Alþýðublaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 15
w Framhaldssaga eftir SJÖStGU JÖNSDÓTTUR Teikningar eftir RAGNAR LAR. Hún minnir mig á konu, sem bjó heima. Hún spáði líka fyrir fólki, og átti það stundum til að segja hluti, sem ekki voru sann- ir til þess eins að hleypa fólki upp. Ég hef aldrei verið trúuð á sþádóma, þó að það sé alltaf gaman að láta Ijúga að sér. Ég trúði ekki heldur alltof mikið á' þennan spádóm. En ég ætla samt að fara til spákonunnar í fyrra- málið klukkan tíu. Ég ætla ekki að taka Friðrikku með mér. Ég hef einhvern veginn trú á því, að ég ~fái spákonuna til að segja mér meira, ef ég kem ein. ÞRIÐJI KAFLI. GVENDUR TEKUR TIL SINNA RÁÐA Ég flýtti mér út í fiskbúð fyrir allar aldir næsta morgun. Gvendi þykir svo góður nýr þorskur með lifur og hrognum og slíkt er erfitt að fá í Reykjavik, nema Um leið og fiskbúðin opnar. Anhars vilja reykvískár hús- mæðúr frekar ýsuflök en þorsk ÆRCO BELTI o g BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR BERCO KeSjuf Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Raar jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA , VERZLUNARFÉLAGIÐ f SKIPHOLT 15 — SIMI 10199 í soðið. Þær kinoka sér víst við að hreinsa fiskinn. Ég skil þær ekki. Soðið af þorskinum er betra í súpur og sósur, enda fylgja beinin með og úr þeim kemur krafturinn. Svo er fiskurinn hvítur og þéttur, ef hann er soð- inn á réttan hátt. Hann blátt á- fram hringar sig á fatinu. Ég sagði Gvendi frá spákon- unni í gær. Hann hló að mér og þó var ég búin að kvíða fyrir að segja honum þetta. Hvernig i tti ég að vita, nema það væri ólöglegt að spá og þar af leið- andi ólöglegt að láta spá fyrir sér. En Gvendi fannst bara fyndið hvað konur eru hjátrúarfullar og liafa gaman af að láta ljúga að sér um framtíðina. —i _ Spákonur eru húmbúgg, sagði Gvendur, kyssti mig og fór. Ég er fegin, að ég sagði honum þetta. Það hefði verið leiðinlegt að fara upp í blóra við hann, því ég hefði vitanlega farið, þó að hann hefði .bannað mér það. Það er spennandi að láta spá fyrir sér. Líkkista og morð! Einhver, sem ég þekkti! Stórkarlalegar hend- ur um grannan liáls, alveg eins og í glæpareyfurunum. Það væri skemmtilegt, ef ein- hver fremdi morð í Reykjavík og Gvendur gæti upplýst það og yrði fulltrúi fyrir vikið. Þá fengi hann að taka skýrsl- ur eins og hann langaði svo mikið til. Þetta var nú tiltölulega Ijótt af mér, að hugsa svona, en Gvend langar svo mikið til að verða fulltrúi. Ég labbaði upp stigana. Ég varð ekkert móð af að ganga stiga, það er af því að ég var vön að fara í fjallgöngur heima. Ég' hringdi hjá spákonunni. Ég hringdi fyrst pent og eng- inn anzaði. Svo hringdi ég ákaft og enginn anzaði heldur. Þá leit ég á fína gullúrið, sem hann Gvendur gaf mér í morg- ungjöf. Klukkan var sex mín- útur yfir t£u. Ég hringdi aftur, en það anz- aði enginn fremur en fyrri dag- inn. Þá fór ég niður í lyftunni og heimsótti Friðrikku. Hún gaf mér kaffi og sagðist ætla að hringja upp til spákon- unnar. Jafnvel þó að hún hefði sofið yfir sig og vaknaði ekki við dyrabjölluna, hlaut hún að vakna við símhringingu. Síminn var nefnilega á náttborðinu hennar. Það anzaði bara enginn í sím- ann, sem hringdi á náttborðinu og það ekki þó að Friðrikka léti símann hringja lengi. — Þetta er undarlegt, sagði Friðrikka, þegar hún kom inn í eldhúsið. — Sagðist hún ekki ætla að spá fyrir þér klukkan tíu í dag? — Jú, sagði ég. — Hún hefur kannski gleymt því. — Hún gleymir - engu, sagði Friðrikka. — Ég