Alþýðublaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 14
Sturla Framhald úr opnu. að meðan ekki er lokið við gerð hafskipahakkans, sem byrjað var á 1946, svo og full nýttir þeir möguleikar til hafnargerð arinnar, sem tilefni gefa til þá eru ráðagerðir með að byrja nú þegar á svonefndri Sunda- höfn, sem mun kosta óhemju fé ■og taka tugi ára að framkvæma og þar með seinka, eða stöðva frekari framkvæmdir við innri höfnina, og jafnvel eyðileggja þau hafnarmannvirki sem fyrir oru vegna ónógs viðhalds. Það á sem sagt að káfa í öllit, en' ekkert að klára. Það .er ennþá ríkjandi sú hugsun, að við ís- lendingar séum óhemju framsýn ir rnenn, að okkur sé óhætt að hugsa stórt, en komumst svo að því, þegar í óefni er komtð, að við erum bara litlir og fátækir karlar. held að það væri hyggi- legra hjá okkur ísfirðing- ■um, og jafnvel þjóðhagslegur sparnaður, að við liyggðum bet ur að ihnri höfninni, sinni raun verulegh ísafjarðarhöfn, en ekki einhverju dolláragríni eða æfin týrahöfn út. í Sundum fyrir opinni haföldu. ^oveifilegar fréttir liafa bor izt hingað til bæjarins að fjárveiting sú, sem ísfirðingum hefur verið lofað til hafnarbóta og þeir beðið eftir undanfarin ár, eigi nú að takast af þeim og leggjast til annarar hafna, og því verði að fresta framkvæmd um hér að sinni, einu sinni enn. Pru þetta furðulegar ráð- stafanir, sem ísfirð.ingar eiga ekki að taka þegjandi, við eigum að krefjast borgara fund ar og krefjast réttar okkar. jsfirzkir sjómenn og útgerð- armenn eiga að lýsa van- trausti á þá menn, sem standa að þessum aðgerðum og krefj ast skilyrðislausra framkvæmda hér við höfnina í sumar. ||Hvaða umboð hafa ísfirzkir þingm. hafa til að styðja slík ar aðgerðir er þeim ekki falið af ísfirzkum kjósendum að vinna fyrir sig og sína, en ekki á móti þeim. Látum þessa menn svara til saka á almennum borg- arafundi og skýra sínar aðgerð- ir. v, £f íslenzka fjárveitingavald- ið ætlar að setja ísafjarð arhöfn enn þá hjá, með fyrir- greiðslu til hafnarbóta. á bæjar stjórn ísafjarðar, að leita nú þegar aðstoðar annarstaðar frá svo sem frá erlendum aðilum, og dettur mér þá helzt í hug ensk vátryggingarfélög, sem ef til vill, mundu vilja styðja að bættum hafnarbótum hér, sem mundi skapa hér bætta þjónustu við enska togaraflotann, er sæk ir hingað allmikið. Mætti þá hugsa sér að endurgreiða slíkt lán með hafnargjöldum þessara skipa. ^llt um það, ber ísfirðing- um að grípa til róttækra og skjótra aðgerða, ef rétt er með farið, að okkur sé neitað um umbætur, því hafnarmann virki okkar eru í mikilli hættu, vegna skemmda, svo og bátaflot inn, sem á yfir sér samskonar útreið bg hann fékk hér í haust. Sturla Halldórsson hafnarvörður ísafirði. 40 ára Framhald úr opnu. göngu og þá skotið að þeim þeirri hugmynd, að þær þyrftu endilega að eignast útileguhús. Hugmyndinni var vel fagnað af Valkyrjum, en sá galli var á, að aurasjóður var rýr í meira lagi. En Vilmundur hvatti stúlk- urnar til að finna sér heppileg- an stað og sækja síðan um bygg- ingarleyfi til bæjarstjórnar. — Varð svo úr, að þetta var gert og mætti allur Valkyrjuhópur- inn á' ba^arstjórnaríúndi, er þetta mál var til umræðu. Ekki voru byggingaráætlanirnar ýkja háreistar. Stúlkurnar höfðu hugsað sér að byggja skúr, sem síðar mætti svo hækka upp, er efni leyfðu. En þeim háu herr- um í bæjarstjórn fannst þetta heldur rislágar áætlanir og vildu ekki leyfa kofann, nema með risi. Þá féll stúlkunum allur ket- ill í eld, því að þær sáu ekki fram á að þær gætu aurað sam- an