Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 6
zp'' VERSTÖDIN kEYKJAVÍK MEIRA líf er núna í útgerð- inni frá Reykjavík en venja er á þessum árstíma. Á ég þá við minni bátana, því þeir stærri eru ýmist að dytta að eða bíða nánari frétta af gömgu yfld- arinnar. TROLLBÁTAR. Nú er haldin tafla yfir þá báta sem stunda troll héðan frá Reykjavík. Er hún miðuð við að þeir hafi byrjað 15. maí. 15/5-1/6 Til 5/6 Alls Valur .................... 13.180 11.510 24.690 Hafnarberg ................ 2.760 3.710 6.470 Smáfi ..................... 4.550 1.300 5.850 Jón Bjarnason ............ 30.950 3.840 34.790 Magnús IV............... 27.970 10.840 38.810 Grótta ................. 30.390 30.390 Aðalbjörg ................ 25.690 12.050 37.740 Flosi .................... 26.810 1.420 28.230 Lundey ................... 38.370 5.230 43.600 Kristbjörg ............... 23.180 2.510 25.690 Jökull ................... 38.600 8.020 46.620 Blakkur .................. 73.780 12.470 86.250 Ögri ................... 47.890 47.890 Drífa ................. . 31.470 16.850 48.320 Fróði ................. 50 270 12.330 62.600 Sindri ................... 30.260 6.640 36.900 Ásbjörg .................. 41.960 13.260 55.230 Klængur ................. 19.670 11.690 31.360 Marga undrar áreiðanlega að sjá hvilíkur fjöldi báta stundar troll en eins og sjá má, gera margir þeirra það ágætt. 25—30 bátar og trillur eru á handfærum héðan og hefur afli þeirra ver- ið með ágætum. Andvari land- aði 48 tonnum í tveimur róðr- um og í gær landaði Þórir 26 tonnum í Sandgerði. Er það mest millum-ufsi sem þeir fá. Af trillum er Kristín skást og í gær landaði hún 4 tonnum eftir sól- arhring, en á henni róa þrír menn. Einn íslenzkur bátur er á síld við Shetlandseyjar og er hann (Reykjaborg) búinn að landa 130 tonnum í Færeyjum. Fylkir mun vera á leiðjnni á þessi mið. Eins og kunnugt er stunda nokkrir bátar línuveiðar við Grænland. Ásbjörn RE bættist þar við nýlega. Garðar landaði 4/6 33,5 tonnum, en hann var einmitt við Au.-Grænland. Er á- stæða til að ætla að meira verði sótt í framtíðinni á þessi mið og þá um leið farið að gefa meiri gaum að því að fiska í vinnslu heldur en sífellt gúanófiskirí. \ Togararnir hafa aflað vel að undanförnu, en heldur heTur dregið úr því og munu margir þeirra vera á heimamiðum núna. Hallveig Fróðadóttir kom til Reykjavíkur 5. júní með ágæt- an túr eða 260 lestir. Geta má þess, að Hallveig var mest á' heimamiðum og stýrimaðurinn var með skipið í þessarj veiði- ferð. í sl. viku hafa þessir land- að: Narfi um 200 lestum, Júpít- er 280 tonnum, Jón Þorláksson 150 Jestum og Þorkell Máni um 80 lestum, en hann kom inn vegna vélarbilunar. Afli togar- anna hefur verið mjög blandað- ur en nú vill helzt enginn hirða þorskinn úr þeim og eins og kunn ugt er vill Sölumiðstöðin ekki að frystihúsin vinni karfann, það sé ekkert upp úr honum að hafa, og verður ekki annað séð en erf- itt, sé orðið að þjóna verkendum í landi. Þegar togari kemur með kannski um 50 tonn af þorski gengur maður undir manns hönd að reyna að losna við hann. Ef enginn vill þorskinn, enginn má vinna karfa, síldarverðið er of lágt, ekki er nóg kaup við að salta síld um borð í veiðiskip- unum, hvað er þá annað eftir en