Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 14
Polar Cup Framiiaicí bls. 11. ur frá upphafi og nu veittu Sví ar. Finnum harða keppni, þá hörðustu sem þeir hafa fengið á Norðurlandamóti til þessa. 'Finnar skoruðu fyrsta stig leiks ins úr vítakasti, en síðan skipt ust liðin á um forystu, en þegar staðan var 7:6 sýndu Finnar einn sinn bezta kafla í leiknum og skoruðu 14 stíg án þess að Svíar svöruðu fyrir sig, En Svíum tókst þó nokkuð að rétta 'hlut sinn fyrir hlé, en þá mun aði aðeins þremur stigum 31:28. Síðari hálfleikur var hörku spennandi og um miðjan hálf_ leik náðu Svíar forystu einu sinni, en Finnar áttu ávallt svar og þegar leiktíminn var úti höfðu þeir skorað sex stigum meira, 69 gegn 63. Verðskuldað ur sigur í jöfnum leik. Finn- land hlaut gullverðlaun og Pol- ar Cup til eignar, Svíar silfur verðlaun, ísland bronzverðlaun Danir voru fjórðu og Norðmenn fimmtu. ' Rauði krossinn Framhald úr opnu. stjórnardeildar þeirrar í Bonn, sem fjallar um þetta mál, eru tvær aðalskrifstofur. sem halda / , uppi leit að týndum mönnum. Er j önnur í Hamborg en hin í Mun- chen. Skrifstofur þessar reyna að grafast fyrir um, hvað orðið hefur að týndum mönnum úr hernum, svo og borgurum, sem horfið hafa í öðrum löndum, en auk þess er unnið við, að leifeí týndra barna og reynt að flytýa heim og sameina fjölskyldur, sem tvístrazt hafa. Þegar Rauði Krossinn þýzki hófst handa um að leita uppi týnda menn, var óvíst um afdrif 1.200.000 hermanna úr 56.000 deildum þýzka hersins og 5.300 fangabúðum. Voru þá birtar skrár með nöfnum þessara manna, myndum af þeim og ýms um upplýsingum um þá og síð- asta heimilisfang. Á undanförn- um árum hefur athugun farið -íram á meira en 3 milljónum til-'j fellá, og unnt hefur verið að upp lýsa afdrif nærri 500.000 týnd- ra manna. Auk þess hefur þýzki Rauði Krossinn í bókum sínum nöfn meira en 250.000 týndra borgara. Við rannsóknir sínar á þessu sviði hefur þýzki Rauði Krossinn notið mikils stuðnings systurfélaga 1 öðrum löndum. Til dæmis hefur Rauði Krossinn í Sovétríkjunum gefið upplýsing- ar í meira en'150.000 tllfellum. Leitarþjónustunni hefur gengið mjög vel að upplýsa um 300.000 fyrirspurnir foreldra um börn þeirra eða barna um foreldra þeirra. Jafnvel enn líður varla sá dagur, að ekki séu fengnar endanlegar upplýsingar um ein- hvern týndan mann. Leitarþjónustu Rauða Kross- ins hefur einnig orðið mikið á- gengt við að sameina fjölskyld- ur, sem tvístrazt hafa, því að á’ undanförnum tíu árum hefur 400.000 manns úr löndum Aust- ur- og Suðaustur-Evrópu verið hjálpað við að finna nána ætt- ingja í Sambandslýðveldinu eða Vestur-Berlín. Enn bíður þó mik ill fjöldi manna eftir að ná fundi nánustu ættingja sinna. Starfið erlendis. Hér er aðeins hægt að skýra lítillega frá hinu mikla starfi Rauða Krossins þýzka erlendis. Nýjasta dæmið um þá starfsemi er útgerð spítalaskipsins ,,Helgo land“, sem sent var frá Þýzka- landi fyrir ári til aðstoðar við ó- breyttra borgara í Viet Nam, sepi orðið hafa fyrir þungum búsifjum af styrjöldinni. Fyrir tíu árum sendi Rauði Krossinn þýzki líka sjúkrahús til Kóreu. Það kom til landsins skömmu eftir að vopnahlé var gert og var starfrækt þar í fimm ár. Þó er miklu algengara, að þýzki Rauði Krossinn hlauþi und ir bagga erlendis vegna náttúru hamfara. Efíir jarðskjálftana miklu í Tyrklandi á árinu sem leið, sendi þýzki Rauði Krossinn alls konar hjálpargögn, sem voru milljóna marka virði. Að- eins skömmu síðar voru samtök- in aftur- að starfi á flóðasvæð- unum á Ítalíu, en verðmæti þeirrar hjálpar, sem þar var innt af liöndum, nam um tveim milljónum þýzkra marka. Send- ingar á lyfjum og matvælum, sem eru að verðmæti allt