Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 9
Þann 14. apríl voru gefin sam
an í hjónaband í Stykkishólms-
kirkju af sr. Hjalta Guðmunds-
syni, ungfrú Krisíborg Haralds-
dóttir og Trausti Tryggvason.
Heimili þeirra er að Skólastíg
28, Stykkishólmi.
Studio Guðmundar. Garða-
stræti 8 — Rvík. Sími 20900.
Þann 11. maí voru gefin sam
an í hjónaband í Dómkirkjunni
af sr. Óskari Þorlákssyni, ung-
frú Guðrún A. Axelsdóttir og
Tómas Jónsson.
Heimili þeirra er að Ljósheim
um 22, Rvík.
Studio Guðmundar. Garða-
stræti 8 — Rvík. Sími 20900.
Þann 18. maí voru gefin sam
an í hjónaband af sr. Ólafj Skúla
syni ungfrú Hafdís Pétursdóttir
og Aðalsteinn Aðalsteinsson.
Heimili þeirra er að Haukadal
Dýrafirði.
Studio Guðmundar. Garða-
stræti 8 — Rvík. Sími 20900.
4. maí voru gefin saman í
hjónaband í Neskirkju af sr.
Jóni Thorarensen, ungfrú Soffía
Jóna Jónsdóttir og Páll A. Guð
mundsson.
Heimili þeirra er að Háagerði
16.
Studio Guðmundar. Garða-
stræti 8 — Rvík. Sími 20900.
Þann 15. 4. voru gefin saman
í hjónaband í Kópavogskirkju af
sr. Gunnari Árnasyni ungfrú
Inga Jóna Stefánsdóttir og Krist
inn Hermannsson.
Heimili þeirra er að Hlíðarvegi
23 Kópavogi.
Studio Guðmundar. Garða-
stræti -8 — Rvík. Sími 20900.
ofurlít'ið minnisBlap
ic Landsbókasafn islands
safnhúsinu við Hverfisgötu. Lestrar
salir cru opnir alla virka daga klukk
án 9 til 19, nema laugardaga kl. 9
til 12. Útlánssalur kl. 13 til 15, nema
laugardaga kl. 10 til 12.
ic Listasafn Einars Jónssonar
er opið daglega frá kl. 1,30 til 4.
-*• Kvcnréttindafélag íslands.
Landsfundur Kvenréttindafélagsins
verður settur laugardaginn 8. júní kl.
15,30 að Hallveigarstöðum. Skrifstof
an verður opin frá kl. 14 sama dag.
ic Opnunartími Borgarbókasafns
Reykjavfkur breyttist 1. maí. f sum.
ar eiga upplýsingar dagbókarinnar
um safnið að vera sem hér segir:
Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29 A.
Sími 12308.
Útlánsdeild og lestrarsalur:
kl. 9-12 og 13.22. Á laugardögum kl.
9.12 og 13.16. Lokað á sunnudögum.
Útibúið Hólmgarði 34 Útlánsdeild
fyrir fullorðna:
Opið mánudaga kl. 16-21, aðra virka
daga, nema laugardag, kl. 16.19.
Lesstofa og útlánsdeild fyrir börn:
Opið alla virka daga, nema laugar.
daga, kl. 16.19.
Útibúið Hofsvallagötu 16.
Útlánsdeild fyrir börn og fullorðna:
Opið alla virka daga, nema laugar
daga kl. 16-19.
Útibúið við Sólheima 17. Simi 36814.
Útlánsdeild fyrir fullorðna:
Opið alla virka daga, nema laugar.
ðaga, kl. 14-21.
Lesstofa og útlánsdeild fyrir börn:
Opið alla virka daga, ncma laugar
daga, kl. 14-19.
Farfuglar - ferðamenn.
1. Ferð á Krísuvíkurberg, og
í Óbrennishólma.
2. Vinnuhelgi í Valabóli, farið
frá bifreiðastæðinu við Arnar-
hól kl. 9.30 í fyrramálið.
★ Bústaðaprestakall.
Kirkjudagur 1968., barnasamkoma i
Réttarholtsskóla kl. 10.30. Guðsþjón.
usta kl. 2. Almenn samkoma kl. 8,30.
Kaffisala efir messu og samkomu.
