Alþýðublaðið - 12.05.1968, Side 2

Alþýðublaðið - 12.05.1968, Side 2
I Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. - Askriftargjald kr. 120,00. — I lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. ÞEIR VITA BETUR Þótt ótrúlegt kunni að virðast eru enn til menn, sem trua því, að lýgin verði að sannleika, ef hún er endurtekin nógu oft. Síð- asta dæmið um þetta eru skrif Tímans um störf Gylfa Þ. Gísla- sonar sem menntamálaráðherra. Segir blaðið, að Gylfi hafi svik- izt um að láta endurskoða skola- löggjöfina þau 12 ár, sem hann hafur gegnt ráðherraembætti. Þetta segir Tíminn, að sé einhver mesta vanræksla, sem um getur í sögu íslenzkra skólamála fyrr og síðar. Það er sorglegt, að Tíminn skuli endurtaka þessa fásinnu, af því að ritstjórar blaðsins vita bet ur. Þeir vita, að Gylfi Þ. Gíslason skipaði fjölmenna nefnd til að endurskoða skólalöggjöfina litlu eftir að hann varð menntamála- ráðherra 1956. Þessi nefnd skil- aði áliti 1959 og komst að þeirri niðurstöðu, að þá væri ekki á- stæða til heildarendurskoðunar. Þeir vita, að í ráðherratíð Gylfa hefur hver lagabálkurinn verið settur á fætur öðrum um hina ýmsu þætti skólamálanna. Ný lög hafa verið sett um Háskól ann, menntaskóla úti á landi, Kennaraskólann, iðnskólana, Tækniskóla íslands, húsmæðra- fræðslu, myndlistar- og tónlistar- skóla o. fl. o. fl. Ný lög hafa verið sett um skólakostnað, um námsstyrki og námslán, um fé- lagsstofnun stúdenta. Mætti svo lengi telja, enda hefur ekkert þing liðið svo, að ekki væru stig in ný þýðingarmikil skref í skóla málum. Ritstjórar Tímans vita einnig, að Gylfi Þ. Gíslason hefur stofn- áð skólarannsóknadeild við menntamálaráðuneytið og þar með komið á einni mex-kustu nýj ung í fræðslumálum hér á landi. Þar fara fram víðtækar og stöð- ugar rannsóknir, sem eru grund- völlur að áframhaldandi löggjaf- arstarfi. Ástæðan til þess, að Tíminn tekur upp svo samvizkulausan á- róður gegn Gylfa er án efa sú, að framsóknarmenn sjá ofsjónum yfir því, hve mikið liggur eftir hann sem menntamálaráðherra. Hinar miklu umræður um skipan skólamála, próf, bækur og kennslu, sem nú eiga sér stað, eru vottur áhuga og grósku og hafa alls ekki beinzt gegn ráð- herranum. Þvert á móti hefur Gylfi ýtt undir þessar umræður og hjálpað til að draga af þeim niðurstöður með því að halda fjölda funda og ráðstefna. Verð- ur því á lýðræðislegan hátt reynt að finna vilja þjóðarinnar og láta hann koma fram í frekari löggjöf, sem án efa verður sett undir for- ustu ráðherrans. Alþýðubl'aðið vill að lokum minna Tímann á, að Eysteinn Jónsson, formaður þingflokks framsóknarmanna, var fyrir nokkrum árum menntamálaráð- herra. Man nokkur maður eftir nokkrum hlut^ sem hann gerði í því embætti? I Bækur og barnabækur Nýútkomin bókaskrá Bóksala- félags íslands fyrir árið 1967 er að vanda fróðleg um bókaútgáf- una á liðnu ári. í fyrra' var talið skáldsagna- ár, og gefur lausleg talning til kynna að frumsamdar íslenzkar skáldsögur og smásagnasöfn í fyrra hafi orðið 29 talsins; þá komu aftur á móti ekki út nema 10 ljóðabækur. Af þessum 29 bókum voru 6 eftir konur, og svo- nefndar „kerlingabækur,” alþýð- legar skemmtisögur, margar úr sveitinni í gamla daga, munu vera álíka inargar eða 5—10 tals- ins, en þessir tveir bókaflokkar falla að vísu engan veginn sam- an. Af Ijóðabókunum mun hins vegar fullur helmingur vera ýms- iskonar tilfallandi kveðskapur, vísnasöfn, og annar tækifæris- skáldskapur, sem fáir munu taka alvarlega sem bókmenntir. Þar við bættust í fyrra 15 nýjar frum samdar skáldsögur handa börn- um og unglingum, 6 þeirra eftir konur, en 4 barnasögur komu út í nýrri útgáfu. í fyrra komu út 10 eldri skáldrit, sum þeirra klassísk rit, í nýrri útgáfu. Og eftir skránni verða 11 rit önnur, sem út komu á árinu í fyrsta sinn, ótvírætt talin til „listrænna bókmennta, ritgerðasöfn, ferða- sögur o.s.frv., þó einhverjum kunni að þykja vantalið í þann flokk. Því miður verður útkoman ekki eins hagstæð þegar kemur að þýddum bókum. í fyrra virð- ist mér að út hafi komið 10 skáld- rit af ýmsu tagi sem ótvírætt verði að telja til „góðra bók- mennta.” Hins vegar voru þýdd- ar