frá 1000 til 500.000 þýzkra marka, eru alltaf á leiðinni til einhvers heimshluta, þar sem þörf er fyr ir slíkt. Félagsmálastörf. Verkefnin, sem Rauði Kross- inn þýzki hefur tekið að sér að inna af hendi sem helzta sjálf- boðafélag Þjóðverja á sviði mannúðarstarfa, eru mörg og margvísleg. Tilgangurinn er að styðja við bakið á fólki, sem er hjálparþurfi, hvort sem er til að hindra sjúkdóma, lækna sjúka eða hjálpa mönnum við að ná heilsu á ný. í þessu efni er heils an talin ganga fyrir öllu, svo sem við hjúkrun mæðra og barna umhyggja fyrir öryrkjum, að- stoð á lieimilum og hjálp við gamalmenni. Margar kirkjusókn- ir í Þýzkalandi hafa Rauða Kross hjúkrunarkonur í þjón-, ustu sinni. ^ Mörg umdæmisfélög Rauða Krossins efna til ókeypis nám- skeiða, þar sem hver, sem þess óskar, getur fengið þjálfun í lijúkrun í heimahúsum, umsjá með börnum og mæðrum, að- hlynningu gamalmenna o. s. frv. Sérstaklega þjálfaðir kennarar veita foreldrum fræðslu á sviði heimilishalds og í barnauppeldi og leysa úr margvíslegum spurn ingum á þessu sviði. Innan Rauða Krossins eru líka síarfandi æskulýðsdeildir, ^ og eru 450.000 ungmenni — víða heilir bekkjahópar — innan vé- banda þessara samtaka. Hlut- verk æskulýðsdeildanna er að leiðbeina ungu fólki við að lifa heilbrigðu lífi og að taka þátt í aðstoð við samborgara sína, sem þarfnast umhyggju og iijálpar. Tilgangurinn er líka að glæða skilning og samúð meðal ein- staklinga innbyrðis. Auk þeirr- ar menntunar sem veltt er, fá meðlimir æskulýðsdeildanna einnig þjálfun í hjálp í viðlög- um. Skólahald Rauða Krossfns þýzka. Rauði Krossinn starfrækir margvíslegar menntastofnanir til að veita meðlimum sínum ná- kvæma þjálfun í margvíslegum verkefnum, sem við þeim kunna að blasa fyrirvaralaust. Sam- bandsskóli þýzka Rauða Kross- ins í Bad Godesberg-Mehlen gegnir þar sérstaklega mikil- vægu hlutverki. Frá' 1959 hefur æðri sérhæfingarskóli fyrir Rauða Kross starfsemi verið starfræktur í Hagen. Hjúkrunar kvennaskólinn í Göttingen hefur mjög náið samstarf við háskól- ann þar. Þar fá hjúkrunarkonur — allt að þúsund á ári — fram- haldsfræðslu í stuttum nám- skeiðum, sem haldin eru allan ársins hring. Augljóst er af þeim mikla fjölda ungra kvenna, sem leggja stund á hjúkrunarnám á vegum Rauða Krossins þýzka, að enn er mikill áhugi á þessu starfi og að þar hefur ekki verið um neina afturför að ræða.'Hjúk runarkvennaskortur stafar ein- faldlega af því, að þörfin er svo ört vaxandi. Það er ekki á allra vitorði, að þýzki Rauði krossinn starfrækir ökuskóla fyrir öryrkja og þjálf- unarmiðstöð fyrir hunda t.il leið beininga blindum, en báðar þess ar stofnanir eru í Berlín. Því er engan veginn hald- ið fram, að hér sé um að ræða tæmandi upptalningu á þeim störfum, sem Rauði Krossinn þýzkj sinnir. Tilgangurinn er að eins að gefa örlítið yfirlit yfir þau margvíslegu verkefni, sem Rauði Krossinn tekur að sér, og sýna, hvers samtökin eru megn- ug, þótt þau treysti einungis á starfsemi sjálfboðaliða. Lög og réttur Framhald af bls. 2. Jóh. Ágústssonar, Um ættleiðingu er út kom á vegum Almenna bóka félagsins fyrir nokkrum árum. Bók próf. Símonar er alveg nauð synleg lesning kjörforeldrum en þar er gripið á efni frá upp eldisfræðilegu og almennu sjón armiði. 'GA. Kunningja bréf Framhald af 5. síðu. leysi og illa menntuð, duglít- il kennarastétt, smánarlega laun uð. En fyrsta skrefið til bættra kjara er auðvitað að kennara stéttin geri menntunarkröfur til sjálfrar sín. Þessu skylt er vandamál okkar í kennslubóka málum- Flestar kennslubækur okkar eru úreltar, og hverjir eiga að semja nýjar? Til þess þarf gáfaða, menntaða kenn- ara með aðstöðu til að geta stundað ritstörf. Sá sem kenn- ir meira en 40 stundir á viku (eins og nú tíðkast sums stað- ar) er varla í sem allra beztu ástandi til ritstarfa. Fyrir ut- an skólabókaútgáfu ríkisins sem sannarlega þarf ekki að hæla sér af stórmannlegu framlagi til íslenzkra fræðslumála. H"||! ÞÚ spyrð um kosningabaráttu hér í svíaríki. 