Alþýðublaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 10
Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráðherra: ÚIRÝMING HEILSUSPILLANDIIBUDA Flest Iþeirra málefna, sem ráðstefnu þessari er ætlað að fjjalla um, komu til meðferðar á síðasta Alþingi. Skal nú vik ið lauslega að þessum málum og þeim öðrum málum,' sem Alþingi fjallaði um, og varða íbúða- og byggingamál. Hinn 16. marz sl. gaf ríkis- stjornin út yfirlýsingu í sam- bandi við nýja kjarasamninga. Þar segir m.a. svo, að ríkis- Stjóiiqin muni láta undirbúa og leggja fyrir Alþingi tillög- ur um breytingu vísitöluá- kvæða í húsnæðislánasamning um ,til hagsbóta fyrir lántak- endur. Jafnframt muni verða teknir upp samningar við að- ila, er keypt hafa vísitölu- bundin íbúðalánabréf, um að þeir fallist á breytt kjör, svo að tekjutap Byggingasjóðs yerði ,$em minpst. Með hinu breytta fyrirkomulagi verði stefnt að því, að vísitölubreyt- , ing íþúðalána verði ekkj hærri en nemi helmjngi breytingar- innar á almennum kauptöxt- Um verkafólks. Hin nýju rkjör gijdi um öll lán, er veitt hafa verið síðan kerfisbreytingin var gerð árið 1964. Alþingi samþykkti síðan lög um breytt vísitölukjör í sam- ræmi við þessa yfirlýsingu rík isstjórnarinnar. Þetta atriði yfirlýsingarinnar var því af- greitt strax. Síðan á árinu 1964 hafa vísitölukjör íbúðalána ver ið miðuð við kaupgreiðsluvísi ,tplu og 4% ársvexti. Fyrst voru lán til hverrar íbúðar í tvennu lagi, A- og B-ián. A— lánin voru til 25 ára með 7% ársvöxtum, en B-lánin voru til 15 ára með 5V2% ársvöxtum, en vísitölutrygeð í samræmi við framfærsluvísitölu. Nú, síðustu árin, eðá frá bví í maí 1964, hafa verið greidd á lán- in full verðuoDbót samkv. kaupgreiðsluvísi+ölu, en var ; nú breytt í 50% verðtrygg- ■' ingu, sem reiknast skal af sér í stakleg'a fundinni vísitölu, er i Hagrtofan reiknar. , Ennfremur lvsti ríkisstjórn- in því yfir, að hún mundi gera ráðstafanir, til að Bygginga- sjóði ríkisins verði gert kleift ' að hraða greiðslu þeirra láns- loforða, sem veitt hafa verið miðað við greiðslu eftir 15. sept. n.k., þannig að lánin verði greidd ekki síðar en 15. júlí n,k. Þessi ráðstöfun verði þó ekki látin valda því. að bið tími annarra umsækjenia leng ist, til afgreiðslu sinna láns- lpforða. Loks lýsti ríkissLjórain yfir því, að hún mundi i samráði við Alþýðusamband íslands taka til ítarlegrar athugunar nýja tekjustofna fyrir Bygg- ingasjóð ríkisins, svo og aðra möguleika til aukinnar fjár- öflunar til húsnæðismála. Þessi mál hafa nú ásamt fleiri atrið um atvinnumála verið faþn sérstaklega kjörinni Atvinnu- málanefnd. í dómi Hæstaréttar frá 30. nóv. 1966, sem fjallar um fqr- kaupsrétt til ibúðar, sem byggð var af Reykjavíkurborg fil þes* að útrýma heilsuspillandi húsnæði segir m.a. svo, að 5. gr. reglugerðar nr. 155/1957, um útrýmingu heilsuspillandi íbúða, veiti sveitarsjóði ein- ungis fqrkaupsrétt til íbiiða þeirra, er þar greinir, þá er frjáls sala á þeim fari fram. Gildi því um nauðungaruppb. á þeim ákvæði 9. gr. laga nr. 57/1949, sem eigi veiti for- kaupsréttarhafa, rétt til að ganga inn í boð annars manns á uppbpðsþingi, Samkv. þessu mátti búast við, að ákvæði um sölu og I söluverð íbúða í lögunum um verkamannabústaði og í lög- unum um Húsnæðismálastofn- un ríkisins og í reglugerðum, sem settar höfðu verið sam- kvæmt þeim lögum, hétdu ekki gildi sínu, þegar um nauð ungarsölu væri að ræða. Til þess að bæta úr þessu, voru samþykkt lög á siðasta þingi um breyting á lögunum um verkamannabústaði og um breyting á lögunum um Hús- næðismálastofnun ríkisins, sem tryggja það, að ákvæðin um forkaupsrétt og söluverð haldi gildi sínu ótv/rælt þeg- ar um nauðungaruppboð er að ræða. Ráðuneytið hefur nú breytt reglugerðum til sam- ræmis við þessi nýju laga- ákvæði. 1 lögunum um Húsna?ðis- málastofnun ríkisins segir svo í 16. gr. „Nú leggur sveitarfólag ' fram fé til íbúðabygginga í því skyni að útrýma heilsu ■ spillandi húsnæði, annað hvort / sem óafturkræft framlag eða lán og skal þá ríkissjóður lána jafnháa upphæð á móti, eftir því, gem fjárlagaheimild hvers árs leyfir. Lán ríkissjóðs er bundið því skilyrði, að hið ó- nothæfa húsnæði sé tekið úr notkun um leið og hið ný- byggða húsnæði er fullgert, en þó er heimilt að afgreiða til viðkomandi sveitarfélags helm ing lánsupphæðar, þegar ný- bygging er fokheld. Húsnæð- ismálastjórn ráðstafar lánum ríkissjóðs i þessu skyni“. