Alþýðublaðið - 12.05.1968, Side 15

Alþýðublaðið - 12.05.1968, Side 15
r ramnaiússap eftir U JÓNSDðTíUR Teikningar eftir RAGNAH LAR. — Af því að fyrst eru lík mjúk viðkomu, svo harðna þau upp, sagði Gvendur. — Það heitir „rigor mortís” og tíminn, sem líður þar til lík fá dauða- stjarfa, ræður úrslitum um það, hvenær fólkið hefur dáið. Ég vissi þetta afar vel, enda les ég glæpareyfara, en ég vildi endilega fá hann Gvend til að tala. Það var einhvern veginn auð- veldara að hætta að gráta og láta ékki líða yfir sig, meðan Gvendur talaði. — Að vlsu verður að taka fullt tillit til hítastigs íbúðarinnar og annarra ámóta hluta, sagði hann. — Samt myndi ég segja, eftir öllum utanaðkomandi um- merkjum að dæma, að hún hefði dáið seinnipartinn í gærkvöldi. Ég hafði ekki hugmynd um, að Gvendur vissi" svona. Það ÆPCO BELTIog BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR BERCO Keðjor Spyrnur Framhiól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Bolfar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ almenna VBíZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 -SlMI 101991 vissi bara fólk, sem les glæpa- sögur eins og ég og svo vitan- lega læknar. — Heldurðu, að þú treystir þér til að bíða hérna ein, meðan ég ber kerlinguna niður? spurði hann svo, Fyrst hélt ég að hann ætti við spákonuna og ég ætlaði einmitt að fara að segja honum, að liann hefði sjálfur bannað syni hennar að snerta hana og að honum bæri sem rannsóknarlög- reglumanni, að vita, að hér ætti allt að vera eins og það var, þegar morðið var framið. En síðar skildi ég, að hann hafði átt við Friðrikku, sem lá þarna enn við útidyrnar í yfir- liði. Ég kinkaði bara kolli og barð- ist við ekkann. Gvendur klapp- aði á öxlina á mér og tautaði eitthvað. Ég held helzt að það hafi verið eitthvað í þá átt, að ég væri dugleg stúlka eða svo- leiðis og svo fór hann. Hann fór með Friðrikku í yfirliði og skildi mig eftir eina hjá' spákonunni dauðri. Það var ekki fyrr en eftir að kann var farinn, að ég fór að iita í kring um mig. Ég labbaði að eldhúsdyrunum. Allt var betra en að standa þarna í ytri forstofunni og horfa á líkið. Á eldhúsborðinu stóðu tveir kaffibollar, kaffikanna, ösku- bakki og molasykur í skál. Ég fór ekki inn í eldhúsið. Þegar ég kom í gær til að láta spá fyrir mér, hafði ég farið beint í eldhúsið. Ég leit ekki á íbúðina. Núna stóð ég við eldhúsdyrn- ar og virti fyrir mér forstofuna eða það, sem íslendingar kalla „hol.” Það stóð eins konar skatthol upp við mjóa vegginn í forstof- unni. Eg segi eins konar skatt- hol vegna þess að þetta var frekar borð með skúffum í. Ég sá skúffurnar undir borðinu greinilega núna. Ég tók víst ekkf eftir skúff- unum í gær, af því að þá var dúkur á skattholinu. Núna var hann eilítið skakk- ur. Þetta var fallegur dúkur með liarðangurs og klaustur saum. Ég vissi með sjálfri mér, að Magdalena hefði ekki viljað að dúkurinn væri hornskakkur. Ég labbaði að skattholinu og rétti dúkinn til, svo að hann huldi skúffurnar alveg, rétt eins og hann hafði gert, þegar við Friðrikka komum í heim- sókn. Ofan á dúknum voru myndir í litlum römmum. Myndir af börnum. Barnabörnum hennar. Að þetta skyldi koma fyrir veslings konuna, hugsaði ég. - Dúkurinn var fallegur og vel- saumaður og hann átti að vera liornréttur á borðinu eins og hann hafði verið, þegar ég kom að heimsækja hana í gærmorgun. Það gladdi mig, að ég gat gert það fyrir hana, að setja dúkinn hornréttan á borðið. Mig langaði bæði til að skoða myndirnar betur og laga ögn til í eldhúsinu. Það er áreiðanlega hræðilegt að deyja frá óuppþvegnum boll- um. Mikið liræðilegra en það er að veikjast og fara á spítala frá óuppþvegnu leirtaui og óhrein- um skápum. Svo hræðilegt, að ég veit, að hver einasta kona skilur það, hvers vegna mig langaði til að laga svolítið til áður en rann- sóknarlögreglan kæmi með alla sína lögreglumenn og fulltrúa. Mig langaði lika til að hæg- ræða spákonunni á gólfinu og setja kodda undir höfuðið á henni. Það hefði einhvem veginn verið viðkunnanlegra að sjá hana liggja þarna á gólfinu með kodda undir höfðinu og rólega að sjá. Eins og hún væri sofandi en ekki dáin. En ég vissi líka, að Gvend- ur yrði bálreiður, ef ég setti koddann undir höfuðið á henni eða þvæi óhreinu bollana. Þess vegna hætti ég við það. Ég stóð bara og horfði á myndirnar og beið eftir, að Gvendur kæmi. Mér var ekki óglatt lengur, dautt fólk er ekki jafn óhugn- anlegt og maður heldur í fljótu