Alþýðublaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 2
Bltstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 - 14903. - Auglýsingasími: 14906. — ASsctur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. - í lausasölu kr. 7,00 eintakið. _ útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. EGGERT og TOGARARNIR Þjóðviljinn stóðst ekki mátið að ráðast sérstaklega á stjórn ís- íslenzkra sjávarútvegsmála og Eggert G. Þorsteinsson ráðherra, meðan hér eru staddir um 80 fulltrúar erlendra fiskveiðiþjóða til að ræða fiskimál. Árásarefnið er hið sama og oft áður: Að ís- lerizkum togurum hafi fækkað og ekki verið smíðuð ný skip í stað þeirra, sem hafa verið seld eða lagt hefur iverið. Alþýðuflokkurinn hefur farið með stjóm sjávarúbvegs- mála síðan í árslok 1958, er Lúð vik Jósefsson lét af því starfi. Lúðvík lét smíða nokkur skip af svipaðri stærg og nýju síldarskip in-. Alþýðuflokksráðherrarnir hafa stýrt smíði á tugum slíkra skipa síðan. Lúðvík lét ekki smíða neitt togara af venjulegri togarastærð, Emil Jónsson lét hiiis vegar smíða nýjustu og beztu togara þjóðarinnar, met- aflaskipið Maí og systurskip þess. Síðan hafa vaxandi erfiðleikar dunið á togaraútgerð íslendinga og annarra þjóða. Taprekstur hef ur verið á skipunum, og var hann síðast áætlaður 5-6 milljónir ár- lega á hvert þeirra að meðaltali. Hver nefnd sérfróðra manna hef ur verið skipuð á fætur annarri, en engin þeirra fundið lausn á vandamálinu. Fleiri hafa orðið fyrir barðinu á þessum erfiðleikum. í blaðavið- tali hefir fiskimálastjóri Vestur- Þjóðverja, dr. Mesec, skýrt svo frá, að hafin sé þriggja ára'áætl- un í landi hans til að fækka tog- urum úr 100 í 40-50. Bátafiskur og hraðfrystar vörur vinni hins vegar markaðinn. Þá sagði fiski- málastjóri Breta, Hr. Graham, að vandi brezkra fiskveiða væri vandinn með togaraflotann, sem veiðir á fjarlægum miðum; Sú at vinnugrein biðji nú um vernd vegna erfiðleikanna. Þegar allt þetta er athugað, er ekki að undra, þótt engin eftir- spurn hafi verið eftir nýjum tog- urum á íslandi í nokkur ár. Samt sem áður hefur ríkisstjórnin und ir forustu Eggerts G. Þorsteins- sonar ákveðið að gera tilraun með 3-4 skuttogara af nýrri teg- und. Er sérstök nefnd að Ijúka við tillögur- um gerð þeirra, og verða skipin síðan boðin út. íslenzka þjóðin skilur vel þá erfiðleika, sem togararnir hafa átt viþ að etja. Hér hefur báta- flotinn stóraukizt, en togararnir látið- undan síga, pákvæmlega eins og í Þýzkalandi og Bret- landi. Ríkisvaldið hefur veitt tog urunum stórfellda aðstoð, og má teljia víst, að þeir hefðu allir stöðvazt fyrir löngu, ef hennar hefði ekki notið við. Veiðiaðferðir og tegundir veiði skipa hafa tekið miklum breyt- ingum síðustu áratugi og gera enn. íslendingar hafa fylgzt með í þeirri þróun — og hlotið fyrir velmegun undanfarinna ára. Nú eru margvíslegir erfiðleikar fram undan, sem þjóðin verður að taka skynsamlega og sigrast á. SIGVALDI HJÁLMARSSON: Iðnþjóð eða verstöð? ÞESSA síðustu daga heyrir maður oft talað um að íslend- ingar eigi að kaupa íslenzkar iðnaðarvörur, en nú eru þrír áratugir síðan þetta slógan var á hvers manns vör. Á kreppu- árunum fyrir stríð var talin dyggð að kaupa það sem ís- lenzkt var, og raunar áttu menn þá að kaupa íslenzkar iðnaðar- vöru hvort sem hún var eins góð og erlend eða ekki. Vonandi er úr sögunni sú í- haldsemi að reyna að gera þjóð- iha sem mest sjálfri sér nóga í hinum gamla skilningi. Slík þjóð sem ætlaði að draga sig út úr í viðskiptalegu tilliti al- veg eins og menningarlegu, yrði sjálfri sér ónóg allra þjóða mest. Við lifum á þeim tímum þegar heimurinn er að verða að einni heild hvort sem mönn um líkar betur eða verr og efna hagsbandalög og önnur skyld samtök eru vísar að stærri og stærri heiidum sem koma Smátt og smátt í staðinn fyrir £ 9. maí 1968 smábletta-hokur á útkjálkum. Allur hugsunarháttur nútímans miðar í þessa átt. Þetta vita allir. En sannast að segja hefur mér alltaf fundizt vera byrjað