Alþýðublaðið - 14.08.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.08.1968, Blaðsíða 7
»mriTif iiti 4 h flíí i fWf a -fi’tnmiMtmifimfituuminmmmmti11111 i»ii mni juíuih»1 #;tni*tiei= 11 Hátíðarljóð 1968 26 óverðlaunuð ljóð Útgefandi: Sverrir Krist'ínsson, 1968. 55 bls. Þó meniti þættust verða hissa þurfti engum á óvart að koma úx-slitin í Verðlaunakeppni stúdent^félajgs háskólans «m hátíðarkvæði lsta desembers 1968. Binkennilegast í þessu máli var reyndar að félagi iþessu skyldi koma til hugar að Hlík keppni bæri árangur, halda að fimmtíu ána afmæli fullveldisins, þó merk- isafmæli sé, nægði til að koma mönnum í verulegt kveðskap, gera sér í hugalund að mn þessar mundir væri yfirleiitt stemning fyrir hátíðarkvæSum meðal skálda .eða annarm. En úr því menn eru þessarar trú ar i háskólanum má að vísu gera aðra til raun að ári og efna til kvæðakeppni út af tuttugu og fimm ára afmæli lýðveld ísins og tuttugu ára aðild okkar að Nato. Kvæði þau sem getur að líta í nýút- Komnu kveri með 26 „óverðlaunuðum" llátíðarl.ióðum þurfa engum að koma á ó- Vairt iieldur, slíkur kveðskapur er sjálf. sagt alveg óhjákvæmilegur hvert sinn sem efnt er til slíkrar samkeppni á þjóðlegum tyllidegi; engum hefur hins vegar nokkru Binni dottið í hug að gefa hann út holt og bolt fyrr en Sverri Kristjánssyni. En sá leiði ljóður er á hók hans að þar eru alls ekki öll kvæðin sem til keppni bárust, og Verður hann enn leiðari ef sú saga er rétt að meðal þess sem vantar í bókina séu pæði beztu og verstu kvæðin úr keppn- inni. Þar fyrir kunna þessi 26 hátíða- kvæði að nægja til þess að gera lesendum grein fyrir því liátíðarskapi, hug og við- horfum sem komi mönnum af stað til að yrkja á tímamótum sem þessum — fyrir nú utan framavon og fjár. Einis og nærri má geía er það fegurð landsins og saga þjóðarinnar sem skáldum verður hugstæðast, þrengingar hennar á uimliðnum öldum og sú fullsæla sem framundan sé að frelsinu fengnu ef fólk aðeins aðhyllist og framfylgi þeim mann dyggðum sem skáldin ákveða; margir yrkja um fánann sem tákn alls þessa. Hér má í stuttu ínáli fá yfirlit um sögu þjóðar- innar, hefðbundin skáldlegan söguskiln- ing: Fagurt var ísland fyrir landnámsííma, fiskur við land og skógi vaxin strönd. Frjálsbornar lietjur vildu við það glíma að veiða sér fisk og nota beitarlönd, kveður Bjarni Guðmundsson frá Hörgs- hoíti, en Einar J. Eyjólfsson, heldur sög unni áfram: Óðar tóku þeir að þrasa, þvoði stálið ýta-blóð. Kotr t ég þá í konungs vasa, klökk af smán ég lotin stóð. Þar fyrir brást landið ekki börnum sínum að sögn Katrínar Jósepsdóttur: Sem gjöful móðir gafst þú oss þá gimsteina og beztu hnoss, er til þá áttir — tókst þinn kross frá toppi fjalls að ströndum. Og 1918 uppskárust sigurlaun. H.J. Þórðar son -'kveður: Tigna skal þann eilífa anda, sem eíldi með fólkinu bræðralag. Trúin á fnamtíð fái að standa, föðurlandi og öllum í hag. — Treystum að samstarf og eining eflist, einkaframtak og þjóðnýting. — Fiiamleiðsla lands og hugsjón heflist, 'hagræðing, mennt og sjálfsvirðing. En Lárus Salómónsson biður fyrir sér og okkur hinum: Gefi Guðs móðir gjafir landsins börnum, stækki stofnsjóðir síærð í sókn og vörnum. 