bragði. Dautt fólk getur ekki gert manni mein eftir dauðann, þó að þjóðsögurnar segi það. Draugarnir verða bara til í hug- skoti mannanna og eru bein af- leiðing af myrkri og einangrun. Samt er eins og það sé okkur meðfætt að vera hrædd við látna menn. Ég veit ekki hvers vegna en svona er það og það algjör- lega að ástæðulausu. En það er auðvelt að sigrast á hræðslunni með algengri skynsemi, ef mað- ur fær nægan tíma til þess. Nei, lifandi fólk er mun ó- hugnanlegra en látið. Það getur gert allt mögulegt af sér, hatað og kvalið og jafnvel myrt. Dauðu mennirnir gera ekki neitt nema liggja og verða kaldir og rotna. Ég trúði ekki á aftur- göngurnar og alls ekki á vonda drauga. Það getur verið að það sé eitthvað til í þessu með miðla og spíritista. Ég veit það að vísu ekki, því að ég hef aldrei komið á miðilsfund, en hún mamma fór á miðilsfund eftir að hún amma dó og miðillinn sagði henni mömmu bæði eitt og annað um hana ömmu, sem mamma var fyrir löngu búin að gleyma. Það gat ekki heldur verið, að miðillinn hefði spurzt fyrir um mömmu og ömmu, því að þetta var í Reykjavík og mamma fór á fundinn með hálftíma fyrir- vara af því að einhver hafði for- fallast. Draugar ganga líka bara aft- ur til að hefna sín á einhverj- um eða til að ofsækja ættina. Ég hafði ekki gert Magdalenu neitt og hún var ekki venzluð mér að neinu leyti. Svo heyrði ég til Gvends á' ganginum. Mér fannst að hann hlyti að hafa fjölda manns með sér, það var svo mikill hávaði frammi. Ég stóð kyrr. Mig langaði til að vera áfram inni. Eg hef lesið gífurlegt magn af glæpareyfur- um og alltaf haft mikinn áhuga fyrir morðmálum og stuldum. Kannski það sé einmitt ástæðan fyrir því, að ég giftist • honum Gvendi. Ja, eða í og með ástæð- an fyrir því, að ég varð hrifin af honum. En Gvendur vildi ekki leyfa mér að vera inni. Hann sagði að þetta væri ekki mál fyrir konur. Ég er stundum fegin því, þegar Gvendi finnst ég vera lít- il og viðkvæm og að hann þurfi að vernda mig og gæta í hvívetna. En mér finnst enn, að honum hefði átt að þykja ég vera stór og sterk í þetta skipti. Þá gæti verið að málið hefði leystst fyrr. Það var ekki eins og það hefði liðið yfir mig eins og hana Frið- rikku. Og mig sem langaði svo ó- stjórnlega til að fá að vera kyrr. Þarna var fullt af rannsóknar- lögreglumönnum og þeir voru með alls konar tæki til að athuga fingraför og guð má vita hvað alveg eins og mennirnir hjá Scotland Yard. En Gvendur stóð fast við sitt. Hann klappaði mér á kinnina og sagði: — Þú stóðst þig eins og hetja, ástin mín. Farðu nú og leggðu þig. Ég kem eins fljótt og ég get. Á ég kannski að fylgja þér niður? Ég hélt nú ekki. Eg hristi höfuðið og gekk, að lyftunni. — Reyndu að sofna, ástin min, kallaði Gvendur á eftir mér. Meðan ég beið eftir lyftunni, því að ég er hvort eð er búin að fá svo oft í magann f dag heyrði ég að einn rannsóknarlög- reglumaðurinn sagði við hann Gvend: — Heldurðu að hún hafi ekki fengið sjokk? Viltu ekki að lækn- irinn líti á hana? — Hún Hanna? sagði Gvend,- ur stoltur. — Nei, hún lætur sér ekki bregða við annað eins og þetta! Ég hélt áfram að láta mér livergi bregða og fór niður með lyftunni, sem hefur meiri áhrif á magann á mér og taugarnar en morð. Ég beið eftir að Gvendur kæmi. Ég var afskaplega reið við hann. Hann sagði að ég væri dugleg og Jéti mér ekki bregða við neitt, og samt mátti ég ekki vera uppi, þegar morðið var rannsakað. Hann sagði að ég væri lítil-og veikbyggð — ja, ekki með orð- um, en með því að henda mér út — og samt skildi hann mig eftir eina hjá líkinu og sendi mig eina niður. Og svo segja menn, að karl- menn hugsi rökrétt! Nei, má ég þá biðja um kvennalógik! Fyrir bragðið skyldi' Gvendur verða að finna sjálfur, það sem ég hafði séð uppi hjá spákon- unni og hafði ég þó ætlað að segja honum það. Ég ætlaði aldrei að segja honum það, nema ef hann fyndi það ekki. Karlmenn eiga erfitt með að skilja það, hvar konum finnst bezt að fela hlutina. Ég ætlaði aldrei að sofna, en samt sofnaði ég áður en hann Gvendur kom. Hann vakti mig og sagði mér, að allir félagar hans hefðu verið hiifnir af mér og sáröfundað hann af því að eiga svona duglega og elskulega eiginkonu. Hann sagðist vera hreykinn af mér og ég skammaðist mín og ætlaði að segja Gvendi frá mið- anum, sem var undir hvíta dúkn- um með harðangurs og klaustur saumnum á skattholinu í and- dyrinu. 12. maí 1968 — ALÞÝBUBLAÐIÐ J5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.