Alþýðublaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 12
■ 2_ J SPEGILLINN 2. TLB. Ei' víst óhætt að íullyrða, að allir veizlugestir hafi farið á- nægðir lieim og hressir í enda. Moggi. Kallinn þóttist heldur en ekki vera bræt í gær. Hann setti upp spekingssvip, þegar kellingin var búin að maja í tvo tíma og sagði: Það er álit mitt að þú hagnýtir talfærin bezt með því að þegja. Ég er eindregið fylgjandi því að sjónvarpið hefji sýningar á Steinaldarmönnunum aftur. Þeir gefa nefnilega svo góða mynd af eðli karlmannanna. 13 fc” ‘ x—n i—i i——i -1111 ' Spegillinn 2. tölublað 39. árg. er nýkomið út. Blaðið flytur að vanda „húmor” úr ýmsum áttum og á H-breytingin, sem að líkum lætur, sinn þátt í blaðinu, m.a. forsíðuna. Að öffru efni blaffsins má nefna þátt um liestamenn, ræffu í til. efni sjómannadagsins, saknaðarkvæði um brotthvai-f Einars O. af þingi, grein um feimnismái I ár og afmælisgrein um álkanslarann scxtugan. Þá er þar eiimig opiff bréf til borgarráffs og afbrota- maffur yrkir um glæpaferil sinn. Af föstu efni blaffsins er vert að geta leiffarans, póstsins, stjörnuspárinnar og táninga tjáninga, ásamt teiknisögu Haralds Guðbergssonar. Myndin hér aff ofan er af Pétri og helgum Pétri og fylgir hún kvæðinu „Turnaria". MuniS Biafra söfnun Rauða krossins. Dag- blöðin og Rauöa Kross deildir taka á móti söfn- unarfé. daglegi KAKstur FÍNASTA HOBBÍIÐ UM þetta leyti er laxveiðin að hefjast. Þá getur maður farið að vera fínn maður á þann hátt líka að veiða fisk. Það er alltaf gott að hafa úr mörgu að velja í þeim efnum þótt ekki þurfi undan því að kvarta að verið hafi hörgull á tækifærum til að vera maður með mönnum. En laxveiði er með afbrigðum góð aðferð, og bregzt ekki ef maður vill láta það sjást svart á hvítu að maður sé fínn maður. Þetta er dýrt hobbý, útheimtir dýrar græjur og mikið írafár og tilstand, fyrir utan aðra kosti. Raunar er rangnefni að tala um veiðar í þessu efni, því þær eru ekki aðalatriði. Fínheitin liggja í veiðiskapnum, enda væri þá miklu skynsamlegra að fá sér netstubb og draga fyrir. Það hefur líka komið í ljós að stráklingur með eitthvert prik og álika merkilega krókmynd, á hvem hengdur er spikfeitur ánamaðkur ættaður af Arnarhóli, er allt eins líklegur til að veiða vel og stórfósinn með fínu græjumar. Nei, það er ekki veiðin lieldur útbúnaðurinn sem skiptir máli. Að fara að veiða um helgar, (ellegar líka á virkum dögum ef maður er svo fínn að maður á daga í fínni á), er í því fólgið að búast ankannanlegum galla sem minnir einna helzt á útganginn á mnnaförum stórveldanna þegar þeir eru komn- ir í geim-múnderinguna. Síðan á að setja upp skringilegan hatt og hengja utan í sig alls konar tól og drasl sem dingl- ar utan í manni svo liringlar í, og þá verður maður vígalegur og minnir á riddara frá miðöldum í öllum herklæðum (sbr. Don Quijote). Sjálf veiðistöngin skiptir ekki megin máli. Þó er hún merk ur gripur, gegnir svipuðu hlutverki og kaskeitið á pólitíinu. Það kemur ekki til mála að tala um pólití án þess að gera ráð fyrir að það sé með kaskeiti, eins er varla hægt að tala um laxveiðimann án þess að búast við að hann sé með stöng. Raunar eru þau tilvik hugsanleg að veiðistöngin sé alls ekki með í förinni, því eins og allir vita er það sá ,^tóri“ sem skiptir máli, og maður missir alltaf þann „stóra“ (og til þess að missa lax þarf enga stöng), en samt eru aldrei sagðar veiðisögur nema af þeim „stóra“, sem maður missti. En samt er auðvitað betra að maður komi heim annað slagið með einhvern fisk. Þess vegna er ekkert á móti þvi að veiða dálítið stundum. Enn sumir eru í rauninni veraldar- innar mestu fiskafælur enda þótt þeir séu fínir veiðimenn, og til þess að þeir geti komið heim með fisk líka má bara kaupa lax í einhverri venjulegri fiskbúð og hafa í aoðið eftir langa veiðiferð. Götu Gvendur. Ellimörk eru það, að vera langt niðri heilan dag, eftir að hafa verið hátt uppi bara eitfc kvöld. ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.