Alþýðublaðið - 27.08.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 27.08.1968, Blaðsíða 15
uNÐIR SUÐRÆNNl 12. HLUTI Don þagnaði því að dyrnar opnuðust og Carter Sims slag- aði inn. Hann brosti til fálaga síns jafn ósvífnislega og hann var vanur og sagði: — Svo að ungi herrann er kominn heim og hættur að stríða! Veiddirðu vel? Don leit á Jean og lyfti annai'ri augnabrúninni. Hún beit á vör sér og gekk síðan til Carter Sims og greip um handlegg hans. — Náðuð þér honum, hr. Sims? Hverjum? Stóri maðurinn virtist vera að falla um koll. Hann var dauðadrukkinn. — Nikalí! Morðingja Sóru! öskraði Jean. Sims starði lengi á hana og hló svo heimskulega. Jean gafst upp og fór frá honum. — Don, sagði hún biðjandi, — viltu ekki sjá um, að lík Söru verði borið út úr her- berginu mínu? — Jú, auðvitað! Hann stóð upp og strauk blíðlega um kinnina á henni, en einhverra ástæðna vegna fannst henni ekkert til um þessi blíðuatlot hans. Don hélt áfram: — Ég finn auðvitað innilega til með BARNALEIKTÆKI ÍÞRQTTATÆKI Vélaveritstæði Bernharðs Hanness., Suðurlandsbraut 12. Sími 35810. þér, elskan mín. Þú hlýtur að hafa fengið hastarlegt áfall. En hvað Söru viðkemur, hann yppti öxlum, — þá hefur hún verið sannkallaður hjóna- djöfull. Þú veizt sjálf, hvern- ig hún var og auðvitað hef- urðu skilið, hvernig samband þeirra Masons var .. • • Jean sleit sig laiusa. Hún gat ekki hlustað lengur á þetta. •Skömmu seinna komu tveir innfæddir menn og sóttu líkið af Söru og Jean var aftur kom in inn á herbergi sitt. Hér sá hún litla mynd, sem lá á rúminu henna-r. Hún tók hana upp. Það var mynd af litlum dreng með enska andlitsdrætti en dökk augu. Það fór hrollur um Jean, því að hún vissi, að Sara hafði átt þessia mynd. Hún snéri henni við. Á bak- hliðinni stóð skrifað viðvan- ingslega: „Litli Bruce á tveggja ára afmælisdaginn“. Sonur Söru og Bruce! Þetta hafði hin deyjandi móðir ver- ið að reyna að segja henni. Barnið bar meira að segja nafn hans .... — Elskani miin! Þetta var rödd Dons og þegar Jean heyrðj rödd hans og fann hendur hans snerta sig fann hún til ósegjanlegs sársaúka og sorgar. Hvers vegna henni fannst þessi byrði, sem hún bar nú svo þung og skammar^ leg, vissi hún ekki. Enda leit-* aði hún gleymsku í faðmi Dons. Hann tók ljósmyndina af henni og flautaði. — Svo það er þá svona! Já, þetta grun- aði mig! Samt gerði ég það sem ég gat fyrir hana meðan hún bjó á Tarakóa. Faðir henn ar var ítalskur kaupmaður og góðvinur minn. Ég rejmdi líka að aðskilja þau Mason, en .... hann hló biturlega, — ég hefðl getað sparað mér þaö ómak. — Ég held, aö hún hafi hat- að þig, Don, hvíslaði Jean. — Rétt áður en hún dó ætlaði hún að hún að fara að segja eitthvað illt um þig. Jean var svo niðursokkin í hugsanir sínarV að hún tók ekki eftir því, hvað Don brá við þetta. Hún hélt bara áfram að tala: — Og Don, hún minntist á það, að Bruce væri ekki enn kominn aftur til Flamingó- eyju. Hún kom til Tarakóa til að leita að honum. Don hló fyrirlitlega: — En sú vitleysa! Eins og ég hafi ekki séð það með mínum eig- in augum, að hann fór með einhverjum bezta manninum mínum í vélbát héðan! Nei, ætli Mason hafi ekki frekar sent Söru hingað til að gera þig órólega. Jeana andvarpaði og s'ettist. Henni ifannst alltof mikið þegar (hafa komið fyrir. Hún heyrði naumadt, iþegar barið var að dyr- um og að Don talaði við inn- tfæddan mann, sem var þar. Svo (kom (hann 'atftur og augu hans 'leiftruðu atf reiði. — Það er greinilega leititlhvað, 'að, sagði hann