Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 16
 Sf&Æf* Það er hægt að nota margvís leg vopn í kosningabaráttu. Stundum er stórskotáliði beitt með góðum árangri. En ætli kaf bátahernaðurinn sé þó ekki drýgstur? Hið opinbera hefur áhyggjur af fjölgun mannkyns- ins. Mannkynið hefur aftur á móti áhyggjur af f jölguninni hjá hinu opinbera. „Sumarið ’37“ í kvöld kl. 20,30 verður næsta sýning á leikriti Jökuls Jakobsson- ar „Sumaríð ‘37“. Jökull, sem enn er ungur að árum er nú orðinn einn af okkar afkastamestu leikritahöfundum og frumsýníng á leik- riti eftir hann vekur jafnan athygli. Nú eru eftir aðeins örfáar sýn- ingar á þessu leikr'iti hans. Á þessari mynd er Þorsteinn Ö. Stephensen og Helga Bachmann í hlutverkum sínum. /9 Það var einhver að spyrja mig að því af hverju Norðurlöndin kölluðu þessa keppni sína Pol ar Cup. Og ég gat ekki látið mér detta annað svar x hug en það að heitið hefði verið valið á því sem er að verða sameiginlegt móðurmál allra Norðurlandaþjóðanna fimm. Kallinn Iá upp í sófa og hraut alla páskana. Það var nú páska hrota í lagi, maður... Það hefur alltaf verið hægt að trúa mér fyrir leyndarmáli. Ég blaðra því ekki í alla, segi bara einum frá því í einu. .. Nuddkona: (þarf ekki að vera vön.) getur fengið vel borgaða aukavinnu. Tilb. merkt; „Auka vinna — 2208“ sendist augl.d. Vísis. goKING EDWARD Ameriía'* Largest Se/fíng Cigar daglegi BAKstur Náttúruvernd ÞAÐ sem ekki hefur þegar verið gert að umtalsefni hér á Baksiðunni er yfirleitt ekki umtalsvert. Út frá því mætti ætla að við bakarar brytum saman vort deig, legðum niður skottin og bæðum að heilsa. En hamingjunni sé lof fyrir hvað hún hefur verið okkur eftirlát. Baráttumálin berast upp í heridurnar á okkur svo til fyrirhafnarlaust. Við áttum t. d. engan þátt í Inn að bjarn- dýr komu á land í vetur, með ísnum. Þar er forsjónin ein að verki, studd hafstraumum, vindáttum, hæðum og lægðum. Við höfum þegar lokið af tveim stórmálum varðandi nátt- úruvernd, og þar á ég við baráttu okkar fyrir friðun refa og sæskrímslá. Næst höfðum við sannast að segja ætlað okk- ur að taka upp slaginn fyrir friðun ókinda, þ. e. tilbera, 1 snakka, skoffína, skuggabaldra og finngálkna og á starfs- áætlun þessa áts var einnig gert ráð fyrir að taka upp bar- áttu fyrir friðun móra og skotta. Satt bezt að segja erum við íslendingar alveg á síðasta snúning í þessum efnum, þ. e. húsdraugar og ættarfylgjur t.d. gera ekki vart við sig nú orðið nema á svosem aldarfjórðungsfresti. En minkurinn Verður að hafa biðlund. Þá er komið að mergi málsins, hvítabirninum. Yfirleitt er reglan sú í mannheimi, að því sjaldséðari sem gest- urinn er, því velkomnari er hann í bæinn. Þessu er ekki þannig farið með hvítabjörninn og það jafnvel þótt heim- sóknir hans heyri til hreinna undantekninga. Það sem gerist undantekningarlaust þegar hvítabjarnarspora verður vart á' freranum, hvort heldur er fyrir austan, norðan eða vestan, er að menn heyra bjarndýrsöskur á hverri nóttu og einmitt út frá því spunnust alvarlegar náttúruvísinda- legar deilur hér um árið. Það ku vera einhver vafí á, hvórt hvítabirnir gefa yfirleitt frá sér nokkuð hljóð, hvað þá öskur. Þeir sem aldrei hafa heyrt hvítabjarnaröskur, náttúrufræðingar, dýi afræðingar, fuglafræðingar og svoleið- is fólk, halda því fram að meint hvítabjarnaröskur verði þeg- ar tveir eða fleiri hafísjakar jagast. Næst gerist það, að £ Ijós kemur að hver ótíndur strákur í sveit á sér haglabyssuhólk í trássi við lög og rétt. Og svo er hlaupið til og reynt að rekja Bersa uppi eftir sporunum. Sjáist hinsvegar móta greinilega fyrir klóm á sporunum, verða hetjurnar þreyttar og kemur saman um að hér sé á'- reiðanlega ekki um spor eftir hvítabjörn að ræða, heldur ref og gott ef ekki kött. Þessa er auðvitað von, þar sem ekki er kunnugt um að neinn maður á íslandi hafi undir hönd- um það vopn, sem einhlítt er til að vinna á hvítabirni. En það er framhlaðningur með trekt og kúlan verður að vera marg- blessaður silfurhnappur, annaðhvort úr eigu einhvers hrepp- stjórans, eða úr merkri prestaætt. Af þessum ástæðum teljum við hér á Baksíðunni ótímabært að beita okkur fyrir friðun hvítabjarnarins, en áskiljum okk- ur rétt til að taka málið upp að nýju af endurnýjuðum áhuga strax og við fréttum um að hvítabjörn hér við land sé í ó- tvíræðum lífsháska að dæma eftir framarituðum kokkabók- um. —GADDUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.