Alþýðublaðið - 12.05.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.05.1968, Blaðsíða 4
I — KANNSKI þú vildir segja | mér hvað menn hugsuðu um ; verkalýðsmál ,í Hafnarfirði, þeg- t ar þú varst að alast upp, og ; hvað þú heyröir um þau á skúl- j unum? i — Á skútunum var ekki mikið : talað um verkalýðsmál. En verka 1 lýðshreyfingin kom tiltölulega j snemma til Hafnarfjarðar þegar Verkamannafélagið Hlíf var ; stofnað 1907. Og um verkalýðs- i mál var töluvert talað í Hafnar- i firði. Þar var einu sinni mikill slagur sem kenndur er við Buck- les, enskan útgerðarmann sem ; hafði mikla fiskverkun í Hafnar firði. Þannig heyrði maður ým- islegt um verkalýðsmál, en ég komst lítið inn í þau fyrr en ég fór að vera á togurunum. Ég var með, ýmsum ágætismönnum strax á togaranum Apríl. Þar var Sigurður heitinn Ólafsson sem lengi var starfsmaður og gjald- keri Sjómannafélags Reykjavík- ur, og þar var líka Karl Karls- son, sem lengi var vatnsmaður við höfnina, báðir ákveðnir sjó- mannafélagar og Alþýðuflokks- menn. Það var mikið um pólitík rætt á Apríl og þar með um verkalýðsmál. — Mundirðu segja, að félags- • vitund sjómannastéttarinnar hafi fyrst og fremst orðið til með togaraútgerðinni? — Já, áreiðanlega. Sjómanna- félag Reykjavíkur var t. d. stofnað í sambandi við átök um lifrarhlutinn á togurunum, og togarakjörin virtust liggja mönnum þyngst á hjarta, en skútukjörin voru líka til um- ræðu, svo alltaf þegar maður var við sjóinn heyrði maður talsvert 1 um þessi mál rætt. I — Hvernig atvikaðist það að i þú varðst Alþýðuflokksmaður? — Ég segi alltaf í gamni að Tarzan hafi gert mig að krata. Þannig var, að heima hjá föður mínum voru þröng húsakynni og mörg börn, og ég fékk að vera í herbergi í húsi hjá verka- manni nokkrum sem keypti Alþýðublaðið. Ég hafði lítið kynnzt þessu blaði áður, enda nýlega farið að koma út. Og í því voru sögur af Tarzan sem Ingólfur Jónsson, bróðir Finns heitins Jónssonar, íslenzk- Jón Baldvinsson. aði fyrir blaðið. Þetta voru miklar ævintýrasögur og ungling ar gleyptu þær í sig. Alþýðu- blaðið var ekki stórt þá, og þeg- ar ég var búinn að lesa Tarzan fór ég að lesa annað efni, og ég hreifzt strax af eldlegum hvatn- ingargreinum Ólafs Friðrikssonar fyrir má’lstað verkalýðsins og jafnaðarstefnunnar. Þegar ég kom á togarann Apríl held ég að meirlhluti áhafnarinnar hafi verið Alþýðuflokksmenn. — Hvenær gekkstu í Sjó- mannafélag Reykjavíkur? — Um leið og ég réði mig á togarann, vorið 1924. — Og þú fórst fljótlega að gegna trúnaðarstörfum fyrir það? — Ég varð snemma trúnaðar- maður félagsins á vinnustað, félagsgjöldin voru þá rukkuð um borð. Þau voru að vísu lág, en það var undir hælinn lagt hve- nær menn gátu borgað, svo ekki varð hjá því komizt að hafa mann um borð til að gegna þessu starfi. — Var nokkuð sögulegt sem gerðist í þessu sambandi? — Nei, ekki var það, það þótti eiginlega sjálfsagður hlutur að sjómennirnir væru í félaginu. Það kom rétt fyrir að tveir, þrír menn um borð þversköll- uðust við að gerast félagar. En þá gerðum við hinir okkur lítið fyrir og fórum til skipstjórans og sögðumst fara af skipinu ef þessir menn gerðust ekki sjó- mannafélagar. Samtökin voru góð, mönnum var ekki liðið að vera með neinn útúrboruhátt. — Lentirðu í nokkrum sögu- legum verkföllum meðan þú varst á togara? — Nei, þetta, sem gerðist, gerðizt með ró og spekt. — Varstu svo strax kosinn í stjórn Sjómannafélagsins og þú komst í land 1931? — Ég var kosinn ritari félags- ins veturinn eftir, snemma árs 1932. Sigurjón Á. Ólafsson var formaður, Ólafur Friðriksson varaformaður, Sigurður Ólafsson gjaldkeri, ég ritari, og Steindór Árnason varagjaldkeri. — Hvar hafði Sjómannafélagið þá skrifstofu? — Þá var ekkert Alþýðuhús. Við höfðum skrifstofu í húsinu Hafnarstræti 18 þar til í maí 1933, að við fluttum í Mjólkurfé- lagshúsið. — Þetta