Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 6
Hið glæsilega Hótel Höfn Hornafirði. Mikill ferðamannastraumur hefir legið hingað til Hafnar í Hornafirði yfir páskahelgina, munu yfir 30 bifreiðar með ferðafólk hafa komið hingað af Suður- landi laugardaginn 13. þ. m. og allar komið og farið sunnanlands um veg og vegleysur og látið sæmilega af. Ég brá mér því uppí Hótel Höfn, náði tali af hó- telstjóranum Árna Stefánssyni og spurði frétta: ¥2 milljón kom á heil- miða hjá HÍ Miðvikudaginn 10. apríl var dregið í 4. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2.100 vinningar að fjárhæð 5.800. 000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500.000 krónur, kom á heilmiða númer 29047. Annar heilmiðinn var seldur í umboðinu á Bíldudal en hinn lieilmiðinn á' Akureyri. 100 000 krónur komu á hálf- miða númer 58484. Tveir hálf- miðar voru seldir í Borgarbúð- inni i Kópavogi, einn hálfmiði á Selfossi og fjórði hálfmiðinn í Borgarnesi. t 10.000 krónur: 1020 1295 2061 3002 9223 19728 21295 21482 24094 24504 26299 26379 26914 29046 29048 30361 32337 36394 38059 39336 44181 45664 47214 48544 52685 56161 56822 58900. KVENFÉLAG ALÞÝÐU- FLOKKSINS í REYKJAVÍK heldur aðalfund sinn í Alþýðu húsinu næstkomandi fimmtu- dagskvöld, 17- apríl kl. 8-30, Fundarefni. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. — Mikið að gera nú, Árni? — Já, á laugardaginn var fengu yfir 200 af þessum ferða mönnum, er að sunnan komu, einhverja fyrirgreiðslu hér, því miður höfðum við ekki fengið að vita um komu þessa fjölda fyrir og því ekki full- komlega undir það búnir að veita þá fyrirgreiðslu, sem slíkur hópur þarfnast, en gert var það sem unnt var til að leysa þann vanda og það tókst sæmilega, að ég tel- — — —Verða einhverjar ráð- stefnur hjá ykkur í ár? — — Já, Ferðamálaráðstefna hefst hér 18. maí, hana munu sækja um 60 manns, svo kem ur Tækniráð Norðurlanda sam an til funda hér um 28. júní og síðan verður í ágústmánuði ráðstefna bankastjóra Seðla- banka Norðurlanda, aðrar ráð- stefnur hafa enn ekki verið ráðgerðar hér- — — En almennt skemmtiferða fólk? - — Jú, ferðaskrifstofurnar hafa.pantað þó nokkuð mikla fyrirgreiðslu hér í sumar, svo segja má að upppantað sé að mestu leyti, þó mun eitthvað enn laust og þá helzt um helg ar. — — Hvernig hefir nýting á hótelinu verið eftir áramót? — — Hana tel ég góða, að með altali mun hún hafa verið um 65%, þó mest í febrúarmán- uði, þá var hún um 90%. — Hver teiknaði þetta glæsi lega hótel? — — Teikninguna gerði Maggi Jónsson, tæknifræðingur í Reykjavík, en byggingarfram kvæmdir allar annaðist Tré- smiðjan Ösp á Höfn, bygging- armeistari var Þorgeir Krist- jánsson. — Viltu segja mér nokkuð fleira? — — Ja, eins og þú veizt höf um við ekki enn nema um 40 gistirúm, þar sem austurálm- an er enn ekki komin í fulla lengd og því er mjög til hag- ræðis fyrir okkur og væntan- lega ferðagesti okkar, að þeir geri aðvart í tíma ef þeir ætla að fá hér gistingu og munum við þá að sjálfsögðu gera það sem í okkar valdi er til að út- vega herbergi og gistingu úti í bæ, ef allt er upptekið hér á hótelinu. — Þrátt fyrir hispurslaust og alúðlegt viðmót hótelst.jóra, sé ég að honum þykir nú nóg spurt og er því ekki annað að gera en kveðja og fara. Fréttaritari Kr. VERSTÖÐIN REYKIAVIK .ú I • •• Afli bátanna fyrir suður- ströndinni hefur vérið ágætur undanfarið en tregt hefur verið hjá þeim sem hafa verið með net sín í búgtinni eða á Breiðafirð- inum. Ásbjöm, Helgurnar og Engey hafa landað í verstöðvun um suðurfrá svo að þeir hafa fengið töluvert meira en tafl- an sýnir. 11/4 .13/4 alls Garðar 23.510 342.690 Ásbjörn 251.200 Ásgeir 16890 299.960 Ásberg 29160 14.820 256.070 Ásþór 19.920 407.390 Engey 321.660 Helga II 240.850 Helga* 7.030 334.130 Steinunn 7.290 390.380 Andvari 4.550 9.950 241.570 Aðafaranótt 16 .apríl var mik- ill afli og var Ásbjöm þá að landa í Þorlákshöfn um 35 tonn um. Tveir af bátum Halldórs Jónssonar frá Ólafsvík voru einn ig komnir suður fyrir og voru með samtals um 90 tonn, voru það Guðbjörg og Halldór Jóns- son. Fór afli þeirra til vinnslu lijá B.Ú.R. Afli trollbáta hefur verið nokkuð góður einnig og þann 9. 4. landaði Vigri 44,5 tonnum og Grótta 38,8 tonn um. Hinn 13. 