Alþýðublaðið - 22.06.1968, Síða 2

Alþýðublaðið - 22.06.1968, Síða 2
 [MMME) Bltstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Slmar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — ASsetur: AlþýðuhúsiS viS Hverfisgötu, Beykjavífc. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Slmi 14905. — Áskrlftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakiS. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið bf. KJARNIMÁLSINS Það er söguleg staðreynd, sem ekki verður vefengd, að Atlants hafsbandalagið hefur á undan- förnum tveim áratugum átt meg- inþátt í að koma á valdaj'afnvægi í Evrópu. Á þessu jafnvægi bygg- ist einmitt sá friður, sem haldizt hefur þessi ár, og það öryggi, sem leitt hefur til velmegunar í álf- <unni. Áður en bandalagið var stofn- lað, var ófriður og öryggisleysi hvarvetná. Jafnvel Þjóðviljinn viðurkennir eftir öll þessi ár, að þá hafi verið um að ræða sovézka útþenslustefnu undir stjórn Stal- íns. Blaðið reynir að afsaka þessa stefnu og gefur þær skýringar, að hún Wafi verið takmörkuð við 'landamæraríki Soivétsambands- ins. Varla kemur það heim við sríki eins og Albaniu, Júgóslavíu og Grikkland, þar sem stefnan sagði til sín, þótt hún næði ekki' 'allsstaðar fram að ganga. Blaðið nefnir líka, að Bandaríkin hafi á þessum árum haft einokun á kjarnorkusprengjunni. Það var að vísu ekki lengi, en vert er að taka eftir, að þau ár Var sprengj- unni ekki beitt gegn kommún- istairíkjum, þótt sífellt værí boð að að lýðræðisríkin biðu eftir tækifæri til að knésetja kommún ismann með vopnavaldi. Kjarni öryggismála Evrópu er sá, að Sameinuðu þjóðimar unnu ófriðinn við nazista og fasista, eu þeim hefur enn ekki tekizt að vinna friðinn. Þeim hefur ekki tekizt að koma á samkomulagi um skipan mála í Mið-Evrópu, sem hefur alltaf verið púður- tunna álfunnar. Þýzkalandsmálið er enn óleyst, landinu skipt og herir sitja hæði í austri og vestri. Landamæri Pnllands hafa enn ekki verið staðfest. Þeim Stalin, Roosvelt og Chur chill tókst ekki að semja um valdajafnvægi í Evrópu, sem frið- ur gæti byggzt á. Þá færði Stalin sig upp á skaftið og kom smum mönnum fyrir í stjórn hvers ríkis á fætur öðru, síðast í Tékkóslóvakíu. Ef vesturveldin hefði ekkert aðhafzt, hefði Stalin getað haldið áfram vestur eftir öllu meginlandi að ströndum Atlantshafsins. Af þessu er augljóst, að stofnun Atlantshafsbandalagsins var óhjá- kvæmileg til að skapa eðliiegt valdajafnvægi eftir ófriðinn. Herir Eisenhowers gátu tekið Berlín og Tékkóslóvakíu en gerðu það ekki. Það valdajafn- vægi, sem stofnun bandalagsins tryggði, var eins hagstætt Sovét- ríkjunmm og hugsazt gat eftir ófriðinn. Það er ekki hyggilegt að draga úr Atlantshafs- og Varsjárbanda- lögunum, meðan kjami málsins, öryggi Mið-Evrópu, er enn óleyst vandamál. Þess vegrta ber nú að leggja aukna áherzlu á friðsam legt starf Atlantshafsbandalags ins, auka sambönd í 'austurveg, auka viðskipti og menningar- skipti og skapa möguleika á framtíðarlausn mála á megin- landinu. Það er enn takmarkið. „MEÐ UNGU FÓLKI" sýndar „slídes” myndir meí5 er indinu. Kolbeinn Pálsson og Emilía Kofoed Hansen fluttu saman ávarp. í fundarlok tók dr. Gunnar Tlioroddsen til máls og a® ávarpi hans loknu var fluttur kröftugur baráttusöngur, sem samkomu- grestir tóku hraustlega undir. Voru þau hjón, Guanar og Vala, hyllt með langrvarandi lófataki og ferföldu húrrahrópi. (Fréttatilkynning). 