Alþýðublaðið - 12.05.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.05.1968, Blaðsíða 3
Giftu sig fyrir hálfu ári - flytja nú í eigin íbúð ■k Ung hjón, Jón Guð- jónsson og María Björg Sig- urðardóttir, voru ein af þrennum hjónum sem fyrst- um voru afhentar íbúðir sín- ar í Breiðholtshverfi. íbúð þeirra er að Ferjubakka 2. Þau Jón og María voru í sjöunda himni og leizt vel á sig í nýju íbúðinni. — Við giftum okkur á s.l. jólum og -höfum fram að þessu búið heima hjá foreldr um Maríu, sagði Jón. Þau hjónin eiga lítinn son. — Ég starfa sem tækja- maður hjá Eimskip í Borgar skála, en María vinnur á skrifstofu Innkaupastofnun- ar ríkisins. Við sóttum um þe?sa ibúð í fyrra sumar. Við greiddum 35 þúsund þegar við fengum Staðfest- ingu á íbúðinni og síðan 43 þús. við afhendingu. Næstu árin greiðum við 43 þús. ár- lega. Við spurðum ungu hjónin hvenær þau. flyttu inn í íbúðina? — Við flytjum inn mjög bráðlega. Að vísu eigum við lítið mnbú, en það bjargast samt og kemur smátt og smátt. Jón og María við dyrnar á íbúðinni. Nuverandi stjórn Almennra trygginga hf„ talið frá vinsíri: Carl Olsen, aðalræðismaður, Baldvin Ein arsson, forstjóri félagsins, Kr'istján Sigurgeirsson kaupmaður, Gunnar Einarsson, prentsmiðjustjjóri, Jónas Hvannberg kaupmaður og Guðmundur Pétu sson hrl. Aldarfjórðungsafmæli Almennra t rygginga hf. Er nú 3ja stærsta tryggingafélagib Stofnfundur Almennra Trygg- inga h.f. var haldinn 11. maí 1943 eða fyrir réttum 25 ár- um. Hlutafé félagsins var ákveð ið kr. 1.250.000 og helmingur þess þá þegar greiddur, en hef ur síðan verið hækkað í kr. 5.625.000. Skrifstofa félagsins var opn uð 28. ágúst sama ár í Aust- urstræti 10A (húsi Ragnars heitins Blöndal) og var aðal- skrifstofa félagsins þar til húsa, unz flutt var í eigið hús næði að Pósthússtræti 9, hinn .17. september 1960. . 1. apríl 1944 tók félagið að sér brunatryggingar allra fast eigna í lögsagnarumdæmi Reýkjávíkur, ' éftir að þær Á rökstólum Annað kvöld, kl. 20.50, setjast Helgi Sæmundsson, ritstjóri, og Einar Ágústsson alþingismaður á rökstóla í útvarpinu og ræða um breyt- ingar á íslenzku stjórnar- skránni. Umræðum stjórnar ar Björgvin Guðmundsson deildarstjóri. Er ekki að efa að marga fýsi að heyra hvað þessir menn hafi um þetta mál að segja. höfðu verið boðnar út, og hafði þær tryggingar nteð höndum um 10 ára skeið eða þar til borgin tók þær í sín- ar hendur með stofnun Húsa- trygginga Reykjavíkur. Þegár við stofnun tók félag ið upp ýmis nýmæli í trygg- ingum á íslandi og hefur jafn an síðan reynt að koma til móts við þarfir íslenzkra trygg ingartaka. Starfsemi félaesins hefur aukizt jafnt og bélt og námu heildariðgjöld félagsins árið 1967 tæpum 100.000 000 kr. en alls hafa iðgjöld félagsins frá byrjun numið um 700.000 000 kr., en greidd tión á sama tíma um 500 000.000 kr. Að sjálfsögðu hafa orðið mörg stór tión á þeim 25 ár- um, sem liðin eru frá stofnun Almennra Trygginga h.f. og er þar skemmst að minnast hins mikla tións, sem varð í vörugeymslum Eimskipafélags íslands h.f. á sl. sumri. Stærsta tjónið, sem félagið hefur greitt er vegna portú- galsks togara, sem sökk eftir árekstur við íslenzkt skip og nam það tjón £220.000.oo. Starfsfólk Almennra Trygg- inga h.f. í Reykjavík er nú um 40 ,auk starfsfólks á um- boðsskrifstofum, og