyn
þess að koma upp og efla að-
stöðu til vísindMegra rannsókna
og útgáfu handritanna þegar þau
kæmust loks heim, og þótti
mönnum þá tiitækilegast að
koma á fót stofnun í „íslenzkum
fræðum” I hefðbundnum skiln-
ingi þess hugtaks, þar sem safn-
að væri heimildum úr sögu,
málfræði og bókmenntum ís-
lendinga og unnið að rannsókn
og útgáfu þeirra; hef ég gert
grein fyrir þessum hugmyndum
í Skírni 1963. Ég hlýt að játa
að fyrir mitt leyti hugsaði ég
mér slíka stofnun stóra í snið-
um. En mér var ljóst að mjór
er mikils vísir, að stofnunin
hlyti að þróast eftir efnum og
ástæðum. Ég áleit sjálfsagt að
leggja mesta áherzlu á vísinda-
lega textaútgáfu eftir handritun-
um, en jafnframt þyrfti slík
stofnun langsýni við, reynt væri
að byrja jafnharðan á öðrum
verkefnum eftir því sem fé og
mannafli hrykki til. Við þessar
umræður sat að mestu fram til
1961, en 1955 var stofnuð á veg-
um háskólans sérstök handritaút-
samþykkt á alþingi 1962 lög um
Handritastofnun íslands. Þessir
aðiljar gerðu að sjálfsögðu sín-
ar breytingar á uppkasti okkar,
en efnislega var því fylgt í öll-
um meginatriðum, og það erum
því við, þessir þremenningar,
sem eigum skömmina af því sem
miður fer í skipulagi Handrita-
stofnunarinnar. En tillaga okkar
var samþykkt af öllum deildar-
mönnum í heimspekideild, þar á
meðal Hreini Benediktssyni, og
ég minnist þess ekki að nokkurn
tíma væri hreyft andmælum við
hénni með svipuðum rökum og
prófessor Hreinn hefur nú uppi.
ögin um Handritastofnun
sem samþykkt voru á alþingi
14da apríl 1962 eru á þessa leið:
„1. grein. Komið skal á fót
Handritastofnun íslands.
2. grein. Tilgangur stofnimar-
innar er að vinna að aukinni
þekkingu á máli, bókmenntum
og sögu íslenzku þjóðarinnar
fyrr og síðar. Þetta geri stofn-
unin með öflun og varðveizlu
gagna um þessi efni, rannsókn-
um á heimildum um þau, útgáfu
handrita og fræðirita og með
hverju öðru sem stutt getur að
þessu markmiði.
3. grein. Stjórn stofnunar-
innar sé falin nefnd manna sem
í séu þrír prófessorar við há-
skólann, kosnir af háskólaráði
til fjögurra ára í senn, lands-
bókavörður, þjóðskjalavörður,
þjóðminjavörður og forstöðu-
OLAFUR JONSSON f
maður stofnunarinnar. Mennta-
málaráðherra skipar einhvern
þeirra formann stjórnarnefndar-
innar. Nefndarstöríin séu ólaun-
uð.
4. grein. Kveðið skal á um
það í reglugerð hvar Handrita-
stofnunin sé til húsa.
5. grein. Heimilt er að skipta
stofnuninni í deildir eftir fræði-
greinum. Kjarni stofnunarinnar
sé sú deild sem annast útgáfu
handrita eða rita eftir handrit-
um svo og rannsóknir á þeim.
Stofnunin taki við starfi hand-
ritanefndar háskólans.
6. grein. Rekstur stofnunar-
innar annist sérstakur forstöðu-
maður. Sé hann jafnframt pró-
fessor í heimspekideild með tak-
markaðri kennsluskyldu og leið-
beini hann þeim nemendum er
taka hjá honum ritgerðarefni til
lokaprófs. Til aðstoðar honum
séu tveir menn sem hafi fullt
og fast starf við stofnunina. —.
Ajik þess starfi við stofnunina
styrkþegar sem ráðnir séu til
starfa um skamman tíma í senn.
Heimilt er og að ráða nauðsyn-
legt starfslið til vélritunar, Ijós-
myndunar og annarra skrifstofu-
starfa. — Starfsmenn stofnun-
arinnar láti I té kennslu við há-
skólann í lestri handrita, forn-
skriftarfræði, útgáfutækni og
öðrum þeim greinum sem þeir
eru sérfróðir um.
7. grein. Menntamálaráðu-
neytið getur sett í reglugerð nán
g 9. apríl 1968. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