Séra Ólafur Skúlason.
★ Sálumessa fyrir Robert F. ICcnncdy
verður sungin í dag, laugardag 8.
júní í Kristskirkju, Landakoti, kl. 5
síðdegis.
s
★ Skipadeild SÍS.
Arnarfell losar á Húnaflóahöfnum.
Jökulfell væntanlegt til Gioucester
11. þ.m. Dísarfell Icstar á Brciða-
fjarðahöfnum. Litiafell væntanlcgt
til Rvíkur i dag. Heigafell er á Reyð
arfirði, fer þaðan væntanlcga í dag
til Rotterdam og Hull. Stapafeli er í
Hafnarflrði, fer þaðan í dag til Fásk
rúðsfjarðar og Norðfjarðar. Mælifell
væntanlegt tii Þorlákshafnar f dag.
fer í dag frá Kópaskeri til Húsavíkur.
ic Eimskipafélag íslands:
Bakkafoss fór frá Reykjavík 5/6 til
Fuhr og IIusö. Brúarfoss fer frá
Reykjavík 7/6 til ísafjarðar, Flateyr.
arog Grundafjarðar.Dettifoss fer frá
Finnlandi 7/6 tilVentspils, Gdynia og
Reykjavíkur. Fjallfoss fer frá Hafnar
firði í dag 8/6 til Norfolk og Ne\v
York Goðafoss kom til Hamborgar
5/6 frá Rotterdam. Gullfoss fer frá
Reykjavík í dag 8/6 til Lcith og
Kaupmannahafnar. Lagarfoss fer frá
Eskifirði 7/6 til Húsavíkur, Óiafs-
fjar, Skagastrandar og Akureyraar.
Mánafoss fór frá Þorlákshöfn 7/6
til London, Grimsby og Hull. Reykja.
foss fer frá Kaupmannahöfn i dag
8/6 til Rottcrdam, Hamborgar og
Reykjavikur. Selfoss fer væntanlega
frá New York 10/6 til Reykjavíkur
Skógafoss fór frá Hamborg 5/6 tll
Reykjavíkur. Tungufoss fór frá
Gautaborg 6/6 til Reykjavíkur. Askja
fer frá Leith í dag 8/6 til Reykjavík-
ur Kronprins Frederik fer frá Kaup.
mannahöfn 10/6 til Reykjavikur.
Ltan skrifstofutíma eru skipafréttir
lesnar i sjálfvirkum simsvara 21466
HAFSKIP HF.
Ms. Langá fór frá Vestmannaeyjum
7. til Gdynia. Ms. Laxá fer frá Kaup
mannahöfn á hádegi i dag t-U Ham
horgar. 'Ms. Rangá er í Reykjavík
Ms. Selá fór frá Hnll 7. til Reykja-
víkur. Ms. Marco fór frá Ilamborg
7. til Gautaborgar.
fsal
Frh. af 1 . síðu.
félagið hf. yfirlýsingu, þar sem
félagið viðurkennir Verka-
kvennafélagið Framtíðina og
Verkamanmiafélagið Hlíf í Hafn
arfirði sem samningsaðila um
kaup og kjör ófaglærðs verka-
fólks hjá ISAL. Ennfremur lýs
ir félagið yfir því, að félagar
framangreindra verkalýðsfélaga
hafi forgangsrétt til allrar
vinnu verkafólks hjá ISAL.
SMiiRSTÖÐIN
SÆTÚNI 4 . SÍMI 16 2 27
BÍLLINN ER SMURÐUR FLJÓTT OG
VEL. SELJUM ALLAR TEGUNDIR
) Al UÓLÍU.
ÍSLENZKIR VERKFRÆÐING-
AR VINNISTÖRFIN
Á fjölmennum fundi í Verk
fræðingafélagi íslands 22. þ.m.
þar sem rætt var um starfsemi
erlendra verkfræðinga fyrir
opinbera aðila, var samþykkt
eihróma eftirfarandi ályktun:
„Félagsfundur í Verkfræð-
ingafélagi íslands, haldinn 22.
maí 1968, lýsir vonbrigðum sín
um yfir því, hve oft opinberir
aðilar fela erlendum verkfræð
ingum hérlend verkfræðileg
viðfangsefni, án þess að íslenzk
um verkfræðingum sé gefinn
kostur á að leysa þau af hendi.
