Alþýðublaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 3
Nýlega komu upp tvö taugaveikibróðurtilfelli í
Kópavogi. Báðir sjúklingarnir liggja nú á lyfjadeild
Borgarsjúkrahússins og eru þeir hafðir í einangrun
frá öðrum sjúklingum. Ekki tókst blaðinu að afla
sér upplýsinga um það, hvernig sjúkdóminn har
að, en hins vegar upplýsti héraðslæknirinn í Kópa-
vogi, að fleiri hefðu ekki tekið sjúkdóminn en þeir
tveir, sem hér um ræðir.
Hringrásin
/ kerfinu
Frá því er skýrt hér að
ofan að tvö taugaveikibróður
tilfelli hafi komið upp j
Kópavogi fyrir skömmu.
Blaðið gerði ítrekaðar til-
raunir til að fá nánari upp-
lýsingar vim málið — um
líðan sjúklinganna og hvort
tekizt hefði að rekja upp-
runa sjúkdómsins. Hringdi
blaðið í landlæknisembætt-
ið, en það vildj. ekkert um
málið segja, vísaði hinsveg-
ar á héraðslækninn í Kópa-
vogi. Héraðslæknirinn vildi
ekkert um málið segja
en benti á kveðinn lækni á
Borgarsjúkrahúsinu, sem
ekkert vildi segja, en vísaði
á yfirlækninn, sem aftur
vfsaði á landlæknisembætt-
ið.
Þannig hringdi blaðið í
fjóra staði eftir upplýsing-
um þessum án þess að fá
nokkurt viðunandi svar,
þar sem sá síðastj vísaði á
þann fyrsta. Þetta er dæmi
um hringrás skriffinnsk-
unnar.
Héraðslæknirinn í Kópavogi
sagði, að báðir sjúklingarnir
væru nú í einangrun á lyfjadeild
Borgarsjúkrahússins. Ennfremur
sagði hann, að sér væri kunn-
ugt um, að einn sjúklingur til
viðbótar, sem tekið hefði tauga-
veikibróður, lægi á sama sjúkra
húsi. Kvað hann nokkurn veg-
inn víst, að það tilfellj væri að
rekja suður til Spánar, en sjúkl-
ingurinn hafi verið nýkominn
þaðan, þegar sjúkdómurinn
gerði vart við sig.
Það hlýtur að vera sanngirn-
iskrafa, að læknar upplýsi, hvern
ig sjúkdómurinn er tjlkominn í
Kópavogi. Taugaveikibróðir er
sjúkdómur, sem gert hefur vart
við sig hér og þar um landjð
öðru hverju að undanförnu.
Þetta er ófögnuður, sem þarf
að uppræta. Sjúkdómurinn berzt
nær eingöngu með saur, og er
því sóðaskap og aðgæzluleysi
Margar málverka-
sýningar í bænum
llm þessar mundir eru á döf
inni allmargar málverkasýn
ingar í bænum og fer hér á
eftir yfirlit yfir þær.
JÓN JÓNSSON sýnjr í Bogasal
Þjóðminjasafnsins og verður sýn
ins hans opin til sunnudags-
kvölds. Hún er opin daglega frá^
kl. 2-10. Aðsókn að sýningunni
hefur verjð sérstaklega góð og
salan einnig. Selzt hafa 28 mynd
ir af 34.
STEINGRÍMUR SIGURÐS-
SON sýnir í Casanova, nýbygg-
ingu MR. Verður sýningin opin
til hálf tólf á sunnudagskvöld,
en daglega frá' 2-10. Steingrím-
ur sagði tíðindamanni blaðsins,
að andlega væri hann mjög á-
mægður með sýninguna. Hins
vegar gæti hann ekki'gefið hag-
fræðilega skýrslu fyrr en eftir
tvo daga.
Spánverjinn PLATERO sýnir
í sýningarsal verzlunarinnar Pers
íu að Laugarvegi 30. Hefur sýn-
ingin verið alivel sótt, endja
fremur nýstárleg frá bæjardyr-
Framhald á bls. 10
í meðferð matar um að kenna,
ef sjúkdómurinn stingur sér
niður á heimilium.