var þegar kreppan var í algleymingi. — Já, það var kreppa og mik- ið atvinnuleysi. — Og hvað var reynt að gera? — Það átti að heita að haldið ^væri uppi atvinnubótavinnu, mest alls konar litið arðbærri og þvi heldur auðmýkjandi vinnu, eins og snjómokstri, klakahöggi og grjóthöggi. Það var einmitt út af atvinnubótavinnu sem Gúttóslagurinn var. — Já, kannski þú segir mér frá honum. — Ég veit ekki, það er búið að segja svo margt um þann slag, um stólfæturna, sem Héðinn Valdimarsson varpaði út til þess að hafa að vopni, og um flótta Jakobs heitins Möllers inn á Hótel Borg. Ég gat ekki stillt mig um að hlaupa úr vinnu og skipa mér í raðir verkamann- anna, en tel ekki þörf á að rifja upp atburðarásina. — Menn hafa þurft að síanda í miklum eltingaleik tii að fá at- vinnu. Héðinn Valdimarsson. — Já, ef von var á' skipi, þá fóru menn eldsnemma á fætur og flýttu sér niður að höfn. Svo þegar farið var að ráða, þá bjuggust víst flestir við að verða fyrir valinu, en þegar búið var að skipa í öll pláss, voru kannski þrír fjórðu af verkamönnunum eftir. Þetta var óskaplegt sálar- stríð fyrir menn, það þekkja .engir, sem ekki reyndu. — Heldurðu kannski að yfir- leitt hafi verið lakarj afkoma •■■■■ •■•■■ ■ ■•■■ •■■■• Sigurbsson - III. Ferðalög og erind rekstur ■■■■■ ■■■■■ ■•■■■ ■■■■■ ■■■•■ ■■■■• 4 12. maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ á þessum árum heldur en eins og einum tug ára fyrr? — Vel mætti segja mér það. Straumur fólks úr sveitunum var orðinn allmikill og atvinnu- leysið át upp þær kjarabætur sem unnizt höfðu og meira en það. Þetta voru hallæristímar. — Og svo kom að því að þú varst gerður að erindreka Al- þýðusambandsins. Segðu mér nú rækilega hvernig það atvikaðist. — Það mun hafa verið í febrú- armánuði 1934 að þeir Jón Bald- vinsson, formaður Alþýðuflokks- ins og forseti Alþýðusambands- ins, og Héðinn Valdimarsson, sem var varaformaður, báðu mig að koma til tals við sig. Og Jón spurði mig gagngert hvort ég vildi leggja undir mig landið. Ég var ekki á hreinu með hvað liann ætti við, og þá skýrðu þeir mér frá þeirri ákvörðun sam- bandsstjórnar að ráða erindreka f.^rir Alþýðuaambandið. Hainn ætti ekki áðeins að vinna hér í bænum heldur líka ferðast út um land. Um þetta leyti var orð- inn mikill slaguý við kommún- ista. Þeir höfðu klofið sig út úr Alþýðuflokknum fyrir nokkrum árum og höfðu sitt eigið verka- lýðssamband á Norðurlandi, þannig að verkalýðshreyfingin var klofin í landinu. Mitt verk átti að vera það, að fara út um land og kynna starf og stefnu Alþýðusambandsins, stofna ný verkalýðsfélög þar sem þess þurfti með og fá félög í Norður- landssambandinu til að ganga í Alþýðusambandið. Þetta var sem sagt almennt erindreka starf sem raunar var ekki fullákveðið í hugum manna fyrirfram. — Fékkstu erindisbréf? — Ég fékk ráðningarbréf und- irritað af Jóni Baldvinssyni. Eg á það enn og það hljóðar svo: ,,Ég undirritaður, Jón Bald- vinsson, í umboði stjómar Al- þýðusambands íslands, ræð hér með Jón Sigurðsson fastan starfs- mann Alþýðusambands íslands frá 1. marz nk. að telja. Jón skal vera erindreki sambandsins í fag- legum og pólitískum efnum, — veita forstöðu skrifstofu þess í Reykjavík og rita í Alþýðublaðið um þau málefni er sérstaklega snerta starfssvið hans. Kaup hans sé 325 krónur á mánuði er greið- ist úr sambandssjóði. Ráðningar- tíminn er fyrst um sinn til 1. júlí. Allt sem við kemur starfinu nánar skal tekið fram í erindis- bréfi frá sambandsstjórn.” Þetta er undirritað af Jóni Baldvinssyni 28. febrúar 1934, og ég rita undir sem samþykkur. — Þar með varstu óbeinlínis orðinn blaðamaður við Alþýðp- blaðið. Varstu vanur greina- skrifum í þá' daga? — Ekki get ég nú sagt það, en borið hafði ég við að skrifa grein. Það mun hafa verið rétt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.