Alþýðublaðið - 27.08.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.08.1968, Blaðsíða 8
%a/wwsa/wwwwwwvwsaa<wwwww\a/w\a<wv»a»wvwwwwv/\^a/w>/»/n^/s^/n/\/ww^/\a^vws<<wwv\/>^a<v -enginn. Við tökum á móti danskri umíerðarsýningu eða komum á fót ,,finnskri viku“, rétt eins og íslenzk-norskum umræðum um fiskveiðar, sænskum hljómleikum eða samnorrænum rithöfunda- fundi. Ef við verðum nokkru sinni ásökuð umhlutdrægni á einn eða annan hátt, þá mun svarið alltaf vera, að jafnvæg ið verði að koma jafnt og þétt. Norræna húsið á að vera fyrir alla, vinnan hér á síður en svo að takmarkast við há menningu. Norræna húsið er ekki dýr háskólastofnun. Það kemur ekki í veg fyrir að við munum og viljum gjarnan hafa nána samvinnu við næstu nágranna okkar, Háskóla ís- lands og skyldar stofnanjr, eins og Þjóðminjasafn íslands og Landsbókasafnið og alla aðra, sem fúsir eru til sam- starfs. ’Norrænu sendikennararnir við Háskóla íslands eiga við fyrsta tækifæri að taká við sínum björtu, skemmtilegu vinnuherbergjum hér, og við vonum, að þeir meti og hlakki til innilegs samsta-rfs. Þá eru norrænu félögin ekki síður ná tengd Norræna húsinu, og þá sérsaklega Norræna félagið á íslandi, sem á að búa hér í húsinu. Við höfum þegar fengið margar sannanir fyrir því að Norræna húsið hefur þegar frá byrjun verið umlukið góð- vild, einnig af því tagi, sem hægt er að festa hönd á.“ „NORRÆNA HÚSIÐ á að efla samstöðu Norðurlanda. Vér þurfum á því að halda að kynna hver öðrum verk vor og athafnir. Vér eflumst við ajagnkvæman skilnji'ng! og á- huga. Vér eigum ekki að kynnast hver öðrum til að apa hver eftir öðrum — vér stefnum ekki að neinni einföldun menningar á Norðurlöndum. Og vér byggjum ekki sam- Skiptin á því, að oss ,,liki hver við annan” — á því eru mörg tilbrigði — og þess ger- ist vart þörf. Vér byggjum samvinnuna á nauðsyn. Ef vér eigum að hafa gagn hver af öðrum, verðum vér að þekkja hver til annars, skilja hver annan“. Vér hyggjum, að vér getum haft gagn af að sækja áhrif hver til annars. Hugtakið ',,mennihg“'er'vitf. Ekkert þáð,' sem jákvætt er fyrir norrænt líf og norrænar athafnír er NORRÆNA HÚSINU óviðkom andi. — 'NORRÆNA HÚSIÐ á að skyggnast mót framtíð- inni“ Norræna húsið er fyrsta sameiginlega menningarmið- stöð sinnar tegundar á Norður löndum Formleg3 var gengið frá stofnuninni hinn 15. febr. 1965, að tilmælum Norræna ráðsins nr. 4/1963. Nefnd sér- fræðinga, sem Norræna menn ingarmálanefndin hafði valið, vann að undirbúningi þessa máls. Á aðalfundi sínum í Kaupmannahöfn 12.-14 nóvem ber 1962 samþykkti menning- armálanefndin að Norræna húsið skyldi reist í Reykja- vík. Hugmyndin um Norræna húsið kom frá Norrænu fé- lögunum er settu hana fram á aðalfundi Norrænu menning armálanefndarinnar 1961. Þeg ar Norðurlandaráði hafði borizt stutt álitsgerð sérfræð- inganefndarinnar, þar sem hugmyndin var studd, var það samþykkt í Norðurlandaráði. að mæla með því við ríkis- stjórnir Norðurlanda, að stofn unin skyldi reist. Menningarmálanefndin veitti hugmjmdinni fullan stuðning, svo að endanleg álitsgerð sér- fræðinganefndarinnar var lögð fyrir ríkisstjórnirnar árið 1963. Norræna húsið er sjálfseign arstofnun, er hefur aðsetur á íslandi og Norræna húsið er re-’st og rekið af öllum Norð- urlöndunum í sameiningu. í stjórn Norræna hússins eru siö menn. Útnefnir rjkisstjórn íslands þriá menn, en ríkis- stjórnir Danmerkur, Svíþjóð- ar, Noregs og F'nnlands eirm mann hver. Háskóli íslands velur einn af íslenzku stjórn- armeðlimum og Narrænna fé- lagið á íslandi annan. Ilaun'ibal Valdimarsson, Peter Moli son heilsast fyrir framan Norræna (Ljósmynd: B.B.). Gestir framan við Norræna húsiS um sama leylí og forsetalijónin komu til athafnarinnar. Á myndinni sjást íorsetahjónin, Alvar Aalto, Ármann Snævarr' og Ivar Eskeland, forstöðumaður Nor- ræna hússins. " (Ljósmynd: B.B.). Hver er hugmyndin að baki Norræna húsinu? „Norræna húsið er vinnustaður og tæki. í augum heimsins — jafnvel á kvarða Evrópu — eru Norður- lönd sérstæð heild, er á sér mikinn sameiginlegan menningararf. ■ i Allt um það sjáum vér fljótt, að lífsvenjur innan þessa víð- áttumikila liandsvæðis eru mismunandi, áhugamálin breytileg og atvinnulíf ólíkt. Menníngarlíf Norðurlanda er sífelldum breytingum háð. Norrænir menn hafa allt frá upphafi sögu sinnar tekið við utanaðkomandi áhrifum — stundum gagnrýnilaust. Með öllu fávíslegt að drekkja norrænni menningu í straum um annarra þjóðhátta Menning vor þarf hvorki að vera bef.ri né verri en menning annarra. En hún er hluti af oss sjálfum. Sérkennj Norðurlandaþjóða eru oss mikilvæg ekki síður en samkennin, hvort tveggja er vor eign, það er hluti af arfi vorum, lífrænn gróður að- hæfður vorum eigin lifskjör um og aðstæðum. (Úr bæklingi um Norræna húsið.) Norræna húsið miðlar upp- lýsingum og áhrifum frá ís- landi til hinna Norðurland- anna, bæði með hjálp fjölmiðl unartækja og eftir öðrum leið um, er hentugar þykja. Norræna húsið hefur komið upp föstu styrkjakerfi til þeirra aðila á hinum Norður löndunum, er vilja kynna sér viss efni íslenzkra þjóðmála eða menningar — og koma á nánara sambandi milli atvinnu stétta og starfsfélaga. Ekkert jákvætt norrænt mál efnl á að vera Norræna hús- inu óviðkomandi eða lítils- vert Það er því mjög mikil vægt, að þér notfærið yður sem bezt Noræna húsið og þá starfsemi, sem þar verður rek in. Vér tökum með þökkum á móti nýjum hugmyndum. NORRÆNA HÚSIÐ býður yð ur velkomin. Þetta er yðar hús. (Úr bæklingi um NNorvæna húsið.) í yfirliti um starfsemi Nor- ræna hússins eftir Ivar Eske- land, forstöðumann hússins segir m. a.: „Því næst vil ég benda á, að oft er talað um framtak Prófessor Alvar Aalto skrifar nafn sitt í gestabókina. (Ljósmynd: B.B.). eins og tveggja landa. Við munum ekki vinna eítir þeirri forsendu, að annað hvort skuli allir vera með eða $ 27. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.