að leggja öllum fiskiskipa- stólnum og vita hvort ekki fer að vanta eitthvað í landi, sem enginn getur veitt, nema þeir sem að þessu flafa staðið á und- anförnum árum og áratugum. Manni verður á að spyrja sjálf- an sig hvernig fara hinir keppi- nautar okkar á markaðnum að því að frysta karfa, verka þorsk, salta síld um borð o.s.frv. Er nokkur furða þó við verðum eft- irbátar þeirra í sívaxandi sam- keppni? Pétur Axel Jónsson. X. bindi Al bókanna Sögufélagið hefur nú gefið út X. bindi Alþingisbóka íslands, og nær það yfir áratug'inn 1711—1720. Bindi þetta er prentað í einu Iagi, en fyrri bind'i hafa komið út í hefum, 2-8 hefi í hverju b'indi. Gunnar Sveinsson magiser hefur séð um útgáfu' þessa bindis, sem er vandað verk og mikið. Sögufélagið hóf útgáfu Alþing isbóka íslands árið 1912. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður sá um útgáfu I-IV. bindis, sem komu út í heftum, og voru 2-8 Hann gaf textann út stafrétt eft ir hanritunum. Síðan tók Einar Arnórsson hæstaréítardómari við og gaf út V-VIII. bindj á ár unum 1925-1955. Hann tók upp þá venju, að færa textann til nú tíðarstafsetningar, en þeirri venju hefur verið haldið síðan. Því næst gaf Einar Bjarnason ríkisendurskoðandí út IX. bindið 1957-1964. Öll þessi níu bindi komu ú í hefíum, og voru 2-8 hefti í hverju bindi. Áratugurinn, sem hið nýút- komna bindi Alþingisbóka ís lands tekur til, ber mjög svipmót af deilum höfðingja. Oddur Sig urðsson lögmaður og íulltrúi stiftamtmanns var þá valdamest ur maður hér á landi og sat hann mjög yfir hlut manna. Eink um átti hann í deilum við þá frændur, Pál Vídalín lögmann og Jón Vídalín biskup í Skál holti. Alþingisbækurnar eru skýrsl ur um störf alþingis og mál þau, sem þar voru borin fram og dæmt var í. í bókunum eru birt- ir dómar, bréf konungs og stjórnarvalda, kauplýsingar, vog rekalýsingar o. fl. Kennir því margra grasa í Alþingisbókun- um og sumra allsérkennilegra. Á tímabili því, sem X. bindi A1 þingisbóka íslands tekur til, er galdratrúin að fjara út, en þó er skotið til úrlausnar alþingis mál- um manna, sem eiga kver með galdrastöfum eða eru sakaðir ' um að hafa valdið fólki veikind- um eða fjölkynngi. Maður úr Barðastrandasýslu kærir sýslumanninn Bjarna Pét ursson á Skarði fyrir það, að hann „hafí af drykkjuskap hár togað skegg sitt og klipið sig í nefið.“ Maður úr ísafjarðarsýslu er dæmdur til dauða á alþingi 1719 fyrir þriðja hórdómsbrot sitt, þá 82 ára að aldri. Bókin um King er komin út Almenna bókafélagið hefur gefið út á íslensku bókina um Martin Luther King, ÉG Á MER draum. Bók þessi er upphaflega samin á vegum Time Inc New Yjrk, og er ritstjóri að henni Charles Osborne, en í bókinni er saga blökkumannaleiðtog- ans og nóbelsverðlaunahafans rakin í máli og myndum. Bók in hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál nú þegar, þótt að- eins séu liðnir rúmir tveir mánuðir frá því að King féll fyrir kúlu launmorðingja, en þá fyrst var hafizt handa við samningu ritsins. Sr. Bjarni Sigurðsson á Mos- felli hefur þýtt bókina. Guð- mundur Benediktsson he'fur sett hana, en Litbrá prentað. Sveinabókbandið hefur ann azt lieftingu bókarinnar, en bókin er ekki innbundin á venjulegan hátt. Er það gert til þess að reyna að