Alþýðublaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 4
HEYRT^ I SÉÐ 32 feörn, og jbod síbasta ekki fætt KONA að nafni Maria Carn auba hefur ver!ð kjörin „Móff ir ársins „í Brasilíu — nafn, sem hún ber sannarlega meff rentu! Hún giftist Raimundo Carnauba í nóvember-mánuffi 1935 og hefur tíl þessa fætt af sér — ja, þíð ráðið hvort þiff trúiff, en þaff er sannleik ur samt — hvorki fleiri né færri en 32 börn. I>að þýðir, aff hún hefur átt barn 10. effa 11. hvern mánuð þessa rúm- lega þrjá áratugi. Þrisvar sinn Lítið inn í leiðinni. ★- Veitingaskálinn GEITHÁLSI. um hefur hún eignazt tvíbura. Sex af börnum hennar eru lát- ín. Hiff yngsta fæddist í nóv- ember síffastliffnum. En því má heldur ekki gleyma aff- Maria og Raimundo hafa auk allra sinna eigin barna alið upp f jögur foreldralaus börn, sem bætzt hafa í flokkinn Tuttugu og eitt barnanna búa enn heima hjá foreldrum sinum í þorpinu Taboril í Norff austur-BrasiIíu. Húsiff er sex lítil herbergi og eldhús. Þaff sannast þar sem annars stað ar, aff nóg á sá sér nægja læt ur! Fjölskyldan verffur aff snæða í tvennu Iagi — og í hvert skipti sem hún leggur land undir fót, verffur hún aff sjálfsögðu aff lelgja sér rútu- bíl! Raimundo er bygginga- verkamaffur meff heldur rýr mánaðarlgun. Mörg hinna mörgu barna þeirra Mariu og Raimundo eru aff sjálfsögðu flutt aff heim an — eins og gengur og gerist — og hafa stofnaff eigin lielin ili. Á þessari mynd sem er al- veg ekta fjölskyldumynd og ein hver sérstæffasta sinnar tegund ar — sjáum viff alls 46 ætt- ingja, — hjónin Marfu og Raim undo, börn, barnab. og tengda- börn. Gömlu hjónin sitja meff yngstu börnin í fanginu. „Ekki síðustu börnin okkar, heldur þau sem síffast fæddust," seg ir Raimundo stoltur, því aff hann býst fastlega viff, aff elgn ast þau nokkur í viffbót! i»»»»»»»»»iiiiii»»»»»»»»»»»»»m»i»iMi{»»»»»»»»»»»»i»»»»»**i»»ii Mae West kemur aftur fram á sviði 75 ára gömul kynbomba Og nú ætlar Mae West aff koma fram á nýjan leik. Á Broadway. Og þaff er sagt að hún ætli ekki bara að syngja, heldur dansa líka. Mae West er orffin 75 ára gömul. Það er ekki hár aldur nú til dags, enda er hún á því að hún hafi talsvert milt- inn kynþokka til að bera enn- þá. Öllum bar saman um að hún hafði hann fyrir nokkr- um áratugum, og um langt skeið var hún átrúnaðargoff karlmanna um allan heim. Mae West var fyrsta kyn- bomba kvikmyndanna, fyrir rennari Marilyn Monroe, Brig itte Bardot, Úrsúlu Andress og hvað þær nú heita allar saman. Hún kom fyrst fram á Broadway 1911, þá affeins 19 ára gömul, og þá strax á- vann hún sér hylli sem hún hélt óslitinni næstu 30 árin og raunar lengur. Vinsældir hennar byggðust þó ekki á því einu að hún var frcist- andi, holdi klæddur draum- ur karlmanna um kouuna, heldur lék hún hlutverk sitt meff kímni, sem kryddaði til veruna. -K Brezku orrustuflugmennirn ir í stríðinu höfðu dálæti á Mat' West. Þegar þeir fóru í loftið höfðu þeir meðferffis gul vesti, sem hægt var aff blása út og þeir gátu notað sem björgunarvesti, ef þörf krefði. Þessi björgunarvesti voru óffara skirff Mae West, af því aff þau voru svo kúrfu mjúk þegar þau höfðu verið blásin út. * Mae West hefur engan vcg- inn setið í helgum steini síð an árin fóru að færast yfir hana. Fyrir áratug kom hún fram í sjónvarpsþætti ®d Sullivans og vakti gífurlega hrifningu. Og nú hefur at- hyglin enn beinzt aff henni. Ástæffah til þess er tvíþætt. í fyrsta lagi hafa margar af kvikmyndum' hennar veriff endursýndar í sjónvarpi, svo að unga kynslóðin hefur feng ið tækifæri til að sjá kon- una, sem feður hennar og af- ar hrifust sem mest af á sín- um tíma, og í öðru lagi hef- ur hún haldið áfram að syngja, og nýlega söng hún ný dægurlög inn á fjórar plöt ur, sem hafa verið seldar í geysilegu upplagi. Á þessum plötum syngur hún með tveimur piltum, 14 og 15 ára gömlum, og hún á mikinn að dáendaskara á þeim aldri. Yfir hana rignir eldheitum ástarbréfum frá affdáendun- um, sem hafa myndað með sér klúbba. Formaður þess- ara klúbba skrifaffi henni fyrst fyrir fjórum árum, en þá var hann 14 ára gamall. Eins og gefur aff skilja er Mae West fyrir löngu orffin þjóffsagnapersóna. Og hún hefur fengiff orð fyrir aff geta komið fyrir sig orði, og blaffamenn hafa ekki alltaf riðið feitum hesti frá viðtöl- um við hana. Einu sinni spurði brezkur blaffamaður hana að því hvort hún væri gift. — Nei, ertu alveg frá þér, svaraffi hún. — Það mundi al veg eyðile'ggja fyrir mér hobbíið. — Hvaffa hobbí? spurffi blaffamaffurinn. — Karlmenn, svaraði hún. -K Og rétt mun aff nefna það líka, að Mae We'st hefur alltaf sjálf samiff allar sínar kvik- myndir og leikrit. Og hún hefur yfirleitt valiff sér mót- leikara líka. Þegar kom aff því að taka Diamond Lil, en með þeirri mynd sló hún fyrst fyrir alvöru í gegn valdi hún óþekktan ungan mann til að fara meff aðal- lvlutverkiff. „Ef hann er ekki mállaus, þá get ég notaff hann“ sagði hún. Þessi ungi maður var Cary Grant. ii»i»iiiii»i»»iiiiii»»i»iiiliii»»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|,|||||||||,,,,,||l,l,,ll|lllllllll||||||lt^y||||||| lllll»»lllllllll»»»»K, ,»»»,» 1»»»»»»»»»»» 4 9. maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ i»»i»»»»»»»»»»»»»»»i»»ii»ii»»»iiiiiiiiii»iiiiiiiiiiiii»iiiiiiiíiiiii»»»iiiiii»iiiiiiiuii»i»»»i»ii»»»»»»»i iiiiuiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiilllHliiiiiiililiiiiilfiiiiiiHiiiiiilitliiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiP

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.