Alþýðublaðið - 11.05.1968, Qupperneq 2
EÐW
Bitstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 —
14903. - Auglýsingasími: 14906. _ Aðsetur: Alþýðuhusið við Hverfisgötu,
Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. - Áskrlftargjald kr.
120,00. — I lausasölu kr. 7,00 eintakið. _ Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf!
BRÁÐABIRGÐALÖGIN
Alvarleg vandamál hafa skap-
azt undanfarin ár í sambandi við
söltun síldar hér á landi. Hefur
síminnkandi magn veiðzt við
landið á hinum gömlu heimamið
um, en síldin verið langt úti í
hafi. í fyrra var til dæmis ekki
unnt að sulta nema sáralítið á
eðlilegum tíma, heldur var salt-
að í október og nóvember. Bæði
er veðurfar og önnur aðstaða þá
erfiðara en um sumarið, aðstaða
vinnuafls óhægari og svo eru
gæði síldarinnar ekki talin hin
sömu svo seint sem þau eru um
sumar.
Af þessum ástæðum, svo og
vegna aukinnar samkeppni, eru
horfur um síldarsöltun á kom-
andi sumri mjög slæmar, verði
síldargöngur svipaðar og í fyrra.
Er því ekki annarra kosta völ en
'að íslenzki síldarflotinn hefji
söltun síldar um borð, en það
gera síldveiðimenn margra þjóða.
Síðastliðið vor skipaði sjávarút
vegsmálaráðherra Eggert G. Þor
steinsson fimm manna nefnd til
að fjalla um flutninga síldar.
Nefndin hefur nú skilað hluta af
áliti sínu og gerir tillögur um ráð
stafanir til að unnt verði að flytja
sjósaltaða síld frá flotanum á fjar
lægum miðum til lands. í nefnd
þessari áttu meðal annarra sæti
fulltrúar sjómanna, útvegsmanna
og síldarsaltenda, og styðja sam-
tök þessara aðila þær ráðstafanir,
sem gerðar hafa verið.
Forseti Íslands hefur nú sam-
kvæmt ósk sjávarútvegsmálaráð
herra gefið út bráðabirgðalög um
stuðning við flutninga á sjósalt- '
aðri síld á þessu ári. Er gert ráð
fyrir, að leigð verði allt að fimm
skip til þessara flutninga og aðr
ar ráðstafanir gerðar til aðstoðar.
Síldveiðar og síldarvinnsla
hafa verið þýðingarmesti atvinnu
vegur þjóðarinnar undanfarin ár
og átt hvað mestan þátt í þeim
stórauknu tekjum, sem fengust
á árunum 1964-66. Hins ^vegar
átti verðhrun á síldarlýsi og
mjöli hva-ð mestan þátt í því
hrapalega tekjutapi, sém varð í
fyrra og valdið hefur svo miklum
erfiðleikum. Af þessum sökum er
sérstök ástæða til að gera ráðstaf
anir, er greiði fyrir síldveiðum
og síldarvinnslu á þessu ári.
Ýms fleiri atriði varðandi síld
veiðar sumarsins eru til 'athugun
ar, og má gera ráð fyrir frekari
ráðstöfunum. Hefur sjávarútvegs
málaráðherra án efa gert rétt
með útgáfu bráðabirgðalaganna
og með þeim veitt síldarútvegin
um mikilvæga aðstoð til 'að hann
geti á komandi sumri gegnt sínu
hefðbundna hlutverki fyrir þjóð
ina eins og það hefur bezt verið.
RAFAEL KUBELIK
Tékkóslóvakía er og var mikið
tónlistarhreiður og margir snjall-
ir tónlistarmenn hafa dreifzt
þaðan um víða veröld. Einn
þeirra, sem starfa utan heima-
lands síns, er hljómsveitarstjór-
inn Rafael Kubelik. Hann er al-
inn upp á tónlistarheimiii, sonur
fiðluleikarans Jans Kubeliks. —
Frantisek, frændi hans, píanó-
kennari í Prag, hafði einna mest
áhrif á hann í æsku, ef undan
er skilinn faðir hans. Sjö ára
gamall var hann farinn að leika
tvíleik með frænda sínum. Hann
kenndi honum að þekkja anda
Haydns, Beethovens, Schu-
manns og fleiri tónskálda. Þá
þegar var hann farinn að lesa
nótur einkum af óperum, einnig
var hann farinn að fást við tón-
smíðar. Faðir hans kenndi hon-
um auðvitað á fiðlu og hann
komst. fljótt upp á lagið með að
leika konsarta og stofutónlist.
Hann segist ekki hafa haft neina
sérstaka löngun til þess að verða
hljómsveitarstjóri, en fljótt ver-
ið ákveðinn í að gerast tónlist-
armaður.
Hann stundaði nám við Tón-
listarháskólann í Prag 1928—1933
og kom fyrst fram sem stjórn-
andi Tékknesku fílharmoníu-
hljómsveitarinnar tæplega tví-
tugur. Faðir hans var einleikari
4 þessum tónleikum og lék
Fantasíu fyrir fiðlu eftir son
sinn. Síðan fór Rafael í 18 mán-
aða hljómleikaför sem undirleik-
ari, en hélt svo áfram námi í
fiðluleik og stjórnaði fleiri
hljómleikum í Prag, þar til hann
var ráðinn aðalstjórnandi við ó-
peruna í Brno, þar sem hann
var 1939—1941, eða þar til óper-
unni var lokað af Þjóðverjum,
en þá fór Kubelik til Prag og
varð stjórnandi Tékknesku fíl-
harmoníuhlj óms veitarinnar.