halda út gáfukostnaði í skefjum, en bókband er hér óvenjulega mikill hluti hans.Verð bókar- innar til félagsmanna AB er 185 krónur. Frönsk íslandsbók á ensku Almenna bókafélagið hefur agið aflað sér einkaréttar til höfundarins Samivels á ensku og nefnist hún THE GOLDEN ICELAND. Er útgáfan einkum ætluð fyrir markað í engilsax neskum löndum, og hefur fél- agið aflað sér eikaréttar til útgáfu bókarinnar á ensku. Bók þessi kom út á frönsku fyrir fjórum árum, og er ein fegursta íslandsbók sem út hefur komið. Þar rekur höfund ur sögu íslands á listrænan og persónulegan hátt í máli og myndum. Bók þessi hlaut strax mikiö lof franskra gagn rýnenda og er þegar talin í hópi sígildra rita sinnar teg- undar. Magnús Magnússon í Edenborg hefur þýtt bókina á ensku og búið ensku útgáf una til prentunar, og hefur hann í samráði við höfundinn sums slaðar vikið frá franska frumtextann, bætt við nýj- um þekkingaratriðum og gert aðrar smávægilegar breyt ingar, svo bókin yrði betur við hæfi enskra lesenda, en þrátt fyrir þao er bókin í öllum veru legum atriðum ,áfram bók Samivels sjálfs. í bókinni eru 137 heilsíðu- myndir, en alls er bókin á Framhald á bls. 10. í bindi þessú kemur hrakfalla- bálkurinn Jón Hreggviðsson lít ið eitt við sögu. Hann var dæmd ur til dauða 1684 fyrir að hafa orðið böðli að bana, þótt ekki yrði það á hann sannað. Þennan dauðadóm hafði hann yfir sér í 31 ár, því að það var ekki fyrr en árið Í715, að hann var að fullu sýknaður í hæstarétti. Þá skal þess getið, sem senni lega er aðalprýði bókarinnar, en það eru hinar skörpu og skemmtilegu mannlýsingar. Þær eru þannig til komnar í Alþingis bækurnar, að venja var að lesa á alþingl lýsingar á auðkennum strokumanna. Þær eru frábær- lega glöggar og hnitmiðaðar að orðfæri. Aðalumboð Sögufélagsins í Reykjavík er skrifstofa Ragnars Jónssonar hrl., Hverfisgötu 14. Sími 17752. Stórstúku- þing hafið ÞING Stórstúku íslands hið 65. í röðinni var sett í Templ- arahöliinni að Eiríksgötu, hin- um nýju og veglegu húsakynn- um Góðtemplarareglunnar, föstu daginnJL júní. Ólafur Þ. Krist jánsson stórtemplar setti þing ið. Þinghaldið að þessu sinni er með nokkuff öðru sniði en undan far'in ár. Meira um almennar samkomur og ferðalog en áður hefur verið. Daginn fyrir þing setningu var efnt til kynningar- kvölds í Templarahöllinni, þar sem flutt var ávarp, skemmti- þáttur og ballett. Tókst kynn. ingarkvöld þetta mjög vel og var fjölsótt. Þingið er vel sót en nær 100 fullrúar víðsvegar að af land- inu sitja það. Fimm félagar tóku stórstúkustig. Þá var minnst lát inna félaga. Að þessu loknu hófust hin eiginlegu þingstörf, með því að lagðar voru fram skýrslur og reikningar framkvæmdanefndar. Voru skýrslur Iþessar mjög greinagóðar og báru vott um gott starf á kjörtímabilinu. Stórtemplar fylgdi skýrslum og reikningum úr hlaði í ítar- legri ræðu. Minntist hann á ýmsa bætti starfsins og lét m. a. ánægju sína og þakklæti í ljós í sam- bandi við byggingu hins nýja samkomuhúss reglunnar. Að ræðu stórtemplara lokrnni urðu nokkrar umræður um skvrslur og reikninga en varð ekki lok ið og þ.ví frestað til morguns, frekari umræðna. Kl. 13,30 var Framhald á bls. 10. (g 8- júní 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.