Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 12
 mgMM) Þjóðarlygi er þáð nefnt, þegar mönnum verður það á að segja allan sannleika um náungann. , Ptemvfy Kellingin var fúl við kallinn í gær. Þá laumaði minn mað- ur út úr sér: — Það er fjandi hart að þurfa að þykjast sofa til þess að þú fáist til þess að hlusta á mig. í gamla daga, þegar ég var ungur, þá voru það fátækling arnir sem áttu enga peninga. sen :: ER PÓS' SÍMI „Óperan“ sýnir nú um þessar rnundir annað verkefni sitt, en það eru atriði úr óperunnl Ráðskonurikið eftir Pergolesi, Fidelio eftir Beethoven og La TravSata efir Verdi svo og einþáttungs óperan „Apotekarinn" eftir Haydn. Sýningar hafa þegar verið tvær og verða aðeins tvær til viðbótar, — annað kvöld og fimmtudagskvöld. Þar sem erfitt hefur verið að ná til áskrifcnda er nauðsynlegt fyrir þá áskrifendur, sem ekki hafa þegar tryggt sér m'iða, að þeir snúi sér til miðasölunnar í Tjarnarbíó. Myndin hér að ofan sýnir Sígur. veigu Hjaltested í hlutverkS sínu. LOKTÞÉTTAK UMBVjBIR VINSÆLASTA PÍPUTÓBAK í AMERÍKU. Vorgróður Þér spyrjið um afstöðu mína til tilverunnar, prestur minn. Ég verð víst að viðurkenna að ég hef aldrei gefið henni nokk- um gaum. Einhvem veginn virðist mér svo sjálfsagt að ég sé til. Þannig hef ég eiginlega ekkert til þess máls að leggja. Á hinn bóginn skal ég lýsa 1 örfáum orðum afstöðu minni til náttúmnnar og hvernig hún kemur mér fyrir sjónir. Mér er náttúran teins og hver önnur umgerð um Itilvíst mína, Líkt og rammi utam um dýrmætt málverk. í Þama er í rauninni kominn mergurinn málsins, eins og það snýr að mér. Á hverju einasta vori í bráðum 25 ár hef ég látið þrælka mig, undiroka og lcúga í þágu náttúmnnar, lifandi og dauðrar. Á hverju einasta vori í allan þennan tíma hef ég orðið að pæla í mold og skít og handfjalla andstyggilega, slepjaða og myglaða blómlauka. Á hverju einasta vori hef ég hert mig upp í að stynja af hrifningu yfir einhverju, sem í mínum augum er (ekki ýkja frábrugðið haugarfa og njóla. Á hverju einasta vori í aldarfjórðung, hef ég hlustað dauf- um eymm á endalausa fyrirlestra um þetta eða hitt afbrigðið lengur. Ég hef látið teyma mig, leiða mig í blindni og blekkja mig til að spranga um endalausa ranghala af gróðurhúsum, þang- að til augun urðu full af svita og hjartað hamaðist uppi í koki. Og ég þarf líklega ekki að taka fram, að ég hef mátt punga út með allan kostnað af andstyggðinni. Svona er ég nú siinnaður gagnvart náttúrunni. Mér er hún sem sé ekki annað en misstótír moldarhaugar og illgresi. Ég get með engu móti skilið að ég eigi að fá harðan dóm fyrir viðhorf, sem em mér meðfædd. Mér er svo sem útláta laust að tilfæra nokkur atriði mér til málsbóta, geti það orðið mér til dómsmildunar frammi fyrir almættinu, þegar þar að kemur. Fyrstu þrjú til fjögur vorin, vann ég verkin af itiltölulega fúsum og frjálsum vilja og hélt að ég myndi með tíð og tíma geta tileimkað mér viðhorf hins ákafa náttúruunnanda. Árangurinn varð þessi: 11 Hafi ég í upphafi verið nokkurnVeginn hlutlaus gagnvart náttúmnni, varð ég hatursmaður hennar eftir fjögur vor. í stað þess að ég vendist garðyrkjustörfum, vandist koman mín á að ota mér í óþrifalegustu verkin, þau sem vom hættu. legust húðinni á höndvmum á henni Bjálfri. Þannig hef ég verið að leggja snömna um hálsinm á sjálf- um mér í heilan aldarfjórðung og herða að henni smám eldhúskollinum. j En nú vil ég losna. Losna fyrir fullt og allt, þangað til að því kemur að kjafturinn á mér verður fylltur af mold í einhverri daunillri saggaholu suður í Foxvoxkirkjugarði. Þessu megið þér skila til konunnar minnar. GADDUR. Ég er harðákveðin í því að taka þátt í námskeiði fyrir konur í júdó eða hvað það fceitir. Aldrei veit maður á hverju er von frá karlmann- anna hálfu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.