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 18 milljónum ' króna í bessu skyni og sömu fjárhæð var varið í þessu skyni á árinu 1967. Reglugerð um útrýmingu heilsuspillandi íbúða er nr. 155 frá 5. sept. 1957. Þar segir, að heimilt sé að verja þessum lán um til byggingar íbúða, er síð an verði seldar einstaklingum fullgerðar eða ófullgerðar þó eigi skemmra á veg komnar en fokheldar með hitunartækj- um og að fullu frágengnar ut- anhúss. Ennfremur er heimilt að veria þessu fé til byggingar leiguhúsnæðis. Lánveitingar í þessu skyni, á vegum Húsnæðismálastjórn- ar, hófust árið 1956. Frá 1956 til ársloka 1966 eða á 10 ára tímabili hafa verið veitt lán sem hér ségir; samkv. þessum 1 kafla laganna: ‘ Borgarsjóðum Reykjavíkur kr. 90.470.000.00. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar kr. 835.000.00. Bæjgrsjóður Ótafsfjarðar kr. 700.000.00. Bæjarsjóður Akureyrar kr. 1.805.000.00. Bæjarsjóður Keflavíkur kr.275.000.00. Bæjarsjóður Akraness kr. 190.000,00. Bæjarsjóður Kópavogs kr. 375.000.00. Bæjarsjóður Sauðárkróks kr. 120.000.00. Báejarsjóður Vestmannaeyja kr. 50.000.00. Hólshreppur, N-ís. kr. 520.000.00, Súðavíkurhreppur . kr. 300.000.00. Blönduóshreppur kr. 170.000.00. Gerðahreppur kr. 100.000.00. Stokkseyrarhreppur kr. 70.000.00. Búðahreppur, S-Múl. kr. 70.000.00. Dalvíkurhreppur kr. 50.000.00. Stykkishólmshreppur kr. 50.000.00. Hafnarhreppur, A-Skaft. kr. 50.000.00. Samtáls kr. 96.200.000.00. Af þessu sést, að Reykjavík hefur hlotið um 94 % af því fé, sem lagt hefur vérið fram til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis úr ríkissjóði á þess- um árum, en um 6% hafa runn ið til 8 kaupstaða og 9 kaup- túna. Varla mun þó hafa skort á, að til hafi verið heilsuspill- andi húsnæði utan Reykjavík- ur. Þar sem Rvík hefur nánast elnni af öllum sveitarfélögum reynzt kleift að leggja fram tilskilið mótframlag, en öllum lánbeiðnum í þessu skyni hef ur til þessa tíma verið full- nægt. Er þetta íhugunarefni fyrir ráðamenn kaupstaða og kauptúna utan Reykjavíkur. Á síðasta Alþingi voru til meðferðar frumvarp til bygg- ingarlaga, frumvarp til laga um brunavarnir og frumvavp til laga um breyting á vatna- lögum í sambandi við vatns- ból og mengun vatns. Ekkert af þessum frumvörpum var endanlega útkljáð á þinginu, enda bárust sum þeirra seint skýra efni þeirra í fáum ávarps orðum. Frumvarp til byggingarlga fyrir skipulagsskylda staði er þó fyrsl og fremst hugsað sem heimildarlög er fyllt skyldu upp með nánari ákvæðum í reglugerðum. Svipaða sögu er að segja um frumvarp til laga um bruna- varnir og brunamál. Samkv. ósk Sambands ís. lenzkra sveitarfélaga og áskor unar frá Samvinnunefnd um skipulag Reykjavíkur og ná- grennis var af ráðuneytisins hálfu skipuð nefnd í febrúar 1967 til að fjalla um nauðsyn- legar breytingar á vatnalög- um, er í gildi hafa verið frá því í júní 1923. — Nefndin samdi nýtt frumvarp, er var einnig fyrir Alþingi lagt. Frumv. miðar að því að tryggja sem bezt öflun á not hæfu neyzluvatni, sem á hafa reynzt miklir erfiðleikar fyr- m\: f ’• ' ir ört stækkandi kauptún og kaupstaði. Ástæða er til að hvetja full trúa þessa fundar og aðra er láta sig sveitarstjórnarmál skipta, að kynna sér vel efni þessara frumvarpa og koma fram athugasemdum hið fyrsta, því búast má við að þau komi til meðferðar og af- greiðslu á næsta Alþingi, að hausti. Ég vil að lokum lála í ljós þá ósk mína og von, að ráð- I stefna sú, sem nú er hér hafin, verði árangursrík og gagnleg fyrir þátttakendur hennar. Hafnarfjörður Hraunprýði, Kvennadeild Slysa varnafélagsins í Hafnarfirði heldur árlegan fjáröflunardag sinn .nú á föstudaginn, 10. maí, og er þetta í 20. sinn sem fé- lagið annast slíka starfsemi. Merki verða seld um daginn, • og verða þau afhent frá kl. 9 ' um morguninn í anddyri Bæj arbíós. Þá mun félagið að venju hafa kaffisölu í tveim- ur samkomuhúsum, Alþýðuhús inu og Sjálfstæðishúsinu og verður þar opið frá kl. 3 síð- degis lil 11.30. Þær konur, sem vildu leggja til kökur, eru vin samlegast beðnar að skila þeim í Sjálfstæðishúsið í kvöld. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. íí ÁVARP VIÐ SETNINGU RÁÐ- STEFNU SAMBANDS ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA UM SKIPU- LAGSMÁL Á MÁNUDAG. á þingtíma, en eru umfangs-^ mikil, og vart mögulegt að út- JllO'' 9-' maí‘ 1968 AiiÞÝÐUB L AÐIÐ lii i 'jy i ii k, i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.