hef aldrei kynnzt konu, sem hefur annað eins minni. Hún blátt áfram gleymir aldrei neinu. Friðrikka hringdi þrisvar til spákonunnar um daginn og lét mig í hvert skipti vita, að eng- inn hefði anzað. — Kannski éru bamabörnin hennar veik og hún er að hjálpa tengdadætrum sínum, sagði ég í síðasta skipti, sem Friðrikka hringdi. Það fussaði hátt í símann. — Þær vildu ekkj frekar fá hana inn á heimilið en kaktus, sagði Friðrikka. Mér fannst þetta liálf undar- lega mælt. Ég var hrifin af kaktusunum sjálf og safna þeim. Gvendur kom ekki heim í há- degismatinn. Hann var að rann- saka eitthvert mál. Ég er fegin því, hvað honum Gvendi virðist ganga vel í rann- sóknarlögreglunni. Þeir eru farnir að treysta honum fyrir einhverju öðru og meira en smá- málum úti á landi eins og þessu, sem ég hjálpaði honum með. Ég fór þrisvar eðá fjórum sinnum upp til spákonunnar, en það anzaði ekki neinn. Gvendur spurði um kvöldið, hvað spákonan hefði sagt. Það var á meðan hann var að borða lifrina og hrognin, sem hann hafði átt að fá í hádeginu. — Ekki neitt, sagði ég; hún hefur ekki verið heima í allan dag. — Það hlýtur að vera meiri leiðinda fylgjan, sem þér fylgir, sagði Gvendur og hámaði hrogn- in í sig. — Hún flýr þig bara. Ég hafði vitanlega sagt Gvendi allt af létta um frænku hennar Friðrikku og allt það. — Hún sagði mér að koma klukkan tíu, sagði ég og var ei- lítið móðguð. — Hún minntist ekkert á að ég hefði leiðinda fylgju. Ef ég hefði haft svoleiðis, hefði hún neitað að spá fyrir mér. Friðrikka heldur að hún hljóti að yera veik. — Jæja, sagði Gvendur bara, þakkaði fyrir matinn og fór inn í stofu til að lesa blöðin áður en sjónvarpið byrjaði. Ég þvoði upp og gekk frá öllu í eldhúsinu. Ég veit fátt verra en diska, sem eru látnir bíða til næsta dags. Þeir verða gler- harðir og andstyggilegir og það er næstum ómögulegt að þvo þá eða pottana, nema þeir séu látn- ir standa lengi í bleyti. Þegar sjónvarpið byrjaði var ég komin inn í stofu. Ég sat í sófahorninu og prjónaði peys- una á hann Gvend. Hún er nefnilega ekki úr lopa heldur úr fínu garni og prjónuð á prjóna nr. 2. Þess vegna getur hann verið í henni undir jakk- anum og frakkanum með leik. 3 Merkilegt hvað mig syfjaði meðan ég var að prjóna. Það var blátt áfram ekki einleikið. Mikið frekar var það eins og þegar hún mamma mín og þá ennfremur hún amma mín, sögðu að einhver sækti að þeim. Þá voru þær vanar að leggja sig og annað hvort kom gestur eða þær hafði dreymt fyrir dag- látum. Þetta kom alltof oft fyrir hana ömmu mína, því að hún hafði alls ekki tíma til að leggja sig á hverjum degi og það oftast nær fyrirvaralaust. Það kom stundum fyrir hana mömmu, en aldrei fyrir mig. — Kannski blóðið sé þynnra og blandaðra í æðum mínum en þeirra. Enda hafa alls konar innflytjendur til Vestfjarða eyðilagt galdraorðstir okkar. Alíavega .sofnaði ég þarna upprétt og prjónandi í sofahorn- inu og mig dreymdi svo undar- arlega draúma. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSLP SNÁCK BAR Laugavegi 126, simi 24631. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell by ggingavöruv erzlun Réttarholtsvegi 3, Sími 38840. BARNAHEIMILIÐ Vorboðinn RAUÐHÓLUM. Tekið verður á móti umscknum um sumardvöl fyrir böm 4, 5, og 6 ára á skrifstofu Verkakvennafélagsins Framsókn ar í Alþýðuhúsinu, laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. maí kl. 2-6 e. h. Aðéins verða tekin Reykjavíkurbörn. Barnaheimilisnefnd Vorhoðans. 9. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.