Alþýðublaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 9
Einn af beztu kunningjum Piu er heimsmaffurinn og glaumgosinn Ove Slöör, frægur persónuleiki úr sænsku samkvæmislífi. Hann er hér aff óska vinkonu s'inni til hamingju meff stúdentsprófiff. Sviðsmynd úr „Elviru Madigan". Pia lék ekki í þessu hlutverki, heldur lifði það. Hún var í rauninni hrifin af Thommy Berggren — og liann af henni. Pia, Bo Widerberg og Tliommy Berggren (t.h.), en sá síffastnefndi lék aðal-karlhlutverkiff í ,,EIviru Madigan”. Myndin var tekin á kvik- myndahátíðinn'i í Cannes, þar sem allra augu beindust aff Piu. í þessari grein upplýsir hún. aff hún hafi veriff milli helms og helju, þegar sem mest gekk á. um aff lienni gezt bezt að mönn- um, sem eru tíu til fimmtán ár um eldri en hún sjálf. „Þeir vekja hjá manni öryggiskennd,“ segir hún. Úr þeim aldursflokki kemur líka tryggasti fylginaut ur hennar síðustu mánuði: Ove nokkur Slöör, kunnur kaup- sýslumaður og „sjarmör". Hann ei’ umboðsmaður fyrir Yves Saint Laurent auk þess sem hann sel ur lóðir á Bahama-eyjum. Slöör hefur oft verið orðaður við Kristínu prinsessu. — Ég er voða veik fyrir Ove, viðurkennir Pia. — Já, ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af honum með hverj um degi, sem líður. Áður en ég raunverulega kynntist honum, þoldi ég ekki manninn. Hann virtist kærulaus og stirfinn. Sannleikurinn er þó sá, að hann er viðfelldinn og umhyggjusam ur. Hann sendir mér blóm og bréf, eins og „kavalerarnir" gerðu í gamla daga. Pia Ðegermark er einnig með al beztu vinkvenna Carls Gust afs Svíaprins. Ef til vill- á frægð arferlill Piu líka upphaf sitt að rekja til myndar, sem tekin var af þeim saman á dansleik ein- um. Þá fóru menn fyrst að gefa henni gaum fyrir alvöru. Prins inn og Pia halda alltaf kunnings skap og sjást oft saman á opin berum samkomum og í sam- kvæmum. i Engin kvenirétt- indakona PIA DEGERMARK er ekki ein- asta gamaldags að því leyti, að hún vill láta koma fram við sig á sama hátt og hefðarkonur fyrr á árum, heldur er hún jafnframt nokkuð íhaldssöm í skoðunum. Þegar hún útskýrir viðhorf sitt til stöðu konunnar í hjónaband- inu, fær hún áreiðanlega ýmsar ágætar kynsystur sínar til að reigja sig og hneykslast. — Ég vil giftást manni, sem er eldrí en ég, svo að ég geti lag að mig eftir honum. Það er heppi legast, að konan sé veikari aðil inn í hjúskapnum. Annars ber hún aðalábyrgðina eftir sem áð ur, þannig að misstígi maðurinn sig, tel ég það konunni að kenna. Ég vil fá mann, sem lætur mig finna til kveneðlis míns. Al- mennilegan mann sem ekki hleyp ur frám í eldhús til að kenna mér, hvernig á að elda. Matseld ina vil ég annast sjálf. Annars er hjúskapur ekkert aðkallandi vandamál fyrir Piu Degermark. Hún hefur einfald- lega ekki tíma til að velta vöng um yfir honum. Að loknu stú- dentsprófi í Sigtúnum — sem hún lauk með ágætum í maímán uði síðastliðnum byrjaði alþjóð legur ferill hennar fyrir alvöru. Fyrst hlaut hún hlutverk Nínu í bandarískri kvikmynd, sem byggð er á leikriti rússneska stórskáldsins Anton Cshekov og tekin er í Svíþjóð nú í sumar. Síðan mun hún taka til óspilltra Frh á 13. síðu. Aðvörun til húseigenda Vegna síendurtekinna kvartana viljum við hér með ítreka aðvörun okkar til húseigenda við auglýsingum ýmissa réttindalausra aðila um húsaviðgerðir og benda húseigendum á að ieita upplýsinga hjá samtökum byggingar- iðnaðarmanna. Meistarafélag husasmiða Trésmiðafélag Reykjavíkur. Staða námshjúkrunarkonu við Röntgendeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur yfiriæknir Röntgendeildar. Umsóknir, ásamt upplýsing um um nám og fyrri störf sendist Sjúkrahús- nefnd Reykjavíkur Borgarspítalanum fyrir . 20- Þ-m. i .iíJ JjftÍlI Reykjavík 8. ágúst 1968 i Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Málmiðnaðarmenn óskast nú þegar HÉÐINN TJALDSAMKOMUR Kristniboðssambándsins verða að þessu sinni dagana 9.-17. ágúst, á hverju kvöldi kl. 8.30, í tjaldinu hjá K.F.U.M.-húsinu við Holtaveg (nálægt Langholtsskóla). Margir ræðumenn: prestar, kristniboðar og leikmenn. Mikill söng ur og hljóðfærasláttur. — Á fyrstu samkom- unni í kvöld, föstudag, tala síra Frank M. Halldórsson og frú Ásta Jónsdóttir o.fl. — Allir eru hjartanlega <velkomnir. Kristniboðssambandið. Auglýsingasíminn er 14906 BLÓM Komið og sjáið blómaúrvalið, eða hringið. Við sendum. GRÓÐRARSTÖÐIN v/MIKLATORG SÍMAR 22-822 og 1-97-75. 9. ágúst 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.