4ð vísu getur skyggt í álinn: Hart má hnotbítast æ, hvort í sveit eða bæ hefði betur þar, vel eða ver. Tekist þeitta og hitt, tekis-t þitt eða mitt, trúin ríkir og fegurðin hér, kveður Björn If. Björnsson hvað sem hann á itú við. Og Hugrún skáldkona orðar nillilega fleiri skálda hug í bókinni þeg- \r hún ákallar imd sitt og þjóð: Sjáðu um að fólk þitt reynast mætti bet- ur. Um hitt þarf ekki að efast að henni crða að fcæn sinni ef rétt reynist útlist- tn Ármanns Dalmannssonar á eðli íslend- igsins — eftirminnilegust vísuorð í bók- ’nni: íslendingur er og verður eins og hann var forðum gerður Hann vill ekki haltur ganga hafi hann fætur tvo jafnlanga. . I Og svo framvegis: bók þessi er saman- afn þesskonar hátíðlegra flatmæla sem 'xykja við eiga, og eiga reyndar við, á minn 'ngardögum; hins vegar er þorri höfund- tnna furðu óskáldlega vaxinn. En auðvitað tekst mönnum misvel upp. Ég hygg að Þór oddi Guðmundssyni frá Sandi láti íþrótt hátíðakvæðisins einna bezt í sínu kvæði, vsl kveðnu á hefðbundna vísu; en kvæði Þor teins Valdimarssonar þykir mér fallegast úr skáWskapur og mun það eflaust sóma ér vcl á sínum stað í næstu bók hans. En eru þetta verðlaunaverð kvæði á þjóðlegri -•linnirisarhótíð? Æinei: þó ofmikið væri að mælast til þess að við eignuðumst nýjan þjóðfundarsöng tó]ii-Hjátmars, nýja alþingishátíðarkantötu Kiljans Ista desember 1968, er flestum hæg ’r rqmanburðurinn við alþingishátíðar- kvæ*i Davíðs, lýðveldiskvæði Jóhannesar úr Kötlum. Bók þessi, Hátíðarljóð 1968, er Iítið hefti, selt í verzlunum inniiokað í umslagi og limt vendiieea fvrir. Kötturinn í sekknum er líklega alkvæðaseðill sem útgefandi læt u’ fvlgja. og heitir hann því kvæði sem eittfaldur meirjhluti kaupenda“ telur vérð íaunavert 10 þúsund krónum. Þetta er uma upnhæð og stúdentafélag háskólans hét í verðlaun í sinni ketxpni — og enn ein >minning um lággengi Ijóðsins hér á 'andi um þessar mundir. Ég man nú ekki. hver verðlaunin voru í svip tðri keppni á alþingishátíð og lýðveldishátíð, en fé mæti þeirra hsfur án efa verið mun meira en 10 þúsund króna í dag; þess ber og að gæta að ætla mætti að raunverulega verðlaunavert kvæði yrði upp frá því á hvers manns vörum, almenningseign í landinu eins og raun hefur orðið um önn- ur helztu hátíðakvæði. Hitt væri fróð- legt að Vita hve mikið fé þyrfti til að fá skáld til að yrkja slík kvæði. — ÓJ skák. Verðlaunin eru 5 230 dál'ir og að auki hlýtur sigurvegarinn verðlaunagrip. Að loknu mótinu í Colorado flýgur stórmeistarinn Larsen til Larsen teflir í Bandaríkjunum Kanada til að taka þar þátt í svipuðu móti. Stórmeistaranum Spassky var einnig boðið að taka þátt í mót inu í Colorado, en hafnaði boð- inu. Fann mun tefla úrslitaskák ina við Korchnoj einhvers stað- ar í Sovétríkjunum í næsta mán uði. Danski stórmeistarinn í skák, Bent Larsen á marga vini og að dáendur á íslandi. Eru þeir sjálf sagt margir unnendur skáklistar- innar hér á landi, sem gjarna vildu vita, hvar snillingar eins og ♦ Larsen væru að tefla hverju sinni. Larsen tekur þessa dagana þátt í skákmóti í Colorade í í Bandaríkjununt. Síðan flýgur hann til Kanada til þess að taka þátt í skákmóti í Coloraao Bent Larsen fékk boð um að taka þátt í mótinu í Colorado skömmu eftir ósigurinn fyrir Spassky á dögunum. Skákmótið í Colorado hófst hinn 11. þ. m. og stendur til 23. ágúst. Sigur vegarinn hlýtur hinn svonefnda opna bandaríska meistaratitil í Fréttir í stuttu máli NEW YORK (NTB). - Sovét- ríkin hafa tilkynnt Sameinuðu þjóðunum, að þau hafi nýlega skotið upp 9 gervihnöttum í visindalegum tilgangi. Þejr bera númerin Kosmos 220-229. LONDON (NTB). — Tilkynnt hefur verið, að reisa- eigi í London stærsta gistihús Evrópu með 2.000 herbergjum, fundasölum Og neðanjarðar bifreiðageymslu. Stærsta gisti húsið í Evrópu í dag er Ragert Palaee í London með 1100 her- bergjum. ★ Þessi fjölmenna og fánum prýdda blökkumanna liópganga var farin á vegum samtaka „Svarti pardusinn” og var mótmælt réttarhöldum yfir cSnum meðlimi samtakanna sem grunaður var um morð. „Svarti pardusinn” helur komið á sam- starfi við önnur félög blökkumanna í þeirri von að geta síðar meir stofnsett róttæk stjórnmálasamtök blökkumanna. 14- ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.