fyrir slíku „sloti”. En þá reis eii^n b aj ja rs tj >5rnú r m a n anna, Jón heit. Sigmundsson, úr sæti og kvaddi sér hljóðs. Kvaðst hann sjá að stúlkumar væru auralitlar og spurði, hvort ekki væri rétt að styrkja þær eitthvað. Allir bæjarstjórnar- meðlimirnir samsinntu því og efndu þeir til samskota sín á meðal, til þess að aura f.vrir ris- inu. Þessum fundi lyktaði svo, að stúlkurnar héldu heim af h'onum heldur en ekki sigur- stranglegar og höfðu þá bæði fengið byggingarleyfið og kr. 300,00 í peningum. Er svo ekki að orðlengja það, verkið var haf- ið af mikium eldn'óði og urðu ýmsir til að leggja Valkyrjum lið við byggingu „Dyngju” og sóttist verkið bæði fljótt og vel. Valkyrjur hafa sótt mörg skátamót, bæði innanlands og utan og staðið fyrir Vestfjarða- mótum skáta í samvinnu við Ein- herja. Þá hafa þær og í sam- vinnu við Einherja, staðið fyrir foringjanámskeiðum fyrir skáta á Vestfjörðum. Á fyrstu árum félagsins stjórn uðu Valkyrjur ylfingasveit drengja, en urðu brátt að hætta því, þar eð aðsókn telpna á aldrinum 9—11 ára varð svo mikil, að ákveðið var að stofna Ijósálfasveit og var sú sveit form- lega stofnuð þann 9. apríl 1933. Nú eru starfandi innan félags- ins Ijósálfasveit, tvær skáta- sveitir, dróttskátasveit, sem starfar í samvinnu við Einherja og svo svannasveit, en í henni eru Valkyrjur 17 ára og eldri. Valkyrjur hafa ætíð verið við- búnar að leggja hvers kyns mann úðarmálum lið og hafa t. d. Um árabil annast merkjasölu fyrir SÍBS og sölu mæðrablóms á 14 22. maí 1968 - ALÞÝÐU3LAÐIÐ mæðradaginn. Þá er það og orðinn fastur liður í starfi Valkyrja, að að- stoða Einherja við afgreiðslu fermingarskeyta. Ksf. Valkyrjan minnist 40 ára afmælis síns með ýmsu móti. Þann 17. maí var afmælisfagn- aður fyrir allar starfandi Val- kyrjur og nokkra gesti í Skáta- heimilinu, en 18. maí var á sama stað afmælisfundur, fyrir eldri Valkyrjur. í júnií gangast skátafélögin á ísafirði, Valkyrjan og Einherj- ar fyrir skátamóti í nágrenni ísafjarðar, til þess að minnast 40 ára skátastarfs á ísafirði, en Einherjar urðu sem kunnugt er 40 ára þann 29. febr. s.l. Loks má geta þess, að Skáta- þing, en það er ársþing Banda- iags ísl. sk^ta, verður haldið á ísafirði í júní. í stjórn Valkyrjunnar eru: Auður H. Hagalín, félagsfor. Una Halldórsd., aðst.fél.for. - Elín Sigurðard. gajldk. Ásthildur Ólafsd., ritari. Ingibjörg S. Einarsd. meðstj. Sveitarforingjar eru nú: Bergþóra Annasdóttir Þórhildur Oddsdóttir Berta Gunnarsdóttir Kristín Karlsdóttir Sigríður Jónsdóttir Guðríður Sigurðardóttir Sigríður Gunnarsdóttir Lög & réttur Framhald af 2. síðu kynforeldra. Má taka það úr umsjá þeirra á sömu forsendum og barn, sem tekið er úr umsjá kynforeldra. Hin sama vernd og aðstoð ætti að nægja jafnt kjör foreldrum og kjörbörnum sem kynforeldrum og börnum þeirra enda munu varla dæmi þess, að ættleiðingu hafi verið riftað hér á landi. Vandamál kjörbarna og kjörforeldra eru leyst hér á sama hátt og þegar kynforeldr ar og börn þeirra eiga í hlut.