Alþýðublaðið - 27.08.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.08.1968, Blaðsíða 7
hafið Þúsund þátttakendur Norræni byggingardagurinn, sá 10. í röðinni, var settur í Háskólabíói kl. 10 í gærmorgun. Nálægt 1000 manns tekur þátt í ráðstefnunni, þar af eru um 700 erlendir þátttakendur. Við setningarathöfnina í Háskóiabíói flutti Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins ávarp og bauð gesti velkomna. Þá flutti einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna ávarp og að lok um setti Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráðherra Norræna byggingardaginn með ræðu. Erlendu gestirnir fóru að koma vel tekið. Að loknum hádegis- til landsins á laugardag, flug- leiðis, og einnig kom hópur á sunnudag. Snemma í gærmorgun kom svo skemmtiferðaskipið Fritz Heckerl með um 300 þátt- takendur. Munu farþegar skips- ins búa um borð á meðan á dvöl þeirra stendur hérlendis. Eins og gefur að skilja var erfitt að finna húsnæði fyrir svo stóran lióp útlendinga og var því grip- ið til þess ráðs að leigja Fritz Heckert., en það annaðist ferða- skrifstofa Geirs Zoega. Flestir þátttakenda eru frá Svíþjóð eða rúmlega 300. Danir eru næst fjölmennastir á ráð- stefnunni með 170 þátttakendur. íslenzku þátttakendurnir eru um 150 talsins, þeir norsku um 100. Fámennastir eru færeysku þátttakendurnir, eða um 20 tals- ins. Að lokinni setningarathöfn- inni í gær flutti Hörður Ágústs- son, skólastjóri handíða- og myndl iistaskólans erindi, íslenzkur byggingastíll að fornu og nýju. Sýndi hann litskuggamyndir til cWn’ííHJai’ Vor nt*índí lionn mínrr Að loknum verði fóru þátttakendur í skoð- unarferð um borgina og kl. 18 fóru þeir í Þjóðleikhúsið í boði ríkiss’tjórnarinnar og -Reykjavík- urborgar. í morgun kl. 9 hlýddu gestir á fyrirlestur danska arkitekts- ins Philip Arctander, sem nefn- ist -Híbýlahættir í nútíð og fram- tíð,- Að loknum fyrirlestrinum voru umræður og stýrðu þeim: Olavi Kanerva, forstjóri frá' Finn landi, Skúli H. Norðdahl, arki- tekt, Per Norseng, arkitekt frá Noregi og Anders Berg, arkitekt frá Svíðþjóð. Fundarstjóri var Ulf Snellman, arkitekt frá Sví- þjóð. Kl. 10.45 er svo fyrirlestur, Breytingar híbýlahátta-. Fyrirles- ari er prófessor John Sjöström frá Svíþjóð. Þá verða umræður og stýra þeim: Svend HögSbro, arkitekt frá Danmörku, Egil Nicklin, arkitekt frá Finnlandi, Roar Björkto, arkitekt frá Nor- egi og Sigurjón Sveinsson, arki- tekt' Fundarstjóri er Sören Rasmus- Cnvi Trorlrf í' no i^inrfiin f nó T^on Forseti íslands dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra Ingólfsdótt- ir, héldu í gær utan með flugvél frá Loftleiðum til þess að verða v'iðstödd brúðkaup Haralds ríkisarfa Noregs og Sonju Haraldsen. Handhafar forsetavalds, sem fara með forsetaembættið í fjarveru forsetans, fylgdu þeim hjónum úr hlaði, og á myndinni hér að of- a"sjást tveir handliafanna, dr. Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra og Birgir Fínnsson forseti Sameinaös alþingis, ásamt forseta- hjónunum. mörku. í morgun kl. 9 var sérstök dagskrá, ætluð kvenþátttakend- um Nordisk byggedag. Að loknum hádegisverði í dag fara þátttakendur í skoðunar- ferðir og að þeim loknum heim- sækja þeir heimili í borginni. Á miðvikudag lýkur ráðstefn- unni Kl. 9 verður fyrirlestur, Heimilisframleiðsla og tækni flutningsmaður verður Jan F. Reymert, verkfræðingur frá' Nor- egi. Að loknum fyrirlestrinum stýra umræðum þeir Meinertz Knudsen, verkfræðingur frá Finnlandi, Guðmundur Einars- son, verkfræðingur og Sture Nyström, forstjóri frá Svíþjóð. Fundarstjóri verður prófessor Beato Kelopuu frá Finnlandi. Kl. 10.45 verður svo síðasti fyrirlestur mótsins, Bygginga- kostnaður, sem Olafi Lindblom aðalforstjóri frá Finnlandi flyt- ur. Umræðum stjórna Niels Sali- cat’h, forstjóri frá Danmörku, Torfi Ásgeirsson hagfræðingur, Ásbjörn Austvik, tæknifræðing- ur frá' Noregi og Harry Bern- hard, yfirverkfræðingur frá Sví- þjóð. Fundarstjóri verður Ivar Mathisen frá Noregi. Að loknum hádegisverði á mið^ vikudag fara mótsgestir í skoð- unarferðir og kl. 20 um kvöldið verður mótinu slitið. Hluti gestanna dvelur hér um tíma að loknu mótinu og ferðast um landið. Skrifstofa Nordisk byggedag er í Hagaskóla. Þar er einnig sérstakt pósthús, rekið í tilefni mótsins og er sérstakur póst- stimpill notaður. Þá er í Haga- skóla símaþjónusta, svo og sím- skeyta og telex þjónusta. Forseti Nordisk byggedag er að þessu sinni Hörður Bjarna son en aðrir í undirbúningsnefnd mótsins eru: Gunnlaugur Hall- dórsson, Axel Kristjánsson, Hall- grímur Dalberg, Sigurjón Sveins son, Sveinn Björnsson og Tómas Vigfússon. Aðalritari er Gunn- laugur Pálsson. Næst verður Nordisk byggedag haldinn í llelsingfors í Finn- landi árið 1971. Brúðkaupsgjafir Sífellt streyma gjafir í stríðum straumuim ti'l konungs- 'hallarinnar i Osló, vegna brúð 'kaups Haralds ríkisarfa og Sonju Haraldsen. Meðal þeirra gjafa sem bárust má nefna frystikistu með ríkulegum forða af 'kjoti, fiski og ismjöri, skipskiu'kku, stórt handofið teppi með norsk1 um mynstrum, blómaskálar og silfurmuni alls konar. Trygginga - skrifstofa f Bankastræti Tií að bsðftt þjonustuna við viðskiptamenn í mið- og vesturbae var opnuð umboðs- skrifstofa í Samvinnubanka íslands, Bankastræti 7, sem annast um hvers konar nýjar tryggingar, nema bifreiðatryggingar. Það er sérlega hentugt fyrir viðskipta- menn a þessu svæði að snúa sér til hennar með hækkanir og breytingar á trygg- fngum sínum svo og iðgjaldagreiðslur. VIÐ VllJUM HVETJA VIÐSKIPTAMENN TIL AÐ NOTA SÉR ÞESSA ÞJÖNUSTU. SAMVINNUTRYGGINGAR KJFTECVGGINGAFÉLAOIÐ andvaka BANKASTRÆTI 7, SÍMAR 20700 OG 38500 27. ágiíst 1968 - ALÞÝDUBLAÐIÐ f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.