Alþýðublaðið - 27.08.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.08.1968, Blaðsíða 5
Hjáróma rödd á mófmælafundi: Flutti varnarræðu ofbeldi Rússa Ályktanir fund- arins I Á (mótmælafundi Tékknesk- íslenzka félagsins á stmnudag gerðust þau óvæntu tíðindi, að Þorvaldur Þórarinsson lögfræðingur fluttl varnarræðu fyrir Sovétríkin í sambandi við innrás þeirra í Tékkó- slóvakíu. Voru fundarboðendur sem þrumu iostnir undir ræðu Þorvaldar, og að loknu máli hans gerðu margir fundarmenn hróp að honum. Tveir ræðu- menn, sem töluðu á eftir Þorvaldi, mótmæltu ræðu hans harðlega. Það voru þeir Thor Vilhjálmsson og Hannibal Valdimarsson. Fundur tékknesk-íslenzka félagsins var haldinn í Sig- túni síðdegis á sunnudag. Töl- uðu þar margir ræðumenn og fordæmdu innrás Sovétríkj- anna og bandamanna þeirra. en auk þess voru lesnir og sungnir þjóðsöngvar Tékka og Slóvaka og fluttir upplestrar. Þorvaldur Þórarinsson skar sig úr öðrum, er fram komu. Gaf hann yfirlit um utanrík- isstefnu Sovétríkjanna eins og hörðustu Moskvukommúnistar einir túlka þau mál. Hann ját aði að vísu, að innrásin væri brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna, en benti á að ekki hefði verið gripið til gagn- ráðstafana eins og sáttmáiirin gerir ráð fyrir. Rússar sjá .auð vitað fyrir því með neitunar- valdi sínu. Þorvaldur bað menn að skilja valdamenn Sovétríkj- anna. Þeir bæru í brjósti óg- urleigan ótta við styrjöld, óttaÁ sem menn þyrftu að fara á safn í Leningrad til að skilja. Vestur Þýzkalandi væri stjórn að af fasistum, Englandi af kapítalistum og Bandaríkjun- um af stríðsglæpamönnum. Átti þetta að sanna, að Rúss- ar hefðu nokkra ástæðu til styrjaldaróttans. Eftir ræð- una klöppuðu hörðustu komm únistarnir á fundinum, aðrir gerðu hróp að Þorvaldi, en margir sátu þögulir. Annar sérstæður ræðumað- Ur á fundinum var séra Kál’i Valsson, Tékki, sem er íslenzk ur borgari og hefur lengi starf að í þjóðkirkjunni. Hann hef ur ekki verið í Tékknesk- ís- lenzka félaginu undanfarin ár vegna samstarfs þess við kúg arana í Prag, kommúnistayfir völd landsins. En nú fagnaði hann hugarfarsbreytingu margra, og skoraði hann á kammúnista, að stíga fram og afnelta kommúnismanum op- inberlega, ef þeir meintu nokkuð með orðum sínum. Thor Vilhjálmsson rithöfund jjr flutti eina taeztu ræðuna og bjargaði fundinum eftir hneykslisræðu Þorvaldar. Rakti hann hlutskipti rithöf- unda í baróttunni fyrir frjáls- ari stjórnarháttum austan járntjalds og sagði sem svar bæði við ræðu Þorvaldar og innrásinni í Tékkóslóvakíu: NEI. Hannibal Valditnarsson flutti lokaræðuma og kvað innrásina vera þýðingarmikil ótíðindi vegna þess, að slíkt skuli geta gerzt að yfirveg- uðu ráði margra manna í nafni mannúðarhugsjónar- sósí alismans. Hamn kvað áhrif munu vara lengi og jafnvel verða varanleg. Björm Th. Björnsson stýrði fundinum og Las meðal ann- ars upp úr nýkomnu hefti af „SoWiet News“ þá skilgrein- ingu á „innrás" sem Sovétrík in teldu sig lengi hafa barizt fyrir að gera að þjóðarrétti Samkvæmt þeirri grein er ekki vafi á, að fordæmanleg Þorvaldur Þórarinsson innrás hefur verið gerð í Tékkóslóvakíu. Björn Þorsteinsson, formað- ur félagsins, flutti einnig á- hrifamikla ræðu, fordæmdi framferði Rússa og lýsti von- brigðum yfir, að slíkir atburð ir skuli geta komið fyrir. Sverrir Kristjánsson sagðist lengi hafa verið sósíalisti og mikill vinur Rússa, en nú stæði hann þarna og gæti ekki annað, fordæmdi innrásina sem gerræði og ei’tt mesta glapræði, sem gert hefði ver- ið í nafni sósíalismans. Af öðrum ræðumönnum má nefna tékkneska konu, Olgu M. Frarizdótturj Jón Snorra Þorléifsson og Hermann Guð- mumdsson. Þá komu fram ýms ir