Alþýðublaðið - 29.08.1968, Síða 7
150 ára afmælis Landsbókasafnsins var minnst í gær með
hátíðarsamkomu í Þjóðleikhúsinu. Voru þar viðstaddir ráðherrar,
sendimenn erlendra ríkja ásamt öðrum gestum. Að lokinni sam-
komu var gestum boðið að ganga yfir í aðallestrarsal Landsbóka.
safnsins og anddyri Safnhússins, þar sem komið hefur verið upp
sýningu, þar sem rifjaðir eru upp fáeinir þættir í sögu safnsins.
Athöfnin hófst með ræðu dr. Finnboga Guðmundssonar Iands.
bókavarðar og rakti hann aðdraganda að stofnun safsins og sögu
þess fram til nú. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, flutti
ræðu og skýrði þá m.a. frá því að úthlutað hefði verið lóð undir
nýtt safnahús, og hefði því verið valinn staður á svæði við Birki.
mel. Á samkomunni var getið margra góðra gjafa, sem safninu
liafa borizt á afmælinu.
í ræðu sinní vitnaði landsbóka
vörður í minningarrit um aldar-
sögu safnsins, sem Jón Jacob-
son landsbókavörður ritaði og
út kom árið 1920. Þar segií’ að
hugmyndin um stofnun almenns
bókasafns á íslandi muni fyrst
skjallega komin frá Þýskalandi
í bréfi, dagsettu 28. ágúst 1817,
sem Friedrich Schlichtengroll
aðalritari Hins konunglega vís-
indaakademís í Munchen ritar
tii' Munters Sjálandsbiskups, en
Schlichtengroll sá fyrir sér í
draumi eins konar allsherjar
vís/indastofnun, sem þó legði
megináherzlu á rannsókn íslenzkr
ar náttúru og bókmennta.
Ennfremur sagði landsböika-
vörður að annar útlendingur
hefði brátt látið bókasafnsmál-
ið til sín taka og hrundið því
áleiðis svo að um hefði munað.
Ætti hann þar við Danann Carl
Christian Eafn.
Að tilstilli Rafns hefði danska
stjórnin veitt peningastyrk til
að safninu yrði komið fyrir á
dómkirkjuloftinu í Reykjavík.
Samþykki stjórnarinnar fékkst
28. ágúst 1818, en dráttur hefði
orðið á framkvæmdum, því hús-
næðið hefði ekkí reynzt tilbúið
fyrr en { nóvembermánuðj; 1825.
í lok ræðu sinnar skýrði lands
bókavörður frá því, að safnið
hefði ákveðð að gefa Háskóla-
bókasafnnu á Fjóni bókagjöf í
minningu um Carl Christian
Rafn, en hann væri einmitt fædd
ur á Fjóni. Væri ákveðið að færa
Háskólabókasafninu að gjöf mynd
arlegt safn íslen2kra rita frá
19. og 20. öld, alls á 10. hundr-
að binda.
Landsbókavörður gat þess enn
fremur að nær 20 einstaklingar
hefðu gefið Landsbókasafni fé,
er sjðan hefði verið varið til
kaupa á umræddri hlcj);ágjöf,
en bækurnar hafi safnið feng-
ið að meiri hluta frá íslenzkum
bókaútgefendum með ríflegum
afslætti.
Að lokum gat landsbókavörður
gjafa sem safninu hafa borizt
á afmælinu.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra, fjallaði í ræðu sinni
um gildi bókarinnar fyrir mann-
inn og gildi þess að mega rita
bækur án fjötra og ritskoðunar.
Þá flutti ráðherrann safninu árn-
aðaróskir og tjáði viðstöddum
að lóð undir nýja safnbyggingu
hefði verið úthlutað, og ætti
húsið að rísa við Birkimel í
Reykjavík.
Auður Auðuns, forseti borg-
arstjórnar Reykjavíkur, flutti
safninu árnaðaróskir borgar-
stjórnar og skýrði frá því að
Reykjavíkurborg hefði ákveðið
að gefa Landsbókasafni íslands
150 þús. krónur í afmælisgjöf,
er varið skyldi til að afla ljós-
rita af bréfasöfnum íslendinga
í dönskum söfnum.
Næstur tók til rnáls dr. Harald
Dr. Finnbogri Guðmundsson
L. Tveterás, yfirbókavörður við
Háskólabókasafnið í Ósló. Ósk-
aði hann safninu til hamingju
með afmælið og færði þvf gjöf
frá safni sínu; kort af Norðui’-
löndum frá 16. öld.
Þá talaði dr. Jorma Vallen-
kovsky, yfirbókavörður vlð Há-
skólabókasafnið í Helsinki. Flutti
hann árnaðaróskir og færði
Landsbókasafninu fyrir hönd
safns síns bókagjöf.
Þakkaði landsbókavörður dr.
Finnbogi Guðmundsson gjafirn-
ar.
í lok athafnarinnar söng karla
kórinn Fóstbræður undiV stjórn
Ragnars Björnssonar.
í gær kom út Árbók Lands-
bókasafnsins 1967, 24. árgangur.
Bókin er prentuð í Prenthúsi
Hafsteins Guðmundssonar og er
139 blaðsíður.
Frá sýningrunni í Landsbókasafnsbyggingunni.
Höfum jafnan fyrirliggjandi mikið úrval af I
faliegum SVEFNHERBERGISHÚSGÖGNUM
Hinir viðurkenndu greiðsluskilmálar okkar
gera öllum kleift að eignast
SVEFNHERBERGISHÚSGÖGN
Kynnið yður hið fjölbreytta húsgagnaúrval
og hin hagstæðu kjör.
TRÉSMIÐJAN
LAUGAYEGl 166 SÍMAR: 2 22 22 OG 2 22 29
29.; ágásf11968 - ALÞÝÐUBtAÐÍD f