Fundurinn lýsir þeirri skoð-
un sinni, að íslenzkir verkfræð
ingar, sem kunnugastir eru
staðháttum og náttúrufari,
séu bezt til þess fallnir að leysa
verkfræðileg viðfangsefni hér
á landi. Þegar þörf krefur,
geta þeir að sjálfsögðu leitað
til erlendra sérfræðinga eins
og tíðkast í öðrum löndum.
Það er bezta trygging fyrir því,
að þekking slíkra sérfræðinga
flytjist inn í landið og sam-
lagist verkmenningu þess, en
hverfi ekki á brott með þeim
eins og oftast vill verða, þeg-
ar þeim eru falin verkefnin
beint. .
Fundurinn skorar á íslenzk
stjórnvöld að beita sér fyrir
því, að verkfræðileg viðfangs.
efni hins opinbera verði falin
íslenzkum verkfræðingum".
Ályktunin hefur verið serid
ríkisstjórninni.
Virðingarfyllst.
Verkfræðingafélag íslands.
Úrvalið vann
Framhald á 9. síðu.
fyrstu er 14 mínútur voru af
leik. Eyleifur komst í gegn
og átti tkki anað eftir en að
afgreiða boltann í markið, en
þá var þrifið til hans.
Á 25. mín myndaðist þvaga
fyrir marki Þjóðverjanna og
boltinn varinn með hendi, og
löks komst Hermann einn inn
fyrir vörnina, er markvörður
inn þreif í hann, og féll Her-
mann. Þetta var rétt í leiks-
lok. Fyrir öll þessi tilþrif,
hlutu Þjóðvrjarnir hverja víta
spyrnuna af annarri, alls þrjár
sem Reynir afgreiddi örugg-
lega í netið, með föstum skot-
um, og þar með var leikurinn
unninn
Við hverja vítaspyrnu æstust
Þjóðverjarnir æ meir mót-
mæltu og skömmuðust. Léku
af sí auknu offorsi ig hörku.
Meðal annars var miðherji
þeirra rekinn af vellinum
vegna ruddalegs leiks.
íslenzka liðið lék oft lag-
lega og tókst að ná upp rétt
laglegum samleiks köflum.
Hinsvegar bar gremja Þjóð-
verjanna leik þeirra ofurliði
er á leið. En í fyrri leikjum
og framanaf þesum, sýndi lið
ið oft skemmtilega knatt j
spyrnu.
Steinn Guðmundsson dæmdi
leikinn og mætti segja að
hann stæði í ströngu.
Hlaut verðlaun
í eðlisfræði
Árið 1954 stofnaði frú Svan ’
hildur Ólafsdóttir, stjórnar.
ráðsfulltrúi, „Verðlaunasjóð
dr. phil. Ólafs Daníelssonar og
Sígurðar Guðmundssonar, arki
tekts“.
)
Tilgangur sjóðsins er m.a.
að verðlauna íslenzkan stærð-
fræðing, stjörnúfræðing eða
eðlisfræðing og skal verðlaun
unum úthlutað án umsókna.
Verðlaunin heita „Verðlaun
Ólafs Danielssonar“ og nema
þau 20 þúsund krónum.
Stjórn sjóðsins hefur að
þessu sinni veitt Þorbirni Sig
-w- ’
urgeirssyni, prófessor, verð-
launin fyrir forystustarf á
sviði íslenzkra vísindarann-
sókna í eðlisfraeði. v
Áður hafa hlotið verðlaun
úr sjóðnum dr. Leifur Ásgeirs
son, prófessor, samkvæmt á-
kvörðun sjóðstjórnar, ög dr.
Trausti Einarsson, prófessor.
Reykjavík, 22. maí 1968.
Stjórn „Verðlaunasjóðs dr.
phil. Ólafs Daníelssonar og Sig
urðar Guðmundssonar, arki
tekts“.
Einar Magnússon,
Leifur Ásgeirsson,
Birgir Thorlacius.
INGOLFS - CAFE
Göinlu dansarnir
í kvöld kL 9.
Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar.
Söngvari: Grétar Guðmundsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826
8- júní 1968
ALÞÝÐUBLAÐTÐ