Hstaménri. Á fundi Tékknesk- íslenzka félagsins, sem haldinn var í Sig túni á sunnudaginn og sagt er frá I sérstakri frétt hér á síð. unni voru samþykktar einróma eftirfarandi samþykktir: Addáun á Tékkum Við lýsum aðdáun okkar á þeirri dirfsku, staðfestu og still- ingu, sem þjóðir Tékkóslóvakíu hafa sýnt gagnvart ofurefli innrásarherja Varsjárbandalagsins. Jafnframt skorum við á samtök almennings á íslandi að lýsa aðild að undanfarandi ályktun eða stuðningi við málstað Tékka og Slóvaka með eigin ályktunum og koma þeirri af. stöðu sinni á framfæri við starfsbræður síua og stofnanlr þeirra í innrásarríkjunum. Jafnframt skorum við á fólk að láta ótvírætt í Ijós við full. trúa innrásarríkjanna fyrirlitningu sína á athæfi ríkisstjórna þeirra, hvenær sem færi gefst. (Samþykkt samhljóða á almennum fundi í SigtúnS í Reykjavík 25. ágúst 1968). NíSingsverk Rússa Óréttlætanleg Innrás 5 Varsjárbandalagsvelda í Sósíaliska lýðveldið í Tékkóslóvakíu er eitt hið niðingslegasta verk evrópskrar sögu og hlýtur að vekja öllum ærlegum mönn. um harm og reiði. Innrásarveldin hafa gerzt margfaldir griðrofar við fullvalda ríkl og fótumtroðið helgustu hugsjónir manna um þjóðfrelsi og alþjóðahyggju. Við krefjumst þess: að innrásarveldin kveðji herji sína tafarlaust burt úr landinu, að allir, sem innrásarherinn og þý hans hafa svipt frelsl, séu strax Iátnir lausir, að réttkjörin stjórnvöld fái óhindruð að gegna störf. um, að látið sé af öllirni þvingunum og ögrunum gegn Tékkóslóvakíu og allt það tjón, sem innrásarher- irnir hafa valdið, sé að fullu bætt. (Samþykkt samhljóða á almennum fundi í Slgtúni 25. ágúst 1968). j i W4K / SVIÐSLJÓSI: Hetjan Lúðvík Svoboda Það er náð í gamla útslitna stríðshetja, burstað af henni rykið og hún gerð að foíseta fandsins. Þetta sagði tékkneskur stú- dent, þegar Lúðvík Svoboda, 72 óra gamall hershöfðingi frá síðustu heimsstyrjöld var dreg inn aftur fram í dagsljósið. og gerður að forseta Tékkóslóva- kíu. Ástæða þess að Svoboda var valinn, var sjólfsagt sú, að nýju valdhafarnir í landinu vildu fá sem forseta í staðinn fyrir stalínistann Novotny mann, sem ekki hafði tekið þátt í innbyrðis deilum í tékkneska kommúnistaflokkn- um og naut þar á ofan trausts Sovétmanna. Það var búið vel í haginn fyrir gamla mannirin, og verkefni hans átti fyrst og fremst að vera. það að koma fram fyrir landsins hönd. For sætisráðherrann og aðalrit ari flokksins voru hinir raun vferulegu valdhafar í landinu. En örlögin höguðu þessu á annan veg. Hershöfðinginn gamli, sem í tveimur heims- styrjöldum hefur barizt fyrir frelsi lands síns og verið vopnabróðir Rússa, hefur far- ið með mikið hlutverk í at- burðum síðustu daga, atburð um, sem hann hefur áreiðan- lega ekki séð fyrir þegar hann féllst á að taka við forsetaem bættinu. Svoboda var ungur búfræð- ingur, þegar fyrri heimsstyrj- öldin brauzt út. Hann var kall aður í austurríska herinn, en hafði litla löngun til að verj ast í þágu þeirrar þjóðar, sem kúgaði landa hans. Hann gekk í lið með Rússum og barð ist þar með bolsévikum í heimsstyrjöldinni og borgara- styrjöldinni, fór síðan heim og gekk í tékkneska herinn. Hana var orðinn hershöfðjngi að tign, þegar Hitler lagði Tékkóslóvakíu undir sig. Svoboda skipulagði þá mót- spyrnu gegn Þjóðverjum á Mæri, héít síðan til Póllands til að koma á fót tékkneskri herdeild til að berjast við Þjóðverja. Þaðan fór hann til Moskvu með 800 manna lið sem varð kjarninn í tékk- neskri hersveit, sem barðist með Rússum gegn Þjóðverjum. Þegar Rússar náðu Prag úr höndum Þjóðverja var Svo- boda í för með þeim. Framhald á bls. 15. Ludvik Svoboda 27. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.