4 lönduðu Ögri 28.050 tonnum og Grótta 14.190 tonnum. Afli minni trollbátanna hefur verið þetta 2-10 tonn. Reykvíkingum gafst um páskana, kostur á að skoða hinn glæsiiega síldveiðiflota okkar, sem stund- ar eingöngu nótaveiðar, og ef þessf vertíð hefur ekki kennt þeim mönnum sem þar ráða, lex íu þá' er þeim ekki viðbjarg- andi. 250-400 tonna fleytur lágu hér eins og algert verkfall væri og ekki þarf að leggja saman afla þeirra á vertíðinni því hann er enginn. Skyldi það ekki fara í taugarnar á mönnum að koma á 350 tonna skipi inn til Grinda víkur með 3 tonn þegar litlu netabátarnir eru um leið að landa upp í 70 tonnum? Von- andi er að þessari nótahugsun linni, og ef að líkum lætur, verða þorskanætur hér eftir ekki 111 annars nýtar en sem yf irbreiðslur yfir hey hjá bænd- um. Togararnir Afli togaranna hefur verið með ágætum undanfarið og hafa þeir landað afla sínum heima. Núna er Þorkell Máni að landa um 320 tonnum sem Bæjarútgerð- inni veitti sannarlega ekki af, þar eð hún byggir verkun sína að svo litlu leyti á afla bátanna. En alltaf er eitthvað að hér 1 okkar kerfi, Saltlaust er víðast og er þetta ekki fyrsta vertíðin sem það kemur fyrir. Saltskipið mun vera komið til Keflavíkur og á síðan að fará á Akranes. Er enginn leið að eitthvað af öllum þeim fjölda samtaka framleið- enda sjái til þess að nóg sé til af salti að minnsta kosti yfir há vertíðina? Enginn virðist vilja verzla með salt. Hallveig Fróða- dóttir kom frá Þýzkalandi í s.l. viku galtóm og hefði auðveld- lega getað komið með salt þegar þetta var fyrirsjáanlegt. Þor- móður Goði og Maí eru við A- Grænland og er víst eitthvað skárra að eiga við það heldur en undanfarið. Svalbakur er í mokfiskiríi norður af Siglufirði en misjafnlega gengur að eiga við það vegna íssins. Hinir tog- ararnir eru við suðurströndina og mun afli ekki vera eins ríf- legur og undanfarið. Afli þeirra er helmingur þorskur og svo ýsa og karfi til helminga. Sannar- lega er það gleðiefni öllum að togaramir landa nú heima. All- ir vita að flestir togaranna tapa 0 17. apríl 1968 - ALÞÝÐUBLÁÐIÐ en þð eina sem við förum fram á er það að þeir sjái íslending- um fyrir vinnu en ekki Bretum eða Þjóðverjum, þ. e. tapi frek ar heima en erlendis. Pétur Axel Jónsson. Aðrar verstöðvar Grindavík, 16. apríl. Það er ekki aldeilis tómahljóð ið í honum Sigurði Þorleifssýni vigtarmanni í Grindavík. í nótt sem leið lönduðu 34 bátar 754 tonnum. Geirfuglinn var með 51,1 tonn og er þá’ .kominn með 1006 tonn, sem er ekki að- eins frábært heldur er hann örugglega hæsti bátur inn yfir landið. Er hann bú- inn að fá töluvert meira en hann fékk alla vertíðina í fyrra. Er ekki ósennilegt að fyrri aflamet fljúgí ef gæft- ir og afli haldast enn um nokkurn tíma. Arnfirðingur landaði í gær 33 tonnum og er þá búinn að fá 856 tonn, einnig landaði Þor- björn 41 tonni. Þriðji hæsti bát urinn er Hrafn Sveinbjarnar- son III. með 816 tonn og síðan kemur Albert mð 811 tonn. Arnavík h.f., sem er eigandi að Arnfirðingi tekur einnig aflann úr Geirfugli og Albert og hafa þeir orðið að selja mikið af afl anum frá sér því þeir hafa ekki ráðið við neitt. Saltleysi hrjáir þá í Grindavík eins og aðra. Tveir Ólafsvíkurbáía lönduðu í Grindavík í nótt Guðbjörg 50 tonnum og Halldór Jónsson 37 tonnum. Afli trollbáta hefur ver ið sama og enginn. Sigurður vigt armaður kvaðst fyrir sitt leiti vera orðinn ánægður með vertíð ina, en auðvitað væru ekki allir bátarnir með mikinn afla. Sandgerði," 16. apríl. Afli hefur verið rýr síðan fyrir páska hjá Sandgerðisbátum. Þeir sem eru á Bankanum landa í Grindavík, svo ekki er vitað um afla þeirra. Aflinn í gær var þetta 1,5 — 6,5 tonn. Guðbjörg landaði í Keflavik í gær 15 tonn um og einnig Harpa um 17 tonn- um. Náttfari er að landa 32 tonn. um. Hæsti bátur frá áramótum er Andri með 450 toun í 54 sjó ferðum. Víðir II. sem hefur verið á línu frá áramótum er kominn með 355 tonn í 50 sjó- ferðum. Þegar Náttfari er bú- inn að landa mun hann vera kom inn með því sem næst 500 tonn. Akranes, 16. apríl. . Bátarnir fóru ekki á sjó á laugardag, en þeir eru að byrja að koma að núna og eru með 30- 50 tonn. Ekki er þó að marka það því fislcurinn er 4-5 nátta. Ólaf ur Sigurðsson mun vera með 50 tonn og Höfrungur III. 45 tonn. Aflahæsti báturinn frá áramót- um er Óskar Magnússon með 520 tonn en hann byrjaði róðra 20. febrúar. Sigurborg er með 430 tonn og Sólfari með 390 tonn. Ó1 afur Sigurðsson mun vera með Framhald á 13. síSu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.