Alþýðublaðið - 11.05.1968, Page 12
SÍOAY&
SKEMMTUN LEIKARA
Næstkomandi sunnudag ætla le'ikarar að halda síðdegisskemmtun á
Hótel Sögu til fjáröflunar fyrir styrktarsjóð Félags íslenzkra leik-
ara. — Rúmlega þrjátíu landskunnir leikarar taka þátt í skemmtun
þessari, sem meðal annars er fólgin í gamansamri tízkusýningu á
búnfngum úr leikritum, sem leikin hafa verið í vetur, og taka þátt
i lienni m. a. Brynjólfur Jóhannesson, Sigríður Hagalín, Jón Sigur-
björnsson, Valgerður Dan, Jón Aðils, Guðmundur Pálsson, Stein-
dór Hjörleifsson, Margrét Ólafsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Rúrik
Iiaraldsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, FIos'i Ólafsson, Kristbjörg
Kjeld, Árni Tryggvason, Ævar Kvaran, Sigríður Þorvaldsdóttir,
Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason, svo nokkrir séu nefndir.
Einnig verður til skemmtunar kynning á leikritum þeim, sem leik
1 in eru í leikhúsúnum í vetur og verða leikin atriði úr þeim, m. a.
úr Indíánale'ik, ítölskum stráhatti, ÞrettJndakvöldi, Koppalogni og
Islandsklukkunni. — Svo munu óperusöngvararnir Stina-Britt Mel-
ander og Ólafur Jónsson syngja úr Brosandi Iandi.
Er það trú leikaranna, að þetta geti orðið hin bezta skemmtun
og vonast til að þetta vekji áhuga fólks og það sæki skemmtun
þessa, sem verður, eins og áður er getið á Hótel Sögu, sunnudaginn
12. maí klukkan þrjú. Aðgöngumiðasala er á laugardag frá kl. 3-5
og frá kl. 2 á sunnudag. Myndin er af Róbert Arnfinnssyni og Rú-
rik Haraldssynj í hlutverkum sínum í íslandsklukkunni.
Þeir eru ekki fáir stórglæpa-
mennirnir, sem leitast hafa
við og jafnvel stundum tekizt
að koma af stað kjarnorku-
styrjöldum í kvikmyndum.
Sem betur fer hafa slíkar
styrjaldir þó, enn sem komið
er haldið sér innan ramma
kvikmyndatjaldsins. Moggi,
Fólk er alltaf að tala um pillur
ur til að varna barneignum.
Fyrir mitt leyti held ég að
svefnpillur séu árangursríkast
ar.
I.OFTÞÉTTAR UMBÍHÐIR
VINSÆLASTA PÍPUTÓBAK
í AMERÍKU.
REYKTÓBAK.
MÆÐRA-
DAGURINN
Sunnudaginn 12. maí hefur
Mæðrafélagið kaffisölu að
Hallveigarstöðum jafnframt
því að bjóða borgarbúum
upp á sérstaklega gott eftir-
miðdagskaffi. Þá vonar félag
ið að ágóði þess verði til
þess að efla sjóð þann er
stofnaður var til minningar
um Katrínu Pálsdóttur stofn
anda félagsins varaformann
og síðar formann til dauða-
dags. Tilgangur sjóðsins er
að verða til hjálpar einstæð-
um mæðrum og börnum á
raunhæfan hátt en þess
mundi Katrín helzt hafa ósk
að.
daglegi BAIÍstur
Þjóðhollusta
Á undanliðnum árum hefur, sem kunnugt er, íslenzkur iðnað-
ur átt mjög í vök áð verjast.
Fyrirtæki hafa rúllað um koll. hvert í kapp við annað cg
veríð lýst gjaldþrota.
Iðnrekendur hafa haldið margar og merkilegar ráðstefn-
ur, til að ráða fram úr þessum vanda.
Iðnaðarmálaráðherra hefur kvatt iðnrekendur til dáða og
drengilegrar samkeppni við erlenda auðhringa.
Kexframleiðsla hefur staðið í stað, en kexneyzla hundrað-
faldast áxað gizka.
Síldin er seld úr landi í tunnum og keypt aftur til lands
ins í dósum.
Ekki er sútað að selja ósútaðar gærur úr landi og káupa
þær aftur í annarri mynd.
Iðnaðurinn stríðir við skort á fallegum ummúðum.
Kassagerðin er í stríði við SH út-af umbúðum.
Allt er komið í hönk.
Allir tapa.
Og allt þetta fyrir skort á samkeppnisleysi og rekstrarfé
og ríkisábyrgðum og eilífðarvíxlum og vegna markaðskreppu
og kaupgetuleysis almennings.
Útlitið er svart.
Þjóðarskútan veltur eins og togari í flatskellu.
Þyngdarpunkturinn er á uppleið.
Ágirndarborðið er of hátt.
Við siglum með falskan steis.
Kröfurnar eru of há'ar. Kröfugöngurnar of fjölmennar og
ástandið í áfengismálum sýnir greinileg merki um afturför
Við borgum jafnmikið fyrir að drekka minna en áður
Þjóðin verður að gera auknar kröfur til sjálfrar sín.
Því er lagt til að þjóðin vísi eftirfarandi ályktun til sjálfrar
sín:
„Sjálfrar sín vegna ályktar hin íslenska þjóð að brýna
nauðsyn beri til að koma fótunum aftur undir iðnaðinn. Hún
v iðurkennir að í sjálfu sér eru valtir fætur skári en engir,
Og þó iðnaðurinn stæði þó ekki á' völtum fótum, væri það þó
spor í rétta átt. Eflúm íslenzkan iðnað. Snúum okkur í ríkara
mæli að þjóðlegri neyzlu á öllum sviðum. Almenn notkun
prjónabróka efli ullariðnaðinn. Meiri brennivínsdrykkja eflir
gosdrykkjaiðnaðiim. Snúum okkur að Svartadauða og Áka-
víti og eflum þannig þá grein iðnaðarins. Við ættum að borga
meira fyrr að drekka jafnmikið. Það eflir ríkiskassann og
þannig óbeint iðnaðinn. Þannig mætti lengi telja. Höfum
hugfast að iðnaðurinn horfir til okkar, hins almenna neyt-
enda, með vonarglampa í augum. Við- getum frelsað eða #or-
dæmt .Okkar er valdið og virðingin. Skoðum hug okkar þris-
var og íslenzku vörurnar fjórum sinnum áður en við kaupum
útlenda vöru.“ 1
GADDUR
Skyldi hann hafa ætlað i tí*
kall-hark þe'ssi útlendingur
með tíkallana í töskunni.