Alþýðublaðið - 09.08.1968, Page 4

Alþýðublaðið - 09.08.1968, Page 4
II / SVIÐSLJÓSI: HAUSTKJOLL Nú er sumri farið að halla, og því ekki fjarri lagi að fara að hyggja að heppilegum haustklæðnaði. Ekki þykir okkur ólíklegt, að þessi ein- faldi en fallegi kjóll, sem stúlk an hér á myndinni er í. falli mörgum í geð, enda virðist hann t.d. mjög hentugur fyr- ir skólastúlkur. Rendurnar í honum mynda ferhyrninga og séu þær hafðar í skærum litum munu þær lífga skammdegisdrungann. Annars skýrir myndin 9ig al- veg sjálf, og öllum er heim- ilt að notfæra sér hugmynd- ina. Anna órabelgur :: - Já, aumingja dúkkan er mjög lasin. Hún hefur sama útlit og pabbi á sunnudagsmorgnum. 4 9. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ :: :: DONALD STOKES bílakóngur Englands t>að var 14. maí í vor, sem hann tók við stöðunni sem framkvæmdastjóri hins nýja risafyrirtækis ,,The British Leyland Motor Corporation“ og var þar með orðinn yfir- maður stærstu bílaframleið- anda í Evrópu, og sem er fimmta stærsta samsteypan í heiminum. Þetta gerðist eftir. að Leyland-samsteypan og British Motor Holdings, þar sem BMC er öflugasti aðilinn, mynduðu félag með 200 þús- und starfsmönnum og árs- Donald Stokes. veltu, sem er yfir 110 millj- arðar króna. Þetta er stærsta iðnaðarsamstéypan í Englandi í mörg ár. í þessari samsteypu eru all- ar brezku bílasmiðjurnar — nema Rolls Royce. BMC fram- leiðir Morris, Austin, Riley, Wolseléy, Jaguar, MG, Daimler Oig Buy. Leylandi-verksmiðj- urnar framleiða Standard-Tri- umph, Rover, Leyland, Scamm ell, AEC og Thornycroft. „Hann“ er æðsti maðurinn. „Hann“ er hinn 53 ára gamli Sir Donald Stokes, sem nú er sterkasti maðurinn í brezkum iðnaði. Landar hans kalla hann „Herra útflutning- ur“ og álíta hann vera einn af þeim fáu Bretum, sem ekki kafna undir því nafni. Sagan ium frama hans og frægð er furðuleg, saga um strákinn sem fékk sér vinnu í verk- smiðju menntunarlaus og pen- ingalaus, en með mikið sjálfs- traust. Og með hjálp þess og dugnaði, tryggð og vinnugleði hefir hann unnið sig upp i það, ,að verða stærsti iðnrek- andi lands síns. Sir Donald fæddist í Ply- mouth í marz 1914 og tók í arf frá föður sínum áhugann fyrir farartækjum, en faðir hans var umferðarstjóri hjá strætisvögnum staðarins. íi skóla var honum gefið upp- nefnið „véla-vitleysingurinn“, því hann var alltaf upptekinn við að teikna og skrifa um strætisvagna. Hann var aðeins 12 ára, þegar hann ákvað að verða starfsmaður hjá Ley- land og byrjaði hjá félaginu árið 1930 sem nemi í vélfræði. Leyland-verksmiój urnar eiga tilveru sína þorpssmiðn- um James Summer að þakka. í þorpinu Leyland byggði hann, árið 1884, 5 tonna gufu- ’ vagn og lagði grundvöllinn fyrir fyrirtækinu, sem árið 1907 varð Leyland Motors. Fái Sir Donald það, sem hann vill, mun hann ábyggilega tryggja það, að nafnið Leyland verði ekki þekkt meðal bílaframleið anda, eins og Detroit eða Tur- in og Wolfsburg, þar sem e-kki einn einasti bíll er byggður í sjálfum borgunum. Á meðan á námstímanum stóð hjá Leyland, sótti hann tækniháskóla í Pr-eston, svo hann gat snemma talað eins og sérfræðingur, þegar fólk ræddi um vélar og bíla. í seinni heimsstyrjöldinni þjónaði Stokes í Konunglegu rafmagns- og véladeildinni á Miðjarðarhafi og var orðinn yifrliðsforingi þegar hann losnaði úr hernum. Stokes hafði byrjað hjá Leyland þegar hann var 16 og hálfs árs gamall með 2 krónur á tímann, 40 tíma í viku. Þegar stríðið brauzt út var hann orðinn 27 ára og að stoðarmaður hjá yfirtækni- fræðingnum. í stríðinu skrif- aði -hann ritgerð ,um framtíð Leylands og þegar hann var sendur heim um stundarsakir til þess að athuga einhverja galla í sambandi við framleiðsl una á skriðdrekum, þá fengu Leyland verksmiðjurnar skýrslur hans og ritgerðir og þeir báðu hann að koma til þeirra aftur eftir stríðið og framfylgja bugmyndum sín- um sem forstjóri fyrir útflutn ingsdeildinni. í þessari stöðu skipulagði hann söluþjónustuna við út- lönd og framkvæmdi nákvæma markaðsrannsókn í hverju landi fyrir sig. Hann heimsótti næstum öll lönd í veröldinni nema Kína og Japan. 35 ára igamall varð hann yfirmaður fyrir sölu- og þjónustudeild- inni og þrjátíu og níu ára gam all komst hann í stjórn fyrir tækisins. Hann var orðinn leiðandi maður í iðnhringnum vegna hæfni sinnar sem sölu maður. Forstjórarnir fyrir strætis« Framhald á 13. síðu. SEÐ I PARIS: Þær ungru, frönsku dömur, sem ekki hafa viljað sætta sig við brezku mini pilsin, hafa gert sér fyrir stuttu tízkuna eins kou ar „dans útlit“ með því að sauma ýmist ein- eða þrílitar taftblúndur við faldinn á undl irpilsunum sínum. Þetta er mjög kvenlegt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.