“ Þess skal að lokum getið, að hafi hjón ættleitt barn saman, tekur niðurfelling ættleiðingar til þeirra beggja, enda þarf þá samþykki beggja hjóna — og kjörbarns sé um samkomulag þeirra að ræða. — Annað hjóna getur þó, þegar ríkar ástæður eru fyrir hendi, krafizt niður- fellingar ættleiðingar, þó að hitt vilji hlíta brotum eða ann mörkum kjörbarns, þeim er nán ar greinir. Svo má og í vissum tilvikum fella niður ættleiðingu, þó að lestir eða gallar varði að eins annað kjörforeldri. Krefj ast má þess, að ættleiðing verði niðþr felld vegna annmarka kjörbarns, þó að aðeins öðru k.iörforeldri hafi verið um á- gallana kunnugt, en þó ekki eft ir kröfum þess kjörforeldris eins. Þess er og skylt að gela, að reynist kjörbarn haldið geð- veiki, vera fáviti, haldið öðrum verulegum andlegum eða lík- amlegum annmarka, alvarlegum og langvarandi sjúkdómi, og‘ ætla megi, að það hafi verið haldið annmarka þessum eða sjúkdómi fyrir ættleiðingu, og jafnframt að kjörforeldri hafi þá ekki verið um þetta kunn- ugt, þá má kjörforeldri krefj- ast þess, að ættleiðing verði felld niður og skal að jafnaði gera slíka kröfu innan 5 ára frá da^setningu ættleiðingarleyfis- Dómstólar fjalla um niðurfell ingu ættleiðingar hér á landi, þó að stjórnarvöld (dómsmála- ráðuneytið) veiti ættleið ingarleyfi. Það er líka dóm- stóla að meta forsendur æt.tleið ingar, ef á reynir. G. A. Afli Framhald af 7. síðu, Aflinn í einstökum verstöðv- um í apríl: Patreksfjörður 1968 1.497 lestir 1967 (1.155 lestir)." Tálknafjörður 763 lestir 1968. 1967 (651 lest). Bíldudalur 371 lest 1968. 1967 (498 lestir). Þingeyri 503 lestir 1968. 1967 (422 lestir). Flateyri 650 lestir 1968. 1967 (579 lestir). Suðureyri 877 lestir 1968. 1967 (1,321 lest), Bolungavík 997 lestir 1968. 1967 (1.426 lestir). Hnífsdalur 474 lestir 1968. 1967 (683 lestir). ísafiörður 1,447 léstir 1968. 1967 (1.759 lestir). Súðavík 214 lestir 1968. 1967 (273 lestir). S. Helgason hf. Samtals 7.766 lestir 1968 Samtals 1967 (8.767 lestir). Janúar / marz 10.734 lestir 1968 Janúar/marz 1967 (15.5791estir). Samtals 1968 18.500 lestir. Samtals 1967 (24.346 lestir). RÆKJUVEIÐIN. Rækjuvertíðinni við ísafjarðar- djúp lauk í lok apríl, og höfðu þá borizt á land 1.194 lestir frá vertíðarbyrjun. Er það lítið eiít minni afli, en barst á land á ver tíðinni 1965 til 1966, en þá varð aflinn 1201 lest, sem er mesti áfli, sem borizt hefir á land á einni vertíð. Þá stunduðu 17 bát ar veiðar, en í vetur hafa lengst af verið 23 bátar. Ágæt veiði var, þegar hætt var, og hefir svo verið í allan vetur. Hefir rækjan aldrei veiðzt á iafn stóru svæði í Djúpinu, eins og í vetur. Aflinn í apríl var 302 lestir, og voru aflahæstu bátarnir: Ás- dís 15,2 lesíir, Ver 14,7 lestir, Kveldúlfur 14,3 lestir, Jódís 14,0 lestir, Einar, Farsæll og Hrímnir allir með 13,6 lestir. Frá Bíldudal voru gerðir út 5 bátar til rækjuveiða, og nam heildarafli þeirra 75 lestum. Voru allir bátarnir með um 15 lestir í mánuðinum, enda höfðu þeir fengið leyfilegan dagsafla allan mánuðinn. Frá Drangsnesi og Hóimavík voru gerðir út 6 bátar íil rækju- veiða. Varð heildarafli þeirra f mánuðinum 33 lestir, og var helmingi aflans landað á hvorum stað. Aflahæstu bátamir þar voru Guðrún Guðmundsdóttir með 6,1 lest, Guðmundur með 4,9 lestir og Víkingur með 4,7 lestir. Rækjuvertíð við Húnaflóa lauk í apríllok. Mótmæli Framhald af bls. 2. heldur eigi þeir einnig að vera fyrirmynd hins almenna vegfar- anda í umferðinni, því þeir eiga auðvitað að vera fróðastir um umferðarmál og kunna gleggst skil á því hvernig á að haga sér. V. G. K. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSID SNAC K BAR Laugavegi 126, sími 24631. Hjartans þakkir fæmm við öllum fjær og nær, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför eig- inmanms míns, 'föður okkar, sonarbróður og tengdasonar, JÓHANNS GÍSLASONAR, deildarstjóra. Vilborg Kristjánsdóttir, Jóhann Gísli, Heiða Elín, Guðrún, Kristján, forcldrar, systkin, og tengdamóðir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.