Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 4
Fjölbreytt safnaöarhátíö í Bústaðarskóla á morgun Á sunnudaginn kemur, þann 9. júní, efnir Bústaðasókn til síns fimmta kirkjudags. Var sá fyrsti vorið 1964 og hefur verið árlega síðan. Eru þessi safnaðarhátíðahöld bæði til fjáröflunar fyrir kirkjubygg- ingu safnaðarins, svo og til þess að auka á fjölbreytnina í safnaðarstarfinu og takast á við stærri verkefni. Kl. 10,30 á sunnudagsmorg. uninn verður barnasamkoma í Réltarholtsskólanum, en þar fara öll dagskráratriði fram, síðan verður guðsþjónusta kl. 2 síðdegis, og prédikar sóknar presturinn, séra Ólafur Skúla- son. Eftir messuna hefst kaffi sala, sem kvenfélag safnaðar- ins hefur forystu fyrir og er ekki að efa, að þær kræsingar, sem fram verða bornar munu gleðja gestina; sú hefur reynsl an að minnsta kosti verið und anfarin ár. Forstöðu fyrir veit ingunum hefur frú Elín Guð- jónsdóttir, ein úr stjórn Kven félags Bústaðasóknar. Um kvöldið kl. 8,30 hefst svo al- menn samkoma. Þar tnun Njörður P. Njarðvík, lektor í Gautaborg flytja ræðu, og fjallar hann um efnið: Ný kyn slóð, ný veröld. Brynjólfur Jóhannesson, leikari les upp. Ungt fólk, sem hér hefur dval ið undanfarna mánuði, skipti. nemar á vegum kirkjunnar, mun syngja þjóðlög, en þetta fólk hefur getið sér hið bezta orð fyrir flutning sinn- á slík- um lögum. Þá mun kirkjuorgan istinn, Jón G. Þórarinsson flytja orgelverk og stjórna söng kirkjukórsins. Samkom- unni lýkur svo með helgistund, en síðan er aftur haldið að hlöðnum veizluborðum. Bústaðakirkja ásamt for- kirkju er nú fokheld og verð ur til sýnis almenningi undir leiðsögn kunnugra milli kl. 3,30 og 7 á sunnudaginn. Hafa þær framkvæmdir, sem sjást þar á horni Bústaðavegar og Tunguvegar kostað tæpar 6 milljónir króna. Er næst áform að að gera safnaðarheimilið, sem er áfast kirkjunni sjálfri, fokhelt í sumar, og er kostn- aðaráætlunin kr. 1.100.000.00. Tii þess að afla hluta af þessari upphæð, verður efnt til skyndi happdrættis í sambandi við kirkjudaginn. Verða seld merki, sem Rafn Hafnfjörð hefur séð um gerð á, og eru þau númeruð og dregið að kveldi kirkjudagsins. Er vinn ingurinn Mallorca. og Lund- únaferð með Ferðaskrifstof- unni Sunnu. Er ekki að efa það, að þeir munu margir, sem vilja freista gæfunnar, um leið og þeir styrkja gott málefni og hjálpa söfnuðinum f kirkju byggingu hans, svo að öll ork an þurfi ekki að fara í það ár- um saman að skapa heppilega starfsaðstöðu. Trúlofunar- hringar Sendum gegn póstkrefu. Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður, Bankastræti 12. FRÁBÆR ENDING 4 8- júní 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.