Alþýðublaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 11
DANIR VORU BETRIIFYRRI
LBKNUM OG SIGRUÐU17-14
Lið íslands: Þorsteinn
Björnsson, Logi Kristjánsson,
. Gunnlaugur Hjálmarsson, Ing
ólfur Óskarsson, Guðjón Jóns
son, Geir Hallsteinsson, Örn
Hallsteinsson, Sigurður Einars
son, Þórður Sigurðsson, Einar
Magnússon og Ágúst Ögmunds
son;
Lið Danmt'rkur: Bent Mort
ensen, Háns Fredriksen, Hans
Ehrenreich, Per Svendsen,
Cársten Lund, Verner Gaard,
Hans Jörgen Graversen, Niels
Aage Frandsen, Iwan Christi
ansen, Mogens Cramer og
Gert Andersen.
Dómari: Ragnar Pettersson:
Sjöunda landsleik íslendinga
og Dana í handknattleik Tauk
með sigri Dana 17 mörkum
gegn 14, en leikurinn var háð
ur á laugardaginn. í leikhléi
var staðan 5 mörk gegn 4 ís-
lendingum í hag. Leikurinn
var ekki vel leikinn, en sigur
Dana verðskuldaður-
Gunnlaugur Hjálmarsson átti
fyrsta skot að marki, en Bent
Mortensen hinn snjalli mark-
vörður Dana varði og hann
átti eftir að koma oftar við
sögu í þessum leik. Á þriðju
mínútu leiksins tókst fyrirliða
Dana Gert Andersen loks að
skora ,og tveimur mínútum
síðar jafnaði Geir Hallsteins-
son úr vítakasti.
Á næstu tíu mínútum tókst
hvorugu liðinu að skora mark,
þótt margar tilraunir væru
Birgir Björnsson, þjálfarf lands
liðsins.
gerðar, annaðhvort tókst mark
vörðum að verja, eða skotin
voru misheppnuð. Síðari hluta
hálfleiksins voru mun fleiri
mörk gerð- Örn Hallsteinsson
skoraði annað mark íslands,
en Gert Andersen jafnaði á
20. mínútu. Mínútu síðar var
dæmt vítakast á ísland, nokk
uð strangur dómur, og Iwan
Christiansen skoraði örugglega.
Næsta mark var einnig gert
úr vítakasti, Geir Hallsteins-
son skoraði fyrir ísland og ný
liðinn í íslenzka landsliðinu
Þórður Sigurðsson gerði fal-
legt mark á 24. mínútu; stað-
an er 4:3 fyrir ísland. Þrem
ur mínútum fyrir leikhlé jafn
aði Per Svendsen fyrir Dani
og um svipað leyti vísaði dóm
arinn Ragnar Pettersson Ágúst
Ögmundssyni af leikvelli í 2
mínútur, og ekki var séð hvers
vegna, en það var víst ekki í
eina skiptið, sem hann gerði
óskiljanlega hluti í þessum
leik. Fjórða vítakastið í þess
um hálfleik var dæmt tæpri
mínútu fyrir hlé á Dani og
Geir skoraði. Þannig lauk
fyrri hálfleik með sigri ís-
lands 5 mörkum gegn 4. Þetta
leit ekki sem verst út, en síð
ari hálfleikur hefur oft verið
martröð fyrir íslenzka áhorf-
endur og menn voru ekki
alltof bjartsýnir-
Danir unnu síffari hálfleik
meff 13:9
Danir voru ákveðnari eftir
hlé og sýndu stöku sinnum all
góð tilþrif, þó að mikið vant-
aði á, að þeir væru eins góðir
og síðast þegar þeir léku hér.
Graversen jafnaði með góðu
skoti á þriðju mínútu, en
Gunnlaugur færði íslandi aft
ur forystu á fimmtu mínútu.
Danir jöfnuðu úr vítakasti,
sem Graversen framkvæmdi
og skömmu síðar náðu Danir
forystu er Per Svendsen skor
aði, en Ingólfur jafnaði 7.
mínútu, leikurinn var spenn-
andi og baráttuvilji leikmanna
í hámarki- Andersen og Geir
skoruðu og enn er jafntefli 8
mörk gegn 8. Danska liðið
gerði tvö næstu mörk, Lund
úr vítakasti og Gert Andersen
fyrirliði. Staðan er 10:8 Dön
um í hag og útlitið ekki sem
bezt. Þórður Sigurðsson komst
inn í sendingu Dananna og
skoraði glæsilega og enn er
von- Frandsen afgreiddi bolt
ann í íslenzka markið, þrátt
fyrir góð tilþrif Þorsteins og
aftur munar tveimur mörkum.
