Alþýðublaðið - 26.05.1968, Síða 12

Alþýðublaðið - 26.05.1968, Síða 12
Sjómannadagurinn 1968 Fiskiskip framtíðarinnar Framhald af bls. 5. — Hvað er að segja frá Fær eyjum? — Mér er ekki fullljóst, hvað þar hefur gerzt nú tvö hin seinustu ár, en þar á undan komu þeir sér upp á- gætum skipum af nokkuð breytilegri gerð svo sem til síldveiða, iínuveiða og há- meraveiða á mjög fjarlægum miðum. Þessi floti er sem nýr og vel til útbúnaðar vandað. — Einhver fleiri dæmi frá öðrum þjóðum? — Svíar og Danir hafa nú hafið síldveiðar með kraft- blökkinni, en enn í mjög smá um stíl. Ingmar Johannsson, sá heimsfrægi boxari var braut ryðandi í Svíþjóð á þessu sviði. Danir hafa nýlega eign- azt. mjög vandað síldveiðiskip með sjókælingu. Auðvitað eiga Englendingar og Þjóðverjar mikinn fjölda nýtízkulegra skipa af ýmsum gerðum, sem alltof langt er upp að telja. En mér finnst athyglisvert hversu margar nýjar þjóðir hafa komið sér upp skuttogurum og sækja nú út á hafið til fiskveiða og vinna fiskinn til fulls um borð- Hér mætum við gersam- lega nýjum keppinautum og er ekki séð fyrir endann á því. Það er bláköld staðreynd, að yfirburðir okkar eru ekki lengur til sem fiskveiðiþjóðar með séraðstöðu við afburða fiskimið, eftir að hinir stóru skuttogarar komu til sögunn ar sem fullvinna fiskinn úti á miðunum. í þessu sambandi vil ég nefna, að á sl. ári gafst mér kostur á að skoða útgerð- arfyrirtæki á Spáni í VIGO, sem á nú 63 togara, þar af nokkra glæýja skuttogara allt að 3000 tonn, og þetta fyrir- tæki hefur samtals um 1500 manns í vinnu hjá sér. Fyrir- tækið er 25 ára gamalt og til gamans má geta þess, að að- aleigandinn sendi son sinn tfl íslands til þess að læra hér um útgerð og dvaldi þessi maður hjá B.Ú.R. um nokkra vikna skeið árið 1949. Spán- verjar eiga nú mjög glæsileg- an togaraflota og erum við svo langt á eftir þeim, að ég reyni ekki að tilgreina það. Fjölda margar aðrar þjóðir eiga nú skuttogara eins og ég sagði áður og veiða frá Norð- uríshafi til Indlandshafs hin- ar ýmsu fisktegundir með góð um árangri. — Hvað um að auka fjöl- breytni í fiskveiðum okkar? — Ég hefi sagt það áður, að mér finnst við eiga að leggja áherzlu á matvælaframleiðslu, því að nær einn þriðji mann- kyns sveltur og við erum vopn laus og friðarsinnuð þjóð. Enginn vafi er á því, að með aukinni tækni í veiðum og kunnáttu um alla meðferð og möguleika til þess að nýta afl ann þegar til fulls um borð, þá munu menn fyrr éða síðar auka fjölbreytni í öflun fisk- tegunda. I þessu sanabandi vil ég nefna, að ég sá í VIGO á sl. sumri hversu þessar suð- lægu þjóðir gernýta allt, sem innfyrir kemur í nýju skut- togurunum. Þær hafa mögu- leika til þess að veiða fleiri fiskitegundir en við og virð- ast geta komið öllu í verð. — Telur þú von á nýjum veiðiaðferðum? — Það er vitað mál, að víða er unnið að því að fullkomna veiðitækni. Þegar hafa komið til sögunnar hjálparveiðitæki, sem knúin eru rafmagni og einn góðan veðurdag þarf eng um að bregða, þótt tilkynnt væri hrein bylting á þessu sviði. Mér virðist þó, að fram- vinda í þessum efnum muni sem á fleiri vísindasviðum koma fyrst og fremst frá stór- þjóðunum. — Virðist þér vaxandi