á öfugum enda að hvetja fólk til að kaupa fremur það sem ís- lenzkt er. Ég er síður en svo á móti því að það sé gert, en ég sé samt ekki hvers vegna neytandi ætti að kaupa íslenzka framleiðsluvöru sem er lakari en erlend ef hann getur fengið VANGA- VPLTUR þá síðrr;-í:ndu, og ég tel það meira að segja vafasaman greiða við íslenzkan iðnað, því þannig er hans freistað til að láta sér á sama standa þótt hann sé lakari en annars staðar þekk ist. Okkur vantar allt annað en herferð til að kaupa það sem íslenzkt er. Okkur vantar her ferð til að vanda íslenzka fram leiðslu hver sem hún er, og þá ekki sízt þá vöru sem við flytjum út. Þetta verður að byrja í fólk inu sjálfu. Við verðum að kappkosta að verða iðnþjóð, fara að hugsa eins og iðnþjóð, en ekki eins og verstöð, en það er það sem við erum. Fólk heldur sífellt að það sé í einhverju Klondyke þar sem ekkert sé annað að gera en ausa upp gulli með kastarolum. Við verðum að viðurkenna, og það er hverjum hollast að við urkenna það fyrir sjálfum sér, að við hugsum eins og veiði- þjóð enn í dag. Hugsunarhátt ur iðnþjóðar er okkur framandi, við erum va'rlá komin á það stig enn. Við megum t. d. aldrei eiga varasjóði. Þa eru menn ekki í rónni fyrr en búið er að eyða þeim. Ýmist púla menn bull- sveittir við að byggja sér stöð- ugt stærri og dýrari íbúðarhús, eins þótt þeir eigi góð hús fyr ir, ellegar þeir „sigla suður á Spán“ og skilja þar allt gullið eftir. En samtímis er íslenzka krónan fallin í verði. Og svo er alltaf verið að kenna póli tíkusum um þetta, en þeir eru auðvitað bara spegilmynd af þjóðinni, og alls ekki af lakara tæinu. Þetta sést á mörgu fleira. Við eigum duglegustu og, út- sjónarsömustu sjómenn í heimi sem eru miklu snjallastir allra sjómanna að ná fiski upp úr sjó. En við meðhöndlum afl- ann eins og villimenn. Mikið Framhald á bls. 14. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ VIÐ MÓT— MÆLUM Áttræðir at- vinniuikílslérar í DAGBLAÐINU VÍSI á mánu- dag var eftirfarandi spurning lögð fyrir fjóra atvinnubif- reiðastjóra: „Ællið þér að hætta akstri eftir hægri breyt inguna?“ Allir svöruðu bílstjór arnir spurningunni neitandi — en það sem einkum vakti athygli mína var þetta; Bíl- stjórarnir voru allir yfir sjöt- ugt, þar af tveir áttræðir. Það var því ekki að undra, þó að maður spyrði sjálfan sig: „Hvernig er það annars í þessu. landi hafta og banna — fá menn að halda ökuréttindunx — og það sem meira er — at- vinnubifreiðastjóraréttindum fram á grafarbakkann eða hreinlega þangað til þeir hníga út af við stýrið? □ MEÐ spurningum sem þessuiA er auðvitað ekki verið að veit- ast persónulega að þessum á- gælu en fullorðnu mönnum — heldur aðeins vekja athygli á velferð þeirra sjálfra og ann- arra. Þó að þessir menn hafi einhverntíma verið úrvalsbll- stjórar og hinir föerustu I starfi er ekki nema eðlilegt að þeim sé farið að hnigna áttræðum svo sem öðrum dauðlegum mönnum. Það er vitað mál að sjón, heyrn og við brögðum hrakar með aldrinuni og engin skömm að því — hvar í stétt og stöðu sem menri standa. Hitt er svo einnig vit- að, að menn fá ekki að gegna ýmsum ábvrgðarmiklum störf um í þióðfélaeinu, eftir að þeir hafa náð tilteknum háum aldri og er þá oftast miðað við' 65 eða 70 ár. En svo aka menn leigubílum áttræðir — og virð ist engum þykia mikið. Hefði maður þó haldið það ábyrgð- arhluta — bæði þeirra vegna og annarra? □ ÞÓ að það kunni að styggja hina öldruðu heiðursmenn svo sem aðra þá, er gegnt hafa störfum með heiðri og sóma, en verða undan að láta fyrir Elli kerlingu — bá hlýtur nið- urstaðan að verða þessi: Merth eldri en siötugir eiga alls ekki að aka bifreiðum — allra sízt atvjnnutækium í sífelldum akstri. Það er alveg sama hvað þeir sjálfir segja um andlcga og líkamlega heilsu sína, — meðalmælikvarðinn hlvtur að ráða hér sem annarsstaðar. Eða hverjum dytti í hug að'hleypa áltræðum mönnum í flug- stjórasæti, eða að stjórnveli skips? GA,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.