Taugaveikibróðir getur ver-
ið erfiður viðureignar úti um
land, þar sem hann getur borizt
með skepnum. Er þess skemmst
að minnast, að búfé var skorið
niður í Eyjafirði fyrr í sumar,
er taugaveikibróður hafði gert
vart við sig.
Orðrómur hefur verið á kreiki
um þiað;, 4á'i |laug/j.\ lf óðfir
hafi stungið sér niður á Akur-
eyri aftur og hafi fréttamað-
ur samband við Erlend Konráðs
son lækni þar, en hann gegnir
um stundarsakir starfj héraðs-
læknis. Sagðist hann ekki hafa
orðið var við nein ný tauga-
veikS'JÞ-óðurtltfblBi á Akureyri
eða í grennd. Hins vegar sagði
hann, að um skeið hafi gengið
slæmur magaveikifaraldur nyrð-
ra. Þessi faraldur lýsi sér að
mörgu leyti líkt og taugaveiki-
bróðir, en rannsókn á sótt-
kvéikjum hafi lejtt í ljós, að þar
hafi ekki verið um taugaveiki-
bróðursóttkveikjur að ræða
Kvaðst’ Erlendur Konráðsson
læknir ekki vita um neitt tauga-
veikibróðuútiífeJW á Ak^reyit.
nú.
Kennarar á
skólabekk
I gærmorgun settust um 80
barnakennarar á skólabekk í
Hagaskóla, þar sem þeim verða
kynnt ýms ný hugtök í stærð
fræði. m. a. mengjafræðin svo
kallaða. sem Guðmundur Arn
laugsson, rektor, kynnti sjón-
varpsáhorfendum allrækilega
s. I. ve'tur. Jafnframt hefst í
dag framhaldsnámskeið í
sömu fræðum fyrir þá kenn-
ara, sem sóttu fyrsta nám-
skeið þessarar tegundar, sem
haldið var í fyrrahaust.
Þátttaka í námskeiðum þess-
um er góð, og sækja þau auk
kennara úr Reykjavík kennarar
víðsvegar af landinu. Við setn-
ingu námskeiðsins í gær ávörp-
uðu Jónas B. Jónsson, fræðslu-
stjóri Reykjavíkur og Helgi
Elíasson, fræðslumálastjóri, nem
endur og kennara og fögnuðu
því, að slík námskeið skyldu
haldin, enda væri stærðfræðin
breytingum háð og mættj aldrei
staðna.
Fræðslumálastjóri tóauð sér-
staklega velkomna frú Agnete
Bundgárd, yfirkennara frá Fred-
riksberg, sem kemur nú hingað
Framhald á bls. 10
Hverniq
Dubcek
var hand-
tekinn
Fréttaritari Reuters í
Prag, Vincent Buist, hefur
nú fengið frásögn af hand
töku Alexanders Dubceks
og fleiri tékkneskra komm-
únistaforingja. Heimild hans
er ónafngreindur miðstjórn
armaðxu-. ,
Samkvæmt þessum upp
lýsingum var Dubcek í
ein'kastofu sinni ii aðal-
stöðvum flokksins, þ.eg'ar
sovézkíir faUlh:|tfai(hemmjenn
umkringdu bygginguna..
Dubcek var í símanum að
reyna að fá nákvæmar upp
lýsingar um ástandið, þegar
tveir vopnaðir hermenn
ruddust inn i herbergið.
Þeir rifu isímann úr hönd
ium laði.ailritarainis, og sli.tu
símann úr sambandi. Síðan
ivar Dubcek og nánustu sam
tetarf®misnn toams reknir
inn í ákveðið herbergi í hús
inu.
Josef Smirkovsky þing-
for£'eti og Oldrioh Cemik
forsætisráðtoerra voru líka
í bygigingunni, og sta;kk
Smirkovsky nokkirum sykur
molum í vasann um leið og
toann vlar toandtekinn og
halfði við orð, að hann
þyrftii á toonum að toalda.
Dubcek, Cernik og Smii
fcovsky voru síðan, sendir
með flugvél til lítillar her
stöðvar í Slóvakíu, og þar
Framhald á 14. síðu
29. ágúst 1968 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ. ,3