2 22. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Samtök ungra stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens efndu til kosningasamkomu í Háskólabíói s.I. fimmtudagskvöld. Var þetta fyrsta kosningasamkoma, sem haldin hefur verið fyrir ungt fólk eingöngu og sóttu hana á þriðja þúsund ungra kjósenda. Samkoman var mjög glæsileg og fylltist húsið á örskömmum tíma eftir að opnað var. Mikill manufjöldi var emnig í and- dyri hússins og urðu margir frá að hverfa. Dagskráin hófst með ávarpi Árna Gunnarssonar, fréttamanns sem jafnframt var stjórnandi samkomunnar. Skemmtikraftar, er komu fram, voru Bessi Bjama son, Hermann Gunnarsson, Óm ar Ragnarsson, Helga Bacmann las Ijóð eftir Mattliías Johannes sen og Tómas Guðmundsson og Hljómar fluttu lög eftir Áma Johnsen við Ijóð Matthíasar. Ólafur 1». Jónsson söng við undir leik Ólafs V, Albertssonar, Hljómar léku frumsamln lög, María og Þórir Baldarsson léku og sungu. Jónas Kristjánsson, ritstjóri flutti erindi lun forseta embættið og kosningar og voru VIÐ HÖT— MfflLOM Á aö efna til þjóSaratkvæfÍis um opnun Kefla- víkursjénvarps? SVO sem kunnugt er, stóð mikill styrr um Keflavikursjón- varpið á sínum tíma og sýndist sitt hverjum; andstæðingar þess með mörg stórmenni í farar- broddi fengu þó vilja sínum framgengt og var Keflavíkur- stöðinni lokað fyrir meginþorra sjónvarpsskoðenda. — Hkaði mörgum þetta afar illa, sem ef til vill er vonlegt, því að þrátt fyrír hina mörgu alls ómerku dagskrárliði þessa margumtal- aða hermannasjónvarps, voru þó ýmsir aðrir liðir, sem mögl- unarlaust mátti telja bæðt skemmtilega og fræðandj. Sú hætta á málskemmdum og menningar sem Keflavíkursjón- varpinu var samfara, er þó þyngst á metunum að minu viti, og réttlætti fyllilega lok- un stöðvarinnar á sínum tíma. Nú höfum við Íslendíngar fengið okkar eigið sjónvarp, sva að ekk{ verður undan sjónvarps- leysi kvartað; sýnist sem jafn fámennri þjóð nægi ein sjón- varpsstöð í landinu a.m.k. að svo komnu máli, jafnvel þótt sönn sé sú staðhæfing margra, að íslenzka sjónvarpið hafi all- mjög sett ofan upp á síðkastið. Það er vissulega rétt — og hefur verið bent á það áður hér í þess* um dá'lkum — að gæði dagskrár- innar eru misjöfn, sumt hundlá- legt en annað forláta gott, eins og reyndar mun segja mega unt flestar sjónvarpsstöðvar í heim- inum. Raddir hafa um það heyrzt, þ. á. m. ráðherraraust, að efna beri til þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort fara eigi þess á leit við hernaðaryfirvöld Suður- nesja, að Keflavíkursjónvarpið verði opnað að nýju íslenzka sjónvarpinu til aukins aðhalda og landsmönnum væntanlega til „sálubóta." Aörir andæfa því stöðugt og bera við rök- um af svipuðu tagi og lireyft var í upphafi. Fer þar sem fyrr, að sitt sýnist hverjum. Satt er það og ómótmælanlegt, að þjóðar atkvæðagreiðslur eru til margra hluta nytsamar — og ýmsar þjóðir t. d. Svissar, sem æðl oft nota þær til úrlausnar meirihátt- ar málefnum. En jafnvel þó að maður efist elcki um úrslit slíki> ar þjóðaratkvæðagreiðslu, virðist samt sem hún sé ekki alls kostar tímabær. Eða áettum við ekki að leyfa íslenzka sjónvarpinu a9 slíta bamsskónum og sanna á- þreifanlegar ágæti sitt, áður ea við förum að kalla „Rawhide" og „Shortgun-Slate”, eða hvað þeir nú hétu, yfir okkur á nýjaft leik? — GA. k - JÍ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.