Alþýðublaðið - 26.05.1968, Side 9

Alþýðublaðið - 26.05.1968, Side 9
S]oMánn¥dagiir?rfií’ 1968 Vorið 1915 fórum við Tryggvi bróðir minn með skipi vestur til ísafjarðar. Höfðum víð um veturinn skrifað Jóni Þórólfs- syni (bróður Sig. Þórólfssonar skólastjóra á Hvítárbakka ) á' ísafirði og beðið hann að smíða litla skektu, þriggja til fjög- urra manna far. Var hún til- búin og leit vel út, en ailslaus að öllu nema tveimur árum og stýri. Minnir mig að hún hafi kostað 170 krónur. Greiddum við hana bæði með því, er við áttum í lausum aurum, og svo með inneign, sem við áttum í Landsbankanum á ísafirði. Man ég eftir því, að fáar voru krón urnar, sem eftir voru, þegar við lögðum af stað frá ísafirði, en áfangastaður okkar var Fjalla- skagi. Var ætlun okkar að róa þaðan þetta vor og sumar, sem við og gerðum. Var umsamið milli okkar bræðranna, að ég skyldi vera formaður á kæn- unni. Var nú lagt af stað frá fsa- firði seinni hluta maí og rérum við að áliðnum degi tveir á báti út með Tanganum, með tvær árar og segllausir. Var logn og þokuloft. Rérum við út Djúpið og sóttist ferðin vel. Var ákvörðun okkar að ná til Suðureyrar á Súgandafirði í þessum áfanga. Þegar við kom um út fyrir Bolungavík, út und ir svonefnda Stigahlíð, sáum við hvar grilti í mótorbát, sem kom á eftir okkur. Þoka var nú skollin á, en rjómalogn. Veif uðum við bátnum og ætluðum' okkur að fá að hanga aftan í út fyrir Deildina (fjall vestan við Djúpið). Bátsverjar sögðu okkur, að þeir ætluðu vestur með og tóku okkur aftaní. Sótt ist nú ferðin vel, og þegar kom ið var vestur fyrir Gölt (fjall norðan við Súgandafjörð), báð um við bátverja að sleppa okk- ur, hvað þeir gerðu og þökkuð um við þeim hjálpina. Rérum við nú með landi og lentum á Suðureyri um miðja nótt. Vökt um við upp fólk, sem við þekkt um, fengum góðar viðíökur og vorum þar til næsta kvölds. Vorum við mjög fegnir hvíld- inni. Næsta kvöld héldum við svo aftur af stað og fengum að hanga aftan í mótorbát, sem var að fara í róður. Dró hann okkur út og sleppti okkur fyr ir utan Sandanes, sem er milli Önundarfjarðar og Súganda- fjarðar. Rérum við þaðan á okkar tvær árar fyrir Önundar fjörð, framhjá Barða og lent- úm á Fjallaskaga að áliðinni nóttu. Settum við bát okkar nægilega undan sjó, fórum í sjóbúð eina og kigðumst til svefns og vorum fegniý að fá hvíld. i Vorum við nú komnir á þann stað er róið skyldi frá þetta vor og sumar, en þurftum að fara til Þingeyrar áður en róðrar byrjuðu, þvi afla þurfti ýmis legs til vertíðarinnar. Skrupp- um við inn eftir og keyptum ýmislegt efni. Réðum við okk ur háseta, svo að við urðum þrír á bátnum. Var jafnan róið þarna með handfæri, en við sáum strax, að betra myndi að afla fiskjar með línu. Tókum við okkur til og öfluðum kúfiskjar inni í firð inum. Var hann látinn í poka og þeir jafnan látnir liggja í sjó. Geymdist hann í allt að hálfum mánuði. Féll af honum við fjöru, en annars var hanp alltaf í sjó. Var tekið úr pokun urri jafnóðum og beitt var, skor inn fiskurinn úr skelinni og honum beítt. Er hver fiskur venjulega í 3-4 beitur. Er þetta hin bezta beita og þolir geymslu þótt búið sé að beita, í nokkra daga án þess að hún sé látin í íshús. Þegar kúfiskur er farinn að úldna á línu, er hann talinn sérlega góð ýsubeita. Mín reynsla var sú, að það væri rétt. Byrjuðum við nú að róa með línu og öfluðum miklu betur en aðrir bátar allt vorið. Feng um við oft hlaðinn bát. Einu sinni lentum við í suðaustan stormi, og var þá barningur í land. Höfðum við hlaðið bát- inn langt úr hófi, en rérum í landvar og seiluðum nokkuð af aflanum, og lögðum fiskkippur ofan í skut og barka, enda kom að því, þegar við fórum fyrir tanga, utan við lendinguna, að við urðum að henda öllum seil unum út, fengum við sjó í bát inn, en náðum þó loks landi með seilarnar í eftirdragi. Var komið nokkuð brim svo að við lögðum sumum fiskseilunum frammi og urðum að fara út aftur að sækja þær. Þótti eldri mönnum þetta fífldirfska, enda var það svo, en formaðurinn hálfgerður ungl ingur, 17 ára að aldri, með á- kafa löngun til að afla mikils Rérum við þarna frá Skaga frá því í maí þar til í októberbyrj- un bg höfðum góðan hlut á þá tíðar vísu. Stunduðum við um sumarið haukalóðarveiðar með hinum veiðiskapnum. Fengum Óskar Jónsson. við talsvert af stórlúðu og skötu. Áttum við um haustið góðan feng af lúðuriklingi og kæstri skötu. Skatan var verkuð þannig, að við grófum hana nýja í sand, eftir að hún hafði verið slægð, þannig