Eftir valdatöku kommúnista
1948 fór Kubelik úr landi og
býst varla við að snúa heim aft-
ur. Hvað sem verður við síðustu
atburði í Tékkóslóvakíu. Hann
varð hljómsveitarstjóri við sym-
fóníuhljómsveitina i Chicago
1950 — 53 og þótti það tíðindum
sæta, að á þeim tíma flutti hljóm
sveitin áð minnsta kosti 60 verk
þálifandi tónskálda. Sýnir það
hug hans til nútímatónlistar. —
Þaöan fór hann svo til Covent
Garden og var þar í þrjú ár, þar
til hann sagði af sér vegna hat-
ramlegrar árásar Sir Thomasar
Beechams á óperuna. Kubelik
álitur að söngleikahús eigi að
vera sjálfu sér nógt um alla
starfskrafia og starfa sem sam-
einaður hópur, en ekki hægt að
reka óperu á þann hátt á dögum
„þotusöngvaranna” eins og hann
segir. Þó slær hann ekki hend,-
inni á móti því að stjórna góðri
óperu, ef honum gefst kostur.
Árið 1960 réðst hann til sym-
fóníuhljómsveitarinnar í Miin-
ehen. Henni stjórnar hann á 35
hljómleikum á ári bæði heima
og á hljómleikaferðum. Hann
mun nú í ár leika á Edinborgar-
hátíðinni. Þar að auki stjórnar
hann um 30 tónleikum sem gest-
ur. Fjóra mánuði á ári notar
hann til hvíldar og hressingar,
þá semur hann kjarnann. Hann
hefur t. d. samið þrjár langar
óperur, nokkur liljómsveitarverk
og stofutónlist. Honum finnst
hann verða að halda uppi arf-
leifð forfeðra sinna og halda
tengsl við föðurland sitt á ein-
hvern hátt. Hann hefur ekki
áhyggjur af verkum sínum. —
Ekkert liggur á. Ef þau eru í
raun og veru einhvers virði, þá
verða þau það Uka eftir 20 ár.
Rafael Kubelik
Á meðan geta þau legið á hill-
unni. Þegar hann býr í 300 ára
gömlum kastala við Luzernvatn,
burtu frá öllum hljómleikasöl-
um, í óháðu andrúmslofti, finnst
honum hann njóta bezt næðis til
tónsmíða.
Kubelik stjórnar oft fyrir út-
varpsstöðvar og telur það ásamt
því að útvarpstónleikar nái til
margra, ómetanlega æfingu fyrir
grammófónupptöku. Kubelik er
nú að leika allar symfóníur Mah-
lers fyrir DGG, það er að segja,
aftur að Adagiokaflanum í þeirri
10., því að þótt hann hafi mikl-
ar mætur og álit á Deryck Gook,
sem prjónaði þar aftan við, held-
Framhald á bls. 10
11. maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
VIÐ
MÓI—
MÆLOH
tkki
andskotalaust
ÞAÐ er ekki andskotalaust að
" þurfa að endurnýja ökuskírtein
ið sitt, en hjá því vcrður ekki
kom'izt, án þess má maður ekM
aka. Ég lenti í þessu endurnýj
unarstússi núna á dögunum og
það var ekki aldeilis eins og
að fara í frakkann eða Iáta á
sig hattinn. Þó vann ég þetta
mjög skinulega og samkvæmt
nútíma hagræðingu.
Fyrst af öllu hringdi ég á
lögreglustööina og spurðist fyr
ir um hvaða plögg ég þyrfti að
Ieggja fram og fékk greið svijr
og skýr: sakavottorð, augnavott
orð, nýjar passamyndir, nafn-
núrner, gamla ökuskírteinið,
Vafstrið byrjaði þó ekki vel,
því ég hitti ekki á réttan af-
greiðslutíma hjá sakadómara og
fór fýluför, það er ekki opið
nema tvo tíma eða þar um bil.
Ég mátti sjálfum mér um kenna
að hafa ekkí kynnt mér þetta.
En í annarri lotu gekk allt
eins og í sögu. ég fékk þetta
líka indælisvottorð, enda hefur
réttvísinni alclrei tekizt að koma
mér á svartan lista. Hjá augn-
Iækninum voru átta á undan
mér og ég var langt komin
með dönsku blöðin, þegar núm
erið mitt var kallað upp, en
tíminn er fljótur að Iíða á
læknabiðstofum, eins og allir
vita, og enginn kippSr sér upp
v<ð þriggja eða fjögurra tíma
töf. Passamyndifnar fékk ég
eftir tvo daga eins og til stóð,
en nafnnúmerið og gamla öku-
skírteínið hafði ég auðvitað við
hendina; allt var til reiðu.
★
SVO arkaði ég niður á Iög.
reglustöð snemma á fimmtudags
morgni og lýsti því yfir í heyr-
anda hljóði, að ég væri kominn
í þeim erindagjörðum að fá
endurnýjað ökuskírteinið mitt.
Og afgreiðslustúlkan bað um
plöggin. Ég tók fram gamla
ökuskírteinið mitt og fékk
stúlkunni, sýndi henni nafnnúm
erið, afhenti henni passamynd,
augnvottorðið á borðlð, og
breiddi úr sakavottorðinu fyrir
framan hana, skrifaði því næst
bciðni um ökuskírteinl ásamt
ýmsum persónulegum upplýs-
ingum á þar til gert eyðublað,
greiddi að Iokum hundrað kall
fyrir væntanlegt ökuskírteini.
Nú þóttlst ég vel hafa gert og
hugsaði að ekki væri annað eft
ir en veita skírteininu viðtöku,
enda hafði stúlkan tekið I sína
. Framhald á bls. 10