Alþýðublaðið - 22.05.1968, Page 4

Alþýðublaðið - 22.05.1968, Page 4
 HEYRT&> SÉÐ ^ í útjaðri Hamborgar gefur að líta þetta sérkennilega lista verk, sem ber ht'ítið „Hreyfingar rúmsins“ og merkir rúmið þá himingeiminn. Listaverkið er eftr Max Bill, og wr ekki annað a3 sjá en vegfarendur kunni vel að meta listaverkið og þau þæglndi sem það býður uppá. MORÐINGINN ER AF- BRIGÐILEGUR OG ÞAÐ KANN AÐ BREYTA DÓMI Flestir ' blaðalesendur muna eftir hinum óhugnanlegu morð um í júlí 1966 er maður drap álta hjúkrunarkonur í borg- inni Chicagó í Bandaríkjun- lím. Morðinginn heitir Richard F. Speck og var hann dæmdur i til lífiáts í rafmagnsstól. Nú leikur vafi á hvort dóminum verður fullnægt því komið hefur fram við læknisskoðun sð í Hkama morðingjans eru óvenjulegir litningar þ.e. hann hefur heimingi fleiri karllitn- inga en venja er og veldur þaö því að hann er frá nátt- úrunnar hendi óvenjulega árás argjarn. Þessi afbrigðilega samsetning veldur þvi að mað urinn er dæmdur til að lenda á villigötúm. Læknar og vísindamenn á- líta að síðustu rannsóknir á þessu sviði kunni að hafa veru leg áhrif á réttarfar. Líkt mál cr nú í uppsiglingu í Frakk- landi þar sem framið var morð, sem virðist að öllu leyti 1 ástæðulaust. Samkvæmt kröfu 4 22. maí 1968 — verjanda mannsins, sem morð ið framdi, var gerð rannsókn á erfðavísum hans og kom í Ijós að þeir voru óvenjulega samsettir, og því kann svo að fara að dómaramir líti öðrum augum á sekt morðingjans. ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Dóninn hann Napóleon! □ □ Apinn Napóleon í dýra- garðinum í London hefur mikið verið á síðum dagblaða borgarinnar að undanförnu og ástæðan er augljós lítils- virðing á því seha er konung legt. Þegar Philip prins heim sótti dýragarðinn um daginn slanzaði hann fyrir framan búr Napóleons, sem stóð þar rólegur og hélt um stangirn ar fyrir búrinu. Prinsinn horfði á apann og apinn horfði á prinsinn og bláu, klæðskerasaumuðu fötin prinsins gegnblotnuðu hér og þar. Sagan hefði vísast ekki orð ið að stóru umtalsefni hefði prinsinn ekki minnst á at- burðinn síðar. Hann sagði: Ef þið verðið vör við dýralykt er það vegna þess að ég var að koma úr heimsókn til nokkurra apa. Einn þeirra bauð mig velkominn með því að bleyta mig. „Fiðlari á þakirw'" Söngleikuiinn „Fiðlari á þakinu” eða „Fiddler on the Roof,” eins og flestir munu kannast bezt við og nafn hans er á frum- málinu, hefur farið sannefnda sigurför um heiminn. Jafnvel ís- lendingar þekkja hann að öllu góðu, þó að enn höfum við ekki séð hann, vegna ágætra laga er leikin hafa verið í útvarpi og á samkomustöðum.ekki sízt samnefnds lags. Þessi stórvinsæli söng- leikur er nú sýndur f jórða árið í íöð á Brodway — og í Noregi er hann t.d. á öðru ári! Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að við fáuin að kynnast honum nánar — og þá er eftir aí vita, hve lengi hann gengur hér — þó að eflaust komi það nú ekki t'il með að skipta árum! Fjölskylduráð Islands □□ Tímaritið Hús og búnað- ur 3-4 hefti 2. árgangs, er ný- komið út. Þar hreyfir ritstjór inn. Ragnar Ágústss., firvitni legu máli. Hann vill koma á stofn fjölskylduráði íslands með þátttöku sem flestra fé- laga og félagssamtaka. í grein inni skortir nokkuð á að þess- ari hugmynd sé gerð viðhlít- andi skil, en bent á að þörf sé fyrir „samræmt starf við að leiðbeina um allt, sem að heim ilisrekstri lýtur. Hér er meira verk að vinna en einstakir að ilar eru færir um,“ segir í greininni. Lítið inn í leiðinni. ★- Veitingaskálinn GEITHÁLSI. FRÁBÆR ENDJNG SÍÐASTA SÝNING Á BANGSÍMON Hjð vinsæla barnaleikrit ,,Bangsimon“ verður sýnt í síðasta sinn kl. 15.00 á upp- stigningardag. Aðsókn að leiknum hefur verið góð. Þessi vinsæla saga um Bangsimon og vini hans hefur náð mikl um vinsældum hjá yngri kyn- slóðinni fyrst sem framhalds saga í barnatímum Útvarps- ins og nú í leikritsformi á leik sviði Þjóðleikhússins. Leik- stjóri er Baldvin Halldórsson, en aðalhlutverkið, Bangsimon er leikið af Hákon Waage. □ □ Þessi náungi hér á mynd inni er sannur séntilmaður. Á hverjum morgni fær hann sér steypibað undir vatnskranan- um og notar hann ávallt kalda vatnskranann. Fyrst fær hann sér þó nokkra sopa til að skola hálsinn og slökkva þorstann. Hann heitir Sparkie og er á- vallt hraustur og frískur. Þakk ar hann það hreinlætiskennd sinni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.