áhugi hjá stórþjóðunum á fiskveið um? — Það geta ekki talizt ýkj- ur, þótt sagt sé, að um hreina stefnubreytingu sé að ræða í þeim málum hjá mörgum stór- þjóðum. Ég vil benda á, að Kanadamenn eru að leggja fram 40 milljónir dollara í fiskiskipaflota og vinnslustöðv ar til þess að auka veiði hjá sér. Þeir hafa verið harðir keppinautar okkar á banda- rískum markaði í mörg ár. Bandaríkjamenn héldu mikla fiskisýningu á sl. hausti og höfðu uppi geysilegan áróður fyrir aukningu á þessu sviði. Á vesturströnd Spánar er um byltingu að ræða á sl. 5 ár- um. Allir vita um hina stór- kostlegu aukningu hjá Rúss- um og Japönum. Einnig hafa nær allar nágrannaþjóðir okk ar stóraukið sinn fiskveiði- flota og eiga allar þessar þjóð ir nú miklu betri og fjölbreytt ari fiskiskip, stór og smá, en við. Frá Brasilíu og Argentínu koma þær fregnir, að þeir munu nú á næstunni marg- falda sitt veiðimagn. Ekki þarf að minna á hversu fer- leg aukning hefur orðið x Perú, bví að það eru einmitt síldveiðar þeirra, sem velgja okkur hvað mest í dag. Svona mætti lengi halda áfram. — Er þá útlitið svart fyrir okkur? — Bæði og, mætti segja. Okk ar gæfa liggur í mjög mik- illi verkkunnáttu sjómanna okkar, og enginn sjómaður 1 heiminum dregur neitt svipað magn á land á ári sem hinn íslenzki, en skipulag fisk- Hvað snertir sjálft útlitið um framtíð okkar í fiskveiðum vil ég segja, að við eigum ekki að þurfa að kvíða neinu, ef við sjálfir spillum ekki fyrir okkur með sundurþykkju, innbyrðis vandræðum og skiln ingsleysi á gildi starfsgrein- arinnar. — Hvað viltu segja mér að lokum um framtíðarskipið? — Ég tel mig ekki geta spáð um framtíðarskipið, þótt góð dægrastytting sé að velta vöngxun yfir þróun í þessun^ efnum. Hitt má ljóst vera, að áframhald verður öruggt í þá átt, að leita að heppilegasta skipinu, er hentar bezt við þá veiðiaðferð, sem því er ætluð- Það er nú liðið, að menn haldi í fast form á skipunum, sem betur fer. Sjónarmið hag- kvæmni og árangurs ráða stefnunni í þessum málum. Það nýjasta, sem ég veit um á þessu sviði, er skip, sem Rússar hafa nú hleypt af stokk unum, en b?ð er raunverulega tveir skín'bolir með mikilli brú, er tengir bolina saman. ....................................................................................... FÉLAG ÍSLENZKRA RAFVIRKJA beztu hamingjuóskir á Sjómannadaginn (>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii(i,iiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,l,,llll,,li,ll,lll,lillllllllllllllllllllllllllll)lll)llllliiiiiii|(i(<fii Árnum öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra allra heilla í tilefni af sjómannadeginum og vonum að gæfa fylgi hinum þjóðnýttu störfum þeirra. -o/ STRÖNDIN hf. síldarsöl tunarstöb Seyðisfirði. Tökum síld til söltunar. Kappkostum góða afgreiðslu. Árnum öllum sjómönnum heilla á sjómanna- daginn og gæfu á komandi sumri. Söltunarstöðin DRÍFA Neskaupstað. .................................................................. ii ii iiiiiumi i^l Alþýðusamband Vestfjarða beztu hamingjuóskir á Sjémannadaginn tlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllIlllllM

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.