reyfarasögur handa fullorðn- vm lesendum, sem svo eiga að fc~ita, ekki færri en 30 talsins, og eru þá einungis taldar skáld- sögur, en sleppt öllum þeim reyfarasögum af ýmsu tagi sem út eru gefnar undir yfirskini sannrar frásögu. Enn rösklegar ganga þó útgefendur barna og unglingabóka að síriu verki. í fyrra telst mér til að út hafi kom- ið 7 — sjö — þýddar unglinga- bækur Sem ótvírætt verði taldar góðar bókmenntir, en þýddar reyfara og skemmtisögur eru 40 talsins. Þófct eitthvað kunni að vera oftr’ið i þennan flokkinn, vegna ókunnugleika, skeikar það varla svo miklu að geri neinn gæfumun. Hafa þá verið taldar 166 bæk- ur sem út voru gefnar í fyrra, þar af 155 einhvers konar skáld- skaparrit, 68 þeirra frumsamdar en 87 þýddar. Fljótt á litið virðisfc mér skráin hins vegar telja 422 bækur útgefnar í fyrra, þegar allt er talið með, þar af 97 barna- bækur. Það er varla ástæða til að draga víðtækar ályktanir af þessum tölum, — ætli þurfi ekki annar og meiri fróðleikur að koma til að rökstyðja skoðanir um „ástand og horfur” í bókaút- gáfu. En óneitanlega dregst at- hygli að bamabókunum, nær fjórðungi allrar útgáfunnar. Minnsta kosti 66 bækur, hér tald- ar, eru ótvíræð skáldskaparrit og langflest þeirra ætlað stálpuðum börnum og unglingum. En hverj- ar eru eiginlega allar þessar bækur? Oft er kvartað yfir því að foreldrar og aðrir fái litla leiðbeiningu í blöðum, útvarpi eða annars staðar við bókaval handa börnum sínum, og skipu- leg „gagnrýni” þessara bók- mennta tíðkast ekki. En gætu ekki skólar og kennarasamtök, foreldrafélög, uppeldis- og sál- fræðingar, menntamálaráðuneyt- ið, samtök rithöfunda, einhverjir eða allir þeir aðiljar sem telja þessi mál sig varða, — gætu þeir ekki komið á fót einhvers konar „ráðgjafa” um barnabæk- ur. Mætti hugsa sér einhvers konar nefnd sem forleggjarar gætu snúið sér til með handrit sín eða erlendar bækur í þýð- ingu og leitað meðmæla hennar sem getið yrði rækilega á bók- inni sjálfri, þegar kæmi til út- gáfu hennar. Hér væri ekki um neina ritskoðun að ræða, því engin bók yrði „bönnuð”, — ein- Frh. á bls. 13. 2 12. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ VIÐ MÖT— MÆLUM AUÐSÆ OG ÁNÆGJULEG' er sú þróun, sem greinileg hefur verið í útgáfu íslenzkra bóka og tímarita nú allra síðustu ár. Virðast innlend blöð og bækur á hraðri framfaraleið, hvað útlit og frágang snertir — þó að efnið sé auðvitað upp og ofan eins og verið hefur og og verða mun. Ekki þarf ann- að en að handfjalla t.d. bæk- ur Almenna bókafélagsms tímarit eins og Áfanga, Rétt, Sveitarstjórnarmál, Iðnaðar mál o.sv.frv. til að sannfærast um þetta. Þá hygg ég, að prent villum hafi fækkað til mik- illa muna, þó að auðvitað sé erfitt að kveða að fullu niður þann leiða og langlífa fjanda, prentvillupúkann. □ ÞAÐ ER SANNARLEGÁ gleði- efni, að þetta skuli vera að færast í viðunanlegt horf hér á íslandi — landi bókanna og bókmenningarinnar. íslenzkar hækur og blöð hafa til þessa oft á tíðum einkennzt af fádæma kauða- og klaufaskap að flestri gerð — þveröfugt við það, sem ætla mætti um þjóð, sem átt hefur jafn mjög tilveru sína undir tilvist góðra bóka og við íslendingar. Það var ekki ó- títt hér á árunum, að íslenzk ar bækur rifnuðu úr kjölnum við fyrsta lestur; án þess nokk uð óeðlilega reyndi á þær, — svo að ekki sé nú minnzt á allt línubrenglið, prentsvertu. blettina, heflingarskekkjurnar, blaðsíðuvíxlið o.sv.frv. o,sv.fr\T. Átti þetta jafnvel við forláta útgáfur frá þekktum fyrirtækj um — stærðar doðranta með gylltum kili, skinnbundna og skreytta. Það kom jafnvel fyr ir, að gleymzt hafði með öllu að prenla á heilu síðurnar — og tala ég þar út frá persónu legri reynslu. □ EN HVAÐ UM ÞAÐ. — Þetta virðist vera að taka breyting um til mikils batnaðar — bók- lesurum og blaða — til auk- innar ánægju og nautnar. Það skyldi aldrei gleymast sam- vizkusömum útgefendum að útlitið hefur sitt að segja: Snyrtimennska og smekkvísi eiga að vera óaðskiljanlegir förunaular þess innihalds, sem er einhvers virði. GA. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI S2-10L

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.