Alþýðublaðið - 27.08.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.08.1968, Blaðsíða 4
HEYRT& SÉÐ Vill giftast Eins og kunnugt er skildi Gina Lollobrigida í fyrra við mann sinn Milko Skofic, júgó slavneskan lækni, og hefur síðan leikið lausum hala. Nú herma fregnir, að hún sé orð- in þreytt á sínu makalausa lífi og hyggst giftast á nýjan leik; Hér á myndinni sést hún uppi á þaki á villu sinni Costa del Sol og er búningur henn- ar allfrumlegur. Hún virðist halda sér vel, þótt við aldur sé. ra Anna érabelgur Ertu að koma af fuglaveiðum, pabbi? t IFyrr og nú EKKERT er nýtt undir sól- inni, og sagan endurtekur sig. Þessi orðatiltæki eru oft notuð við ýmis konar tækifæri, og nú þykjumst við geta notað þau með þessum tveimur myndum. Efri myndin sýnir fag- urskapaða fótleggi nútíma konu, sem er klædd pilsi með nútímasídd. Neðri i myndin sýnir hins vegar l1 klæðaburð karlmanna á *! miðöldum. y íí.::; 4 27. ágúst 1968 - ALÞYÐUBLAÐIÐ Barbara í 7. — Allt er gott í sjöunda sinn, segir milljónamærin Barbara Hutton, sem álítur, að nú hafi hún loksins öðlazt sanna og varanlega hjúskapar hamingju i sínu sjöunda hjóna bandi. Sjöundi eiginmaður Bar- böru Hutton er 52 ára gam- all prins frá Laos. Doam Vinn að nafni. Hann er ákafur yoga iðkandi og áhugalistmálari. Brúðhjónin eyddu hveitibrauðs B.B. dregin á tálar Ástarævintýri Brigitte Bardot og ítalska glaumgosans Luigi Kizzi var heitt en skammært. 'Luigi hvarf á braut frá lúx usvillu BB fyrir nokkrum dög um og sigldi frá Saint Tropez á lystsnekkju eins vinar síns, en undanfarnar vikur hafa þau skötuhjúin notið Tífs- ins í St. Tropez og hnífurinn ekki gengið á milli þeirra. — Öllu er lokið á milli okk ar, sagði Luigi við vini sína, sem þegar í stað létu fréttina berast í pressuna. Talið er, að Luigi hiafi kom ið sér í mjúkinn hjá BB til þess eins að koma af stað um- tali um sig og nýjan nætur- Framhald á bls. 15. ALFRED Hitchcock hefur ný- lega verið kjörinn heiðursdokt or við Kaliforníuháskóla. Hann hefur sagt, að næsta mynd, sem hann framleiðir verði „Tipaz“ eftir sögu Leon Uris, en hún fjallar um njósn ir í Frakklandi og er sann- söguleg. Því næst ætlar dokt- orinn að framleiða mynd, sem tekur til meðferðar geðsjúkan morðingja í New York. Hún á að heita „Franzy.‘‘ Nýr sjúkdómur Nýr og hættulegur kynsiúk- dómur hefur nú borizt til Evr ópu frá Bandaríkjunum. Var hann fyrst uppgötvaður í París, en hefur nú fundizt í Noregi. Sýklarnij- standast pencillín, og búizt er við að hann breiðist mjög ört út, þar sem enn hefur ekki tekizt að finna lyf, sem vinnur á sýkl- unum, sem sjúkdómnum valda. himni dögunum í hnattferð, og nú njóta þau lífsins í lúxusviilu á ítalíu. — Ég hef alltaf verið svo óheppin í makavali mínu, en Vinh prins hefur skapgerð og lífsskoðun, sem bindur okkur eilífum böndum, segir hin 55 ára gamla Barbara Hutton. En hún hefur nú líka leitað með logandi Ijósi um allan heim að réttum maka, svo að vonandi hefur hún lög að mæla. Sex fyrrverandi eiginmenn hennar eru danski greifinn Reventlow, leikarinn Gary Grant, þýzki baróninn von Kramm, Trubetzloy prins, Midvani prins og hinn frægi glaumgosi Porfirio Rubirosa. Öll leystust þessi hjónabönd Framhald á 14. síðu. ítalía er alltaf fyrst með það nýja og einfalda og hefur nú skapað nýja tízku í sambandi við hina sígildu skyrtu. Það er venjuleg hárspenna með röð af litlurn skyrtutölum á. Þetta er auðvelt; notið; sterkt tnálmlím og þekið spennuna litlum, hvítum skyrtutölum. Þetta gerir skyrtuna ekki eins ókvenlega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.