Mismunurinn er eitt og tvö
mörk á víxl, Dönum í hag
næstu 12 mínútur, en mörkin
gerðu Sigúrður Einarsson eitt
og Geir Hallsteinsson tvö, þar
af annað úr vítakasti. Mörk
Dana gerðu Carsten Lund eitt
og Iwan Christiansen tvö,
bæði úr vítakasti-
Fjórum mínútum fyrir leiks
lok ná Danir þriggja marka
forskoti, hinn örvhenti Carst-
en Lund skoraði, Ingölfur
minnkar muninn aftur, Lund
skorar enn og aftur minnkar
Ingólfur fyrirliði muninn. Nú
eru aðeins 30 sekúndur til
leiksloka og Danir hafa tryggt
sér sigur, Verner Gaard inn-
siglaði sigurinn með marki
nokkrum sekúndum fyrir leiks
lok.
Sigurður Einarsson skorar í fyrri leiknum.
Þórður Sigurffsson á skot aff marki á laugardag.
Eins og fyrr segir var þetta Bezti maður danska liðsins
slakur landsleikur, hið vel var markyörðurinn Bent Mort
samæfða íslenzka landslið náði ensen, en hann sýndi oft frá.
aldrei saman, þetta var leikur bæra leikni í markinu. Bar-
einstaklinga, en ekki liðs. Á- áttuvilji Dananna ásamt hörku
berandi var einnig lélegt línu og sigurvilja gerði út um leik
spil, enda lítið um línuspilara i’hn, en auk Mortensens, bar
í liðinu- Eini maðurnn, sem mest á Carsten Lund og Gert
reis upp úr meðalmennskunni Andersen.
var markvörðurinn Þorsteinn Ragnar Pettersson var ró-
Björnsson. Geir Hallsteinsson legur og stjórnsamur dómari,
var öruggur í vítaköstum. Hér en túlkun hans á reglunum
glataðist tækifæri til að vinna var oft furðuleg og bitnaði
lélegt danskt landslið- mjög á íslenzka liðinu.
ÍSLANDIRIDU MEÐ
DÖNUM OGBELGlU
Um helgina var dregið um
það hvaða lið leika saman í
undankeppni næstu heims-
meistarakeppni í handknatt-
leik. ísland leikur í 6. riðli
ásamt Dönum og Belgíu- Efsta
lið í hverjum riðli fer beint
í úrslitakeppnina, en lið . nr.
tvö' fær annan möguleika í
aukaleikjum. T d. mun það lið,
sem verður nr. 2 í 1. riðli leika
við lið nr. 2 í 6- riðli. Það eru
miklar líkur til að það verði
Sviss, svo að ísland hefur tölu
verða möguleika á að komast
í úrslitakeppnina, sem hefst í
Frakklandi 25. febrúar 1970.
Ein undantekning er á þessu
fyrirkomulagi, tvö beztu liðin
í 7. riðli fara beint í úrslita-
keppnina-
Rifflaskiptingin er sem
hér segir:
1. riðill: Danmörk, island,
Belgía.
2. riðill: Rúmenía, Austurríki
og Búlgaría.
3- riðill; Sovét, Pólland og
ísrael.
4. riðill: Svíþjóð, Noregur,
Finnland..
5. riðill: V-Þýzkaland, Spánn
og Portúgal.
6. riðill: Júgóslavía, Sviss og
Luxemborg.
7. riðill: Ungverjaland,
A-Þýzkaland og Holland.
Þá skal þess getið, að núver
andi heimsmeistarar Tékkar,
Frakkar, sem sjá um keppn-
ina, sigurvegarinn í leik USA
og Kanada Japan og Marokko
fara í úrslitakeppnina.
Þau lönd sem leika til úr-
slita verða olympíuþátttakentí
ur í Múnchen 1972.
9. apríl 1968. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