við hania. — Ég var að tfrétta það, að vélbátur- inn og maðurinn, sem ég sendi irteð Mason væri ekki kominn laftur. Jean varð sdseKkuð. — Gætu þeir hafa fairizt? — Ég held frekar, að Mason Ihafi myrt manin'aumingjann og stolið bátnum. Það er eikkert Sennilegra en (hann sé enn hérna á eyjunni og bíði færis td'l að ræna þér. — Aldrei! Bruce er ekki Iþannig! hrokk út úr Jean. En svo sá 'hún, hvemig maður henn ar hortfði á hána og hlóðroðn- aði. Hún hætti svo við og sagði: — Þú gleymir ,því, Don, að Tékkcslóvakía Framhald af 1. siðu. langinn til að fá tíma til að hneppa tékknesku þjóðina í her- . f jötra. Andspyrnan og hatrið á inn- rásarsveitunum fer sífellt vax- andi í Tékkóslóvakíu. Konur og menn, sem báru tékkneska fán- ann brustu í grát í gær, þegar verið var að jarðsetja 27 áta gamlan mann, sem sovézkir bryn vagnar óku yfir á miðvikudag- inn í Prag. Mörg hundruð manns söfnuðust saman í rómversk-kat ólsku kapellunni í Strasnice kirkjugarðinum í Prag til að láta í ljós samúð sína og sorg vegna þessa fyrsta fórnarlambs inn- rásarinnar. Maður einn, sem féll saman í kapellunni og var bor- inn útaf vinum sínum hrópaði til vestrænna fréttamanna og ljós- myndara: — Skýrið heiminum frá því, að við hötum Russa. Seg- ið heiminum sannleikann. Látið heiminn vita hvað hér er að gerast. Framhald af 4. síðu. :urklúbb, sem hann hefur ný-: lega keypt. Enn hefur ekkert fengizt út úr BB eða manni henniar Giint her Sacks, sem hafa sent frá sér yfirlýsingar sitt á þvað eftir að ástarævintýri BB og LR varð heyrum kunnugt. Gtint her Sachs hefur látið hafa það eftir sér, að BB viti ekki hvað hjónaband sé. — Viti hún það, get ég ekki annað sagt en að hún túlkar það á mjög grófan hátt. Svoboda Framhald af 5. síðu. Eftir styrjöldina varð Svo- boda varnarmálaráðherra í heimalandi sínu og því em- bætti gegndi hann áfram eft ir valdatökiu kommúnista 1948. Hann var ekki félagi í kommúnistaflokknum, en hann sýndi flokknum þó holl- ustu. Stalínistunum, sem fóiu með æðstu völd í landinu, þótti það þó ekki mægjanlegt. Svoboda var vikið frá em- bætti, en á friðsamlegan hátt. Hann var gerður að sendi- herra í Sviss. Er hann lét af því embætti var hann að nafninu til full- trúi á þjóðþinginu og formað ur í félagsskap gamalla her. manna og hlaujt eftirlaun frá ríkinu, en eigirilega var hann þó að mestu gleymdur. Er hann varð sjötugur fyrir tveimur árum varð uþpi .fótur og fit í tékknesk3 utanyíkis- ráðuneytinu, er það varð allt í einu minnt á tilvist '1 Svo> boda gamla. Rússar tilkýnntu að þeir vildu sæma stríðshetj- una gömlu heiðursnafngift- inni „Hetja Sovétríkjanná“ en Lenínorðuna hafði hann 'áður fengið. Svoboda var í skyndi sóttur þar sem hann hugaði að blómum í garði sínum. essi atburður minnti Tékka rækilega á tilvist Svoboda og kann að hafa átt þátt í því að Dubcek valdi hann fyrir for- seta landsins. Ástæðan kann líka að vera stjórnmálavið- horf gamla mannsins, en tal- ið er að Svoboda hafi reynt að draga úr mesta ofsa stalínisfc. anna fyrr á árum. En nú er, svo komið, að Svoboda er einn helzti talsmaður þjóðar sinnar í baráttunni við rúss- neska ofbeldið, og fréttir benda til þess að hann láti þar engan bilbug á sér finna, að hann kjósi fremur að ger- ast „Hetja Tékkóslóvakíu" en vera „Hetja Sovétríkjanna". (Samandregið úr Aktuelt). elduri ••• brunatryggið! BRUNABOTAFELAG ISSANDS LAUGAVEGf 103 - SÍMl 2MM25 27. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÖ ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.