að ekkert loft komst að henni. Var hún látin liggja þannig í nokkra daga, síðan tekin upp, þvegin vel og þurrkuð. Mátti geyma hana þannig mánuðum saman og þótti og þykir herramanns- fæða. ! Við söltuðum allan þorsk og ýsu. Keypti verzlun á Þingeyri aflann. Var salt og matur send ur okkur úteftir og fiskurinn þá tekinn. Var það verzlun þeirra Proppébræðra, sem við skiptum við. Ólafur Proppé var þar verzlunarstjóri, þá nýkom inn til Þingeyrar. Var hann lipurmenni hið mesta og vel liðinn af viðskiptamönnum. Hann flutti til Reykjavíkur og varð einn af forstjórum Sölu- sambands ísl. fiskfýamleiðenda en er nú látinn. Minnist ég hans jafnan sem ágæíismanns fyrir einstaka greiðvikni okk- ur efnalausum strákum til handa. Vorið 1916 réri ég enn á gulu skektunni, sem ég kallaði ,,Hlin“. Vorum við nú fjórir og stunduðum eingöngu veiðar með línu. Byrjuðum við veiðar um miðjan maí og héldum út fram í október. Var afli yfir leitt ágætur, sérstaklega þegar við var lagt lúðuriklingur og annað, sem við hirtum og kom um í peninga. En oft voru þetta erfiðir dagar fyrir lítt harðnaða unglinga, Ég man eft- ir mörgum dögum, þegar við aðeins lögðumst til svefns í 1- 2-3 tíma á sólarhring, og komið gat fyrir, að ekki var sofið í 2 sólarhringa samfleytt. Ekki man ég eftir neinu sérstöku frá því sumri nema því, að einu sinni, þegar við vorum á sjó í bezta veðri, sáum við þrjú eða fjögur stór skip nokkuð langt í haf út að sjá. Heyrðum við allt í einu mikla skothríð, sem stóð nokkra stund. Sáum við að skipin hreyfðust með mikilli ferð fram og aftur. Héldum við í einfeldni okkar að þarna væri Bretinn að berjast við soldáta Vilhjálms keisara. En sjálf- sagt hafa þetta verið einhverj- ar æfingar. Man ég eftir að eft ir hvern skothvell sást gufu strókur leggja hátt í loft upp. Og þótti okkur sumar kúlurnar koma í átt til okkar. Seinni hluta dagsins hurfu svo skip þessi okkar augsýn. Vorið 1917 var afráðið að nú skyldi skipta um útgerðarstað og flytja til Hiaðsbótar í Arn- arfirði og róa þaðan um vorið og sumarið. H. Stephensen á Bíldudal átti þarna hús með viðleguplássi handa nokkrum bátum. Sömdum við um við- legu og viðskipti vlð þá verzl- un. Komum við þarna um miðj- an maí öllum miðum ókunnug ir. Skal nú greint frá skipverj- um, þeir voru þessir: Ég, sjálf ur formaðurinn, Tryggvi bróð ir minn, Gísli Jónasson síðar skólastjóri og Hallmundur Jónss. síðar bóndi í Meiragarði í Dýrafirði. Hásetarnir allir af bragðsmenn, og við allir fullir af brennandi áhuga fyrir því að nú skyldi afla mikils. Höfðu undanfarin ár verið góð afla- brögð í Arnarfirði. Var veitt með línu, sem jafnan var látin liggja í sjó. Aðeins dregin upp og hirtur afli og breytt út aft- ur. Þegar við komum í Hlaðs bót voru margir búnir að leggja lóðir sínar, bæði heimamenn af bæjunum í kring svo og þeir bátar, er viðlegu höfðu i Hlaðsbót. Var nú úr vöndu að ráða. Fórum við með línu í tveimur köstum. Lögðúm ann- að kastið á milli tveggja. Var annar af bæ þarna rétt fyrir innan. Hitt kastið lögðum við á vel frían sjó utar í /irðinum. Strax í fyrsta degi, þegar við vitjuðum um okkar lóð, feng um við nokkurn afla. Kom bóndi sá, er línuna átti innan til við okkar og skipaði okkur burtu með dræsuna alla, því að hann taldi að við værum þarna á sínum miðum, sem hann einn ætti rétt á, þar sem þau lægju fram af hans landareign. Var maður þessi reiður mjög, en við svöruðum litlu, sögðumst ekki þekkja þessar reglur. Sagðist hann myndi skera línu okkar, ef við flyttum hana eigi burtu, þar sem hann ættiþetta mið. Ekki er mér kunnugt um hver vani hefir þarna verið með mið fram af landareign viðkomandi, en ekki gerðist nú fleira til tíðinda út af þessu ,,miðráni“ okkar, nema við fréttum þarna í sveitinni að það væri álitin býsna mikil frekja í þessum strákum frá Dýrafirði að taka í leyfisleysi annars manns mið. Létum við okkur þetta í léttu rúmj liggja og ekki frekar að gert. En skal geta þess, að seinna sömdum við fullan frið og vorum við alla jafnan úr því hinir mestu mátar. Þetta sumar var einstaklega gott og hlýtt, að minnsta kosti inn í Arnarfirði. Á ég margar hugljúfar endurminningar frá þessu sumri. Þarna réru 8 bát ar að mig minnir með fjórum og fimm manns á hverjum. Framhald á bls. 13. EFTIR ÓSKAR JÓNSSON Þegar Óskar var 17 ára réri hann á gulri skektu sem hann og hróðir * hans áttu og höfðu keypt á ísafirði. Þeir réru frá Fjallaskaga við Dýraf jörð. 9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.