féiagið hefur tekið í sína þjónustu nýja tækni á sviði rafreikna, sem auðveldar mjög allt á- hættueftirlit og þjónustu við viðskiptamenn. Félagið hefur sjálfstaeðar skrifstofur á Akureyri, Hafn- arfirði og Selfossi auk umboðs manna um allt land. Mæiradagur Mæðradagurinn er í lag, og verður mæðrablómið að venju selt á götum borgarinnar. Um þessar mundir er mæðradagur- inn 40 ára. Tilgangurinn með fjársöfnun dagsins hefur alltaf verið sá að gefa mæðrum sem þess þurfa með kost á ókeypis sumardvöl, og nú síðustu ell- efu árin hafa þær sumardvalir verið í Hlaðgerðarkoti í Mos- fellsveit þar sem mæðrastyrks- nefnd á húsnæði. F erí'E jn.ráðst ef na Frh. af 1. síðu. eins og áður ákveðið að veitn 50% afslátt á fargjöldum til þeirra, sem ráðstefnuna sækja. SERVÍETTU- PRENTUN SfMI 32-101. Sumardvöl barna Framhald á bls. 1 miklu meiri en mögulegt er að sinna. □ RAUÐI KROSSINN Rauðj krossinn rekur 2 sum ardvalarheimili í sumar, ann að að Laugarási í Biskupstung um og hitt að Ljósafossi. Eru heimilin ætluð börnum á aldr inum 4—8 ára og er miðað vjð að börn einstæðra mæðra gangi fyrir. Að Laugarási munu dvelja um 200 börn í sumar, en að Ljósafossi 70—30 börn. Er dvölin tvískipt, þó allmörg börn dveljist bar í allt sumar. Um 280 börn fá sem sagt dvalarstað á vegum Rauða krossins en þegar hafa um 350 umsóknir borizt og er fullvíst að sú lala hækki mjög á næstunni og jafnvel mavg- faldist. □ SUMARBÚDIR > IÓOKIRK.IUNNAR Þjóðkírkjan hefur undanfar in sumur rekið sumarbúðir á nokkrum stöðum í sveitum landsins. í fyrra dvöldu á veg um hennar 565 börn í viku eða lengur. Voru 526 á aldr- inum 9—12 ára en 39 á aldrin- um 7—8 ára. Ekki hefur enn- verið samið um húsnæði fyrir starfsemina í sumar, en reikn að er með að fjöldi barna verði svipaður og í fyrra. Að sögn Jóns Bjarmans, æskulýðsíull- trúa þjóðkirkjunnar, hefur sfofnunin yfirleitt getað ann- að eftirspurn, en nokkur brögð hafa verið að því að föreldr- ar hafi ekki getað sent börn sín í dvöl af fjárhagsástæðv.m. □ AUGLÝSINGAR í BLÖÐUM Nokkuð er um að ýmsir ?.ð- iljar auglýsi sumardvöl fyrir börn. í viðtali við nokkra slíka aðilja kom fram að í flestum tilfellum er ekki hægt að anna eftirspurninni og þá lýsa einn ig margir foreldrar því yfir að þeir hafi ekki ráð á að senda börn sín í slíka dvöl. Yfjr- leitt er verð mánaðardvalar, með þjónustu, mat o.þ.h. á millj 3.500 til 4.000 krónur. Menntamálaráðuneytið gof- ■ur út leyfi til sfarfsrækslu sumardvarheimila, en að sögn Knúts Hallssonar deildarstíóra li.egja ekki enn fyrir tölur slíkra heimila. Af því sem á undan er koin ið má álykta að vandræðaá- stand ríki í þessum efnum og er þörf skjótra úrbóta. Allir gera sér l.ióst að nauðsynlegt er fyrir börn og unglinga borg arinnar að njóta sumarsins úti í náttúrunni og hreina loftiru. Þess ber að geta að Reykja- víkurborg ráðstafar börnum í sumardvöl, en þar er einungis um að ræða börn sem koir.a frá heimilum þar sem aðstæð ur eru erfiðar. Vissulega eru það þarfar ráðstafanlr, en væri það ekki verðugt vcrk- efni að stefna að því marki að gera sem flestum börnum í borginni kost á að njóta sum arsins í fjarlægð frá vafstri borgarlífsins? ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 12. maí 1968 —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.