'Hún er hafin fyrir nokkru en er ekki sérlega ris- há, ekki enn að minnsta kosti. Helzt ber á því að leið- togar flokkanna skundi. nú um götur og torg að amerískri fyr irmynd og þrífi í hendurnar á bráðsaklausum vegfarend- um er eiga sér einskis ills von. Bókafregnir eru einnig smá- ar- Þó má geta þess að sú gamla kempa Ivar Lo-Johans- son hefur sent frá sér smá- sagnasafn undir titlinum Passi onerna ^og Artur Lundkvist hefur gefið út nýja bók, Brolt stallen, safn af afo.rismer. Hvað eigum við að kalla það á ís- lenzku? Kjarnyrði nær því varla. Ég mun væntanlega geta þessara bóka nánar í út- varpinu einhvern tíma á næst unni. NÚ er farið að styttast þar til ég kem heim, ekki nema rúm ur mánuður. Ég er farinn að hlakka til að hitta kunningi- ana, upplifa ísland að vorlagi, létta sjálfvalinni úllegð um stundarsakir. Farðu vel, vinur og bróðir, þinn Njörður. Njósnari? Framhald af 1- síðu una. Vosjoly liafði mjög góð sambönd á Kúbu og er talið að hann hafi átt drjúgan þátt í að útvega Bandarík.iamönnum upplýsingar um eldflaugastöðv ar þær sem Rússar settu þar upp 1962. Hins vegar geðjað- ist stjórnarvöldum í París ekki að því hve náið samband hann hafði við Bandaríkjamenn og kallaði hann heim. Vosjolv mun hins vegar hafa óttazt eftirmál og kaus heldur að dveljast um kyrrt vestanhafs. Á s.l. ári kom út niósnasaga eft.ir bandaríska rithöfundinn Leön Uris. Tonaz nefndist bessi saga og hún var nvlega birt á Menzku í vikublaðinu Vikunni í bessari sögu ér sagt frá bvi að yfirmaður NATO.deildar sovézku leyniþjónustunnar flýr til vesturlanda og skýrir frá því að í París sé starfandi njósnahringur, sem kallaður er Topaz, en aðalmenn í þessum njósnahring eru háttsettur starfsmaður hjá NATO og hátt settur ráðunautur de Gaulles forseta, en hann gengur undir dulnefninu Colobine í sögunni. Þessi bók hefur orðið metsölu bók, en reynt hefur verið að hindra að hún vær] gefin út 'í Frakklandi. í Frakklandi er því haldið fram að þessar staðhæfingar Vosjolys og væntanleg birting á frásögum hans sé tilraun CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, til að varpa rýrð á stjórn de Gaulles á Frakklandi. The OB_ SERVER telur að svo sé ekki, Þvert á móti hafi leynibjónust ur beggja landanna unnið að því í sameiningu að Undaníörnu að fá botn í málið. En hvert sve sem sannleiksgildi stað- hæfinga Vosiolvs kann að reyn ast, þá er ekki að efa að frá sagnir hans munu vekja heims athygli, siálfsagt engu minni en unolióstranirnar um njósng- feril Philbvs fyrr á þessu ári. Masaryk Frh. af 1 síðu. ur undanfarið farið fram í Tékkóslóvakíu vegna hins dul arfulla dauðdaga Masaryks og opinber rannsókn verið fyrir skipuð. fþróttir Frh. af 10. síðu. 3- Sveif Þjngeyinga: sek. Þórhallur Bjarnason 115.96 Héðinn Stefánsson 126.46 Björn Haraldsson 122.21 Sigurjón Pálsson 131.92 4. Sveit Reykjavíkur: 496.55 sek. Sigurður Einarsson 120-41 Leifur Gíslason 129.01 Jóhann Vilbergsson 129-67 Björn Olsen 119.06 14-17. apríl 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 498.15 Réttlngar Ryöbætlng Bílasprautun. Tímavinna. — Ákvæðisvinna. Bílaverkstæðið VESTURÁS HF. Ármúla 7. — Síml 35740. Hjartkær móðir okkar og amma INGUNN ÓLAFSDÓTTIR lézt í Landakotsspítalanum þriðjudaginn 16. apríl. Guðfinna Gísladóttir, Ólafur G. Gíslason, Gísli Ing’i Sigurgeirsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.